Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Plantaðu tré í líf þitt,
leggðu fræ í jörð þann-
ig að rótin fái nægt
pláss til að breiða úr
sér. Tréð þarfnast
vatns, áburðar, sólar-
ljóss, hlýju og um-
hyggju til þess að hægt
sé að njóta þess í 100
ár. Látum náttúruna fá
tækifæri til þess að
leyfa trénu að njóta sín
í allri sinni fegurð.
Byggðu hús í lífi þínu. Leggðu góð-
an grunn (rót) að því svo það megi
verða 100 ára. Heimilið okkar er stað-
urinn sem við getum farið á hvenær
sem er, það veitir ytra öryggi (klæðn-
aður) og ekki síður innra öryggi (sál).
Þar getum við verið við sjálf þegar
önn dagsins lýkur. Vellíðan í lífinu
skiptir miklu máli vegna þess að við
þurfum að takast á við marga erf-
iðleika. Til að geta liðið vel er mik-
ilvægt að finna umhyggju svo við
náum að safna nýrri orku. Hús okkar
speglar okkur sjálf að utan (hvernig
við klæðum okkur) og að innan
(hvernig sál okkur lítur út).
Til að barn verði 100 ára þarf stöð-
ugt að vökva og næra það, líkt og tré
og heimili. Barnið þarfnast sólarljóss
líkt og plantan (foreldrar) og einnig
hlýju, gleði, umhyggju og ástar til
þess að geta byggt upp sjálfstraust
og heiðarleika og gengið í gegnum líf-
ið með sjálfsvirðingu, velsæmi og
gleði í farteskinu.
Næring fyrir heilbrigðari börn
Rætur tanna eru meðal þess sem
við fengum í vöggugjöf og mjög mik-
ilvægt að ungbörn drekki brjósta-
mjólk eins lengi og hægt er. Rann-
sóknir sýna að börn sem fá
brjóstamjólk í lengri tíma en eitt ár
standa sig betur í námi og þroskast
betur líkamlega en börn sem fá
brjóstamjólk í skemmri tíma. Barna-
mauk eða sérvalinn matur er ekki
nauðsynlegur fyrsta árið. Þess verð-
ur að gæta að gefa börnum ekki of
stóra bita því næringarefni með hýði
geta staðið í þeim. Í þessu samhengi
er sérlega mikilvægt að nefna að ung-
börn eiga alls ekki að borða pylsur
með görn. Annað sem ætti að forðast
á fyrstu tveimur aldursárunum eru
belgjurtir, djúpsteiktur matur og
brauðskorpa. Að öðru leyti ættu eins
árs börn að taka þátt í matartímanum
með fjölskyldunni og borða mat þar
sem ferlið við að læra að tyggja og
bíta er nauðsynlegt til að þroska
kjálka og góm. Séu börn mötuð lengi
með næringu á borð við mauk og
smábarnagrauta eða látin sjúga mik-
ið fingur eða pela getur
það skemmt tennur og
stöðu þeirra í munni.
Myndun tannglerungs
á tannkrónum fullorð-
instanna á sér stað frá
blautu barnsbeini. Á
þeim tíma er sér-
staklega mikilvægt að
börn fái nóg af kalsíum,
fosfór og D-vítamíni.
Þessi næringarefni
hafa mikil áhrif á
myndun og samsetn-
ingu tannglerungs.
Börn fá öll þessi nauð-
synlegu efni úr ferskum ávöxtum,
grænmeti, heilhveitivörum, mjólk,
kjöti og fiski. Börn þurfa líka að
drekka nóg. Börn upp að 10 ára aldri
þurfa að drekka einn til tvo lítra af
vökva á dag en meira ef þau hreyfa
sig mikið eða hlýtt er í veðri. Við
þorsta er best að fá sér hreint berg-
vatn en sýruríka drykki eins og
ávaxtate og djús ætti ekki að drekka
mjög oft. Þarmarnir eru ekki full-
þroskaðir fyrr en á tíunda aldursári.
Drykkja mjólkur er ekki æskileg því
mörg börn fá magaverk, niðurgang
eða uppköst þegar þau drekka mikla
mjólk. Drykki sem innihalda sykur
eða sýru, svo sem gos, djús og íste,
ætti að forðast. Aðeins eldri ungling-
ar ættu að hafa aðgang að koffín-
ríkum drykkjum. Lifrin er geymsla
vítamína og hennar hlutverk er að
deila út ákveðnum vítamínum. Of
mikið magn vítamína, sérstaklega of
mikil inntaka E-vítamíns, getur haft
mjög slæm áhrif á lifrina. Lifrin er
stærsti meltingarkirtill líkamans og
framleiðir allt að 600-1200 millilítra
af gallsafa á dag. Hún er einnig mik-
ilvægasta líffærið í lækkun efna-
skipta þekktra og framandlegra efna.
Hún sér um lífsnauðsynleg prótein
og stillir af ónæmiskerfi og hormón.
Án lifrar myndi maðurinn aðeins lifa í
nokkrar klukkustundir.
Börn eldri en þriggja ára fara að
líta á foreldra sína út frá nýju sjón-
arhorni. Þau treysta betur á eigin
skoðanir og hafa minni áhyggjur af
því hvort foreldrunum finnist ákvarð-
anir þeirra góðar eða ekki. Miklu
seinna á ævinni lærir einstakling-
urinn hversu mikils virði tíminn er.
Þegar menn hafa gengið í gegnum öll
þroskaskeiðin öðlast þeir heildarsýn.
Og ekki má vanmeta reynslubanka
þeirra sem eldri eru. Eldra fólk getur
nefnilega oft leiðbeint og miðlað dug-
lega af reynslu sinni og spáð fyrir um
hvert hinir yngri koma til með að
stefna á lífsleiðinni og ef allt gengur
vel þá verður þú 100 ára.
Lífið er svo fallegt
Eftir Birgittu Jóns-
dóttur Klasen
» Til að barn verði 100
ára þarf stöðugt að
vökva og næra það, líkt
og tré og heimili.
Birgitta Jónsdóttir
Klasen
Höfundur stundar náttúrulækningar.
Sæll Ólafur. Takk
kærlega fyrir bréfið.
Ég þakka þér enn
frekar fyrir að hafa
tekið á móti mér og
öðrum sveitungum
þínum og sýnt verk-
stæðið þitt á Fjör í
Flóa fyrir nokkrum
dögum síðan. Þykir
mér samt undarlegt
að ekkert af þínum
vangaveltum hafir þú nefnt við mig
í tveggja klukkutíma spjalli sem við
áttum.
Það er rétt sem þú segir að ég er
nemi í umhverfis- og byggingaverk-
fræði, eða allavega var það. Einnig
er það rétt að ég er mikill umhverf-
issinni enda ólst ég upp í nátt-
úrunni. Vil ég vera raunsær og
framsýnn og þarf líklega í náinni
framtíð að taka erfiðar ákvarðanir.
Ákvarðanir og verkefni tengd nátt-
úrunni eru aldrei auðveld. Ég tel að
undanfarin ár hafi stefna stjórn-
valda ýmist einkennst af öfgum í
átt til verndar eða nýtingar. Hvern-
ig getum við brúað bil ólíkra sjón-
armiða og eytt öfgum?
Þú spyrð mig í 20 liðum um hvort
ég hafi kynnt mér ýmislegt sem
tengist virkjunum almennt eða sem
snýr að virkjunum í neðri hluta
Þjórsár. Allt sem þú
nefnir eru atriði sem
mæla gegn virkjunum.
Að sjálfsögðu hef ég
kynnt mér þessi mál,
ekki alla liði sem þú
nefnir en flesta og von-
andi að þú hjálpir mér
við afganginn. Jafnvel
að ég fái flugferð hjá
þér yfir svæðin sem þú
nefnir. Auðvitað er
ekki hægt að fara í
framkvæmdir án þess
að því fylgi eitthvert
rask. Þó þarf alltaf að leitast við að
lágmarka umfang og neikvæð áhrif
framkvæmda. Þetta þarf auðvitað
ekki að segja þér sem bygg-
ingameistara.
Byrjum á að líta á heildarmynd-
ina og bera virkjanir í neðri hluta
Þjórsár saman við aðra kosti virkj-
ana hér á landi. Hún er mjög arð-
bær og langhagkvæmasti virkj-
anakosturinn fyrir samfélagið
miðað við umhverfisrask. Fyrir mér
er þetta ekkert flókið. Ef ekki verð-
ur virkjað í neðri hluta Þjórsár ætl-
um við ekki að virkja meira vatns-
afl. Uppistöðulónið Þórisvatn er
fyrir hendi og miðlanir í ánni eru
þó nokkrar með öðrum virkjunum á
leiðinni. Virkjun í neðri hluta Þjórs-
ár verður m.ö.o. rennslisvirkjun
með litlum lónum — öfugt við
Kárahnjúka og orkueiningin er um
þrisvar sinnum ódýrari. Hagnaður
umhverfis og þjóðar er í mínum
huga alveg augljós, fyrst þú vilt
líkja þessum virkjunum saman.
Af hverju er ég að bera saman
virkjanakosti? Miðað við miðspá
Hagstofunnar mun Íslendingum
fjölga um rúmlega 100.000 á innan
við 50 árum. Það kemur alveg heim
og saman við orð Ara Trausta Guð-
mundssonar í Fréttablaðinu 15. júní
sl. Þar segir hann: „Samkvæmt
orkuspám verðum við að finna 600
MW fyrir 2050 til að reka okkur
sjálf og sennilega önnur 1000 MW í
ýmiss konar iðnað. Við verðum að
ræða æsingalaust um að finna þetta
afl í þokkalegu bróðerni.“ Auðvitað
eru aðrir virkjanamöguleikar í boði,
eins og vindorka, sjávarföllin og há-
hiti, en þær virkjanir eru heldur
ekki gallalausar.
Ég lít nú ekki á mig sem mikinn
virkjanasinna almennt séð en tel að
horfa verði á heildarmyndina þegar
ákvörðun er tekin um hvort virkja
skuli. Hvað Urriðafossvirkjun varð-
ar vil ég ekki vera sjálfhverfur og
eigingjarn og stöðva þennan virkj-
anakost þó ég eigi heima rétt hjá
fossinum. Ég myndi vilja sjá hann í
nýtingarflokki sem aðlaðandi tæki-
færi fyrir uppbyggingu á Suður-
landi. Uppbyggingu nýrra íslenskra
fyrirtækja sem væru umhverfisvæn
og samfélagið gæti verið stolt af.
Það er hlutverk mitt sem stjórn-
málamaður að vinna fyrir Ísland í
þágu almannahags en ekki sérhags-
muna. Það er ein af þeim dyggðum
sem ég hef ákveðið að tileinka mér
sem þingmaður.
Svar við opnu bréfi sveitunga
míns, Ólafs Sigurjónssonar
Eftir Harald
Einarsson
Haraldur Einarsson
» Almennt séð tel ég
að horfa verði á
heildarmyndina þegar
ákvörðun er tekin um
hvort virkja skuli.
Höfundur er þingmaður.
Sumarið er komið í
Álafoss
ÁLAFOSS
Álafossvegur 23, Mosfellsbær
Opið: Mánud. - Föstud. 09:00 - 18:00
Laugard. 09:00 - 16:00
www.alafoss.is
Aðalheiður Karlsdóttir
Lögg. fast. fyrirt. og skipasali:: 535 1000
FALLEG ÍBÚÐ Á GÓÐUM STAÐ Á SPÁNI
Stórglæsileg 4ra herb. 110 fm. íbúð á 4. og efstu hæð í nýlegu lyftuhúsi í
Los Alcazares, fallegum spænskum strandbæ um 60 mín. akstur í suður
frá Alicante á Spáni. Þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, rúmgóð stofa
og borðstofa. Fullbúin fallegum húsgögnum. Rúmgóðar svalir og stórar
þaksvalir. Stór og fallegur lokaður sundlaugagarður.
Sér stæði í bílakjallara. Stutt á ströndina og á fjölmarga golfvelli.
HÆGT AÐ GREIÐA Í ÍSLENSKUM KRÓNUM. Verð kr. 33M.
Upplýsingar gefur Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali.
GSM 893 2495, adalheidur@stakfell.is
Móttaka
aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfu-
daga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í
notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda. Morg-
unblaðið birtir ekki greinar sem
einnig eru sendar eru á aðra
miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar
smellt er á lógóið birtist felli-
gluggi þar sem liðurinn "Senda
inn grein" er valinn.
- með morgunkaffinu