Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Víst er fargi létt af
fólki nú þegar fyrsta
vinstri ríkisstjórn lýð-
veldisins sem haldið
hefur út í heilt kjör-
tímabil er farin frá.
Þegar hún var kosin
2009 var það vegna lof-
orða um betri tíð og
blóm í haga – margs-
konar „blóm“. Fátt
blóma kom þó úr gróðurhúsi rík-
isstjórnar alþýðunnar – og mest voru
það frostrósir. En þetta vitum við öll
og ekki skal fjölyrt hér um þann
harmleik – aðeins nefnt að þeir sem
lofa, ljúga síðan og svíkja, falla fyrr
eða síðar.
Það er lögmálið.
Ný ríkisstjórn Framsóknar og
Sjálfstæðisflokks og þingmenn allir
eru boðnir velkomnir til starfa.
Margt ungt fólk, með nýfenginn veld-
issprota í höndum, stendur á kross-
götum. Til annarrar handar liggur
gamalkunnur slóði. Hann geymir
sögu valdapots, hrossakaupa, leynd-
arhyggju, sérhagsmunagæslu,
ósanninda og óheilinda. Til hinnar lið-
ast lítt kannaður stígur heilinda, rétt-
lætis, sanngirni, mannvirðingar, hóg-
værðar, umhyggju og
auðmjúks þakklætis
fyrir traust þjóðarinnar
og það tækifæri sem í
því felst til að láta gott
af sér leiða.
Það er komið að því
að velja leiðina.
Vonin
Kosningaloforðin
byggja upp vonina sem
við síðan fáum fyrir at-
kvæðaseðilinn. Vonina
um betra líf fyrir okkur
og afkomendur okkar. Vonin breytist
í væntingu og síðan í gleði og ham-
ingju – eða í reiði og vonleysi ef hún
ekki rætist. Það er sárt – mjög sárt.
Okkur finnst við hafa verið svikin.
Það sem verra er: Börn okkar og
barnabörn hafa verið svikin um þá
framtíð sem við reyndum að tryggja
þeim.
Fyrr eða síðar „fjúka hausar“ –
með skömm.
Það er lögmálið.
En eigum við ekki að hefja þessa
vegferð okkar nú með Framsókn og
sjálfstæðismönnum full vonar? Vonar
um að Alþingi og ríkisstjórn feti síð-
arnefnda stíginn, full metnaðar og
einlægs vilja til að standa undan-
bragðalaust við loforð sín og vinna
okkur öllum allt það gagn er verða
má. Að gleyma því aldrei að þjóna
þjóðinni – ekki Mammon eða öðrum
tálsýnum.
Og við landsmenn góðir, eigum við
ekki líka að setja okkur markmið?
Thomas Jefferson, þriðji forseti
Bandaríkjanna, sagði eitthvað á
þessa leið:
„Fólk sem heldur að það geti búið í
þjóðfélagi réttlætis, lýðræðis og jöfn-
uðar, án þess að hafa nokkur afskipti
af þjóðmálum er að óska sér þess sem
aldrei hefur verið og aldrei verður.“
Þetta segir okkur að ef við viljum
búa í öruggu, heiðarlegu þjóðfélagi er
ekki nóg að kjósa á nokkurra ára
fresti. Við verðum að fylgjast með,
benda á og gagnrýna ef kjörnir
fulltrúar okkar standa sig ekki.
Minnumst þess sem oft er sagt; völd
spilla og algjör völd spilla algjörlega.
Sanngjarnt aðhald
Það er ekki flókið að kveða sér
hljóðs í okkar litla þjóðfélagi. Blogg-
síður eru öllum opnar og lands-
þekktir – og óþekktir – einstaklingar
eru þegar að gera þar mikið gagn.
Flest blöð taka við greinum og út-
varpsstöðvar, t.d. Saga, taka við inn-
hringingum í þjóðmálaþætti þar sem
hægt er að koma skoðunum sínum á
framfæri. Fréttastofur taka líka við
ábendingum, a.m.k. ef um stærri mál
er að ræða. Þá má á Alþingi.is finna
nöfn allra alþingismanna ásamt síma-
númerum og netföngum. Ekkert er
auðveldara en að senda þeim línu eða
hringja.
Allir kannast við „nöldurstundir“
með vinnufélögunum í kaffitímanum.
Þetta eru oft sterkar umræður sem
e.t.v. skiluðu árangri ef hópurinn
sendi tölvupóst til þingmanna með
ábendingu, fyrirspurn, gagnrýni eða
hrósi. Ísland er heimili okkar allra –
því skyldum við ekki segja skoðun
okkar á heimilishaldinu?
„Sjónvarp Alþingi“
Það var fróðlegt að sjá og heyra
stefnuræðu hins nýja forsætisráð-
herra og ræður þingmanna úr öllum
flokkum í beinni útsendingu. Þing-
mönnum til hróss lögðu margir
áherslu á jákvætt samstarf allra
þingmanna og flokka. Einn a.m.k.
nefndi að allir þingmenn væru kosnir
til að ráða málum til heilla fyrir al-
þjóð og annar taldi það ekki vera
skyldu sína að berjast gegn ríkis-
stjórn eða þingmeirihluta þó sjálfur
væri í „stjórnarandstöðu“. Hér kveð-
ur við nýjan tón á hinu háa Alþingi.
Guð láti gott á vita.
Forsætisráðherra var yfirvegaður
og mæltist vel sem oft áður. Þess
saknaði ég þó að hann minntist ekki á
þátttöku okkar í Schengen-
samstarfinu sem þegar hefur reynst
okkur dýrkeypt. Það er orðið hreint
öryggismál fyrir okkur að ganga úr
þessu samstarfi og taka sjálf upp
fulla gæslu á landamærum Íslands –
nú þegar. Það gera engir betur en ís-
lenskir löggæslumenn og -konur.
Þetta er einfalt að framkvæma – vilji
er allt sem þarf.
Fjármál almennings tóku drjúgan
tíma hjá forsætisráðherra enda hefur
of lengi, og of nærri, verið höggvið
nærri heimilunum í landinu. Mál er
að linni. Þótt fullur vilji ráðherrans
verði ekki dreginn í efa mátti samt
skilja að fljótlegra og einfaldara yrði
að lækka veiðigjöld útgerða og gefa
ferðaþjónustunni eftir virð-
isaukaskatt. Það vil ég hinsvegar
segja að óviturlegt er að draga úr
tekjum ríkisins rétt á meðan ekki er
ljóst hvernig koma á böndum á risa-
vaxinn, uppsafnaðan vanda heim-
ilanna. Ég vildi síður að hinir nýju
trúnaðarmenn okkar á Alþingi fengju
á sig stimpil sérhagsmunagæslu á
kostnað mannúðar.
Það yrði blettur á íslenskri þjóð.
baldur@landsmenn.is
www.landsmenn.is
Von þjóðar
Eftir Baldur
Ágústsson
» Ísland er heimili
okkar allra – því
skyldum við ekki segja
skoðun okkar á
heimilishaldinu?
Baldur Ágústsson
Höfundur er fyrrverandi forstjóri og
forsetaframbjóðandi.
I.
Ekki er öruggt með
ártal, en ég man, að þá
átti ég Volkswagen
Variant, sem ég hafði
keypt í ársbyrjun 1965,
þannig að þetta hefur
líklegast verið árið
1969. Bergljót dóttir
okkar hjóna þá um fjög-
urra ára. Ég bjó þá í
Tjarnargötu 36, vakn-
aði snemma, um sex-
leytið, og ætlaði að ná í Moggann, en
heyrði þá brothljóð neðan úr kjallara
og skömmu síðar mætti ég innbrots-
þjóf, sem kom úr kjallaranum, er ég
opnaði dyrnar þangað niður. Ég brá
mér í vetrarfrakka yfir náttfötin og
buxurnar, sem ég hafði brugðið mér í,
niður í kjallara, sá slóðina eftir þjóf-
inn yfir í Suðurgötu, ræsti bílinn og
hélt af stað í eftirför ætlaða leið, sem
þjófurinn hefði farið. Reiknaði eftir
sporunum, að hann hefði hlaupið yfir
kirkjugarðinn í vestur. Síðan ók ég
Suðurgötu, upp Kirkjugarðsstíginn,
suður Ljósvallagötu og vestur Ás-
vallagötu. Skammt hafði ég ekið vest-
ur Ásvallagötuna, er ég kom auga á
tvo menn á tali móts við Ásvallagötu
7. Annar þeirra var blóðugur og taldi
ég þar kominn innbrotsþjófinn, snar-
ast út úr bílnum, ávarpa manninn:
„Voruð þér ekki að brjótast inn hjá
mér?“ Hann svaraði krepptum hnefa
og miðaði á andlit mér, en ég vék mér
undan og lenti höggið á
öxl mér. Síðan bið ég
þann, sem þjófurinn var
að tala við, að hringja á
lögregluna, en á meðan
hvarf þjófurinn út í
buskann. Ég leitaði um
alla norðurhlið Ásvalla-
götunnar, milli 10A og
12, en allt kom fyrir
ekki, maðurinn gersam-
lega horfinn. Um svipað
leyti kom rúta með um
18 lögreglumenn á leið
út á Seltjarnarnes í
leikfimi, en ekki fundu þeir manninn
frekar en ég. En þeir vissu nafn hans,
sem Bergljót dóttir mín stytti síðan í
„Steini steliþjófur“. Var því leit hætt,
en maðurinn fannst eftir hálfan mán-
uð, var einn af góðkunningjum lög-
reglunnar.
II.
Steini steliþjófur skýrði svo frá, að
vinur hans Georg að nafni hefði boðið
sér í Tjarnargötu 36, þar væru til
sýnis alls konar matvæli í kjallara, er
sneri að Tjarnargötunni, engin
gluggatjöld, bara boðið til veislu.
Georg þessi var handtekinn um svip-
að leyti og Steini. Nú líður að kveldi
og biður Njörður Snæhólm rann-
sóknarlögreglumaður mig að finna
sig inni á stöð. Þar var þá kominn all-
ur matarforðinn úr geymslunni í
Tjarnargötu 36. „Þetta er svipað og
konan mín liggur með í geymslu okk-
ar.“ Stuttu eftir innbrotið fara þær
mæðgur, Bergljót dóttir mín og Hall-
dóra kona mín, í verslun Silla og
Valda í Aðalstræti 10, þar sem nú er
verslunin Kraum, og þegar þær
mæðgur gengu inn sér Bergljót í hillu
í miðri versluninni maís og segir hún
þá: „Mamma, mamma, þarna eru ma-
ísinn, sem að Steini steliþjófur stal
frá okkur,“ en Sigurjón Þóroddsson
verslunarstjóri þekkti okkur vel og
vissi af þjófnaðinum, svo að hann tók
því vel að Bergljót skyldi halda að
stolni maísinn væri kominn í sölu í
búðinni, þar sem hann hafði verið
keyptur.
III.
Þéringarnar voru í dauðateygj-
unum á þessum tíma og hurfu alveg
er Kristján Eldjárn vinur minn varð
forseti. Hann var maður fólksins og
útrýmdi þéringum. Steini steliþjófur
mun hafa verið með síðustu afbrota-
mönnum, sem voru þéraðir. Þeir inn-
brotsfélagarnir munu hafa ratað á
rétta braut og ég var varaformaður
Verndar, fangavinafélagsins, í fjórtán
ár. Þar með lýkur sögu þéringa á Ís-
landi og er það vel.
Þegar ég þéraði þjófinn
Eftir Leif Sveinsson » Þéringarnar voru í
dauðateygjunum á
þessum tíma og hurfu
alveg er Kristján Eld-
járn vinur minn varð
forseti.
Leifur Sveinsson
Höfundur er lögfræðingur.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.
Er á Facebook
Breytingaskeiðið eða
fyrirtíðaspenna?
www.annarosa.is
Ég er 56 ára og í góðu formi en fór að finna fyrir
hitakófum. Þá ákvað ég að taka tinktúruna
Maríustakk og melissu því ég vildi ekki hormónalyf.
Og viti menn, eftir 10 daga fann ég mikinn mun á
mér til hins betra. Nú er ég búin að taka tinktúruna
í tvo mánuði og hitakófin eru bara í minningunni.
Ég get því heilshugar mælt með þessari vöru frá
Önnu Rósu við einkennum breytingaskeiðsins.
- Kristín Halla Hilmarsdóttir
Tinktúran Maríustakkur og melissa hefur reynst
afar vel við hitakófum á breytingaskeiðinu og
einnig fyrirtíðaspennu, óreglulegum blæðingum
og bólum tengdum blæðingum.
Slöngutengjasett
með úðabyssu Q308
695,-
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
Fyrir garðinn
WZ-9006 Greinaklippur
795,-
Þrýstiúðabrúsi
1 líter WZ-4001
495,-
1/2” slanga 15 metra
með stút og tengjum
1.690,- WZ-9019
Greinaklippur
1.595,-
Slöngutengjasett með
úðara WZ-9304
395,-
Slöngusamtengi
125,-
(mikið úrval tengja)
WZ-9008
Hekk klippur 8”
1.795,-
Garðkanna 5 L
698,-
208 3ja arma garðúðari
395,-
Þrýstiúðabrúsi 5 lítrar
WZ-6004
1.590,-
Slönguhjól
1/2” f/45 metra
1.590,-