Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
✝ Gunnar Jóns-son fæddist í
Vestmannaeyjum
18. janúar 1940.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans við Hring-
braut 13. júní 2013.
Foreldrar Gunn-
ars voru Rósa Guð-
mundsdóttir, hús-
móðir frá Málmey í
Vestmannaeyjum,
f. 15. júní 1918, d. 27. apríl 1974
og Jón Guðmundsson frá Goða-
landi í Vestmannaeyjum, út-
gerðarmaður og skipstjóri á Ver
VE, f. 15. júlí 1905, d. 4. mars
1972. Systkini Gunnars voru
Guðmundur, f. 25. apríl 1943, d.
29. september 1945, Helga, f. 17.
nóvember 1947 og Guðríður, f.
20. mars 1958.
Gunnar kvæntist þann 4.
október 1962 Selmu Jóhanns-
dóttur frá Vestmannaeyjum, f.
4. október 1942. Foreldrar
hennar voru Sigríður Júnía
Júníusdóttir húsmóðir, f. 28. maí
1907, d. 7. maí 1987 og Jóhann
formennsku á Ver sumarið
1963. Gunnar lauk minna vél-
stjórnarprófi árið 1958 og út-
skrifaðist frá Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík vorið 1961.
Hann var í áhöfninni þegar
Bergur VE fórst út af Snæfells-
nesi haustið 1962. Þeir skips-
félagar björguðust allir giftu-
samlega. Gunnar varð svo
stýrimaður á nýjum Bergi árið
1963. Árið 1965 varð Gunnar
stýrimaður á Ísleifi IV og ári
síðar skipstjóri. Árið 1967 tók
hann svo við Ísleifi VE 63. Upp
frá því var hann alltaf kenndur
við þann bát – Gunnar á Ísleifi.
Árið 1975 keypti Gunnar ásamt
þeim Leifi Ársælssyni og Kára
Birgi Sigurðssyni Ísleifsútgerð-
ina og var skipstjóri á nýjum Ís-
leifi allt til ársins 2004. Hann
hafði þá verið til sjós í 46 ár. Ár-
ið 2003 var útgerðin seld
Vinnslustöðinni hf. Gunnar var
aflakóngur Vestmannaeyja árin
1971 og 1973. Gunnar var félagi
í Oddfellow-stúkunni Herjólfi í
Vestmannaeyjum frá árinu
1971.
Útför Gunnars fer fram frá
Landakirkju Vestmannaeyjum í
dag, 22. júní 2013, og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Eysteinsson sjó-
maður, f. 23. febr-
úar 1907, d. 21.
febrúar 1998. Börn
Gunnars og Selmu
eru: 1) Eysteinn,
matreiðslumaður, f.
26. febrúar 1963,
kvæntur Írisi Ró-
bertsdóttur. Börn
þeirra eru Róbert
Aron, f. 1999 og
Júnía, f. 2006. Son-
ur Eysteins er Gunnar Ingi, f.
1985, dóttir hans er Iðunn Hekla
Aldan, f. 2007. 2) Jón Atli, skip-
stjóri, f. 11. mars 1968, kvæntur
Sigurhönnu Friðþórsdóttur.
Börn þeirra eru Selma, f. 1994,
Hákon, f. 1998, Helena, f. 2004
og Díana, f. 2010. 3) Árni, sjó-
maður, f. 7. nóvember 1976,
sambýliskona hans er Bryndís
Stefánsdóttir, þau eiga von á
sínu fyrsta barni nú í júní.
Gunnar ólst upp í Miðey við
Heimagötu og var löngum
kenndur við það hús. Hann byrj-
aði til sjós með föður sínum á
Ver VE árið 1958 og tók svo við
Elsku pabbi. Ekki átti ég
von á að skrifa minningargrein
um þig rúmri viku eftir að við
flugum saman í skyndi vegna
veikinda þinna. Við bræðurnir
þrír, mamma og ekki síst þú,
reyndum allt hvað við gátum til
að koma þér í gegnum brims-
kaflinn sem reið yfir okkur.
Ekki má gleyma frábæru
starfsfólki gjörgæsludeildar
Landspítalans og öllum þeim
vinum og vandamönnum sem
lögðust á árarnar í huga og
verki. En skipstjórinn tekur
sínar eigin ákvarðanir og örlítil
stefnubreyting gegnum brims-
kaflinn mikla getur skilað skipi
þannig að áhöfnin sjái að lokum
fullkomlega hvað skipstjórinn
hafði í huga þegar lagt var í
hann.
Æskuminningar mínar með
pabba eru fjölmargar þrátt fyr-
ir að hann hafi verið langdvöl-
um að heiman við fiskveiðar á
fjarlægum miðum. Þær minn-
ingar er gott að rifja upp með
sjálfum sér á stundum sem
þessum. Einhver skipti kom
fyrir að hægt var að fara með á
sjóinn en uppeldið var framan
af mest á herðum mömmu. Svo
fór þó að við bræður fengum
einn af öðrum pláss á Ísleifi og
þá má segja að hann hafi tekið
við uppeldinu og maður kynnst
pabba betur. Hann var varkár
skipstjóri og tók fullt tillit til
erfiðra náttúruafla. Hann var
fiskinn og tókst oft vel til með
þolinmæði og þrautseigju.
Stundum voru aðstæður erfið-
ar, en einhvern veginn náði
hann árangri, oft umfram aðra
á miðunum. Það heyrðist ekki
oft kallað ofan úr brúarglugg-
anum. Hann treysti áhöfninni
til að leysa úr sínum málum.
En ef honum fannst honum
sjálfum ekki hafa tekist nógu
vel upp þá sparkaði hann ótt og
títt í asdikið og muldraði nokk-
ur vel valin orð. Annars man ég
aldrei eftir öðru en að hann
væri rólegur og yfirvegaður.
Fyrir vikið naut hann virðingar
áhafnarinnar. Hann var samt
ákveðinn og lét ekki traðka á
sér, hvorki við fiskveiðar né
annars staðar. Hann var at-
vinnusjómaður af lífi og sál og
hans helsta áhugamál var sjó-
mennska. Þegar skipstjórnar-
ferillinn reis sem hæst sóttu
margir ungir skipstjórar, sem
voru að feta sín fyrstu spor, í
reynslubanka Gunnars á Ísleifi.
Margir hverjir toppskipstjórar
í dag og hafa þróað áfram þá
þekkingu sem þeir fengu m.a.
frá honum og fleirum sem
lögðu grunninn að nútíma nóta-
veiðum við Ísland. Eftir að
pabbi fór í land nýtti hann sér
tæknina og fylgdist með okkur
bræðrum sem nú erum ekki
lengur á sama skipi. Svo voru
símtölin þar sem hann miðlaði
af þekkingu sinni. Ég held að
það hafi gefið bæði honum og
okkur mikið.
Nú þegar að lífslokum er
komið er ljóst að mamma er sú
sem stóð eins og klettur við
hlið manns síns alla ævi, allt
þar til hann kvaddi okkur á
sinn hátt. Hann stýrði fleyi
sínu í þá átt að allir sáu að best
léti. Ég held að ekki sé ofsög-
um sagt að Gunnar Jónsson
hafi verið farsæll og fengsæll
maður, skipstjóri, útgerðar-
maður, eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi.
Þakka þér fyrir samveruna,
elsku pabbi. Þú hefur stýrt
skipi þínu hér á jarðríki heilu
til hafnar og áhöfn þín er ótta-
laus. Ég veit að þú stendur við
asdikið og það er búið að kalla
englana klára.
Jón Atli Gunnarsson.
Elsku pabbi það er sárt að
kveðja þig, þig sem varst alltaf
til staðar fyrir mig. Þú varst
svo stór hluti af lífi mínu, ekki
aðeins sem góður pabbi heldur
líka sem skipstjórinn minn í
meira en 20 ár. Já, yfir 20 ár
vorum við saman á sjó á Ísleifi
Ve. Er sá tími í mínum huga
eins og ein stór velheppnuð
vertíð. Mér finnst ekki langt
síðan að ég byrjaði á sjó með
þér, þá 17 ára og sjóveikur. Þú
varst nú ekki alltaf viss um að
ég yrði sjómaður. Hún gleymist
ekki svo glatt sjóferðin sem við
fórum, fjölskyldan ásamt fleir-
um, í gosinu vorið 1973. Þá var
haldið með Ísleifi til Hirtshals
þar sem við ætluðum að vera,
fjölskyldan, meðan þú varst að
veiða síld í Norðursjónum. Í
þeirri ferð varð ég mjög sjó-
veikur og var í koju allan tím-
ann. Þið mamma voruð viss um
það að ég yrði allavega ekki
sjómaður. En ég varð sjómaður
og er það enn í dag. Það var
stíft sótt á árum áður og þú
mikið fjarverandi en það fylgdi
því alltaf mikil spenna og til-
hlökkun þegar þú varst á leið í
land eftir langt úthald. Við
kynntumst betur og á annan
hátt eftir að ég fór að róa með
þér og styrkti það okkar sam-
band. Þessi tími var ómetanleg-
ur, öll samtölin um lífið og til-
veruna og um fjölskylduna sem
var þér svo kær. Þegar þú
varst kominn í land var hug-
urinn alltaf á sjó og þú varst
alltaf í góðu sambandi við mig.
Eftir að ég byrjaði á Hugin VE
þá fylgdist þú vel með okkur
bæði í gegnum síma, hringd-
umst á á hverjum degi, og ekki
síður í gegnum tölvu og þar
gast þú séð hverja hreyfingu
skipanna. Sjórinn og sjó-
mennskan var þín atvinna og
áhugamál alla tíð.
Ég fæ vonandi kokkaplássið
aftur og við siglum á önnur mið
saman seinna.
Takk fyrir að vera þú.
Þinn
Eysteinn.
Það er með sorg í hjarta sem
ég kveð ástkæran tengdaföður
minn í dag. Leiðir okkar Gunn-
ars lágu fyrst saman fyrir 24
árum þegar ég, unglingsstelpa
úr hverfinu, læddist heim með
syni hans um miðja nótt.
Snemma morguns var bankað á
dyrnar og Gunnar sagði í róleg-
heitum: „Jón Atli, stelpan sem
er hjá þér á að fara heim!“
Hann var ekkert að kippa sér
upp við það þótt hann væri vak-
inn með símhringingu stress-
aðrar vinkonu minnar og
frænku hans enda ekki þekktur
fyrir að æsa sig að óþörfu.
Gunnar var hreinn og beinn í
samskiptum, sagði sína mein-
ingu og maður vissi alltaf hvar
maður hafði hann. Hann var
hlýr og ljúfur maður sem gott
var að leita til og traustur fjöl-
skyldumaður.
Um tíma réru þeir allir sam-
an á Ísleifi, Gunnar og synirnir
þrír. Mörgum þótti það skrítið
og jafnvel óábyrgt en við eig-
inkonurnar vorum alveg róleg-
ar að vita af þeim saman í
traustum höndum föður síns.
Gunnar var góður skipstjóri og
lærifaðir sona sinna og ég veit
fyrir víst að minn eiginmaður
hefur sótt margan fróðleik í
viskubrunn föður síns enda
deildu þeir saman sínu helsta
áhugamáli, sjómennskunni.
Gunnar bar mikla virðingu fyr-
ir náttúruöflunum og fylgdist
vel með veðurspám og gangi
himintunglanna. Hann var
hæfilega hjátrúarfullur enda er
slíkt hluti af sjómannslífinu. Í
hvert sinn sem komið var við á
Illó var tekið bátaspjall og
stundum færðu þeir feðgar sig
inn í herbergi til að geta spjall-
að í friði þegar þeim þóttu við
stelpurnar of háværar eða mas-
gjarnar.
Gunnar var músíkalskur og
hafði gaman af söng og tónlist
almennt. Hann greip líka í gít-
ar eins og synirnir og oft var
fjör í tjaldinu á þjóðhátíð þegar
fjölskyldan var samankomin og
feðgarnir skiptust á að spila
eða tóku lagið saman. Slíkt var
einnig gert í fjölskylduboðum
en þá sá yngri kynslóðin oftast
um skemmtiatriðin. Gunnar
fylgdist stoltur með barnabörn-
unum í leik og starfi, spurði um
gengi í skólanum, íþróttum og
öðrum tómstundum og hvatti
þau til dáða. Stórt skarð er nú
höggvið í fjölskylduna og miss-
irinn er mikill, ekki síst hjá
sonunum og Selmu, sem alltaf
stóð við hlið eiginmannsins, í
blíðu og stríðu, allt til hinsta
dags.
Elsku Selma, Eysteinn, Jón
Atli, Árni og fjölskyldan öll,
það er í okkar verkahring að
viðhalda minningu Gunnars.
Þar munum við áreiðanlega öll
leggjast á eitt og halda áfram
að hittast og spjalla, hlæja,
syngja og skemmta okkur sam-
an eins og hann hefði gert hefði
hann fengið að vera lengur
meðal okkar. Synirnir munu
leita í brunn minninganna og
nýta sér allan þann fróðleik
sem Gunnar bjó yfir og miðlaði
af svo mikilli kostgæfni.
Ég lýk þessum orðum með
broti úr ljóði Jóhannesar úr
Kötlum:
Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý
og hógvær göfgi svipnum í.
Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt
og hugardjúpið bjart og stillt.
Hvíl í friði.
Þín tengdadóttir,
Sigurhanna (Hanna).
Fallinn er frá góður vinur
minn og frændi Gunnar Jóns-
son. Við Gunnar vorum jafn-
aldrar, systkinasynir og aðeins
mánuður var á milli okkar. Ég í
desember 1939 og hann í jan-
úar 1940. Þar með vorum við
ekki bekkjarbræður né fermdir
saman. Það breytti því ekki að
við vorum miklir félagar, enda
aðaláhugamálið útgerð feðra
okkar sem gerðu út m/b Ver
VE 318. Fyrsta vinnan okkar
var netaafskurður fyrir útgerð-
ina og var vel fylgst með hve-
nær Ver kæmi að landi og var
oft kalt og blautt að hanga niðri
á bryggju að bíða. Áhugasamir
peyjar létu það ekki aftra sér.
Á okkar yngri árum var það
nokkuð árvisst að ef vel viðraði,
þá fengum við að fara með að
leggja netin í fyrsta sinn á ver-
tíðinni. Ein slík ferð er mér
mjög minnisstæð, en þá vorum
við 7 ára og dagurinn var 29.
mars 1947. Þá var farið að
leggja netin í mjög góðu veðri
og þau lögð undir sandi, sem
kallað er og við Drangana. Þeg-
ar við svo vorum að leggja af
stað í land þá var komin mikil
og dökk móða yfir landinu.
Fljótlega hurfu Eyjarnar einn-
ig í þessa móðu. Þegar nær dró
dimmdi og var eins og um nótt.
Heimferðin gekk nokkuð vel þó
enginn væri radarinn. Þegar í
land kom fréttum við að Hekla
væri farin að gjósa eftir 100 ára
hlé. Þetta var fyrsta en ekki
síðasta eldgosið sem við áttum
eftir að upplifa.
Annars var verið í fótbolta
alla daga og var Knattspyrnu-
félagið Týr okkar félag, enda
pabbi Gunnars einn af stofn-
endum félagsins. Gunnar var
mjög góður knattspyrnumaður,
fljótur og marksækinn. En eins
og með marga peyja þá fór
hann í sveit og var í tvö sumur.
En eftir sveitina tók fótboltinn
aftur við ásamt vinnu í Ísfélag-
inu. Upp úr því fór sjómennsk-
an að toga í hann. Gunnar byrj-
aði á Ver á handfærum og var
þar í skipsrúmi í tvö ár á mis-
munandi veiðiskap, auk þess að
vera á Kap á tveimur sumar
síldarvertíðum fyrir norðan.
Eftir það lá leið hans í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og
lauk hann prófi þaðan vorið
1961. Ég man vel þegar Jón
faðir Gunnars kom í vinnuna til
mín og sagði mér að Gunnari
hefði verið boðið að taka við Ís-
leifi IV, sem skipstjóri og var
hann mjög stoltur af því.
Gunnar gerðist síðan með-
eigandi í Ísleifi, ásamt því að
vera skipstjóri. Hann var mjög
farsæll í starfi og aflakóngur
tvisvar. Útgerðin var síðan seld
Vinnslustöðinni 2003, hætti
hann þá fljótlega eftir tæp 50
ár á sjó.
Við Hrafnhildur og fjöl-
skylda okkar sendum Selmu og
strákunum: Eysteini, Jóni Atla,
Árna og fjölskyldum þeirra,
eins systrum Gunnars, þeim
Helgu og Gullu, svo og fjöl-
skyldum þeirra okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Minningin um góðan dreng
lifir.
Garðar Björgvinsson.
Gunnar Jónsson skipstjóri er
látinn. Það gat varla komið á
óvart miðað við fréttir af heilsu
hans undanfarið en þó afar
ótímabært miðað við aldur.
Fráfall hans kallar fram fjölda
minninga. Við nutum þeirrar
gæfu að róa með Gunnari á Ís-
leifi VE 63 – „Ísleifi bara“ eins
við sögðum stundum í gríni eða
á „Aflagrænum með gulu rönd-
ina“ þegar enn betur lá á okkur
– um sumur í hartnær tíu ár,
ýmist á síld í Norðursjó eða á
loðnu hér við land. Tíminn á
sjónum með Gunnari og hans
góðu áhöfn var okkur ómetan-
legur.
Gunnar Jónsson komst ung-
ur til metorða á sjónum. Langt
innan við þrítugt tók Gunnar að
sér skipstjórn á Ísleifi VE 63,
nýjasta og glæsilegasta skipi
Vestmannaeyjaflotans, og alla
tíð var skipið undir stjórn hans
aflaskip. Sögur af aflaskipstjór-
um lýsa gjarnan tröllkarlaleg-
um og fyrirferðarmiklum per-
sónuleikum. Slíkt átti ekki við
um Gunnar. Hann var hægur
og rólegur, henti aldrei hnjóð-
syrðum í nokkurn og stjórnaði
án þess að eftir því væri tekið.
Enginn efaðist þó um hver réði.
Hann fékk vilja sínum fram-
gengt án hávaða og ákvarðanir
hans voru sjaldan umdeildar. Á
Ísleifi voru þó ýmsir með
ákveðnar skoðanir á öllu. Gunn-
ar fiskaði líka „létt“. Á nóta-
veiðum þarf alltaf að beita lagni
en sumir þurfa líka mikla
krafta. Gunnar var ótrúlega
laginn en þurfti lítið að beita
kröftum. Nót var ekki oft kast-
að á Ísleifi án þess að torfan
fengist. Við skipverjarnir vor-
um oft að metast um það við
kollega okkar af öðrum skipum,
þegar í land var komið, í hvað
mörgum köstum við fylltum
skipið. Alltaf var sá saman-
burður okkur hagstæður.
En þótt Gunnar hafi verið
rólyndismaður og skipti lítt
skapi var hann allra manna
fjörugastur þegar þannig stóð
á. Hann átti auðvelt með að
skapa samkennd meðal skip-
verja; skapa stolt og virðingu
fyrir skipi og félögum og var
hrókur alls fagnaðar með gít-
arinn á lofti þegar skipverjar
vildu „lyfta sér upp“. Við minn-
umst m.a. ánægjulegra stunda
uppi í brú á landleið, þegar Jón
Berg þandi nikkuna, Gunnar
gítarinn og Svenni Tomma
söng forsönginn og allir tóku
kröftuglega undir. Litið til
baka voru þetta dýrðartímar.
Að leiðarlokum minnumst við
Gunnars með virðingu og hlýju.
Gullárin á Ísleifi standa að
mörgu leyti upp úr þegar við
lítum til baka yfir liðnar ævi-
stundir. Við erum ákaflega
þakklátir fyrir að hafa kynnst
Gunnari og átt með honum
mörg góð sumur og lærdóms-
ríkar stundir. Við fylgdumst
líka með ánægju hve farsælu
ævistarfi Gunnar skilaði. Hann
stofnaði með starfsfélögum sín-
um útgerð sem tók við Ísleifi
VE 63. Sú útgerð dafnaði undir
þeirra stjórn.
Í einkalífinu var Gunnar
gæfumaður. Eftirlifandi eigin-
kona hans, Selma Jóhannsdótt-
ir, reyndist honum alla tíð stoð
og stytta í lífinu. Þau eignuðust
þrjá mannvænlega syni, sem
öllum hefur gengið vel í lífinu.
Er ekki að efa að Gunnari hafi
þótt mikið um afa- og langaf-
ahlutverk sitt þegar um fór að
Gunnar Jónsson HINSTA KVEÐJA
Elsku afi.
Ég sakna þín. Ég hef
alltaf elskað þig og mun
alltaf gera.
Við ætlum að passa
ömmu vel.
Ástarkveðja,
Helena.
Elsku afi.
Takk fyrir þær stundir
sem við áttum saman eins
og þegar við horfðum á og
ræddum fótbolta. Líka þeg-
ar við fylgdumst með okkar
liði, Man. Utd., vinna. Við
áttum fleiri góðar stundir
eins og þegar við fórum öll
saman til Tenerife á 70 ára
afmælinu þínu. Ég er glað-
ur yfir því að þú sást mig
fermast. Ég veit að þér líð-
ur vel núna og þú vakir yfir
okkur öllum.
Þinn
Róbert Aron.
Elsku afi.
Ég sakna þín og elska
þig. Mér þykir vænt um
þig, þú varst góður afi. Við
vorum oft að lesa saman,
það var gaman. Ég veit að
þú vakir yfir mér.
Elsku afi, það var
skemmtilegt að vera með
þér öll þessi ár.
Þín
Júnía.
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
útfararstjóri
útfararþjónusta
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Jón Bjarnason
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
G Þorsteinn Elíasson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST