Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 47
og Matthew McConaughey og ann- arri þáttaröð Banshee sem sýnd verður á kapalstöðinni Cinemax sem er í eigu HBO. „Ég get eig- inlega ekkert sagt um hvað ég er að gera, það væri líka ekkert gam- an fyrir fólk að vita það, ef það vill sjá þættina,“ segir Ólafur Darri um þau verkefni. Í True Detectives fara Harrelson og McConaughey með hlutverk leynilögreglumanna sem starfa saman. Ólafur Darri ber þeim félögum vel söguna, segir þá yndislega báða tvo. -Varstu eitthvað að „tsjilla“ með þeim, fóruð þið á pöbbinn? „Nei, ég var bara í vinnunni.“ -En var stjanað við þig í þessu öllu saman? Var mikill munur á aðstæðum þarna og hér, betri mat- ur? „Allur aðbúnaður er annar, auð- vitað. Það eru mjög stór „crew“ yf- irleitt og jú, lagt mikið í mat. Við megum ekki gleyma því að í Amer- íku er meirihluti tökuliðsins ekki heima hjá sér, það býr kannski í LA en er að vinna í New Orleans í hálft ár. Það eru oft aðstæður fólks og eins gott að maturinn sé góður. Maður fær inni í einhverju hjólhýsi þar sem maður getur horft á sjón- varpið, vídeó eða dvd ef maður vill, hefur sófa og hefur það kósí með eigið klósett. Það er mjög fínt. Yfir- leitt gefst okkur ekki færi á þessu í íslenska bransanum, við höfum bara ekki pening í það. Það er rosa- lega gott að geta farið og verið út af fyrir sig, undirbúið sig og gert sitt og farið svo beint í vinnuna. Það er gott að finna fyrir því hvað betri umbúnaður getur hjálpað manni í starfi.“ Ólafur Darri segir þetta þó ekki breyta neinu um það að honum finnist yndislegt að leika í íslenskum kvikmyndum og hann muni halda því áfram. -Þú varst frá unnustu þinni og barni í þrjá mánuði. Var það ekki erfiðasti hlutinn af þessu? „Jú, þetta er svolítið eins og að fara í útlegð,“ svarar Ólafur Darri. Hann sé að reyna að koma sér fyrir á nýjum markaði og þurfi að sætta sig við þær fórnir sem þarf að færa. Umboðsmaður og tilviljun Ólafur Darri fæddist í Bandaríkj- unum og þarf því ekki að sækja um landvistar- eða atvinnuleyfi þar í landi sem hjálpar vissulega til þeg- ar honum bjóðast hlutverk í banda- rískum kvikmyndum og sjónvarps- þáttum. En hvernig landaði hann þessum hlutverkum? „Ég er bara svo heppinn og auð- vitað reyni ég að vinna vinnuna mína vel. Í stuttu máli byrjaði þetta á því að ég fékk umboðsmann í LA síðasta haust og hann byrjaði að senda mig í prufur. Þá var áhugi fyrir því að fá mig í þessa HBO- þætti og ég fór til New York til að prufa fyrir þá og tilviljun réð því að ég hitti leikstjóra þessarar bíó- myndar. Ég fór í prufu fyrir hann í gegnum Skype, sem ég hafði aldrei prófað áður og var mjög merkilegt og fékk það hlutverk. Svo get ég þakkað bæði „casting directornum“ að þessum þáttum og leikstjóra þessarar bíómyndar að ég fékk hlutverk í Banshee. Leikstjórinn þekkti skríbent þáttanna og þeir áttu í einhverjum tölvupósts- samskiptum þar sem leikstjórinn hvatti hann til að ráða mig.“ -Þannig að þetta er minni heimur en fólk heldur? Maður þekkir mann? „Það er með þennan heim eins og hér. Ég reyni að passa mig eins og ég get að vera þægilegur í sam- starfi, er vel undirbúinn í vinnunni, kem með það sem þarf og menn vilja vinna aftur með fólki sem vinnur fagmannlega.“ -Þetta tengist ekkert Djúpinu? „Jú, Djúpið hjálpaði alveg of- boðslega mikið. Það að Baltasar hafi ráðið mig í Contraband á sín- um tíma hjálpar. Um leið og þú getur sagt „ég er búinn að leika í þessari mynd“ og „ég var að leika í Ben Stiller-mynd“ hjálpar það ennþá meira,“ segir Ólafur Darri. „Þá ertu kominn með eitthvað „cre- dibility“ og það er aðalvandamál leikara, það eru svo ótrúlega marg- ir hæfileikaríkir leikarar sem ná aldrei að koma fætinum inn fyrir dyrnar, fá ekki að láta ljós sitt skína. Það er það sem ég á við þeg- ar ég tala um heppni, að vera rétti maðurinn á réttum stað, hitta rétta fólkið þegar verið er að leita að leikara eins og þér.“ Ólafur Darri bætir því við að þegar hann var úti í leikprufum hafi Djúpið komist á stuttlista kvikmynda sem tilnefndar voru til Óskarsverðlaunanna sem besta erlenda kvikmyndin og myndin hafi verið keypt af dreifing- arfyrirtæki ytra. Samstarfið við Baltasar hafi því hjálpað mikið til og Baltasar hvatt hann til að nýta tækifæri sín vel. Það sé lykilatriði. Styrkleikar og veikleikar -Nú hlaustu Grímuverðlaun í ár og á þeirri hátíð fagnar leikhúsfólk því sem vel er gert. En hverjir finnst þér vera styrkleikar og veik- leikar íslensks leikhúss í dag? „Styrkleikinn finnst mér klárlega vera fjölbreytnin, mér finnst vera ofboðslega mikil fjölbreytni þó það sé algjörlega fáránlegt núna, á þessu ári, að það hafi ekki verið frumsýnd nógu mörg barnaleikrit til að hægt væri að veita verðlaun fyrir bestu barnasýninguna. En ég er ekkert viss um að það sé okkur að kenna, listamönnunum, við erum búin að vera mjög fjársvelt frá hruni, eðlilega, og erum að glíma við afleiðingar þess. Það eru erfiðir tímar hjá sjálfstæðum leikhópum og það hefur áhrif á okkur,“ svarar Ólafur Darri. Þá sé mikil gróska í grasrótinni, forvitnilegar sýningar hjá nýjum leikhópum og þá ekki síst danssýningar. „En veikleikinn … mér finnst stundum vanta upp á við séum fagmannlegri. Þá meina ég að mér finnst oft illa gert við leikhópa, of lítið fé veitt til þeirra og mér finnst okkur vanta meira bein í nef- ið þegar við erum að fjalla um sam- tímaviðburði, sérstaklega. Við höf- um fjallað mikið um hrunið undir rós, til dæmis, þetta er risaatburður í okkar sögu. Við megum ekki gleyma því að í mörgum löndum, t.d. Þýskalandi, er leikhús nánast sett til höfuðs pólitík og rekstri rík- isins og eðlilega því þar hafa menn mjög öfgakennd dæmi um hvað get- ur gerst ef pólitíkin fær að ráða án nauðsynlegrar gagnrýni,“ segir Ólafur Darri. Það þurfi að hvetja til gagnrýnnar hugsunar og eiga í sam- ræðum og rökræðum um hvernig eigi að gera hlutina. Stór og loðinn Hamlet Ólafur Darri er með mörg járn í eldinum. Hann er m.a. að fara að leika í sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð sem tekin verður upp á Seyðisfirði, leika sjálfan Hamlet í jólasýningu Borgarleikhússins og svo hyggst hann reyna fyrir sér sem kvikmyndaleikstjóri. Byrjum á Danaprins. Ólafur Darri segist hafa átt von á því að Magnús Geir Þórðarson, leik- hússtjóri Borgarleikhússins, myndi bjóða honum að fara með hlutverk í Hamlet, t.d. hlutverk föðurbróðurins, en hann hafi aldr- ei átt von á því að vera boðið að leika prinsinn. Af hverju? „Kannski af því ég er stór og feit- ur, ég tengi Hamlet við að vera lítill og mjór eða miklu yngri. Ein- hverra hluta vegna datt mér það aldrei í hug og það varð til þess að ég varð að gera þetta. Ég hef engar hugmyndir um hvernig ég leik Hamlet og þá verður það spennandi. Svo fannst mér veru- lega spennandi að vinna aftur með Jóni Páli [Eyjólfssyni, leikstjóra]. Ég vann með honum í fyrsta skipti sem leikstjóra í Músum og mönnum og það er ein mín besta leikhúsreynsla.“ -Þú verður áreiðanlega stærsti og loðnasti Hamletinn sem verið hefur á íslensku leiksviði? „Ég býst við því. Örugglega,“ segir Ólafur Darri og skellir upp úr. Erfiðar bækur að kvikmynda -Nú ertu að vinna að kvik- myndahandriti upp úr Sandárbók- inni eftir Gyrði Elíasson og ætlar að leikstýra myndinni. Hversu langt er það verkefni komið? „Það er ekki komið neitt plan varðandi það hvenær við gerum hana en handritspælingar eru byrjaðar. Guðmundur Óskarsson er að skrifa þetta með mér, hann hefur verið að skrifa þetta að mestu leyti. Mér finnst við komnir með réttu hugmyndina,“ segir Ólafur Darri. Hann sjái Sigurð Skúlason fyrir sér í aðalhlutverk- inu og vonandi verði af því. Ólafur Darri hefur heldur litla reynslu af leikstjórn, hefur fram til þessa að- eins leikstýrt áhugaleikhópum, nemendum í Menntaskólanum í Reykjavík og Verzlunarskóla Ís- lands. Það verður því forvitnilegt að sjá hvernig honum tekst til sem kvikmyndaleikstjóri. -Þú ert líka kominn með kvik- myndaréttinn að skáldsögu Jóns Kalmans, Sumarljós og svo kemur nóttin … „Já, ég og Elvar Aðalsteinsson höfum keypt kvikmyndaréttinn að Sumarljósi og erum mjög áhuga- samir um að breyta henni í kvik- mynd. Við Elvar höfum unnið sam- an áður og það er ýmsilegt í pípunum hjá okkur, m.a. þessi bók sem okkur finnst dásamleg,“ segir Ólafur Darri. „Þetta er ekki auð- veldasta bók í heimi að kvikmynda, margar sögur þannig að við erum líka að reyna að finna hvernig frá- sagnarformið þarf að vera. Það er líka það sem ég er að glíma við með Sandárbókina. Hún er ofsa- lega mikil bók, gerist í kollinum á aðalpersónunni nánast að öllu leyti. Áskorunin sem við erum að glíma við er að koma henni yfir í kvikmyndarform.“ Skemmtilegir tímar -Þú þarft að halda mörgum bolt- um á lofti, það er mikið að gera hjá þér, mörg verkefni framundan? „Já, já og maður þarf að passa að maður sé ekki of víða, verði ekki of slitinn. Ég er að ganga í gegnum skemmtilega tíma sem leikari, fá mörg skemmtileg tilboð og þá er erfitt að segja nei. En ég hef verið duglegur að segja nei við fullt af hlutum sem ég hélt ég myndi aldrei segja nei við,“ segir Ólafur Darri að lokum og hlær innilega sínum bráðsmitandi hlátri. Morgunblaðið/Einar Falur Eftirsóttur Ólafur Darri í sumarblíð- unni við Rauðavatn. MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 SUNDHÖLL REYKJAVÍK UR Hönnunarsamk eppni um viðby ggingu og útis undlaug Reykjavíkurborg og Arkitektafélag Íslands efna til opinnar samkeppni um hönnun á viðbyggingu og útilaugasvæði við Sundhöllina í Reykjavík sem er friðuð bygging. Markmið Reykjavíkurborgar með samkeppninni er að fá fram vandaðar tillögur að viðbótum við Sundhöll Reykjavíkur sem þjónað hefur íbúum og gestum Reykjavíkurborgar í ríflega 76 ár. Sérstök áhersla er lögð á að byggingarlist hússins, að innan sem utan, verði gert hátt undir höfði og að fullt tillit verði tekið til hennar við hönnun á viðbyggingu og við endurbætur Sundhallarinnar. Gert er ráð fyrir að samið verði við höfunda fyrstu verðlaunatillögu um áframhaldandi hönnun á verkefninu til útboðs. Skilafrestur tillagna í samkeppnina er 17. september 2013 Nánari upplýsingar er að finna í keppnislýsingunni, sem er aðgengileg á vefsíðum Reykjavíkurborgar og Arkitektafélagsins. Ítargögn fá þeir sem skrá sig til þátttöku. www.hugmyndasamkeppni.is www.ai.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 144. tölublað (22.06.2013)
https://timarit.is/issue/371740

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

144. tölublað (22.06.2013)

Aðgerðir: