Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 173. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Gripu stúlku sem datt út um glugga
2. Fundu líkið falið inni í vegg
3. 12 ára ófrísk eftir nauðgun í fangelsi
4. Biðja um kynlíf án þess að vilja það
Ljósmynd/Þór Elís Pálsson
Níræður og enn að
skapa myndlist
Myndlistarmaðurinn Jóhann Ey-
fells átti níræðisafmæli í gær og má
telja fullvíst að hann sé elsti starf-
andi myndlistarmaður Íslendinga. Jó-
hann býr og starfar í Texas í Banda-
ríkjunum og sinnir listinni af miklum
móð. Bandaríkjamaðurinn Hayden M.
Yates vinnur nú að heimildarmynd
um Jóhann, A Force in Nature.
Mono Town,
Leaves og Tilbury
koma fram á úti-
tónleikum í dag kl.
15 í Vitagarðinum
við Kex hostel og
eru tónleikarnir
þeir fyrstu í nýrri
tónleikaröð sem
nefnist Vitinn.
Tónleikarnir verða reglulega á laug-
ardögum í sumar fram að Menning-
arnótt. Röðina heldur Kex hostel í
samstarfi við Höfuðborgarstofu, Mið-
borgina okkar og Vífilfell.
Tónleikaröðin Vitinn
hefur göngu sína
Lag eftir tríóið Steed Lord, Ghost
of Sky af plötunni The Prophecy Part
1, var flutt í bandaríska sjónvarps-
þættinum og danskeppninni So You
Think You Can Dance 18. júní sl.
Sonya Tayeh samdi
dans við lagið fyrir
tuttugu keppendur
en lagið var í nýrri
útgáfu, sk. epic
dub mix, og er það
fjórða eftir Steed
Lord sem flutt er
í þáttunum vin-
sælu.
Fjórða lag Steed
Lord í danskeppni
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Hiti yfirleitt 6 til 15 stig, hlýj-
ast sunnanlands.
Á sunnudag Vestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjart með köflum. Skúrir á stöku stað
síðdegis og þykknar upp um landið vestanvert með dálítilli vætu. Hiti 10 til 16 stig.
Á mánudag Hæg suðvestanátt. Skýjað en úrkomulítið um landið vestanvert. Annars
skýjað með köflum og sums staðar skúrir síðdegis. Hiti breytist lítið.
Miami Heat varði meistaratitilinn eft-
ir góðan sigur, 95:88, í sjöunda leik
lokaúrslita NBA-deildarinnar gegn
San Antonio Spurs. LeBron James
hefur nú svarað háværum gagnrýn-
isröddum sem hann hefur þurft að
eiga við síðan hann ákvað að fara til
Miami fyrir þremur árum frá Cleve-
land. Hann var réttilega kosinn besti
leikmaður lokaúrslitanna. »4
James hefur svarað
gagnrýnisröddunum
„Þegar ég bjó hér á landi
fyrir meira en aldarfjórð-
ungi voru bestu þjálfararnir
settir í að þjálfa stráka-
flokkana. Stelpurnar fengu
oft þá þjálfara sem síðri
þóttu. Stúlkurnar byrjuðu
einnig seinna að æfa en
strákarnir. Nú er þetta
breytt,“ segir Þórir Her-
geirsson, landsliðsþjálf-
ari margfaldra meistara
Noregs í handbolta. »2
Stelpurnar fengu
oft síðri þjálfara
Íslenska frjálsíþróttalandsliðið er
komið til Slóvakíu þar sem það tekur
þátt í Evrópukeppni landsliða í dag
og á morgun. Flestallt fremsta frjáls-
íþróttafólk Íslands er samankomið í
Slóvakíu og þar mun mikið mæða á
þeim Ásdísi Hjálmsdóttur
úr Ármanni, Anítu Hin-
riksdóttur úr ÍR
og Hafdísi Sig-
urðardóttur úr
UFA. »2
Mikið mæðir á bestu
frjálsíþróttakonunum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
aslaug@mbl.is
„Aðalhvatinn hjá mér var sá að eldri
strákarnir mínir stunda þetta og ég
sjálfur. Við feðgarnir höfum alltaf
þurft að sækja alla aðstöðu til
Reykjavíkur og því fór ég að velta
fyrir mér hvort hægt væri að fá
svona aðstöðu í Hafnarfirði,“ segir
Jóhann Óskar Borgþórsson, formað-
ur Brettafélags Hafnarfjarðar, sem
stofnað var í fyrra. Jóhann hefur
stundað hjólabrettaíþróttina í um 25
ár sjálfur og leitaði til annarra for-
eldra til að stofna brettafélag í Hafn-
arfirði sem hefur nú samið við Hafn-
arfjarðarbæ um að fá afnot af hús-
næði. Synir Jóhanns eru tveggja,
átta og ellefu ára og hafa allir mikinn
áhuga á hjólabrettum.
„Það er rosalega gaman að eiga
sama áhugamál og börnin manns, svo
er eiginkonan líka í þessu svo þetta
er fjölskylduíþróttin. Frá blautu
barnsbeini hafa strákarnir fylgst
með mér á bretti og ég þurfti ekkert
að ota þessu að þeim. Þeir voru síðan
bara farnir að standa á bretti pínu-
litlir,“ segir Jóhann og bætir við að
þeir feðgar skemmti sér ávallt mjög
vel saman á hjólabrettum.
Tekið opnum örmum
Jóhann segir Hafnarfjarðarbæ
hafa tekið mjög vel á móti félaginu.
„Það hefur verið mikill áhugi og vilji
hjá bænum til að koma upp aðstöðu
fyrir okkur, það hefur greinilega allt-
af vantað félag sem tæki að sér að
koma þessu af stað.
Okkur var tekið opnum örmum og
við skrifuðum undir samning við bæ-
inn 17. júní síðastliðinn,“ segir Jó-
hann en samið var um að bretta-
félagið fengi aðstöðu í sal þar sem
björgunarsveitin var áður til húsa.
„Þetta er tímamótasamningur í
þágu þessarar íþróttar hér á Íslandi
því þetta er í anda þess sem sveitar-
félagið hefur verið að gera fyrir
íþróttafélög. Það finnst mér gríð-
arlega merkilegt. Þegar við fórum af
stað með þetta var nálgunin sú að ná
að skapa skipulagða íþróttastarfsemi
fyrir börnin okkar, því þau hafa
áhuga á þessu, en engin starfsemi
hefur verið fyrir þau,“ segir Jóhann,
sem er ánægður með að bærinn skuli
hafa skilning á því og koma til móts
við þau.
Laga þarf almenningsálitið
„Við erum að reyna að draga al-
menningsálitið á hjólabrettaíþrótt-
inni upp úr þessu hjólfari sem það
hefur verið í. Margir telja að þetta
séu bara unglingar, starfið sé allt
óskipulagt og það sé ekkert eftirlit
með þessu.“
Jóhann telur stórt skref stigið með
samningnum og vonast til að þetta
verði rótgróin íþróttastarfsemi
innan skamms.
Öll fjölskyldan á hjólabretti
Brettafélagið í
Hafnarfirði fær
æfingaaðstöðu
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hjólabrettafeðgar Ásgeir Örn, Jóhann Óskar, Arnar Freyr og Borgþór Ómar hafa sama áhugamálið – að renna
sér og gera kúnstir á hjólabrettum. Sá yngsti er reyndar ekki farinn að iðka íþróttina af krafti ennþá.
Æfing Jóhann rennir sér með Borgþóri Ómari, sem er átta ára gamall.