Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 2013næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013 Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, skaut á skyndifundi í ríkisstjórn sinni í gær til að ræða ólguna í landinu eftir að um 1,25 milljónir manna tóku þátt í götumótmælum í um hundrað borgum og bæjum í fyrrakvöld og fram eftir nóttu. For- setinn aflýsti einnig fyrirhugaðri ferð sinni til Japans í næstu viku vegna mótmælanna. Flestir þátttakendanna hafa mótmælt með friðsamlegum hætti en þó hefur komið til átaka milli hópa óeirðaseggja, sem hafa kast- að grjóti, og lögreglumanna sem hafa svarað með því að beita táragasi og skjóta gúmmí- byssukúlum. Mótmæl- endur hafa m.a. safnast saman við íþrótta- leikvanga þar sem álfukeppnin í fótbolta fer fram. Fjöldamótmæli eru fyrirhuguð við Maracana- leikvanginn 30. júní þegar úrslita- leikur keppninnar fer þar fram. Milljón manna mótmælti SKOTIÐ Á SKYNDIFUNDI Í RÍKISSTJÓRNINNI Dilma Rousseff BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjöldamótmælin á götum borga Brasilíu síðustu daga beinast meðal annars gegn spillingu stjórnmála- manna, slæmri opinberri þjónustu, vaxandi verðbólgu sem skerðir lífs- kjör landsmanna, fjölgun ofbeldis- glæpa og meintu harðræði lögreglu- manna. Ofan á þetta bætist óánægja með mikinn kostnað sem Brasilía hefur af því að halda álfukeppnina í fótbolta sem nú fer fram, heims- meistaramótið í fótbolta á næsta ári og Ólympíuleikana sumarið 2016. Þótt Brasilíumenn séu mikil fót- boltaþjóð og stoltir af knattspyrnu- hetjum sínum telja margir mótmæl- endanna að stjórnin hafi ausið of miklu fé í íþróttamannvirki og undirbúning alþjóðlegu stórmót- anna. Nær hefði verið að nota féð til að bæta mennta- og heilbrigðiskerf- ið í landinu. Lítill neisti kveikti bálið Götumótmælin blossuðu upp í byrjun mánaðarins þegar yfirvöld í tveimur stærstu borgunum, Sao Paulo og Rio de Janeiro, hækkuðu fargjöld í almenningssamgöngum. Síðustu árin hefur hreyfing, sem berst fyrir bættum almenningssam- göngum, efnt til mótmæla í hvert sinn sem fargjöldin hafa verið hækk- uð en þátttakan í þeim hefur verið lítil hingað til. Fargjaldahækkunin í byrjun mán- aðarins nam 7% og var sú fyrsta í tvö ár. Yfirvöldin segja að hækkunin hafi verið minni en verðbólgan á þessum tíma og fjöldamótmælin komu þeim því í opna skjöldu. Verð- bólgan er nú 5,45% á ári. Yfirvöldin ákváðu á miðvikudag- inn var að falla frá fargjalda- hækkuninni en það var þá orðið of seint: neistinn sem kveikti götumót- mælin var orðinn að báli. Mikill hagvöxtur Mótmælabálið breiddist ört út að þessu sinni, enda var eldsmaturinn mikill, að mati brasilíska blaða- mannsins Rogério Simões. Hann segir í grein á fréttavef CNN að ekki hafi verið hægt að velja betri tíma til að hefja fjöldamótmæli í Brasilíu vegna óánægju meðal landsmanna með vanefndir ríkis- stjórnarinnar. Þetta kann að hljóma undarlega við fyrstu sýn í ljósi þess að síðustu árin hefur Brasilía verið á meðal þeirra ríkja heims sem hafa verið í mestri efnahagslegri sókn. Hag- vöxturinn í landinu hefur verið rúm fimm prósent að meðaltali og Bras- ilía varð sjötta stærsta hagkerfi heimsins fyrir lok ársins 2011. Efnahagsbatinn varð til þess að 30 milljónir af 194 milljónum íbúa landsins hófust upp fyrir fátæktar- mörkin. Skráð atvinnuleysi minnk- aði, er nú 4,6%. Vinstrimaðurinn Luiz Inácio Lula da Silva var forseti landsins á ár- unum frá 1. janúar 2003 til loka árs- ins 2010 og naut mikilla vinsælda. Flokkssystir hans, Dilma Rousseff, tók við embættinu 1. janúar 2011 og nýtur enn mikils fylgis meðal fátæk- ustu íbúanna. Svo virðist hins vegar sem stuðn- ingurinn við Rousseff og ríkisstjórn- ina hafi dvínað meðal millistéttar- fólks. Rogério Simões segir að margir þeirra sem taka þátt í götu- mótmælunum séu vel menntað milli- stéttarfólk sem kvarti yfir versnandi lífskjörum vegna aukinnar verð- bólgu og telji að stjórnin hafi svikið loforð sín um að bæta innviði lands- ins, svo sem samgöngu-, mennta- og heilbrigðiskerfið, auk þess sem of- beldisglæpum hafi fjölgað. „Þegar staðreyndir lífsins tóku að minna marga Brasilíumenn á að lífs- kjör þeirra voru ekki jafngóð og stjórnin hélt fram, og margir fóru að sjá landið sitt í öðru ljósi þegar fót- boltastórmótin nálguðust, með vís- bendingum um aukinn kostnað ríkis- ins án þess að almenningur hefði augljósan ávinning af því. Í stað þess að einblína á það sem áunnist hafði fóru þeir að horfa á það sem þeir hafa ekki fengið,“ segir Rogério Simões. Óeirðirnar nú eru þær mestu frá árinu 1992 þegar efnt var til götu- mótmæla til að krefjast þess að þá- verandi forseta Brasilíu, Fernando Collor de Mello, yrði vikið úr emb- ætti fyrir spillingu, meðal annars mútuþægni. Mótmælin urðu til þess að Collor sagði af sér. Vanefndir kynda undir ólgunni  Mótmælin í Brasilíu beinast m.a. að slæmri opinberri þjónustu, spillingu stjórnmálamanna, vaxandi verðbólgu og miklum kostnaði við alþjóðleg íþróttastórmót  Vaxandi óánægja meðal millistéttarfólks AFP Uppþot Lögreglumenn skjóta gúmmíkúlum að mótmælanda í Rio de Janeiro í fyrrakvöld þegar um 1,25 milljónir manna tóku þátt í mótmælum í Brasilíu. 500 km Ekkert lát á götumótmælum í Brasilíu BRASILÍA Rio de Janeiro, Niteroi ATLANTSHAF Belo Horizonte Natal Manaus Cuiaba Fortaleza Recife Rio Branco Salvador BRASIL ÍA Porto Alegre Curitiba Heimild: Ríkisstjórn Brasilíu Sao Paulo Fjölmenn mótmæli Mótmælin hafa m.a. beinst að kostnaðinum af því að halda álfukeppnina í fót- bolta sem nú fer fram, HM í fótbolta á næsta ári og Ólympíuleikana árið 2016 Á hvern íbúa: 12.200 krónur Borgir þar semHM í fótbolta fer fram á næsta ári Borgir þar semHM og álfukeppnin í fótbolta fara fram Alls: Jafnvirði 1.850 milljarða króna Kostnaður landsins af fótboltamótunum: Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottu útliti. Fataframleiðandi fagfólksins BRAGARD

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 144. tölublað (22.06.2013)
https://timarit.is/issue/371740

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

144. tölublað (22.06.2013)

Aðgerðir: