Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Tunglið forlag efnir til tunglkvölds í
Hljómskálanum á fullu tungli annað
kvöld milli kl. 20 og 22. „Tunglið
kallar á skáldskap og Tunglið forlag
svarar kallinu með útgáfu tungl-
bóka. Tunglbækur eru nokkuð ólík-
ar jarðarbókum hvað varðar bæði
snið og innihald. Þær innihalda
prósaskáldskap sem virðir að vett-
ugi algengustu hugmyndir um lögun
skáldsagna,“ segir m.a. í tilkynningu
frá útgáfunni.
Á fyrsta tunglkvöldi forlagsins
sendir það frá sér tvö skáldverk.
Fyrri tunglbókin nefnist Bréf frá
Bútan og er eftir Ragnar Helga
Ólafsson, en seinni tunglbókin nefn-
ist Eilífar speglanir og er eftir Krist-
ínu Ómarsdóttur
Ný útgáfa á hverju fullu tungli
„Með þessu er sleginn upptaktur
að ritröð Tunglsins en næstu mán-
uðum má búast við nýrri útgáfu á
hverju fullu tungli,“ segir í tilkynn-
ingu.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
laginu munu á Tunglkvöldum bók og
viðburður renna saman í eitt. „Allar
dyr eru opnar, allan tímann, því hið
föla skin tunglsins hlífir engum.
Tunglkvöld er ekki útgáfuhóf heldur
óræður viðburður sem gleymir vilj-
andi að virða mörkin milli listasviða
sem og skilin milli lífsins og skáld-
skaparins – jarðarinnar og fylgi-
hnatta.“
Aðeins prentuð 69 eintök
Einungis verður hægt að nálgast
verk Tunglsins á Tunglkvöldunum.
Aðeins verða prentuð 69 eintök af
hverjum titli svo bókhneigðir Íslend-
ingar eru hvattir til að mæta stund-
víslega vilji þeir eiga kost á því að
verða sér úti um eintak.
Á fyrsta Tunglkvöldinu í Hljóm-
skálanum annað kvöld verður boðið
upp á upplestur ásamt ýmsum atrið-
um, sem og léttar veitingar. Hvort
verk kostar 2.500 krónur, en séu
bæði keypt í einu er verðið samtals
4.500 kr. Enginn posi er á staðnum
og því aðeins tekið við reiðufé.
Morgunblaðið/Ómar
Tunglbókahöfundar Ragnar Helgi Ólafsson og Kristín Ómarsdóttir.
Morgunblaðið/Ómar
Tvær Tunglbækur
líta dagsins ljós
Fullt tungl kallar á skáldskap
Síðar átti Auðunn eftir aðnema við tónlistarakadem-íuna í Salzburg í Austurríkiog eiga þar gott samstarf
við bæði Mozart og Verdi. Slíkt gætu
fáið leikið eftir þar sem þessir jöfrar
tónbókmenntanna voru alls ekki
samtímamenn og er það glöggur
vitnisburður um yfirburði Auðuns á
þessu sviði.“ Þannig greinir Margrét
Gestsdóttir frá í formála að ljóðabók-
inni Ljóðin mín eftir Auðun Gestsson
sem lengi var blaðasali í Reykjavík
og þjóðkunnur fyrir störf sín á því
sviði.
Rennur ótt og títt
upp við klettana,
horfir út á sjóinn
enginn annar en skarfurinn.
Spor í sandi,
litli fuglinn fljúgandi
Um loftin blá,
engin önnur en lóan litla
Engin önnur skokkar
í Bjarkarás
engin önnur en Helga.
Þessar ljóðlínu eru úr ljóðabálk-
inum „Litla stúlkan“ sem er viða-
mesti kveðskapurinn í bókinni ásamt
ljóðinu „Emil og Auðunn“ sem fjallar
um Auðun og Emil í Kattholti. Í for-
mála kemur fram að mikill vinskapur
hafi verið með Auðuni og Emil
Svensson: „Auðunn hefur ávallt verið
í miklum metum hjá fjölskyldunni í
Kattholti og dvelur gjarnan í Smá-
löndunum um lengri eða skemmri
tíma þegar hann á leið um Norð-
urlönd … en þess má geta að góð
kynni tókust snemma með Auðuni og
Idu, systur Emils. Ekki er ólíklegt að
þar hefði löngu orðið hjónaband
úr … en margvíslegar annir hafa
komið í veg fyrir að Auðunn festi ráð
sitt.“
Auðunn kemur víða við í kveðskap
sínum. Fuglar eru honum áleitið yrk-
isefni en heiti ljóðanna gefa til kynna
margbreytileika þeirra: „Fossinn“,
„Blaðasalinn“, „Saga um tré“ og
„Tíminn“:
Enginn annar oft og títt,
klukkan snýst,
hún snýst og snýst,
allan daginn.
Frá því er greint í æviágripi að
Auðunn Gestsson fæddist í Flatey á
Breiðafirði 1938. Hann ólst þar upp á
öruggu heimili foreldra sinna þar
sem hlúð var að þroska hans á öllum
sviðum. Hann flutti til Reykjavíkur
snemma á sjöunda áratugnum með
Gerði systur sinni og Jóni manni
hennar og fór þá fljótlega að vinna
hjá Vísi og síðar DV. Fjölmargar
myndir birtust af honum í dagblöðum
í gegnum tíðina þar sem hann stóð
dyggilega og af trúmennsku vaktina í
störfum sínum. Bókin er gefin út í til-
efni af 75 ára afmæli Auðuns.
Ljóðin mín er óvenjuleg ljóðabók
og einstök um flest. Fátítt er að ljóð-
skáldi takist að koma til skila slíkri
einlægni, næmi og vináttu við allt
umhverfi sitt, fólk, dýr og náttúru.
Auðunn er einkar jákvæður í kveð-
skap sínum, honum liggur gott orð til
samferðamanna sinna; geðprýði
geislar af hverju ljóði.
Formáli bókarinnar er svo sér-
stakur kapítuli. Margrét Gestsdóttir
skrifar hann af djúpri vináttu og
leiftrandi gamansemi og býr þannig
lesandann undir ljóðin sem hljóta að
fanga hvern sem þau les.
Bókin sætir ekki stjörnugjöf; ein-
faldur mælikvarði af því tagi á ekki
við um þessa fyrstu ljóðabók Auðuns
Gestssonar.
Auðunn Hann „er einkar jákvæður í kveðskap sínum, honum liggur gott
orð til samferðamanna sinna; geðprýði geislar af hverju ljóði.“
Ort af einlægni,
næmi og vináttu
Ljóð
Ljóðin mín
Eftir Auðun Gestsson.
Kilja. 48 bls. Mózartljóð sf. 2013.
ÓSKAR
MAGNÚSSON
BÆKUR
KVIKMYNDAÚRVALIÐ ER Í SAMBÍÓUNUM
Á TOPPNUM Í ÁR
KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
MANOFSTEEL3D KL.2-5-8-11
MANOFSTEEL2D KL.2-4-7-10
MANOFSTEELVIP KL.2-5-8-11
PAINANDGAIN KL.5:20-8-10:40
NOWYOUSEEME KL.8-10:30
HANGOVER-PART3 KL.2-3:40-5:50-8-10:10
IRON MAN 3 3D KL. 2 - 5:20 KRINGLUNNI
MAN OF STEEL 3D KL. 2 - 5 - 8 - 11
MAN OF STEEL 2D KL. 2 - 5 - 10:30
PAIN AND GAIN KL. 8 - 10:40
NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 8
HANGOVER - PART 3 KL. 1:30 - 3:30
MAN OF STEEL 3D KL. 2 - 5 - 8 - 11
MAN OF STEEL 2D KL. 2:30 - 4 - 7 - 10
PAIN AND GAIN KL. 8 - 10:40
NOW YOU SEE ME KL. 5:30 - 8 - 10:30
HANGOVER - PART 3 KL. 2 - 5:50
STAR TREK 2 KL. 3
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
MANOFSTEEL3D KL.5-8-11
MANOFSTEEL2D KL.2
PAINANDGAIN KL.10:30
NOWYOUSEEME KL.8
HANGOVER-PART3 KL.5:50
EPIC ÍSLTAL2D KL.1:30-3:40
AKUREYRI
MAN OF STEEL 3D KL. 2 - 5 - 8 - 11
MAN OF STEEL 2D KL. 2
PAIN AND GAIN KL. 8
NOW YOU SEE ME KL. 10:40
HANGOVER - PART 3 KL. 5:50
PURE SUMMER MAGIC
ÓVÆNTASTI SMELLUR ÁRSINS
DREPFYNDIN GLÆPAGRÍNMYND
FYNDNASTA MYND SEM
ÉG HEF SÉÐ Í ÁR.
NEW YORK POST
T.V. - BÍÓVEFURINN
BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM
ERU GRJÓTHARÐIR Í ÞESSARI FRÁBÆRU MYND
OG VINSÆLASTI GRÍNÞRÍLEIKUR ALLRA TÍMA!
FRÁBÆR GRÍNMYND
NEW YORK DAILY NEWS
FRÁ CHRISTOPHER NOLAN ÁSAMT Z. SNYDER KEMUR STÆRSTA MYND ÁRSINS
MAGNAÐASTA BÍÓUPPLIFUN ÞESSA ÁRS!
SPECTACULAR
EMPIRE
GLÆSILEG
OFURHETJUMYND
H.S.S. - MBL
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
AF HVERJU EKKI AÐ FÁ
MEIRA FYRIR MINNA?
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is
Pípulagnahreinsir
Perfect Jet
Síuhreinsihaus Stuðningssæti
U.V. Áburður
fyrir lok
Glasabakki
Yfirborðshreinsir
fyir skel
FituhreinsirFroðueyðir
Síuhreinsir
3499,-
1249,-
2899,-
2899,-2999,-
3299,-
3499,-
4499,-
1999,-
*Öll verð eru m/vsk og birt án ábyrgðar
Úrval fylgihluta fyrir heita potta