Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
✝ Súsanna Val-gerðardóttir
fæddist á Akranesi
1. júlí 1968. Hún
andaðist á heimili
sínu 10. júní 2013.
Foreldrar henn-
ar voru Valgerður
Ingibjörg Hraundal
Ásgeirsdóttir, f. 29.
júlí 1932, d. 19. jan
1975 og Páll Gísla-
son, f. 15. apríl
1931, d. 22. apríl 1993. Kjörfor-
eldrar Súsönnu voru þau Sigríð-
ur Jónsdóttir, f. 8. nóv. 1934, d.
29. júní 1997 og Jón Benedikt
Georgsson, f. 7. desember 1925.
Systkini hennar eru 1) Ingibjörg
Georgsdóttir sammæðra, f. 1.
jan. 1951, 2) Sigurður Hraundal,
f. 26. maí 1957, 3) Rannveig Páls-
dóttir, f. 7. jan. 1969, d. 31. okt.
2009, 4) Jón Benedikt Jónsson, f.
10 september 1960,
5) Georg Jónsson, f.
28. apríl 1965.
Börn Súsönnu
eru 1) Önundur
Georg Guðmunds-
son, f. 14. október
1992, 2) Hanna Líf
Arnarsdóttir, f. 7.
janúar 1999, 3)
Bergþóra Ósk Arn-
arsdóttir, f. 7. jan-
úar 1999.
Súsanna útskrifaðist sem
naglafræðingur frá naglaskól-
anum Neglur og List árið 1996
og árið 2003 útskrifaðist hún frá
Snyrtiakademíunni sem snyrti-
fræðingur og við það starfaði
hún þar til hún veiktist 2006.
Útför Súsönnu fer fram frá
Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, 22.
júní 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
Elsku mamma okkar, þú varst
góð og sterk kona. Þú varst oft-
ast jákvæð og skemmtileg. Þú
varst gjafmild og alltaf að hugsa
um aðra.
Þú varst alltaf til staðar. Eins
og þú sagðir svo oft: „Ég er allt-
af hérna, hvort sem er um dag
eða nótt.“ Þú varst yndisleg
manneskja.
Einu sinni þegar við fórum í
búðina saman og þar var maður
sem gat ekki borgað fyrir vör-
urnar sínar þá snerir þú við og
borgaðir fyrir hann vörurnar, ég
gleymi aldrei svipnum á honum.
Þannig varstu alltaf tilbúin að
gefa allt það litla sem þú áttir.
Eitt er það sem við erfum öll frá
þér og það er áhugi fyrir skóm.
Við elskuðum þig eins og þú
varst og við vitum að þér líður
betur núna.
„Því að hvar sem tveir eða
þrír eru saman komnir í mínu
nafni, þar er ég mitt á meðal
þeirra.“ (Matt. 18, 20.)
Mamma á sér leyndarmál,
um að á nóttunni hún fari á stjá.
Þá flýgur hún yfir bæ og borg,
og hjálpar þeim sem eru í sorg.
Hún hjálpar fólki og bjargar því,
Ef það vandræðum lendir í.
Svo flýgur hún aftur heim,
og er stundum örlítið sein.
Svo leggst hún upp í ból, inn í
draumaland,
og dreymir um gersemi og gulan
sand.
Þetta sagði hún mér,
en ei veit ég hvort það satt er.
Mér er sama, þetta er mamma mín.
Sem ég elska mest.
(Hera María Jacobsen)
Hvíl þú í friði, elsku mamma
okkar.
Georg, Bergþóra og Hanna.
Elsku systir.
Elskum hvert annað meðan við lifum
segjum hvert öðru ég elska þig
því hver stund hún er dýrmæt
sem guð okkur gefur
stund til að segja
ég elska þig.
Því á meðan við göngum
í þessu lífi
við höfum ei tíma
til að gleyma því
að sá sem stendur við hlið þér
er sá sem þig elskar
segðu bara oftar
ég elska þig.
Ég þakka þér Drottinn
fyrir tímann með Sússu
sem við áttum hér saman
hér á þessari jörð
Því við vitum ei hvenær
stund okkar kemur
þegar hverfum við héðan
okkar ástvinum frá.
(Jón Benedikt Jónsson)
Þinn bróðir,
Jón Benedikt (Nonni).
Sússa mín, það er eins og það
hafi gerst í gær, dagurinn sem
ég sá þig fyrst tíu ára gamla,
feimna og yndislega litla stelpu
sem var forvitin um stúlkuna
sem bróðir þinn hafði kynnst.
Okkar kynni áttu eftir að verða
mjög náin í gegnum árin. Þú
fluttir til mín aðeins 12 ára göm-
ul og bjóst hjá mér með smá
hléum um margra ára skeið, eða
þar til þú giftir þig. Þú varst allt-
af ljúf og góð, tilbúin til að
hjálpa öllum sem á þér þurftu að
halda. Þú varst börnunum mín-
um sem systir.
Lífið var þér ekki alltaf dans á
rósum, fullt af erfiðum uppá-
komum en jafnframt margar
yndislegar stundir. Áföllum lífs-
ins reyndir þú að taka af æðru-
leysi og trúin var þér stærsta
haldreipið. Börnin þín þrjú voru
alltaf þínir sólargeislar.
Þú varst full bjartsýni og til-
hlökkunar fyrir komandi tíma
þegar við spjölluðum saman að-
eins tveim dögum fyrir andlát
þitt.
Nú þegar við kveðjumst í
þessu jarðlífi renna margar ljúf-
ar minningar fram, við sjáumst
aftur.
Drottinn veiti börnunum þín-
um styrk og umvefji þau með
kærleika sínum.
Þín mágkona,
Ólöf.
„Enginn veit sína ævi fyrr en
öll er.“ Það er alltaf sárt þegar
fólk í blóma lífsins kveður. Þegar
ég hugsa til þín og fer að rifja
upp, þá koma orð eins og hjálp-
semi og greiðvikni fyrst upp í
huga mér, orð sem lýsa þér best.
Það var eiginlega alveg sama
hvað þú varst beðin um og alveg
sama hver bað, þú sagðir örugg-
lega aldrei nei ef þú varst beðin
um eitthvað.
Þótt leiðir okkar hafi legið sín
í hvora áttina áttum við samt
margar góðar minningar saman,
og án efa það besta sem við átt-
um saman voru börnin okkar.
Ég lofa að hugsa vel um þau.
Guð sagði: „Sannlega mun ég
ríkulega blessa þig og stórum
margfalda kyn þitt“ og við það
stóð hann.
Hvíl þú í friði, Sússa mín.
Kveðja,
Arnar.
Stóra frænkan mín með sitt
stóra geislandi bros.
Soddan töffari frá toppi til tá-
ar. Sterkasta minningin mín
akkúrat núna er kók í gleri, það
er bara best þannig. Uppstríluð í
leðurgalla á mótorhjóli eða
skvísa í léttum sumarkjól. Alltaf
svo falleg.
Þú varst góð kona, vildir og
gerðir allt fyrir alla og stundum
meira en þú gast en það er ynd-
islegt að fá að finna fyrir því hve
margir eru tilbúnir til að hjálpa
á þessum erfiða tíma við fráfall
þitt, það segir svo svakalega
mikið um þig, elsku Sússa mín.
Takk fyrir að hafa fengið að
eiga þig að, þú gerðir svo margt
fyrir mig, Sússa.
Þú barðist eins og hetja
og kláraðir þitt hlaup
í gegnum allar raunir
trúin stóð þér næst.
Ei þjáning lengur þjakar,
þinn líkami nú heill,
nú flýgur þú með englum
á þínum nýja dvalarstað.
Guð sagði þér að óttast ei
um okkur hér á jörð
því eilífðin er endalaus
og þar hittumst við á ný.
(Höf. Libby Allen. Þýð. Sigr. M.)
Elska þig, þín litla frænka,
Sigríður Margrét
(Sigga Magga).
Það er ótrúlegt að reyna að
ímynda sér að þú sért farin, þú
hefur barist við svo marga sjúk-
dóma en alltaf verið svo sterk að
maður gat einhvern veginn aldr-
ei séð þetta fyrir.
Ég man að þú talaðir svo oft
um fæðinguna mína, þú tókst
mig í fangið og taldir tærnar,
fingurna og ég pissaði á þig!
Þú sagðir mér frá því hversu
ljótur og fallegur þessi heimur
væri.
Þú varst sú eina sem gast
stoppað grátinn í skírninni og á
erfiðum kvöldum hjá mömmu.
Þegar ég varð eldri kenndirðu
mér hvernig á að vera dama og
hvernig á að vera töffari, ég sé
þig enn fyrir mér „sittu svona,
þegar það kemur að hnífapör-
unum byrjarðu yst og ef einhver
ræðst á þig þá kreppirðu hnef-
ann svona“.
Þú huggaðir mig þegar strák-
urinn vildi ekki fara með mér á
ballið og sagðir mér að hann
væri líka bara auli.
Þú hafðir þennan einstaka
hæfileika á að láta manni líða
eins og maður væri sérstakur og
alltaf gat maður átt von á hlátri
þegar maður leit við í heimsókn.
Ég get ekki lýst því hversu
mikið ég á eftir að sakna húm-
orsins, kósíkvöldanna og trúnó-
spjallanna okkar.
Ég vil þakka þér fyrir allt sem
þú hefur gert fyrir mig og mína.
En ég veit að þar sem þið
systurnar eruð sameinaðar á ný
þá verður mikið um hlátur og
hlýju.
Guð blessi minningu þína.
Klara Margrét Jónsdóttir.
Lítið andlit með bros sem nær
eyrnanna á milli, svo stórt að
nefið krumpast og augun pírast.
Þannig sé ég hana Sússu mína
þegar ég kalla hana fram í hug-
ann. Við kynntumst þegar ég
flutti ásamt fjölskyldu minni til
Njarðvíkur. Við vorum þá báðar
á tólfta ári, urðum fljótt vinkon-
ur og brölluðum margt saman.
Framundan var vinskapur sem
spannaði áratugi en þynntist út
síðastliðin ár og var orðinn lítið
meira en facebook-vinskapur
undir það síðasta. Ég hélt að
tíminn væri nægur til að end-
urnýja kynnin, sá fyrir mér að
við tækjum upp þráðinn og
fengjum tíma til rifja að upp allt
þetta gamla og góða, en líka
þetta vonda og erfiða.
Það fór ekki framhjá þeim
sem kynntust Sússu að hún var
ekki sátt við æsku sína og upp-
vaxtarár enda fordæmalaus
hryllingur sem Sússa reyndi að
vinna úr alla sína ævi. Leitin að
friði, öryggi og réttlæti litaði allt
hennar líf. Hún fann frið í trúnni
en réttlætið fékk hún ekki að
upplifa. Öryggi fann hún í eldri
systkinum sínum sem voru á
dreif um allt land. Goggi var
hennar stoð og stytta í ölduróti
lífsins, betri bróður og banda-
mann er varla hægt að hugsa
sér.
Sússa var ekkert minna en
snillingur þegar kom að handa-
vinnu, hún saumaði og hannaði
kjóla sem voru m.a. notaðir af
keppendum í ungfrú Ísland.
Sússa var ekki orðin tvítug þeg-
ar hún var að standa í þessu. Allt
lék í höndunum á henni og þeir
sem fengu förðun eða gervinegl-
ur á snyrtistofum hennar geta
vottað það. Hún hafði líka ein-
stakan aðlögunarhæfileika og
persónuleika sem gerði hana
vinamarga. Þessir hæfileikar
hennar fengu þó aldrei að
blómstra til fulls, til þess hafði
hún ekki úthald. Sússa þurfti að
breyta öllu í sínu lífi reglulega
og oft. Þetta gat verið krefjandi
og óskiljanlegt fyrir vini hennar
– hún var bara einn góðan veð-
urdag búin að pakka niður og
flutt í annað bæjarfélag, búin að
redda sér íbúð og vinnu, ger-
breyta útliti sínu og að því er
virtist lífinu öllu. Svo eins og
hendi væri veifað var hún aftur
búin að pakka niður og flutt ein-
hvert annað og byrjuð á ein-
hverju algjörlega nýju. Hún hef-
ur nú enn á ný breytt hefðum og
venjum, pakkað saman í síðasta
sinn langt fyrir aldur fram. Far-
in á óþekktar slóðir.
Sússa var húmoristi og ein-
stök gæðasál sem vildi öllum vel
en ég vildi óska að hún hefði ver-
ið betri við sig sjálfa. Að hún
hefði skilið til fulls að hún bar
enga ábyrgð á gjörðum annarra
og ætti fullkominn rétt á að vera
hamingjusöm.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Ég votta systkinum Sússu og
börnum hennar samúð mína, þið
getið verið þess fullviss að Sússu
verður minnst vel og lengi.
Elín G. Ragnarsdóttir.
Þegar ég hugsa til þín, þá
hugsa ég um alla þá tíma sem
við áttum saman. Það var mikil
gleði alltaf í kringum okkur og
einnig erfiðleikar, en við gerðum
í því að einblína á það góða í líf-
inu og reyna að lifa lífinu á eins
góðan máta og við mögulega gát-
um.
Við grínuðumst oft með að við
tvær saman gerðum heila mann-
eskju.
Við gátum alltaf hlegið að
okkur sjálfum og við gerðum
mikið af því og við þökkuðum
fyrir að eiga hvor aðra að og lifa
lífinu saman.
Ég sakna þess svo að geta
Súsanna
Valgerðardóttir
Inger Steinsson
Inger Rós Ólafsdóttir
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Vönduð og persónuleg
þjónusta
Sími: 551 7080 - 691 0919
athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GARÐAR Þ. GÍSLASON,
Illugagötu 50,
Vestmannaeyjum,
lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja
mánudaginn 17. júní. Útför hans fer fram frá
Landakirkju Vestmannaeyja laugardaginn
29. júní kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Eyjarós,
Krabbameinsfélag Vestmannaeyja.
Svavar Garðarsson, Valdís Stefánsdóttir,
Gísli Þór Garðarsson, Elva Ragnarsdóttir,
Eggert Garðarsson, Svava B. Johnsen,
Sigríður Garðarsdóttir, Hjalti Hávarðsson,
Lára Ósk Garðarsdóttir, Jósúa Steinar Óskarsson,
Garðar Rúnar Garðarsson, Rinda Rissakorn,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA GEIRLAUG ÓLAFSDÓTTIR,
Strandaseli 3,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 19. júní.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 27. júní kl. 13.00.
Björn Lúðvíksson, Vigdís Sigurðardóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
STEINGRÍMUR GARÐARSSON,
Birkihlíð 5,
550 Sauðárkróki,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki
fimmtudaginn 20. júní.
Jarðarför auglýst síðar.
Baldvina Þorvaldsdóttir,
Sigurlaug Steingrímsdóttir, Guðmundur Gíslason,
Garðar Haukur Steingrímsson, Halla Rögnvaldsdóttir,
Kári Gunnarsson,
Sigríður Steingrímsdóttir, Þorsteinn Einarsson,
Þorvaldur Steingrímsson, Svanhvít Gróa Guðnadóttir,
Sævar Steingrímsson, Ingileif Oddsdóttir,
Friðrik Steingrímsson, Steinvör Baldursdóttir,
Bylgja Steingrímsdóttir, Auðunn Víglundsson,
Steingrímur Steingrímsson, Sæunn Eðvarðsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
NÍELS MARÍUS BLOMSTERBERG,
Blommi,
kjötiðnaðarmeistari,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Lambastekk 2,
lést að morgni sunnudagsins 9. júní.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 24. júní kl. 13.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Emma Þórunn Blomsterberg, Ómar Kristvinsson,
Hans Pétur Blomsterberg, Sigrún Hafsteinsdóttir,
Birgir Bogi Blomsterberg, Bryndís Halldóra Jónsdóttir,
Sesselja María Blomsterberg, Gunnsteinn Halldórsson.