Morgunblaðið - 22.06.2013, Blaðsíða 51
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2013
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar
sýningu í Flóru við Hafnarstræti
90 á Akureyri í kvöld kl. 22, en á
sama tíma opnar hún samtals 10
sýningar í Listagilinu, þ.e. í öllum
sýningarsölum Sjónlistamiðstöðv-
arinnar, í sal Myndlistarfélagsins,
Boxinu, Populus Tremula, Mjólk-
urbúðinni, Ketilhúsi og Deiglunni.
Um er að ræða lokin á verkefn-
inu Réttardagur, sem er 50 sýn-
inga röð, sem hófst á 45 ára af-
mæli listakonunnar 23. júní 2008
og lýkur áður en stóri dagurinn
gengur í garð á sunnudag. Allar
sýningarnar 50 fjalla á einn eða
annan hátt um íslensku sauð-
kindina og þá menningu sem henni
tengist. Sýningarnar hafa ratað í
flesta landshluta og nokkrar farið
út fyrir landsteinana til Danmerk-
ur, Þýskalands, Bretlands og Hol-
lands. Á sýningunum sem hefjast í
kvöld verða alls sýnd nokkur
hundruð verk eftir Aðalheiði unnin
á síðustu fimm árum, auk aðkomu
15 annarra listamanna með eigin
verk sem eru gestalistamenn á
sýningunum. Á opnunarkvöldinu í
Flóru verða lesin upp ljóð, sungið,
fluttir gjörningar og tónlist. Þess
má geta að á opnuninni í Flóru
verður falið verk eftir Aðalheiði,
sem einn sýningagesta fær til
eigu, en afhendingin fer fram kl.
23.45.
Aðalheiður leggur undir sig Listagilið
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sauðfé Aðalheiður S. Eysteinsdóttir á vinnustofu sinni í gamla Alþýðuhús-
inu á Siglufirði umkringd sauðfé úr tré og vingjarnlegri konu.
Orgelstykki nefnist tónleikaröð
Listvinafélags Stykkishólmskirkju
sem hefst mánudaginn 24. júní kl.
20 með tónleikum Friðriks Vignis
Stefánssonar, organista í Nes-
kirkju. Alls verða haldnir fimm tón-
leikar í röðinni, sem lýkur 2. júlí.
Fimmtudaginn 27. júní kl. 20 kem-
ur Sveinn Arnar Stefánsson, org-
anisti á Akranesi, fram. Laug-
ardaginn 29. júní kl. 16 er röðin
komin að þeim Erni Magnússyni,
organista í Breiðholtskirkju, og
Mörtu G. Halldórsdóttur sópran.
Þriðjudaginn 2. júlí kl. 20 kemur
Douglas Brotchie fram og enda-
hnútinn rekur Lára Bryndís Egg-
ertsdóttir organleikari, búsett í
Danmörku. Tónleikarnir eru um
einnar klst. langir. Allar frekari
upplýsingar á stykkisholms-
kirkja.is.
Morgunblaðið/Ómar
Tónleikar Stykkishólmskirkja
Fimm Org-
elstykki
Elleftu tónlistarhátíðinni Við Djúpið
lýkur um helgina með þrennum op-
inberum tónleikum. Í Hömrum í dag
kl. 17 frumflytur kammerhópurinn
Decoda frá New York fjögur ný verk
eftir ung íslensk tónskáld. Þau eru
Úlfur Hansson, Finnur Karlsson og
Árni Freyr Gunnarsson ásamt Önnu
Þorvaldsdóttur. Verkin eru pöntuð
af hátíðinni og samin fyrir tilefnið,
en þetta er fimmta árið í röð sem há-
tíðin pantar ný verk af ungum tón-
skáldum. Tónleikarnir verða hljóð-
ritaðir og þeim útvarpað á Rás 1
síðar.
Að kvöldi sama dags kemur Sig-
ríður Thorlacius fram ásamt hljóm-
sveit Hússins á lokatónleikum tón-
leikaraðarinnar Kenjar hússins.
Bach hljómar í kirkjunni
Á morgun lýkur hátíðinni með
orgeltónleikum þar sem breski org-
elleikarinn James McVinnie leikur
verk eftir Jóhann Sebastian Bach í
Ísafjarðarkirkju kl. 17. Tónleikarnir
eru helgaðir minningu Erlings Blön-
dals Bengtssonar sellóleikara sem
lést fyrr í þessum mánuði. „Erling
var mikill vinur tónlistarhátíð-
arinnar Við Djúpið og var einn aðal-
kennara hennar sumarið 2007 en í
mars sama ár fagnaði hann 75 ára
afmæli sínu á Ísafirði. Erling lék á
opnunartónleikum hátíðarinnar sem
og á sérstökum Jónsmessu-
tónleikum sem sendir voru út beint á
Rás 1. Leikur hans á þeim tónleikum
er sá síðasti sem var tekinn upp en
þar var einmitt um að ræða selló-
svítu Bachs nr. 1. Tónskáldið var
sellóleikaranum hugleikið og var
hann sérfræðingur í túlkun verka
Bachs,“ segir m.a. í fréttatilkynn-
ingu frá skipuleggjendum.
Meistara
minnst Við
Djúpið
Sellóleikari Erling Blöndal Bengts-
son horfir á fyrsta selló sitt.
Morgunblaðið/Kristinn