Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 11
urnar eru í tveimur sundlaugum og á sjö stöðum utandyra. „Þetta er hugsað sem heildstæður göngutúr þannig að vegfarendur geti byrjað annaðhvort í gömlu sundlauginni eða Suðurbæjarlauginni, gengið á milli og lesið nokkrar af mínum æsku- minningum sem tengjast viðkom- andi stöðum. Ein sagan er til dæmis á horninu á tónlistarskólanum og bakaríinu. Ég var bæði í píanó- og trommunámi og lék mér því að því að taka saman hversu oft ég hafði farið inn í tónlistarskólann. Ég var alltaf í tímum þrisvar sinnum í viku þannig að þetta voru ríflega þúsund skipti sem ég hef gengið gegnum dyrnar á skólanum og gífurlegur fjöldi klukkutíma sem ég hafði varið í þessu húsi þó að hver tími hafi að- eins verið hálftíma langur.“ Fyrsti kossinn ratar í sögu Þegar Björg er innt eftir því hvort hún eigi ekki einhverja eftir- lætisminningu segir hún svo ekki endilega vera en ein minningin sé af- ar persónuleg. „Ég segi mjög op- inskátt frá því þegar ég kyssti fyrsta strákinn en það var á einum stað í bænum. Ég hef reyndar ekki rætt það við hann og veit ekki einu sinni hvort hann man eftir þessu,“ segir Björg og hær. Fyrsti kossinn Þó ég hafi komið hingað ógeðs- lega oft man ég samt mest eftir einu skipti. Það var gamlárskvöld og ég gekk hingað með vinkonum mínum. Eftir matinn. Eftir Skaupið. Eftir flugeldana. Við vorum fjórar. Tvær með bak- poka. Ein með farsíma. Fjórar í þykkbotna Buffalo-skóm. Og svo hitti ég þig hérna. Þú tal- aðir við mig og ég talaði á móti. Ég var búin að vera skotin í þér allt haustið. Ég var stressuð og þú líklegast ekki. Þú sagðir að ég væri sæt og ég sagði ekki neitt. Og svo kysstir þú mig á munninn. Hérna. Þú varst fyrsti strákurinn sem kyssti mig á munninn og ég man að mér fannst það skrýtið. Glæsilegur hópur Eydís stolt með meðlimum Gljúfrabúa eftir útitónleika í Prag. F.v Eydís Franzdóttir, Hinrik Snær Guðmundsson, Harpa Dís Hákonardóttir, Sólveig Magnúsdóttir, Snæfríður María Björnsdóttir, Bryndís Guð- jónsdóttir, Runólfur Bjarki Arnarson og Andreas Máni Helgason. um í fyrrasumar. „Þetta voru krakk- ar frá tíu ára upp í tuttugu og fjög- urra og þau voru mikið með leik og dans í sínum þjóðlagaflutningi. Við vorum að sækjast eftir því að gera svona mikla skemmtun úr þessu eins og þau gerðu, en í Tékklandi er mikil þjóðlagahefð og við getum sann- arlega lært af þeim,“ segir Eydís og bætir við að íslensku krakkarnir hafi uppgötvað hvað íslensk þjóðlaga- tónlist getur verið bráðskemmtileg. Gljúfrabúi var aðalgestur Tékkneski hópurinn bauð Gljúfrabúa til Prag í júní, til að taka þátt í þjóðlagahátíð þar. „Gljúfrabúi var aðalgestur þetta árið og þetta var rosalega gaman. Við spiluðum skólatónleika að morgni, héldum tónleika úti á torgi, spiluðum í ráð- húsinu og á aðalhátíðinni spiluðum við allt prógrammið okkar í stórum sal í skólanum þeirra. Heimamenn kunnu virkilega vel að meta íslensku þjóðlögin og tékkneski hópurinn spilaði með okkur Á Sprengisandi og Krummi krunkar úti. Þau hafa líka lært að syngja eitt og eitt lag á ís- lensku og hafa fallið fyrir íslensku þjóðlögunum.“ Útitónleikar í Karlovy Vary Gljúfrabúa var einnig boðið að taka þátt í Íslandsdegi hjá klúbbi tékkneskra Íslandsaðdáenda. „Þetta er stór hópur Tékka sem vill helst eyða öllum sínum fríum á hálendi Ís- lands. Þeim finnst Ísland æðislegt og allt sem íslenskt er. Þetta var mikil upplifun fyrir okkur. Við kom- um líka fram í Karlovy Vary, þar var þjóðlagahátíð á þeim stað sem ní- unda sinfónía Dvoráks var frumflutt og við spiluðum þar á útitónleikum. Á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní, var Íslandskynning í borg- arbókasafninu í Karlovy Vary, þar sem við komum fram. Síðasta dag- inn spiluðum við á útitónleikum í Karlovy Vary, þar sem var mikið fjölmenni, bæði ferðamenn og heimafólk.“ Fólk gekk úr rúmi Eydís segir Gljúfrabúa hafa kunnað vel að meta gestrisni Tékk- anna. „Við bjuggum inni á heimilum hjá fólki og það gekk hiklaust úr rúmi fyrir okkur. Það var virkilega vel tekið á móti okkur og það minnti svolítið á það sem var í sveitum á Ís- landi hér áður fyrr.“ Gljúfrabúi er kominn í sumarfrí og krakkarnir byrjuð í sumarvinnu, en þau láta það ekki stoppa sig í því að koma fram. „Gljúfrabúi spilaði á Árbæjarsafni síðastliðinn sunnudag og á föstudag- inn kom hópurinn fram í grillveislu. Þeim er alltaf rosalega vel tekið. Þessi hópur er kominn til að vera, þó það verði óhjákvæmilega manna- skipti eftir því sem þau útskrifast, en þetta er jú ein af skólahljóm- sveitum skólans. Vonandi smitar til- vist og spilamennska Gljúfrabúa fleiri til að takast á við þjóðlaga- tónlistina.“ Þeir sem áhuga hafa á að bóka Gljúfrabúa í „gigg“geta haft sam- band við Eydísi í gegnum net- fangið ef@ismennt.is eða í síma: 863-6607 Sólskin Þau fengu líka að vera ferðamenn og skoða sig um í Prag. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 Sinn er siður í hverju landi og ég þurfti að sækja um leyfi til manna- nafnanefndar ríkisins til þess að dóttir mín fengi að bera nafnið Kira. Var það samþykkt enda féll það að íslensku beygingarkerfi. Erlendir vinir mínir verða oft stóreygir þegar ég segi þeim frá tilvist mannanafna- nefndar og að ég hafi þurft að sækja um leyfi til hins opinbera til þess að gefa barninu mínu þetta nafn, sem er algengt víða um heim. Oftast líður mér eins og ég sé frá einhverju framandi alræðisríki. Einn spurði mig hvort þetta væri ekki brot á mannréttindum og hvort kæra mætti nefndina – það var áður en héraðsdómur tók fyrir mál Blævar Bjarkardóttur og dæmdi henni í vil. Réttur hennar til nafns var talinn mikilvægari en samfélagslegir hags- munir. Mannanafnanefnd hefur víð- tækara verksvið en að hafa velferð barna að leiðarljósi því hún tak- markar einnig frelsi sjálfráða ein- staklings til þess að heita því nafni sem hann kýs. Íhlutun ríkisvalds í val einstaklinga á nafni hlýtur að vera brot á mannréttindum. Hvað á maður ef maður á ekki eigin líkama og eigið nafn? Reglulega birtast fréttir um það að einu nafni hafi verið hafnað en annað nafn heimilað og vekja þær fréttir jafnan mikla athygli og um- ræðu í matsölum vinnustaða. Mannanafnanefnd gegnir því fyrst og fremst ákveðnu afþreyingar- hlutverki í samfélaginu en er að öðru leyti tilgangslaus og skað- leg. Nöfn eru hvorki venjuleg né óvenjuleg. Þau eru afstæð og háð venjum, viðhorfi og tíðaranda hverju sinni. Af hverju Harpa en ekki Píanó? Það er tilviljunum háð hvaða nafn verður fyrir valinu og festist í sessi í sam- félögum. Nöfn búa ekki yfir eðl- isbundnum eig- inleikum öðrum en þeim að vera sam- sett úr ákveðinni stafa- runu sem mynda viss hljóð þegar þau eru mælt. Það erum við sjálf sem ljáum nöfnum merkingu. Annað sem vert er að staldra við er sú staðreynd að í lögum um mannanafnanefnd er kveðið á um að konur skuli bera kvenkynsnafn en karlar karlkynsnafn. Það eru engin rök fyrir því að nafn þurfi yfirhöfuð að segja til um kyn einstaklings. Með því er verið að setja fólk í nið- urnjörvaða flokka sem býður upp á fábreytni. Auk þess sem það getur verið íþyngjandi fyrir það fólk sem á erfitt með eða vill síður skilgreina sig sem annaðhvort konu eða karl. Lög sem þessi skerða tjáningarfrelsi þeirra og í raun allra. Því hefur verið haldið fram að vernda þurfi íslenska nafnahefð með löggjöf sem þessari og margir halda eflaust að mannanafnanefnd hafi alltaf verið til. Raunin er hins vegar sú að nefndin kom ekki til sögunnar fyrr en árið 1991. Alveg er það merkilegt hvað Íslendingum tókst að spjara sig ágætlega fram að því. Það er mikil gæfa að nefndin skuli ekki hafa orðið til fyrr því hver veit nema hún hefði svipt fleira fólk þeirri hamingju sem fylgir því að bera það nafn sem það vill. Eitt fórnar- lamb nefndarinnar er einu fórnar- lambi of mikið. Hefðir eru falleg- astar sé þeim við- haldið af fúsum og frjálsum vilja fólks en ekki með tilskip- unum hins opinbera. Látum hjartað ráða för og leyfum fjöl- breytninni að lifa – leggjum niður manna- nafnanefnd. »Nöfn eru hvorki venju-leg né óvenjuleg. Þau eru afstæð og háð venjum, viðhorfi og tíðaranda hverju sinni. Af hverju Harpa en ekki Píanó? Heimur Maríu Margrétar María Margrét Jó- hannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.