Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 ✝ HermannGunnarsson fæddist á Bárugötu í Reykjavík 9. des- ember 1946. Hann lést á Taílandi 4. júní 2013. Foreldrar hans voru Björg Sigríð- ur Hermannsdótt- ir, f. 1924, d. 1990 og Gunnar Gísla- son, f. 1922, d. 2005. Hermann var elstur fjög- urra systkina. Sigrún Gunn- arsdóttir, f. 1948, d. 2008, var búsett í Danmörku. Eftirlifandi Hermann var ókvæntur. Her- mann eignaðist sex börn; 1) Sig- rún Hermannsdóttir, f. 1971, börn Gunnhildur Karen, f. 1998 og Bryndís Arna, f. 2000, 2) Þórður Norðfjörð, f. 1973, maki Sif Magnúsdóttir, f. 1980, börn Jóhann Ingi, f. 1994, Sigurður Þór, f. 1996, Sindri Snær, f. 2000 og Magnús Máni, f. 2007, 3) Hendrik Björn Hermannsson, f. 1975, barn Benedikt, f. 2000, 4) Björg Sigríður Her- mannsdóttir, f. 1983, 5) Edda Hermannsdóttir, f. 1986, maki Halldór Svavar Sigurðsson, f. 1982, börn Emilía, f. 2008 og Sigurður, f. 2010, og 6) Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, f. 1989, sambýlismaður Har- aldur Haraldsson, f. 1989. Útför Hermanns fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 28. júní 2013, kl. 15. eiginmaður Sig- rúnar er Jeppe Nielsen, börn þeirra eru Edith og Gunnar. Önnur systkini Hermanns eru Ragnar Gunn- arsson, f. 1956, maki Ásgerður Karlsdóttir, f. 1958, börn Erla, f. 1979 og Arnar, f. 1988, og Kolbrún Gunnarsdóttir, f. 1961, börn Fríða Hlín, f. 1979, Gunnar Guðmundur, f. 1989 og Alex- ander Rúnar, f. 1994. Það var fyrir 15 árum sem ég bankaði upp á hjá þér og langaði til að hitta þig. Við höfðum hist þegar ég var yngri en nú vildi þessi ákveðni unglingur kynnast þér betur. Í framhaldi jukust samskipti okkar og skyndilega var sameinaður glæsilegur systkinahópur. Við systur höfum ræktað sambandið vel og vegna þín á ég þessa góðu vini í dag. Það gekk á ýmsu hjá okkur enda ekki hefðbundin fjölskylda. Ég og þú þurftum nokkur ár til að átta okkur á því hvernig sam- band okkar átti að vera. Ég heimsótti þig vestur og þú komst norður til að heilsa upp á mig. Þess á milli skrifuðumst við á. Þótt þú hafir ekki alið mig upp tókst okkur að mynda sterk og góð vináttubönd. Þegar ég flutti til Reykjavíkur hittist fjölskyldan reglulega. Þá rann smurbrauðið á Jómfrúnni ljúflega niður með ísköldu gosi. Í byrjun varst það aðallega þú sem sagðir sögur og við hlustuðum. Þú áttir víst nóg til af sögum og kunnir að skreyta þær. Þær eru líka mun skemmtilegri þannig. Síðar fórum við systur að grípa meira fram í fyrir þér og leyfðum okkur að gera létt grín að þessu ævintýralega lífi sem þú lifðir. Einhver þurfti að ná þér niður á jörðina svona inn á milli. Þú varst áhugasamur um okk- ar líf og vildir aðstoða okkur á þann hátt sem þú kunnir. Þegar þú vissir að ég ætlaði til Barce- lona eftir menntaskóla varstu fljótur að útvega mér barnapíu- starf hjá Eiði og Röggu. Þegar ég byrjaði í Gettu betur varstu á heimavelli með góð ráð. Nýlega settistu niður með mér ásamt Agli Eðvarðssyni og þið fóruð yf- ir allar mögulegar leiðir til að láta mér líða vel í útsendingu. Þú kaffibrúnn með derhúfuna og fína trefilinn. Þetta var þín leið til að aðstoða. Það er margt gott sem við börnin þín fáum frá þér. Við erum óhrædd við að prófa nýja hluti, þér tókst líka að gera okkur öll að miklum súkkulaðigrísum og þér tókst að koma fjölmiðlabakterí- unni í okkur Evu. Að undanförnu hafðirðu hvatt okkur mikið áfram í þeim efnum. Þér fannst hlutirnir þó ekki ganga nógu hratt. Um jólin áttum við einstaklega góða stund saman og héldum sannkölluð litlu jól. Um leið og þú heilsaðir mér bentirðu mér á hversu mikið ég hefði fitnað. Þú fékkst svipað skot á móti og svo hlógum við mikið að eigin fyndni. Ég talaði oft um að finna góða konu handa þér. Þú hafðir þá helst áhyggjur af því að ég væri að leita að of gamalli konu handa þér, já til dæmis á þínum aldri! Þú varst nefnilega aldrei 66 ára. Þú varst alltaf ungur. Nú sitjum við systkinin eftir og skipuleggjum jarðarför. Við sem áttum svo margt eftir. Ég átti eftir að gera miklu meira grín með og að þér á Jómfrúnni. Það er sárt að þurfa að kveðja núna. Við munum halda áfram að hlæja að sögunum þínum og skála fyrir þér og ó hvað við munum sakna þín. Í síðasta bréf- inu baðstu okkur að hitta þig áð- ur en þú héldir til Taílands. Þá var stutt frá því við hittumst síð- ast en þú sagðir að þessir hitt- ingar okkar gæfu þér svo mikið. Nú segi ég: Mikið gafst þú okkur mikið. Megirðu hvíla í friði og ró. Þó þykist ég nú vita að það sé lítil ró í kringum þig. Edda Hermannsdóttir. Það er erfitt að finna orð til að kveðja hann pabba. Pabbann sem ég þekkti og manninn sem allir aðrir virtust líka þekkja. Mér þótti vænt um þá báða. Pabbi lýsti sér stundum sem félagslyndum einfara. Sótti í sviðsljósið og forðaðist það eins og heitan eldinn þess á milli. Eins og hann naut þess oft að vera hrókur alls fagnaðar keyrði hann alla leið til Hveragerðis til að fara í sund þar sem fáir myndu rekast á okkur og fann borð afsíðis á kaffihúsum til að komast hjá forvitnu augnaráði ókunnugra. Og úti í náttúrunni fann pabbi kyrrð og frið. Hann hugsaði mikið um álit annarra. Hefðu samtölin okkar orðið fleiri hefði ég viljað segja honum hvernig það hefur líka flækst fyrir mér að hugsa sífellt um hvað öðrum finnst. Reyna að sýna þær hliðar sem fólki líkar en fela hinar vel og vandlega. Ég sé hann fyrir mér hlæja og segja að við ættum nú ýmislegt sam- eiginlegt. Eflaust áttum við líka sameig- inlegt óöryggið og feimnina hvort gagnvart öðru. Það kom bara fram á ólíkan hátt. Stelpan sem kom ekki orðum að því sem hún vildi segja á meðan pabbi hennar fyllti upp í þögnina með hressileika og spjalli. Kannski var óttinn við höfnun mesta hindrunin okkar að einlægum samskiptum. Síðar í lífinu, þegar feimnin var búin að veðrast örlítið af mér, fann ég að nálægðin við pabba náði hámarki þegar mér leið sem verst og sagði honum frá því. Einmitt þá, þegar ég gat ekki lengur sagt að allt gengi vel, fannst mér faðmurinn opnari og skilningurinn meiri en ég hafði fundið áður. Í öll þessi ár hélt ég að lykillinn að nánara sambandi væri að vera nú bara nógu skemmtileg, finna eitthvað merkilegt að segja frá og passa mig að sýna bara sparihliðina. Og svo var tengingin sterkust eftir allt saman þegar ég var bara ég sjálf. Ófullkomin, alveg eins og hann. Kannski er þetta það besta sem hann pabbi minn gaf mér. Á sinn hátt og án þess að átta sig á því. Ég á eftir að sakna hans. Björg Sigríður Hermannsdóttir. Hinn fjórða júní kvaddir þú þennan heim, alltof snemma. Ég hlýja mér við allar dýrmætu og yndislegu minningarnar og munu þær lifa að eilífu í hjarta mínu. Ég hef alltaf talið mig heppna að hafa átt tvo einstaka pabba, þú varst alltaf hluti af lífi mínu. Síðustu ár hafa verið einstök, sambandið á milli okkar varð betra og betra með hverju árinu og loks var þetta orðið að því sambandi sem mig hafði dreymt um þegar ég var yngri. Þú hvattir mig alltaf til dáða og fékkst mig til þess að trúa á mig og þau verkefni sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Fyrr á þessu ári sátum við lengi og spjölluðum um lífið. Þú bentir mér á mikilvægi þess að lifa líf- inu í dag og einbeita mér að því sem gerði mig hamingjusama í stað þess að fylgja einhverju sem öðrum þætti praktískt. Ég kom til þín þegar ég var með þá hug- mynd í maganum að gefa út mat- reiðslubók. Þú sagðir að það væri sko engin spurning og varst far- inn að sýna mér aðrar mat- reiðslubækur, hvað væri sniðugt og hvað ekki; að fólk vildi nú hafa þetta einfalt og fljótlegt, og svo var nauðsynlegt að hafa ein- hverjar kökur með, einna helst súkkulaði. „Fólk vill alltaf eitt- hvað svona sætt!“ Ef ekki hefði verið fyrir þetta spjall væri ég sennilega enn með þessa hug- mynd í maganum. Við vorum orðin ansi spennt fyrir því að vera saman fyrir jólin með bæk- urnar okkar; þú með ævisöguna og ég með kökusögurnar – ætl- uðum að ganga í hús ef þess þyrfti. Ég naut þess að fara með þér í leikhús og á tónleika, þú varst mjög duglegur að bjóða mér með þér og það voru mínar eftirlæt- isstundir með þér ásamt hádeg- isstundunum okkar á Jómfrúnni með systrum mínum. Ég á eftir að sakna þess að heyra í þér, ég á svo erfitt með að kveðja þig því við áttum svo mikið eftir. Ég átti eftir að spyrja þig um svo margt og helst vildi ég að ég gæti fengið að knúsa þig einu sinni enn, segja þér hvað mér þykir ótrúlega vænt um þig og þakka þér fyrir að hafa verið til staðar fyrir mig þegar mest á reyndi. Ég ætla að kveðja þig eins og þú kvaddir mig alltaf: Í guðanna bænum farðu var- lega elsku engill, „I love you“. Þín Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir. „Hemmi, mikið áttu fallegar dætur!“ … „Já, ég var sérlega heppinn með barnsmæður!“ Snöggur var hann og yfirleitt „spot on“. Þakklátur barns- mæðrum sínum og uppeldisfeðr- um fyrir að hafa gert okkur að því ágæta fólki sem honum fannst við vera og vildi sjálfur kynnast betur. Hemmi leit á okkur börnin sín sem samferðamenn fremur en afkvæmi, sagðist ekki eiga okkur í orðréttum skilningi, heldur ætt- um við okkur sjálf, en ef við leyfðum óskaði hann eftir vináttu okkar. Eins og gengur hjá okkur flestum getur lífið verið áskorun. Áskorun um að finna jafnvægið milli þess að vera einstaklingur, foreldri, starfsmaður, dóttir, son- ur … og hlutverkin eru oft fleiri. Áskorun Hemma var heldur snúnari. Einstakir hæfileikar hans á mörgum sviðum, vinsæld- ir og aðdáun annarra gerðu að verkum að áskorun hans snerist að auki um að finna jafnvægið á milli einstaklingsins og óska- barnsins sem þjóðin umvafði og fylgdist með, og að kunna að skipta á milli þessara hlutverka þegar við átti. Ég ímynda mér þessa togstreitu eins og hálf- gerðan leikarasjúkdóm, þar sem leikarinn fer á svið en að sýningu lokinni man hann ekki eða velur að fara ekki úr karakter. Trúlega veitir tilbúinn karakter öryggi þegar einstaklingurinn er búinn að gefa allt sem þarf af sjálfum sér til að sýningin virki. Síðustu tíu árin hins vegar nálgaðist hann okkur börnin sín oftar en ekki grímulaus … eða svo til. Hlaðinn vilja til að aðstoða okkur eins og hann gæti, meðvitaður um að hafa verið fjarverandi mestan part ævi okkar. Vildi vera vinur okkar. Þótt ýmislegt megi um Hemma sem föður og samferða- mann segja, þá var hann það sem sameinaði okkur systkinin. Systkini sem hafa kynnst betur með hverju árinu og hafa nú þeg- ar myndað ómetanleg, órjúfanleg tengsl í hans minningu. Kannski lýsir þetta honum ákaflega vel; hann dró okkur saman, var í upphafi sameining- artáknið, tók minnst til sín sjálf- ur, var óendanlega stoltur af því sem hann sá og skildi svo sviðið eftir fyrir okkur. Takk fyrir vináttuna. Takk fyrir að vera ekki full- kominn … frekar en við hin. Þín Sigrún Hermannsdóttir. Elsku Hemmi minn, mér fannst ég verða að kveðja þig með einhverjum hætti því ákvað ég að skrifa nokkur orð til þín, þó mér finnist þetta óraunverulegt og ósanngjarnt. Ég hef líklega verið um 5 ára þegar ég kynntist þér fyrst og vildi ekkert við þig tala. Þú hringdir stundum í mömmu og ég skellti á, þú tókst þá upp á því að segjast heita Óli, en ég sá við þér og skellti á með látum, leið- indakrakki sem ég var. Ég man þegar þú sagðir okkur söguna um Rauðhettu og við vor- um ein augu þegar kom að veiði- manninum. Ég held bara að ég hafi ekki viljað gefa þér pláss hjá okkur mömmu þar sem ég sá bara hann pabba minn, enda var ég svakalega frek og leiðinleg við þig. Ég man er þú kynntir mig eitt sinn sem fósturdóttur þína, þá var ég ekki hrifin þó á end- anum gæfi ég mig og hætti með leiðindi. Þú reyndist mér oft mjög vel og lést mig oft heyra það ef það var eitthvað sem þér mislíkaði og þá aðallega ef ég var með þoku í augunum fyrir einhverjum strákum sem þér líkaði alls ekki við enda virtistu oft þekkja alla og vita meira en mig grunaði og sagðir mér að hætta þessari vit- leysu því það væri ekkert varið í þessa gaura, en þar hafðirðu rétt fyrir þér. Þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa til ef það var eitthvað, hvort sem það var að hjálpa mér að halda stórt konukvöld, við stelpurnar stóðum uppi án kynn- is viku fyrir skemmtun, „hvað ætlarðu að gera elsku dúllan mín, verð ég ekki bara að koma og bjarga þér?“ Þá tókst þú það að þér og dreifst Ásgeir Pál vin þinn austur á firði til að redda þessu eins og skot eða að fá samning í hárgreiðslu á fínustu stofu landsins eða vinnu á Nasa og nú síðast við brúðkaupið okk- ar Andra, þá fórst þú á fullt við fyrsta hanagal eins og þú sagðir og hringdir í hina og þessa vini þína og málinu var reddað á ljós- hraða, fyrir það er ég þér æv- inlega þakklát. Þú hringdir stundum til að spjalla og það þótti mér vænt um. Yfirleitt var léttleikinn til staðar en stundum var eitthvað að en það var nú ekki oft. Ég mun aldrei gleyma þegar við skutluðun þér á bensanum þín- um í Búðardal, fengum bílinn svo lánaðan og við vinkonurnar lent- um í óhappi sem ég vissi að þér stæði ekki á sama um, það sem við erum búin að hlæja að þessu, þá allir nema þú. Fékk eitt sinn símtal frá þér, þú baðst mig að senda þér mynd- ir af Evu systur, yngsta gullinu þínu eins og þú sagðir, þú varst svo glaður með hana og stoltur spurðir frétta af henni ótal sinn- um og sást eftir svo miklu. Svo skein það í gegn þegar þið náðuð saman hvað þið eruð lík, þú varst svo stoltur af henni enda er hún einstaklega vel heppnað eintak af stúlku eins og þær allar dætur þínar. Það er alveg á hreinu að nú hlýtur að vera gaman á himnum því það var aldrei leiðinlegt í kringum þig. Þú hlýtur að koma karlinum þarna uppi til að hlæja, ég er viss um að það er á tali þarna uppi, allir hressir í engu stressi, jafnvel skvísur með hatta, hver veit? Það er mikið skrýtið að kveðja þig, ég vil trúa því að það hafi hreinlega vantað einhvern til að halda uppi fjörinu á himnum og ég veit að þú kemur til með að vaka yfir og passa upp á þína eins og áður. Þetta verður ekki lengra að sinni, ég bið guð og englana að passa þig. Góða ferð og takk fyr- ir allt, elsku Hemmi minn. Elsku hjartans Eva mín, Sig- rún Edda, Björg, Doddi og Hendrik, megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og gefa ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Fjöl- skyldu og vinum sendi ég hlýjar kveðjur. Þín Maren Rós. Það var mikið áfall fyrir okkur þegar við fengum þær fréttir að Hemmi bróðir pabba væri dáinn. Við systkinin dofnuðum bæði upp og vildum ekki trúa því að við ættum aldrei eftir að hitta Hemma aftur. En sem betur fer eigum við systkinin góðar minn- ingar um Hemma frænda. Hann var alltaf svo hress og kátur og hrókur alls fagnaðar. Það var alltaf skemmtilegast í fjölskyldu- boðum þegar Hemmi frændi var mættur, því þá var sko stuð. Hann var mikið fyrir að æsa alla krakkana upp í fjölskylduboðun- um og helst heimilisdýrin líka. Hann átti það til að stríða okkur systkinunum, en þegar við stríddum honum á móti var það ekki eins fyndið að hans mati og við ættum ekki að vera með þennan fíflagang. Það var alltaf líf og fjör þar sem Hemmi var en hann sýndi okkur systkinunum líka sínar ljúfu og blíðu hliðar. Hann var einlægur og alltaf fékk maður koss og knús frá Hemma frænda þegar hann kom. Þá var líka góða Hemma-frænda-lyktin á okkur það sem eftir lifði dags. Hann var góður hlustandi og gaf góð ráð. Hemmi var alltaf boðinn og búinn að aðstoða ef við leituðum til hans, til dæmis varð- andi námið. Þótt Hemmi hafi ekki verið háskólagenginn maður þá var hann bara með þetta. Það er bara sumt sem er ekki hægt að læra í skóla. Í huga okkar var Hemmi frændi maður sem var með mikla útgeislun, þægilega nærveru og endalausa góða lykt. Elsku hjartans föðurbróðir, þín verður sárt saknað og þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okkar systkinanna. Hvíldu í friði. Þú varst okkar fyrirmynd, bæði í leik og starfi. Að missa þig er mikil synd, gleðigjafinn þarfi. Hemma sakna allir sárt, þó við megum ekki gleyma. Að hafa góða skapið klárt, og láta kærleika þinn streyma. Erla og Arnar Ragnarsbörn. Þetta var nokkuð sem ég hafði vonað að ekki kæmi til, ég að skrifa þér hinstu kveðju, kæri vinur. Við munum sem sagt ekki sitja í ruggustólunum og rifja upp enn einu sinni ævintýri lið- inna ára. Það er stundum sagt að hláturinn lengi lífið og miðað við hvað þú varst hláturmildur, að maður tali nú ekki um hvað þú ert búinn að fá samferðafólk þitt til að hlæja með þér alla ævina, þá hefðir þú átt að ná að verða a.m.k. hundrað ára. Þú sagðir stundum að miðað við þyngd mína ætti ég að vera 225 cm á hæð og kallaðir mig þúsund- fætlu, sem hafði með hlaupastíl- inn að gera. Ég benti þér nú á að þið Maradona hefðuð báðir verið flinkir leikmenn en Maradona átti það til að gefa boltann! Endalaust varst þú upplagður að tryggja léttleikann í kringum þig, smá stríðni og at í okkur og öðrum samferðamönnum í hár- beittum húmör sem sumir hefðu jafnvel kallað einelti kallaði ég alltaf að þú keyrðir á hugtakinu sókn er besta vörnin. En þú áttir einnig þá hlið að vera alvörugef- inn og hugsandi. Sú hlið á þér hugleiddi kjör og stöðu fólks sem ekki fæddist í þennan heim með skilyrði til að njóta lífsins til fullnustu. Fjölmargt af þessu fólki fann í þér bandamann, mann sem hafði tíma til að gefa af sér og sem gat með brosinu og fallegu orði glatt svo mikið. Fjöldi fólks sem tókst á við margvíslega erfiðleika leitaði til þín eftir leiðbeinandi hvatningu og fór af fundi eða lauk símtali upplitsdjarfara og bjartsýnna á að vinna mætti bug á vanda- málinu. Þú uppskarst einnig mikið í myndarlegum barnahópi sem þú sem betur fer fórst að kynnast betur nú á síðustu árum. Eins og þú varst nú flinkur í boltanum og áttir auðvelt með að snúa af þér andstæðingana þá tókst þér aldr- ei fullkomlega að snúa af þér þá nöturlegu félaga Bakkus og Nico. Ég fagnaði því ætíð þegar þú sagðir frá fyrirhugaðri ferð vestur í Haukadal til samvista við Unni, fóstru þína, og það góða fólk sem þú hittir þar og með sama hætti var ég alltaf að- eins sorgmæddur þegar þú til- kynntir ferð til útlanda, sem þú reyndar ræddir minna um. Þegar þú sast löngum stund- um í sætinu hennar Beggu hérna á skrifstofunni og ekkert var heimilið lengur og engin var vinnan, sjóðir þurrausnir, þá sagði ég við þig: „Það hefur eng- inn tekið þína stöðu í íslenskum fjölmiðlum og ef þú heldur þér edrú, þá kemur þetta allt til baka.“ Ég hef svo sannarlega ekki alltaf rétt fyrir mér en hafði það í þessu tilfelli. Þú varst eng- inn bisnessmaður og sóttist aldr- ei eftir veraldlegum auði, vildir aðeins geta staðið í skilum með þínar skuldbindingar, þannig Hermann Gunnarsson HINSTA KVEÐJA Elsku besti bróðir. Hjartans þakkir fyrir allar þær stundir sem við áttum saman í þessu lífi. Ég þekki ekki annað en að hafa Hemma bróður í mínu lífi, enda ég yngst af okkur systkinum og þú elstur. Þú fórst allt of snemma frá okkur og er enginn sem fyllir í það skarð sem þú áttir í hjarta mínu. Minn- ingin um þig og gleði þína lifir að eilífu með mér. Ég elska þig. Þín systir, Kolbrún Gunnarsdóttir (Kolla).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.