Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 52
 Íslenska óperan frumsýnir 19. október óperuna Carmen eftir Georges Bizet en hún var síðast sett á svið hér á landi fyrir tæpum 30 ár- um. Hljómsveitarstjóri verður Guð- mundur Óli Gunnarsson, leikstjóri Ja- mie Hayes og leikmyndahöfundur Will Bowen. Hanna Dóra Sturludóttir mun fara með titilhlutverkið og Sess- elja Kristjánsdóttir hjá Íslensku óp- erunni mun syngja það á nokkrum sýningum. Kolbeinn Jón Ketilsson og Garðar Thór Cortes munu skiptast á að syngja Don José. Kór Íslensku óperunnar, barnakór og sextíu manna sinfón- íuhljómsveit taka einnig þátt í upp- færslunni ásamt dönsurum. 30 ára bið eftir Car- men lýkur 19. okt. FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 179. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. „Mér er nóg boðið“ 2. Of dökkar augabrúnir… 3. Fyrstir til að ættleiða barn 4. Inga Lind stýrir Biggest Loser »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  SkjárEinn og Saga Film ætla að framleiða íslenska þáttaröð eftir for- skrift bandarísku þáttanna Biggest Loser, Biggest Loser Ísland, en í þátt- unum keppist fólk í yfirþyngd við að missa sem flest kíló. „Í þáttunum er keppendum boðið upp á að snúa við blaðinu og láta draum sinn um betra líf rætast undir handleiðslu og hvatn- ingu The Biggest Loser-teymisins sem inniheldur meðal annars lækna, sálfræðinga, næringarfræðinga og líkamsræktarþjálfa,“ segir í tilkynn- ingu. Þátttakendur munu dvelja í tíu vikur á heilsuhótelinu á Ásbrú. Áhugasamir geta skráð sig á vefnum biggestloser.is en þar má sjá mynd- band vegna þáttanna. Í því ávarpar Inga Lind Karlsdóttir áhorfendur og hvetur til þátttöku. Íslensk útgáfa gerð af Biggest Loser Á laugardag Suðvestlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Bjart með köflum suðaustan- og austanlands, annars skýjað og víða smá- skúrir. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestlæg átt, 3-10 m/s, en heldur hvassara við suðurströndina. Bjartviðri í fyrstu austantil, annars rigning eða skúrir. Úrkomuminna í kvöld. Hiti 7 til 13 stig, mildast eystra. VEÐUR Selfoss vann toppliðið á útivelli Róbert Aron Hostert, handboltamað- urinn snjalli úr Íslandsmeistaraliði Fram, er kominn með tilboð í hend- urnar frá spænska liðinu Ademar León. Fleiri erlend fé- lög eru með Róbert Aron undir smásjánni. »1 Róbert Aron með tilboð frá Ademar León Ásdís Hjálmsdóttir þarf enn að bíða eftir því að ná lágmarki fyrir heims- meistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Moskvu í ágúst. Í gær- kvöld kastaði hún spjótinu 59,97 metra á Grand Prix móti í Stokkhólmi en það er aðeins rétt rúman þumlung frá HM-lágmarkinu sem er 60 metrar sléttir. Ásdís fékk silfur- og pen- ingaverðlaun á mótinu. 1 Ásdísi vantaði þumlung upp á að komast á HM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það er allt að komast á fullt,“ segir veitingamaðurinn Eyþór Þórisson, sem rekur veitingastaðinn Kaffi Láru á Seyðisfirði, staðinn sem nefndur hefur verið hjarta bæjarins. Fyrir rúmu ári stórskemmdist veitingastaðurinn í bruna en hann er í rúmlega aldargömlu þriggja hæða timburhúsi. Eyþór, sálin í veitinga- staðnum, keypti húsið um aldamótin og opnaði veitingastaðinn þar skömmu síðar. Hafist var handa við að endurbyggja húsið þegar eftir brunann og var fyrsti hluti staðarins opnaður skömmu fyrir nýliðin jól. „Miðhæðin er tilbúin og þar er pláss fyrir 90 manns,“ segir Eyþór og bætir við að hann geri ráð fyrir að húsið verði að fullu uppgert síðar á árinu. Kannski áður en hann verður 75 ára í desember. Yfir hálfa öld í bransanum Eyþór hefur marga fjöruna sopið og komið víða við síðan hann byrjaði 16 ára að vinna í olíustöðinni í Hval- firði, sem var gjarnan fyrsti áningar- staður ferðalanga á leið úr bænum. Hann hóf eigin veitingarekstur á Geithálsi fyrir rúmlega hálfri öld, var þjónn í Danmörku í nokkur ár, var í siglingum og kom að opnun veitingahússins Caruso í Þingholts- stræti með bróður sínum áður en hann hélt austur. „Ég fór í afvötnun og fór að vinna í síld til þess að hressa mig,“ segir Eyþór um flutninginn til Seyðis- fjarðar á sínum tíma. „Þá var hér fullt af fiskibátum en þeim hefur fækkað,“ segir hann. Eyþór áréttar að samt hafi rekstur kaffihússins gengið vel og hann hafi haft opið allt árið þar til bruninn stöðvaði rekstur- inn um tíma. En hann hefur tröllatrú á Seyðisfirði og Lárunni. „Seyðisfjörður er að verða svo mikill listamannabær,“ segir hann og vísar til þess að til standi að stofna leiklistarskóla þar á næsta ári. „Hér eru því miklir möguleikar.“ Margir útlendingar Norræna kemur til Seyðisfjarðar vikulega og er mikið um að vera á sumrin í tengslum við ferðirnar. „Bærinn fyllist tveimur dögum fyrir brottför og í raun er allt fullt af útlendingum hérna á sumrin,“ segir Eyþór. Hann bætir við að góð gisti- aðstaða sé í bænum og hún eigi eftir að batna enn frekar í sumar. Eyþór segir að í raun hafi ekkert breyst í veitingarekstrinum síðan hann byrjaði blautur á bak við eyr- un. „Það þarf alltaf að hafa fyrir hlutunum, en Seyðisfjörður á fram- tíðina fyrir sér.“ Hjartað farið að slá á ný  Eyþór segir að framtíðin sé Seyðisfjarðar Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Veitingamaðurinn Eyþór Þórisson fyrir utan veitingastaðinn Kaffi Láru á Seyðisfirði. Norræna kom til Seyðisfjarðar í gær og segir Eyþór Þórisson að sennilega hafi verið um 800 manns með skipinu. „Þeir stopp- uðu reyndar stutt að þessu sinni en þetta verður betra.“ Seyð- isfjörður lifnar allur við í kringum komur og brottfarir Norrænu en auk þess er ýmislegt í boði í bæn- um. Íþróttafélagið Huginn verður til dæmis hundrað ára nú um helgina og þá verður mikil hátíð á Seyðisfirði. Í tilefni af afmælinu er meðal annars gefið út veglegt blað, haldin er sögusýning og margt fleira. Kaffi Lára – El Grilló bar er kaffi- hús á daginn en bar og skemmti- staður á kvöldin. Í hádeginu er meðal annars boðið upp á heima- gerðar súpur og samlokur ásamt kökum og vöfflum. Útisvæðið hef- ur fengið nýtt útlit og þegar sólin skín er þar margt um manninn. Stoppuðu stutt að þessu sinni AUKIÐ LÍF MEÐ NORRÆNU Selfyssingar virðast ætla að blanda sér í baráttuna um sæti í Pepsideildinni eftir að þeir unnu kærkominn 3:1 sigur á toppliði Grindavíkur suður með sjó í gær, í 8. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Sindri Snær Magnússon skoraði tvennu fyrir Selfoss. Haukar kom- ust upp í 2. sæti með markalausu jafntefli við Leikni R. en Þróttur R. er enn í fallsæti. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.