Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 Skeifunni 8 og Kringlunni Sími 588 0640 casa@casa.is | www.casa.is Glæsileg matarstell frá Brúðhjón með gjafalista hjá okkur fá 10% af sölu- verðmæti gjafalistans til úttektar í verslun okkar Rosenthal Silver Dust Undirdiskur (Framreiðsludiskur) kr. 10.750 Matardiskur kr. 7.950 Súpudiskur kr. 6.450 Salatskál 26 cm kr. 24.850 Fat 40 cm kr. 18.650 Rosenthal Tac Dynamic Matardiskur kr. 6.650 Súpudiskur kr. 5.450 Forréttardiskur kr. 4.350 Kaffibolli og undirskál kr. 8.400 Salatskál 26 cm kr. 23.950 Tekanna kr. 39.950 Rosenthal Loft Matardiskur kr. 2.950 Súpudiskur kr. 2.750 Salatskál 23 cm kr. 7.950 Desertskál kr. 2.550 Kaffibolli og undirskál kr. 2.900 Forréttadiskur 22 cm kr. 1.850 Varðliðar vinstri stjórnarinnarsem hrökklaðist frá völdum í kosningunum í vor hafa síðan lagt sig fram um að verja verk þessarar óheillastjórnar. Breytir engu þó að almenningur hafi vísað henni úr stjórnarráðinu með sögulegum hætti.    Einn helsti varð-liðinn, prúð- mennið Björn Valur Gíslason, var vegna sumarþingsins sótt- ur úr sæti annars varaþingmanns flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi norður til að taka þátt í umræðum um sjávarútvegsmál á Al- þingi.    Björn Valur hefur fyrir löngu get-ið sér orð fyrir atlögu að sjáv- arútveginum og hefur engu gleymt þó að hann hafi nú dvalið um hríð á aftari varamannabekknum.    Hann og fleiri slíkir taka sérstöðu til að verja árásir vinstri stjórnarinnar á sjávarútveginn og láta einskis ófreistað við að halda uppi ofursköttum á greinina þó að vitað sé að það yrði mörgum fyr- irtækjum víða um land að falli.    Álit þeirra sem til þekkja hrann-ast upp með harðri gagnrýni á hin háu veiðigjöld. Nýjasta dæmið um gagnrýnina er skýrsla OECD sem varar eindregið við þessum háa skatti og bendir á að hann sé hærri en sjávarútvegsfyrirtækin þoli.    En varðliðar vinstri stjórn-arinnar munu ekki gefa sig við þessa ábendingu frekar en aðrar. Byggðir landsins munu því ekki sækja neinn stuðning þangað, en ættu að geta treyst á skilning nýrra stjórnvalda sem töluðu skýrt gegn ofursköttunum fyrir kosningar. Björn Valur Gíslason Varðliðarnir verja ofurskattana STAKSTEINAR Veður víða um heim 27.6., kl. 18.00 Reykjavík 8 rigning Bolungarvík 11 skýjað Akureyri 12 alskýjað Nuuk 1 þoka Þórshöfn 10 alskýjað Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 21 heiðskírt Helsinki 21 léttskýjað Lúxemborg 23 léttskýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 17 léttskýjað Glasgow 18 heiðskírt London 13 skýjað París 22 heiðskírt Amsterdam 16 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 22 skýjað Vín 21 léttskýjað Moskva 22 skýjað Algarve 17 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 22 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 26 léttskýjað Winnipeg 11 léttskýjað Montreal 12 súld New York 14 skýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 23 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 28. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:02 24:02 ÍSAFJÖRÐUR 1:37 25:37 SIGLUFJÖRÐUR 1:19 25:19 DJÚPIVOGUR 2:17 23:45 Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is „Framkvæmdirnar eru hafnar og við stefnum að því að geta klárað verkið í júlí,“ segir Ingólfur Eyfells, verkefnastjóri hjá Landsneti, en fyrirtækið vinnur nú að því að leggja nýjan rafstreng til Vest- mannaeyja. „Bæði á Landeyjasandi og í Vestmannaeyjum eru fram- kvæmdir við landhluta strengsins hafnar en skipið sem kemur með sæstrenginn til landsins liggur nú í vari í Færeyjum vegna veðurs,“ segir Ingólfur. Alls þarf að leggja þriggja og hálfs kílómetra lands- treng um Landeyjasand og um kíló- metra langa leið í Vestmannaeyjum. Lagning strengsins í sjónum er talin munu taka um fjóra daga ef veður helst gott. Þriðji rafstrengurinn í röðinni Strengurinn ber heitið Vest- mannaeyjastrengur 3 og mun hann geta borið 66 kílóvolta spennu sem er töluvert meira en núverandi strengir. Strengurinn mun leysa af hólmi Vestmannaeyjastreng 2 sem er illa farinn og ótraustur. Nokkur fyrirtæki í Vestmannaeyjum hafa á undanförnum árum lýst yfir áhyggj- um af ástandi Vestmannaeyja- strengs 2 og hafa bent á þær afleið- ingar sem bilun á strengnum kunni að hafa til dæmis á loðnubræðslu á miðri loðnuvertíð. Ljóst er að með nýjum streng færist aukið öryggi í rafmagnsflutning til Vestmannaeyja. Til að byrja með mun strengurinn einungis flytja svipað mikið rafmagn og áður hefur verið, en hann býður þó upp á möguleikann á að auka raf- magnsflutninginn töluvert. Hætt verður notkun á Vestmannaeyja- streng 2 en strengur 1, sem lagður var árið 1962, verður áfram í notk- un. Sá strengur ber þó ekki mikið rafmagn. Enn fleiri strengir væntanlegir Áætluð er líka lögn fjórða raf- strengsins til Vestmannaeyja, Vest- mannaeyjastreng 4, á næstu árum. Ingólfur segir þann streng verða jafnspennumikinn og þann sem lagður er nú. Fyrst og fremst séu strengirnir lagðir til að viðhalda grunnþjónustu en með samvinnu við HS-veitur og hagsmunaaðila í Vest- mannaeyjum er hægt að auka raf- magnsflutning. „Helst viljum við geta haft tvær öflugar tengingar við eyjuna, það er markmið okkar. Það er ekki hægt að segja nákvæmlega hvenær það verður, þetta er mjög stór fjárfest- ing.“ Áætlað er að lagning hvers rafstrengs kosti um 1,6 milljarða. Nýr rafstrengur lagður til Eyja Landeyjar Strengurinn verður sá þriðji sem liggur milli lands og Eyja.  Leysir af hólmi illa farinn streng  1,6 milljarða króna framkvæmd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.