Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 Smáauglýsingar Ýmislegt Teg. 39077 Flottir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stærðir: 37 - 40. Verð: 15.885. Teg. 2703 Flottir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litur brúnn og svartur. Stærðir: 36 - 42. Verð: 14.685. Teg. 99512 Flottir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: svartur og brúnn. Stærðir: 36 - 41. Verð: 15.885. . Teg. 8745 Flottir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir: brúnn og grár. Stærðir: 36 - 40. Verð: 13.800. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Opið mán. - fös. 10 - 18. Lokað laugardaga í sumar. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook.          !!"#$                     Bílar BMW X5 3.0D dísel, 2007 árg. Ekinn 85 þ. Umboðsbíll í toppstandi, aðeins tveir eigendur. Ásett 6,9 m, stgr. 6,2 m, áhvílandi er lán uppá 5 m sem hægt er að yfirtaka. Myndir á x5.is. Uppl. í síma 898 2001. Bílaþjónusta Húsviðhald Hreinsa þakrennur laga ryð á þökum, hreinsa veggjakrot og tek að mér ýmis smærri verkefni. Sími 847 8704, manninn@hotmail.com ✝ GuðmundurReyndal Björnsson fæddist á Lækjarbæ í Fremri-Torfu- staðahreppi 28. ágúst 1920. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Vest- urlands á Hvamms- tanga 19. júní 2013. Hann var sonur hjónanna Ingibjargar Jóns- dóttur húsfreyju, f. 9.12. 1891, d. 4.6. 1974, og Björns Guð- mundssonar bónda á Reynihól- um í Miðfirði, f. 23.2. 1885, d. 24.3. 1985. Börn þeirra hjóna auk Guðmundar eru Hólm- fríður Þorbjörg, f. 5.9. 1917, d. 24.11. 2000, Jóhanna, f. 27.1. 1919, Jón Björgvin, f. 16.6. 1925, d. 15.1. 2000, Ólöf, f. 14.12. 1926, Jóhannes Ingvar, f. 1.1. 1930, og Jón Elís, f. 14.7. 1932. Hinn 20.4. 1950 giftist Guð- mundur konu sinni, Ilse Björns- son, f. 10.5. 1926 í Ratzeburg í Þýskalandi. Hún er dóttir hjónanna Mariechen og Bern- hards Novosatko. Börn Guð- mundar og Ilse eru: 1) Hildur Ingibjörg, f. 9.12. 1950. 2) Björg Sigurlaug, f. 21.11. 1951, maki Jón Gunnar Ásgeirsson, f. 22.10. 1952. Börn hennar eru a) Arnar Hlynur Ómarsson, f. 12.10. 1974, maki Jóna Guð- björg Pétursdóttir, f. 5.9. 1979, börn þeirra eru Arndís Sif, f. 22.3. 1999, og Rannveig Elva, f. 9.3. 2003, b) Elsa Rún Erlends- dóttir, f. 20.5. 1985, maki Reyn- ir M. Jóelsson, f. 25.2. 1983. 3) Sigrún Anna, f. 29.3. 1954. Dóttir hennar er Henný Sigurjónsdóttir, f. 9.8. 1980, maki Lárus Sigurðarson, f. 28.12. 1977, börn þeirra eru Alex- ander, f. 15.11. 2002, og Monika, f. 14.3. 2005. 4) Björn, f. 7.6. 1956, maki Ásdís Þ. Garðarsdóttir, f. 23.2. 1956, börn þeirra eru a) Guðmundur Örn, f. 28.12. 1976, unnusta hans er Áslaug Þorsteinsdóttir, f. 24.8 1976, b) Emma Rakel, f. 6.2. 1979. 5) Ingvar Helgi, f. 12.2. 1960, maki Bryndís Hulda Pétursdóttir, f. 3.1. 1969. Þeirra börn eru a) Dagbjartur Elís, f. 4.11. 1988, b) Marinó, f. 13.3. 1992, c) Bjarki Már, f. 7.7. 1993, d) Ragna María, f. 19.6. 2002. Árið 1947 keypti Guðmundur jörðina Tjarnarkot í Miðfirði og hóf þar búskap með konu sinni árið 1950. Meðfram búskapnum stundaði Guðmundur slátur- hússtörf hjá Kaupfélagi Vestur- Húnvetninga, Verzlun Sigurðar Pálmasonar og síðar Ferskum afurðum á Hvammstanga. Guð- mundur sá einnig um sorpeyð- ingu fyrir Laugarbakka og Reykjaskóla og starfaði um árabil við grenjaleit á Miðfirð- ingaafrétti. Guðmundur og Ilse hættu búskap árið 1995 og fluttu þá á Laugarbakka. Útför Guðmundar fer fram frá Melstaðarkirkju í dag, 28. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi minn, nú hefur þú kvatt þennan heim og ótal minn- ingar streyma fram í hugann þeg- ar litið er yfir farinn veg. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú varst mér og kveð þig með miklum söknuði. Elsku mamma, ég bið algóðan Guð um að varðveita þig og styrkja í þinni sorg. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Þín dóttir, Sigrún Anna Guðmunds- dóttir. Það má segja að pabbi hafi lifað frá torföld til tölvualdar. Hann fæddist og ólst upp á heiðarbýli í torfbæ. Árið 1947 keypti pabbi jörðina Tjarnarkot í Miðfirði og hóf bú- skap ásamt móður minni, Ilse, á giftingarárinu 1950 og byggði yfir fjölskylduna nýtt íbúðarhús og gripahús. Pabbi erfði það frá móður sinni að hafa alltaf tíma til að hjálpa öll- um við nánast hvað sem er, allt frá því að handsama mannvígan hana í hænsnahóp upp í að fella illvígan stóðhest. Göngur og réttir voru ætíð til- hlökkunarefni og lét pabbi sig aldrei vanta. Hann unni heiðunum Núps-, Húks- og Aðalbólsheiði og smalaði hann þær allar. Mörg ár var hann gangnastjóri bæði á Núps- og Húksheiði. Var hann ávallt gangnastjóri í seinni göng- um svo kölluðum en þá var hrossa- stóði smalað til byggða. Voru þær upp úr miðjum október er allra veðra var von og lentu gangna- menn oft í hrakningum og vosbúð en allir skiluðu þeir sér til byggða undir hans stjórn. Stundum þurfti að beita brögðum er gangamenn neituðu að fara til byggða og kom þá húmor og gamansemi pabba sér vel. Pabbi gjörþekkti heiðarnar og hálsana og var hann því fenginn til að taka að sér grenjaleit á heið- unum og hálsunum til að halda ref í skefjum og síðar fylgdu minka- veiðar með. Var þá farin strand- lengjan frá Söndum að Mýrum og leitað með vötnum og ám með minkahundinn Svejk í farabroddi. Þær voru margar ferðirnar sem ég fór með pabba á minkaveiðar. Pabbi hafði yndi af fallegum hestum og urðu þeir að vera flug- viljugir og vakrir. Hann tók þátt í kappreiðum á hestamannamótum. Eftirminnilegur var Skjóni, flug- viljugur og vel vakur rauðskjóttur hestur, sem hann notaði á kapp- reiðum í stökki og skeiði. Mörgum stóð þó stuggur af Skjóna sökum hraða hans og vilja, þar á meðal mér. Ég man eftir því þegar ég var settur í fyrsta skipti á bak Skjóna, logandi hræddur. Skjóni var þó fyrst og fremst reiðhestur pabba og notaður til smala- mennsku eða til reiðar og oft sát- um við systkinin fyrir framan pabba og þá var Skjóni allur hinn spakasti og fetaði létt með hús- bóndann og okkur börnin. Fyrir nokkrum árum eignaðist ég rauð- skjóttan hest og er mér minnis- stæður glampi í augum pabba er ég sýndi honum ljósmynd af „Skjóna“ mínum. Minningar streymdu fram. Peningaspilið lomber, aðalaf- þreyingin í sveitinni, og er hinn frægi Lombervegur til vitnis um það. Ófáar voru ferðirnar á næstu bæi, Sveðjustaði, Mýrar, Staðar- bakka og Huppahlíð til að spila lomber. Pabbu var flinkur í lom- ber og var aðalsmerki hans að spila hratt og þá gjarnan er hann hafði léleg spil á hendi. Spaðasóló var hans uppáhalds hönd. Því þótti það við hæfi að hann tæki með sér lomberspilastokkinn því líklegt má telja að slegið verði út í hraðan spaðasóló er komið er í annan heim og spilafélagarnir sameinast. Svo skrýtin tilfinning sem um mig fer, Nú farinn ert frá mér á nýjan veg. Hann tekur á móti þér hinum megin við. Veginn mun vísa þér við hlið í annan heim hann fylgir þér, heim. (Birgitta Haukdal) Hvíl í friði, elskulegur faðir. Ingvar Helgi. Elsku langafi, okkur þykir sárt að þurfa að kveðja þig, við hlökk- uðum alltaf svo til að koma í heim- sókn um helgar til þín og lang- ömmu í sveitina því þar var sko nóg að gera og alltaf jafn gaman. Skemmtilegast fannst okkur þeg- ar við fengum að prófa rafskutl- una þína, eða hjólið eins og þú kallaðir það og varst svo stoltur af að eiga. Okkur fannst gaman að bruna á hjólinu og ímynda okkur að við værum á hraðskreiðu mót- orhjóli eða kappakstursbíl. Stund- um sagðir þú okkur líka sögur af atburðum sem gerðust í gamla daga og við gleymum aldrei þegar við sáum mynd af þér standandi uppi á hesti. Þú varst alltaf góður við okkur og þegar þú vissir að von væri á okkur í heimsókn þá brunaðir þú í kaupfélagið til þess að eiga örugg- lega til smá gotterí. Áður en við héldum heim á leið þá gafstu okk- ur alltaf smáaura sem þú vildir að við keyptum okkur eitthvað fal- legt fyrir. Takk fyrir allt, langafi. Alexander og Monika Lárusbörn. Guðmundur Björnsson Dodda mín, ég náði ekki að hitta þig þótt ég flýtti ferðinni til Íslands. Mig langaði til að gera tvennt fyrir utan það að bara sitja hjá þér. Ég vildi minna þig á að í huga okkar systkinanna sem ólumst upp í Lækjargötunni á Akureyri varst þú alveg jafn- mikið systir okkar þótt þú hefðir verið „gefin suður“ til Stebbu frænku og Óla. En ég veit að áður en mamma dó gátuð þið talað saman um þetta sem hafði verið sár reynsla fyrir báðar, og er gott að hugsa til þess. Svo langaði mig líka að raula með þér í síðasta sinn „Húmar að kveldi“, lagið sem við höfðum sungið svo oft saman, tvíraddað, við meira eða minna hátíðleg tækifæri, seinast að mig minnir í brúðkaupi Rakel- Þórunn Sólveig Ólafsdóttir ✝ Þórunn SólveigÓlafsdóttir fæddist á Akureyri 13. október 1937. Hún andaðist á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 5. júní 2013. Útför Þórunnar fór fram í kyrrþey. ar og Sveins í Kaup- mannahöfn. En Rakel Edda, söng- kona og dótturdóttir þín, og við öll sem viðstödd vorum sungum þetta sam- an á ógleymanlega fallegri stundu við gröf þína í Lög- mannshlíðarkirkju- garði á Akureyri ör- stutt frá heimilinu sem þú bjóst þér síðustu sjö árin. Minningarnar um þig frá ýms- um æviskeiðum okkar ber ég allt- af með mér. Við skrifuðumst á um árabil þegar ég var krakki og þú unglingur. Þú skrifaðir svo skemmtileg bréf. Ekki furða þótt þú færir að skrifa smásögur seinna og fengir verðlaun fyrir. Heimsóknirnar í Fagrahvol á sumrin voru ævintýri. Sumrin mín á Ásvallagötu 10 1956 og ’57 sem barnapía hjá Jóu systur voru líka skemmtilegri en ella því að á Ásvallagötu 20 bjóst þú með Ste- fönu þína litla, og kom ég oft til ykkar með litlu systurnar tvær, Guðbjörgu og Elnu. Minnisstætt frá þessum tíma er líka þegar Jói móðurbróðir okkar, Skagfirðing- ur og söngmaður góður, kom stundum við og þið tókuð lagið saman. Hina léttu lund, söng- röddina og tjáningarhæfileika ýmiss konar höfðuð þið bæði; erfðir trúlega úr móðurætt mömmu þar sem margir voru góðir söngvarar. Á Álfaskeiðið kom ég svo mjög oft til þín á sjö- unda áratugnum þegar ég bjó með börn og buru í Kópavoginum og eldri börnin okkar beggja léku sér saman. Mér finnst gaman að Óli Gylfi þinn á góðar minningar frá þessum árum og að Stefana og Systa urðu vinkonur á fullorðins- árum í Svíþjóð. Litlu dætur þeirra, Rakel Edda og Eydís, undu sér oft saman að leik heilu dagana. Þið Gylfi tókuð líka Sif minni opnum örmum 1989 þegar hún sótti heim í íslenskar rætur sínar, fékk sumarvinnu á Hrafn- istu, og bjó hjá ykkur á Suður- vanginum. Hún kynntist þá vel yngri börnunum þínum, Rakel og Þresti. Síðast en ekki síst komst þú, þá búsett í Kaupmannahöfn, til Gautaborgar þegar ég varði doktorsritgerðina mína og hélst tvímælalaust skemmtilegustu ræðu kvöldsins í veislunni sem fylgdi. Einstaklega gaman var að sjá og hlusta á þig leika og syngja með Bessa Bjarnasyni í sjón- varpsþættinum um hans langa leikferil. Eins og eftir pöntun frá okkur ættingjum þínum var þátt- urinn sýndur rétt eftir andlát þitt. Að lokum þakka ég þér innilega fyrir diskinn með lögunum þín- um. Það er gott að geta hlustað á Hallarfrúna og Vor í Vaglaskógi, minnst þín og allra hér heima. Anna Guðrún Jónasdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.