Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Hverfið Umhverfið er fallegt,
en byggðin í hverfinu er í
suðurhlíðum og framan við
hana rennur Úlfarsáin.
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
Sumarheftið
komið út
Þjóðmál— tímarit um stjórnmál og
menningu — hefur nú komið út í níu ár
í ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar.
Þjóðmál koma út fjórum sinnum á ári
— vetur, sumar, vor og haust.
Tímaritið fæst í lausasölu í helstu
bókabúðum og nokkrum stórmörkuðum,
en ársáskrift kostar aðeins 5.000 kr.
Áskriftarsími: 698-9140.
„Fólk hér í hverfinu er yfirleitt á
sama reki og hefur því svipaða lífssýn
og reynslu þrátt fyrir margbreyti-
leika. Það er að minni hyggju – ásamt
öðru – ástæða þess að hér í hverfinu
hefur strax myndast ákveðin menn-
ing. Fólkið er samtaka og heldur vel
hvert utan um annað. Skólastarfið
nýtur þess,“ segir Hildur Jóhann-
esdóttir skólastjóri Dalskóla.
Um 40% hverfisbúa í skólanum
Skólinn er miðdepill hvers borg-
arhverfis og þó líklega hvergi frekar
en í Úlfarsárdal. Í hverfinu búa, skv.
tölum Hagstofu Íslands, alls 453
manns og í Dalskóla eru 190 nem-
endur, eða 41% íbúa. Í skólann koma
nemendurnir tveggja ára; eru á leik-
skóladeildum til sex ára aldurs en
fara þá í grunnskólahluta skólans
sem nær upp í sjöunda bekk. Ung-
lingarnir fara í skólana í Grafarholti.
Starfsemi Dalskóla hófst 2010 og
fyrsta haustið voru leikskólanem-
arnir 51 og í grunnskóla 32. Síðan þá
hefur nemendum fjölgað jafnt og
þétt.
„Það er ákveðinn frumbýlings-
bragur hér. Aðstaða leikskólahluta
skólans er ágæt en grunnskólahlutinn
er í lausum stofum hér fyrir utan,“
segir Hildur sem fagnar hugmynda-
samkeppni borgaryfirvalda um bygg-
ingu – þar sem skóla- og tómstunda-
starf verði undir sama þaki.
Skólastarf samþætt
íþróttum og tónlist
„Það er gaman að skapa starf í nýj-
um skóla þar sem bræða þarf saman
ýmsar hugmyndir. Við viljum t.d.
samþætta starf okkar og Fram,
þannig að íþróttaæfingar falli að ein-
hverju leyti inn í daglega stundaskrá
okkar, líkt og við gerum í tónlist-
arnáminu, svo úr verði heildstæður
starfsdagur hjá barninu en slíku hafa
foreldrar í Reykjavík kallað eftir,“
segir Hildur Jóhannesdóttir að síð-
ustu.
Menntun Það er gaman að skapa
starf í nýjum skóla, segir Hildur.
Dalsskóli er deigla Úlfarsárdalsins
Fólkið er samtaka
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Úlfarsárdalur er þorp í borginni.
Byggðin er móti suðri og því nýtur
sólar þarna mjög vel, auk þess sem
hér er skjólsælt,“ segir Skorri And-
rew Aikman. Hann flutti með fjöl-
skyldu sinni í parhús í Úlfarsárdal
árið 2009 og segir sitt fólk strax
hafa fundið sig þarna á heimavelli.
Þau Kristjana Ósk Samúelsdóttir
eiga þrjú börn; þar af tvo stráka á
grunnskólaaldri sem fóru fyrsta vet-
urinn í hverfinu í Sæmundarskóla í
Grafarholti, en færðu sig svo aftur
til gömlu vinanna í Vogaskóla en í
því hverfi bjó fjölskyldan áður.
„Mér finnst gaman að búa í hverfi
sem er í þróun og uppbyggingu.
Fyrst eftir hrun héldu allir að sér
höndum og bankarnir, sem höfðu
leyst til sín hálfbyggð hús, vildu
ekki láta þau frá sér enda vógu
þessar eignir talsvert í efnahags-
reikningi þeirra. Nú hafa þau klaka-
bönd þiðnað, eignir hafa verið seldar
og iðnaðarmenn eru að ljúka frá-
gangi við margar þeirra. Á öðrum
lóðum eru framkvæmdir að hefjast,“
segir Skorri sem býr við Lofnar-
brunn.
Fótbolti langt fram á kvöld
Við götuna eru alls 46 lóðir og
fólk er flutt inn í hús á tíu þeirra.
Fjöldi lóða í hverfinu er óbyggður
og segir Skorri að til greina hljóti að
koma að byggja þar alls ekki, en
þess í stað útbúa leiksvæði og grill-
aðstöðu. „Fólk í þessu hverfi er yf-
irleitt á svipuðu reki, frá þrítugu til
fimmtugs. Á því margt sameiginlegt
og er áfram um að hér verði sem
best aðstaða fyrir krakkanna. Þetta
er barnahverfi; krakkar í hverju
húsi og á sumrin er leikinn fótbolti
langt fram á kvöld,“ segir Skorri.
Ánægður Mér finnst gaman að búa í
hverfi sem er í þróun, segir Skorri.
Skorri Andrew Aikman býr við Lofnarbrunn
Strax á heimavelli
Frestur til að skila inn tilboðum
til Reykjavíkurborgar í bygg-
ingarétt á lóðum í Úlfarsárdal
og Reynisvatnsási rennur út
næsta mánudag. Í stað þess að
selja lóðir á föstu verði með við-
bótargjaldi efndi borgin til út-
boðs. Kaupendum bygginga-
réttar er boðið upp á
staðgreiðsluafslátt eða afborg-
unarlaus lán fyrstu þrjú árin,
vaxtalaust fyrsta misserið.
Í boði eru 127 lóðir með bygg-
ingarrétti fyrir 271 íbúð. Í Úlf-
arsárdal eru 86 lóðir með rétti
fyrir 218 íbúðir, það er þrjár lóð-
ir fyrir fjölbýlishús með samtals
72 íbúðum, 27 lóðir fyrir 100
íbúðir í par- og raðhúsum og
einbýlishúsalóðirnar eru 56. Í
Reynisvatnsási, innst í Úlfars-
árdal, býðst 41 lóð með bygg-
ingarétti fyrir 53 íbúðir – þar af
38 einbýlishús.
BORGIN BÝÐUR ÚT NÝJAR
LÓÐIR Á SVÆÐINU
Grunnur Í hverfinu eru mót að sökkl-
um sem steypu var aldrei hellt í.
127 lóðir og
271 íbúð
Í næsta mánuði verður nýr æf-
ingavöllur Fram í Úlfarsárdal tek-
inn í notkun. Völlurinn er af lög-
legri stærð keppnisvallar, það er
105 x 75 metrar, og staðsettur fyrir
miðjum dalnum. Völlurinn er ætl-
aður fyrir æfingar í yngri flokkum
knattspyrnunnar og þegar önnur
aðstaða er tilbúin opnast fleiri
möguleikar. Á Framsvæðinu nýja
við Úlfarsbraut er þegar kominn
upp gervigrasvöllur og við hann er
búnings- og félagsaðstaða í fær-
anlegum byggingum.
Nærri lætur að um helmingur
allra iðkenda í íþróttastarfi Fram
séu börn og ungmenni úr Úlfars-
árdal og Grafarholti. „Ef við teljum
allt saman, krakka sem stunda æf-
ingar, sækja íþróttaskóla, íþrótta-
og leikjanámskeið og fleira þá gæti
ég trúað að iðkendur í þessum
hverfum séu komnir yfir þúsund,“
segir Kristinn R. Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Fram.
Vill nýjan samning
„Vissulega er aðstaðan hér ófull-
komin og þunginn í starfi okkar er
sem fyrr í Safamýri. Að vera svona
á tveimur stöðum fylgir eðlilega
talsvert óhagræði og við erum með
stöðugar rútuferðir og foreldrar
aka börnunum milli hverfa,“ segir
Kristinn. Fulltrúar Reykjavík-
urborgar og Fram undirrituðu í
maí 2008 samning um að félagið
flytti í Úlfarsárdal. Uppbygging
var þá fyrirhuguð og gert ráð fyrir
að öll starfsemi Fram yrði komin í
dalinn að þremur árum liðnum.
Með hruninu breyttist þetta og
gerðu Fram og Reykjavíkurborg
viðaukasamning 2011 um uppbygg-
ingu svæðisins til næstu þriggja
ára á gervigrasi, æfingasvæði og
bráðabirgðaaðstöðu. Þá stendur yf-
ir hönnunarsamkeppni um upp-
byggingu í dalnum á vegum borg-
aryfirvalda – og segist Kristinn
vænta þess að í framhaldi verðir
gerðir nýir samningar svo fram-
kvæmdir á svæðinu geti hafist á
næsta ári.
Fram er komið í dalinn en aðstaða er ófullkomin
Iðkendur eru þúsund
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framari Kristinn vill framkvæmdir
á svæðinu á næsta ári.