Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 Maður verður að fara á útihátíð með ömmu sinni og afa á 25ára afmælinu,“ segir Heimir Hannesson, nýútskrifaðurstjórnmálafræðingur, en hann er 25 ára í dag. „Við förum öll fjölskyldan saman og ég mun keyra húsbíl ömmu og afa og gista í honum fyrir vestan,“ segir Heimir og bætir við að hann sé mjög spenntur fyrir hátíðinni. Heimir vinnur um þessar mundir hjá Félagsstofnun stúdenta og einnig í Stúdentakjallaranum, en hann heldur utan til náms í haust. Hann kveðst ekki vera mikið afmælisbarn og því til staðfestingar segist hann ekki óska sér neins sérstaks í afmælisgjöf nema góðs veðurs á Bíldudal. „Það er svona þegar maður á afmæli á sumrin, þá fær maður aldrei afmælisveislur í skólanum eða slíkt. Ég er vanur því að eiga afmæli á þeim tíma þegar allir eru einhvers staðar í burtu, þannig að bestu afmælisveislurnar eru alltaf þær þegar mað- ur getur haldið upp á afmælið í góðra vina hópi,“ segir Heimir. Þótt Heimi þyki gaman að halda upp á afmælið sitt finnst honum erfitt að nefna hvaða afmælisdagur fyrri ára standi upp úr: „Það er enginn einn afmælisdagur sem hefur staðið upp úr í gegnum árin, nema kannski þessi hefðbundnu stórafmæli,“ segir Heimir og bætir við að endingu: „Hver afmælisdagur er sérstakur,“ þó meira í gríni en alvöru. agf@mbl.is Heimir Hannesson er 25 ára í dag Morgunblaðið/Kristinn Maður einfaldra nautna Gott veður og grænar baunir er nóg fyrir Heimi á 25 ára afmælisdaginn. Í húsbíl á Bíldudals grænum baunum Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Reykjavík Aron Freyr Elíasson fæddist 10. október kl. 12.33. Hann vó 4.730 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Unnur Karen Guðmundsdóttir og Elías Raben Gunnólfsson. Nýir borgarar München Sóley Karen Jensdóttir fæddist 9. febrúar kl. 16.58. Hún vó 2.960 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Bryndís Stefánsdóttir og Jens Jónsson. Ó skar fæddist í Reykja- vík og ólst upp í Vest- urbænum þar til hann varð ellefu ára, þá flutti hann í Hvassa- leitishverfið. Hann gekk í Ísaks- skóla, Melaskóla, Hvassaleit- isskóla og Verzlunarskóla Íslands. Óskar lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði við Háskóla Ís- lands árið 1997 og var eitt ár í ERASMUS-skiptinámi við Uni- versity College London. Hann tók MFA-próf í kvikmyndagerð frá New York University árið 2006, en hann hafði hlotið fjölda styrkja við námið, m.a. Fulbright. Starfsferill Óskars hefur að- allega snúið að kvikmyndagerð. Óskar hafði leikstýrt og framleitt tugi sjónvarpsauglýsinga 1998- 2001 þegar hann fór í nám til New York. Eftir námið starfaði Óskar sjálfstætt við kvikmyndagerð í New York, mest sem kvikmynda- tökumaður, til 2009. Þá fluttist hann til Íslands 2009-2012 og var sjálfstætt starfandi kvikmyndaleik- stjóri og tökumaður á Íslandi til 2012. Síðan þá hefur hann unnið sem leikstjóri í Los Angeles en er vænt- anlegur aftur til Íslands í sumar. Kvikmyndirnar Óskar Þór Axelsson kvikmyndaleikstjóri – 40 ára Svartur á leik Stefán Máni í aukahlutverki, Bergsteinn Björgúlfsson kvikmyndatökustjóri og Óskar. „Ég man þig“ í bígerð Hrekkjavaka Hulda, Valtýr, Unnur og Óskar í Los Angeles haustið 2012. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Heimsins öflugasta Hersluvél 1057Nm 20Volt Iðnaðarvélar fyrir fagmenn Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is W7150 ½ Rafhlöður 2* 3,0 Ah Li-Ion Létt og þægileg aðeins 3,1 kg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.