Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 ✝ MethúsalemÞórisson fædd- ist í Reykjavík 17. ágúst 1946. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 14. júní 2013. Methúsalem var sonur hjónanna Þóris Guðmunds- sonar, f. 9. maí 1919, d. 31. maí 2004, og Arnfríðar Snorradóttur, f. 26. febrúar 1925. Systkini hans eru Oddný, f. 1948, maki Ragnar Karlsson, Snorri, f. 1949, maki Erla Frið- riksdóttir, Soffía, f. 1953, maki Baldur Dagbjartsson, og Ragna Björg, f. 1957, maki Gylfi G. Kristinsson. Dætur Methúsal- ems með fyrri eiginkonu, Hall- dóru Jónsdóttur, eru: 1) Fríða, f. 16. október 1966, sonur hennar er Jesse Þórir Vine, f. 8. janúar 2003, þau eru búsett á Nýja- Sjálandi. 2) Jóhanna, f. 26. apríl 1970, maður hennar er Paul Weil, f. 3. febrúar 1971, dóttir þeirra er Lola Salvör Weil, f. 12. varð hann framkvæmdastjóri Umbúðamiðstöðvarinnar um skeið. Árið 1995 stofnaði hann ásamt Júlíusi Valdimarssyni ráðgjafarfyrirtækið Lausnir ehf. Methúsalem var virkur fé- lagi í Húmanistahreyfingunni á Íslandi frá upphafi en hún barst hingað til lands 1979 og starfaði þá undir heitinu Samhygð. Hann var einn af stofnendum Flokks mannsins 1984 en nafni flokks- ins var breytt árið 1995 og heitir nú Húmanistaflokkurinn. Methúsalem var alla tíð einn af forsvarsmönnum flokksins og tók þátt í öllum framboðum á vegum hans, nú síðast í nýliðn- um alþingiskosningum þar sem hann skipaði fyrsta sæti á lista flokksins í Reykjavík- urkjördæmi norður. Methúsal- em tók einnig þátt í alþjóðlegu starfi Húmanistahreyfing- arinnar og stuðlaði m.a. að stofnun Húmanistaflokksins í Bretlandi. Þá starfaði hann einnig að verkefnum Húm- anistahreyfingarinnar bæði í Síle og á Haítí þar sem hann kynntist eiginkonu sinni. Methú- salem og Elda stofnuðu veit- ingastaðinn Haiti sem þau hafa rekið síðastliðin sex ár. Útför Methúsalems Þór- issonar fer fram frá Fríkirkj- unni í dag, 28. júní 2013, kl. 13. febrúar 2007. Dótt- ir Jóhönnu af fyrra hjónabandi er India Salvör Menuez, f. 8. maí 1993. Þau búa í New York. Methú- salem kvæntist Eldu Thorisson Faurelien árið 2006. Sonur hennar er Þórir Guð- mundur Faurelien og gekk Methúsal- em honum í föðurstað. Methúsalem útskrifaðist sem stúdent frá Samvinnuskólanum á Bifröst. Í Samvinnuskólanum var hann einn af stofnendum hljómsveitarinnar Strauma þar sem hann spilaði á bassa. Hljómsveitarmeðlimir héldu áfram að spila saman eftir Sam- vinnuskólann. Methúsalem hóf störf sem verslunarstjóri hjá Silla og Valda 1966. Hann flutti ásamt fjölskyldu til Berlínar 1971 og dvaldi þar í tvö ár við ýmis störf. Við heimkomuna hóf hann störf sem skrifstofustjóri hjá Bátalóni í Hafnarfirði. Síðar Í dag kveðjum við ástkæran bróður okkar, Methúsalem Þóris- son, sem fór allt of fljótt. Hans verður sárt saknað. Við viljum minnast hans með eftirfarandi ljóðlínum því hann hafði þor og styrk til þess að fylgja sannfær- ingu sinni. Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga, sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa, djörfung til að mæla gegn múgsins boð- un, manndóm til að hafa eigin skoðun. Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi, einurð til að forðast heimsins lævi, vizku til að kunna að velja og hafna, velvild, ef að andinn á að dafna. Þörf er á varúð víðar en margur skeytir. víxlspor eitt oft öllu lífi breytir. Þá áhættu samt allir verða að taka og enginn tekur mistök sín til baka. Því þarf magnað þor til að vera sannur maður, meta sinn vilja fremur en fjöldans daður, fylgja í verki sannfæringu sinni, sigurviss, þó freistingarnar ginni. (Árni Grétar Finnsson) Elsku Dúi, far þú í friði, megi hið eilífa ljós lýsa þér. Minning þín lifir. Oddný, Snorri, Ína (Soffía) og Ragna. Mig langar að skrifa þessa minningargrein um mann sem ég þekkti ekki mikið, en fyrir mig var hann hlýja Íslands. Kaffihús hans, Café Haiti á gömlu höfninni í Reykjavík, var sem segull þegar ég flutti til Íslands og uppgötvaði Reykjavík fyrir fjórum árum. Lít- ríkur, kósí staður með alþjóðleg- um anda og menningu, easy-going og hlýr. Brosið hans Methúsalems á bak við barborðið eða tölvuna var alltaf smá feimið, en opið og ljúft. Mér líkaði við áhuga hans á fólki. Í upphafi töluðum við saman á ensku. Svo æfði hann sig á þýsku og það var gaman að finna ástríðu hans fyrir tungumálum. Loksins gat ég spjallað við hann á íslensku, og hann var þolinmóður að hlusta og skilja mig. Áhugi hans á alþjóð- legri menningu var mikill og á kaffihúsinu bauð hann ekki bara upp á frábæran íslenskan blús, heldur einnig á balkan-tónlist, djass, málverkasýningar og margt fleira. Listafólk sem kannski vill ekki vera í stórum sal, frekar nær fólki, þar sem Methúsalem var alltaf. Við munum sakna þín. Andi þinn mun lifa. Megi Elda ásamt fjölskyldu vera með gott fólk á þessum erfiðu dögum, ég sendi henni orku, kjark og ást. Takk fyrir allt. Dagmar Trodler. Þá er hann Dúi okkar floginn inn í aðra vídd og er í góðum mál- um í þeirri dásemd sem sú tilvera er. Flestir kölluðu hann ekki Dúa heldur „Dúa okkar“. Það var ekki sagt „hvernig hefur hann Dúi það?“ meðal vina, ættingja og kunningja, heldur var alltaf spurt um hann „Dúa okkar“. Sennilega vegna þess að Dúi kallaði fram væntumþykju og umhyggju gagn- vart sér, án efa vegna þess að hann sjálfur sýndi öðrum þessar tilfinningar. Við kynntumst fyrst sem bekkjarfélagar í Gaggó Vest, en raunveruleg tengsl urðu ekki fyrr en tveimur áratugum síðan þegar ég sá hann meðal 50 námskeiðs- þátttakenda á vegum Stjórnunar- félags Íslands. Ég gladdist yfir því að þarna var hann aftur kominn og, jú, einnig vegna þess að hann var sá eini sem ég þekkti í hópnum. Strax þarna fann ég fyrir glað- værð hans og þessari hlýju sem hann sem svo oft geislaði frá sér. Upp frá þessari stundu hófst mik- ið og náið samband okkar á milli og mikið samstarf bæði hér á landi sem í öðrum löndum. Það gekk auðvitað á ýmsu hjá Dúa í lífi hans eins og hjá okkur öllum. Stundum virtist allt ganga upp, oft gerði það það ekki. En þrátt fyrir mikinn mótbyr á stund- um missti hann aldrei sjónar á þeirri ætlun sinni að verða betri maður í betri heimi og leggja sitt af mörkum til að svo yrði. Hann minntist oft á það að hann hefði mátt leggja sig meira fram. En það má segja það sama um okkur öll, við gætum öll gert örlítið meira til að við og heimur- inn verði það sem við viljum. En öll leggjum við eitthvað af mörk- um, sumir meira, aðrir minna, en öll eitthvað. Við erum hluti af helj- armiklu ferli sem byrjaði löngu áður en við komum til sögunnar og heldur áfram löngu eftir að við verðum þar sem Dúi nú er. En já- kvæðar gjörðir okkar eiga sitt eig- ið líf og margfaldast í þessu dásamlega ferli sem miðar að því að til verði raunverulega mennskur heimur. Dúi gerði sitt og vel það og gjörðir hans lifa áfram hér á landi sem annars staðar. Fjölskyldu hans, vinum og kunningjum sendi ég „hlýjar kveðjur“ eins og Dúi var vanur að gera. Takk fyrir samfylgdina, vinur, og njóttu þess þar sem þú ert. Pétur Guðjónsson. Góður vinur og náinn samferða- maður minn í meira en þrjátíu ár er nú fallinn frá. Methúsalem eða Dúi eins og hann var kallaður í hópi vina og vandamanna var ein- stakur maður og bjó yfir eiginleik- um sem ekki verður lýst með orð- um nema á takmarkaðan hátt. Það var nærvera hans og hvernig hann var, sem situr svo sterkt eftir í minningunni. Allir sem kynntust honum fundu til þeirrar mennsku og hlýju sem stafaði frá honum. Hann var líka glaðvær og kraft- mikill og maður aðgerða í þágu þeirra málefna sem hjarta hans bauð honum að sinna. Á þessum liðlega þrjátíu árum sem leiðir okkar Dúa lágu saman studdum við hvor annan, deildum sömu markmiðum og ræddum saman um allt sem ræða þurfti. Það er bæði auðvelt og erfitt í senn að skrifa um Dúa því það er svo margt sem ekki er hægt að færa í orð. Ég verð bara að segja að ég kveð með söknuði kæran vin um leið og ég gleðst yfir því að hann helgaði líf sitt sinni dýpstu þrá, að gera jörðina mennska. Ég gleðst líka yfir því að síðustu árin voru að ég held einhver bestu árin í lífi hans, þegar hann fann ástina sína hana Eldu og gekk syni henn- ar Þóri í föðurstað. Saman létu þau drauminn um Cafe Haiti ræt- ast þar sem hann fann rétta starfsumhverfið og þar sem ein- stakir hæfileikar hans í mannleg- um samskiptum blómstruðu eins og fjölmargir gestir staðarins hafa upplifað. Dúi reyndist þeim sem þar hafa starfað vel, sem og þeim fjölmörgu tónlistarmönnum, myndlistarmönnum og öðrum sem hafa komið þar að og búið til ásamt Eldu og Dúa það einstaka andrúmsloft sem þar ríkir. Dúi tók þátt í að endurreisa Húmanistaflokkinn á síðasta ári. Hann var mjög ánægður með að flokkurinn bauð fram í nýliðnum alþingiskosningum og hvernig til tókst. Fyrir honum skiptu at- kvæðin ekki mestu máli heldur það að koma húmanismanum og stefnu Húmanistaflokksins á framfæri. Hann var einnig glaður yfir þeim vaxandi hljómgrunni sem honum fannst að þessi hug- sjón hans hefði fengið í kosning- unum. Þegar Dúi lést var hann þegar byrjaður að byggja upp flokkinn enn frekar og búa hann undir framboð í næstu borgar- stjórnarkosningum. Þannig kvaddi Dúi þennan heim í þeirri lífsstefnu sem hann hafði kosið sér. Ég er sannfærður um það að hann heldur nú áfram í sömu átt á ljóssins braut í nýrri vídd. Við Ranna sendum Eldu og Þóri, dætrum Dúa þeim Fríðu og Jóhönnu og afabörnunum sem voru ljós í lífi hans, sem og systk- inum hans og móður og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og óskum þeim styrks og friðar á þessum erfiða tíma. Júlíus Valdimarsson. Fallinn er frá einn af mínum bestu vinum, Methúsalem Þóris- son. Við kynntumst árið 1979 þar sem við vorum á stressnámskeiði hjá Stjórnunarfélagi Íslands. Upp úr því hófst okkar samstarf og tókum við þátt í því að stofna húm- aníska hreyfingu á Íslandi. Fram- undan voru allskonar verkefni sem farið var út í, til að mynda stofnuðum við ásamt fleirum fé- lagið Samhygð og hreyfingu sem nefndist „Er fátækt á Íslandi, kemur það mér við?“ Upp úr því varð Flokkur mannsins til og í framhaldinu stóðum við að baki framboði til forseta. Einnig er mér minnisstætt þegar við tókum þátt í að skipuleggja erlendis mjög stóra ráðstefnu í Flórens, þar sem er vagga húmanismans. Ég minn- ist þeirrar stundar þegar við stóð- um fyrir framan styttu af Galileo Galilei, þeim merka stjörnuspek- ingi og varð hugsað til þeirra for- vera vísinda sem uppi voru á þeim tíma svo sem Giordano Bruno sem brenndur var á báli vegna sinna uppgötvana, en þeir voru upp- ljóstrarar og taldir hættulegir. Stór hópur úr þessari hreyf- ingu fór til Parísar á sínum tíma til þess að taka þátt í því að vekja at- hygli á vaxandi atvinnuleysi í allri Evrópu. Hópur húmanista víðs- vegar að úr öllum heiminum kom síðar saman í Madrid á Spáni og var tilgangurinn að vekja athygli á því að auka þyrfti lýðræði meðal þjóða. Í þessu félagsmálabrölti öllu reyndist Dúi, eins og hann var nefndur meðal vina, hinn besti fé- lagi, var úrræðagóður og ósérhlíf- inn og ávallt reiðubúinn að taka að sér hin ýmsu verkefni. Árið 2007 fórum við í pílagríma- ferð upp í Andesfjöll, nánar tiltek- ið á stað sem heitir Punta De Va- cas, þar sem nokkur þúsund manns víðsvegar að úr heiminum hittust og var tilgangurinn að vígja fræðslugarð Hreyfingarinn- ar. Var það mjög eftirminnilegt. Í dag er búið að byggja fjöldann all- an af slíkum miðstöðvum út um allan heim. Ég er óendanlega þakklátur fyrir allar þær góðu stundir sem ég hef átt með Dúa í þessu hug- sjónastarfi okkar og mun alla tíð minnast hans með hlýhug. Eiginkonu og fjölskyldu hans sendi ég mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þorsteinn Sigmundsson. Hve verður sú orka öreigasnauð, sem aldrei af trú er til dáðar kvödd. (E.B.) Methúsalem Þórisson ✝ Anna Þor-varðardóttir fæddist á Eskifirði 28. október 1935. Hún andaðist á Seyðisfirði 23. júní 2013. Hún ólst upp við Tungustíginn á Eskifirði, hjá for- eldrum sínum, þeim Þorvarði Guð- mundssyni, f. 27.8. 1910, d. 2.6. 1975, ættuðum úr Vöðlavík, og Lilju Sverrisdóttur frá Eskifirði, f. 25.12. 1915, d. 5.5. 1997, ásamt systrum sínum Ástu Selmu, f. 25.2. 1943, og Sjöfn, f. 28.12. 1945. Þann 17. júní 1958 gekk Anna í hjónaband með Hjálmari Jó- hanni Níelssyni frá Seyðisfirði, f. 15. nóv. 1930, d. 20. okt. 2009. 2. ágúst 1988. Sonur hennar er Nökkvi Þór, f. 13. desember 2010; Rúnar Leó, f. 30. júní 1995 og 3) Agnar Ingi, f. 7. júlí 1966, maki: Inga Hanna Andersen, f. 23. júlí 1965. Börn þeirra eru Hjálmar Ragnar, f. 15. júní 1988 og Hanna Sigríður, f. 6. ágúst 1994, áður átti Agnar Ingi dótt- urina Auði Maríu, f. 20. janúar 1985, dætur hennar eru Anna Lovísa, f. 1. desember 2003 og Dagbjörg Lilja, f. 27. apríl 2008. Anna lauk skólagöngu við barna- og unglingaskólann á Eskifirði. Veturinn 1956-1957 stundaði hún nám við Hús- mæðraskólann á Laugalandi í Eyjafirði. Sem ung stúlka stund- aði hún verslunarstörf hjá Pönt- unarfélagi Eskifjarðar og á síldarárunum vann hún við síldarsöltun á Seyðisfirði. Með húsmóðurstörfum vann Anna um áraraðir við Hraðhreinsun Seyðisfjarðar, sem hún rak með Hjálmari, manni sínum, á Seyðisfirði. Anna verður jarð- sungin frá Seyðisfjarðarkirkju í dag, 28. júní 2013, kl. 11. Hjálmar var sonur Níelsar Sigurbjörns Jónssonar, f. 19.3. 1901, d. 24.1. 1974, og Ingiríðar Óskar Hjálmarsdóttur, f. 8.7. 1898, d. 30.3. 1961, sem bæði voru af húnvetnsku bergi brotin. Synir Önnu og Hjálmars eru þrír, þeir 1) Níels Atli, f. 18. mars 1959, maki: Kristrún Gróa Óskarsdóttir, f. 21. ágúst 1969. Sonur þeirra er Hjálmar Aron, f. 26. okt. 1998. Fyrir átti Gróa soninn Óskar Halldór, f. 27. apr- íl 1988. 2) Þorvarður Ægir, f. 9. október 1962, maki: Magnea Bergvinsdóttir, f. 9. maí 1965. Börn Þorvarðs eru Einar Óli, f. 9. febrúar 1985, Anna Silvía, f. Nú er komið að kveðjustund og langar okkur bræður að minnast þín með nokkrum orðum. Erfitt var það að þurfa að kveðja pabba fyrir tæplega fjórum árum. Miss- irinn var svo mikill fyrir okkur, en þinn missir var þó mestur, miklu meiri en við gerðum okkur grein fyrir. Þú varst samt svo dugleg. Þið voruð alltaf svo samrýnd og góð hvort við annað að eftir því var tekið. Samt var alltaf tími fyrir okkur bræðurna og fjölskyldur okkar. Margs er að minnast en við minnumst fjölmargra fjöruferða og annarra ferðalaga þar sem þú varst alltaf á verði fyrir þig og þína. Vöðlavík var einn af þínum uppáhaldsstöðum enda varst þú ættuð þaðan. Hafðu þökk fyrir allt og allt en þetta ljóð kemur upp í hugann við kveðjustund: Gaman væri að gleðja hana ömmu og gleðibros á vanga hennar sjá, því amma hún er mamma hennar mömmu og mamma er það besta sem ég á. Í rökkrinu hún segir mér oft sögur, svæfir mig er dimma tekur nótt, syngur við mig kvæði fögur, þá sofna ég bæði sætt og vært og rótt. (Björgvin Jörgensson) Níels, Þorvarður og Agnar. Í dag kveð ég Önnu frænku mína. Það var bara til ein Anna Frænka í öllum heiminum. Mér finnst það ótrúlegt þegar ég hitti þig fyrir stuttu heima á Garðars- veginum að þetta væri í síðasta skiptið sem við myndum sjást í þessu lífi. Það var svo margt sem við ætluðum að ræða um í sumar þegar ég kæmi. Það var svo nota- legt að koma og setjast niður í eld- húsinu, í þögninni sem er einstök á Garðarsveginum, horfa út um eld- húsgluggann og sjá gömlu rólurn- ar sem ég rólaði mér í þegar ég var lítil. Þessa stuttu stund sem ég stoppaði hjá þér þennan dag náð- um við aðeins að spjalla um það sem mestu máli skiptir í lífinu. Það er svo ótal margt sem þyrlast upp í hugann núna þegar ég hugsa um þig, elsku frænka. Ég man að ég heyrði alltaf þegar þú varst komin til ömmu, þú varst svo há- vær, talaðir svo hátt að ég heyrði það upp á efri hæðina þar sem ég átti heima. Þú hlóst hátt og varst alltaf hress og kát. Mér er það svo minnisstætt þegar ég kom einu sinni til ykkar í heimsókn fyrir nokkrum árum, ég var rétt komin inn um dyrnar en var svo allt í einu komin í bláu stígvélin þín, sest í aftursætið á jeppanum og já, við vorum lögð af stað út í Vöðla- vík bara á núll einni. Þetta var frá- bær ferð. Heimsins bestu vínarbrauð og kleinur urðu til í fallega eldhúsinu þínu, sem og margt fleira góðgæti. Þið Hjálmar voru einstaklega hjálpleg og góð við mig enda á ég margt ykkur að þakka. Börnunum mínum fannst þú fyndin og skemmtileg og þið náðuð vel sam- an þegar þið hittust. Þegar þú sást Mikael Breka í fyrsta skipti þá kallaðir þú hann „Liljung“, sem þýðir að hann sver sig í ættina. Öll börnin okkar fjögur skörtuðu fal- legu hosunum sem þú heklaðir handa þeim þegar þau fæddust. Þegar Víkingur Þór var skírður þá varstu mikið að spá í hvernig þú ættir að muna öll þessi nöfn, þá sagðistu ætla að muna eftir Vík- ingi því hann væri „Vöðlavíking- ur“. Strákunum þótti skemmtilegt að fá að heimsækja þig á sjúkra- húsið í vetur og eiga við þig skemmtilegt spjall. Elsku Anna frænka, núna ertu komin til Hjálmars þíns og þið er- uð án efa farin að skipuleggja sumarið, fara í berjamó, steina- leiðangur og síðast en ekki síst farin að huga að verkefnum í nýja garðinum ykkar. Elsku frænka, nú er komið að kveðjustund, stund sem kom alltof fljótt og hún átti ekki að eiga sér stað hér á síðum Morgunblaðsins. Minning þín er ljós í lífi okkar. Elsku Níels, Doddi, Aggi og fjölskyldur, okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Anna Lilja og fjölskylda. Sjaldan erum við viðbúin þegar lokakallið kemur. Jafnvel þótt undirbúningur að ferðalaginu hafi verið langt kominn. En þegar ferj- an sem flytur okkur á strendur ei- lífðarinnar hefur pípt til brottfar- ar, þá skal stokkið um borð og vinkað til þeirra sem ekki fara með í það skiptið. Anna hefur nú lagt í þá langferð sem allir þurfa að leggja í. Eflaust hefur Hjálmar eiginmaður henn- Anna Þorvarðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.