Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
Menningarmálastofnun Sameinuðu
þjóðanna, UNESCO, hefur sam-
þykkt umsókn Þjóðskjalasafns Ís-
lands um að setja fyrsta manntalið
sem tekið var á Íslandi, árið 1703, á
lista Sameinuðu þjóðanna yfir
Minni heimsins (Memory of the
World).
Í tilkynningu frá Þjóðskjalasafn-
inu segir að þetta séu stórkostleg
tíðindi og kærkomin viðurkenning
á sérstöðu og mikilvægi þessrar
einstöku heimildar.
„Sérstaða manntalsins 1703 er að
það er elsta manntal í heiminum
sem varðveist hefur og nær til allra
íbúa í heilu landi þar sem getið er
nafns, aldurs og þjóðfélags- eða at-
vinnustöðu allra þegnanna. Þessar
upplýsingar gera það kleift að
greina samfélagsgerð og fjöl-
skyldugerð hér á landi á traustari
grunni og af meiri nákvæmni en
annars staðar er hægt. Þá er mann-
talið varðveitt í heild sinni og eykur
það gildi þess. Auk þess var skipu-
lagning manntalstökunnar og
framkvæmd talningarinnar mikið
afrek,“ segir ennfremur í tilkynn-
ingu safnsins.
„Ákvörðun um töku manntalsins
var sprottin af slæmu efnahags-
ástandi á Íslandi á 17. öld og stöð-
ugum harðindum í lok aldarinnar.
Vegna þessa voru þeir Árni Magn-
ússon prófessor og Páll Vídalín
varalögmaður valdir til þess að
rannsaka hag landsins og gera til-
lögur til úrbóta. Meðal verka í
þeirri rannsókn var að láta skrá og
telja alla landsmenn,“ segir um
manntalið. Manntalið þótti óvenju-
legt tiltæki og vakti mikla athygli
meðal landsmanna og var veturinn
1702-1703 nefndur manntalsvetur.
Á vef Hagstofunnar má sjá að
samkvæmt manntalinu 1703 voru
Íslendingar þá 50.358 talsins. Þeir
voru 321.857 1. janúar 2013.
Manntalið frá 1703
hluti af Minni heimsins
Allir Brot úr manntalinu úr Ytri-Hreppi, hluta af Minni heimsins.
Ungliðahreyfing Amnesty Int-
ernational mun á morgun, laug-
ardaginn 29. júní, sýna pynding-
araðferðir sem beitt hefur verið
víðs vegar um heiminn. Tilefnið er
alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóð-
anna til stuðnings fórnarlömbum
pyndinga sem er 26. júní.
Aðgerð ungliðahreyfingarinnar
mun standa yfir á Austurvelli frá
kl. 13-15. Gestum og gangandi
verður boðið að kynnast nokkrum
pyndingaraðferðum en í tilkynn-
ingu er skýrt tekið fram að engum
verði meint af tilburðunum.
Gestir og gangandi
geta prófað pynd-
ingar á Austurvelli
Morgunblaðið/Þorkell
Skynfæri Amnesty hefur áður staðið fyrir
mótmælum gegn pyndingum.
Stofnaður hefur
verið Minning-
arsjóður Ólafs E.
Rafnssonar, for-
seta Íþrótta- og
ólympíusam-
bands Íslands,
sem varð bráð-
kvaddur 19. júní
sl. Sjóðurinn
verður notaður í þágu íþróttahreyf-
ingarinnar í minningu Ólafs og
hans mikla og óeigingjarna starfs
innan hennar, að því er segir í til-
kynningu frá ÍSÍ.
Ólafur Eðvarð verður jarðsung-
inn frá Hallgrímskirkju fimmtu-
daginn 4. júlí klukkan 15.00. Erfi-
drykkja verður haldin í Íþrótta-
miðstöð Hauka að Ásvöllum að
lokinni athöfn. Blóm og kransar
eru vinsamlegast afþökkuð en þeim
sem vildu heiðra minningu hans er
bent á reikningsnúmer Minning-
arsjóðsins 0537-14-351000, kenni-
tala sjóðsins er 670169-0499.
Minningarsjóður um
Ólaf E. Rafnsson
Hlutfall kynja í nefndum og ráð-
um velferðarráðuneytisins hefur
verið nánast jafnt síðastliðin tvö
ár.
Upplýsingar um hlutfallið eru
birtar á vef ráðuneytisins en þar
kemur fram að ráðuneyti skuli
birta upplýsingar um hlut kynja í
nefndum og ráðum samkvæmt
þingsályktun um áætlun í jafnrétt-
ismálum til fjögurra ára sem sam-
þykkt var á Alþingi 19. maí 2011.
Árið 2012 voru nefndir og ráð
að 48,3% hluta skipaðar körlum en
51,7% konum. Árið 2011 var hlut-
fallið 49,8% karlar og 50,2% kon-
ur.
Hlutfall kynja í
nefndum og ráðum
nánast jafnt