Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Það sem við þurfum að gera á næstu mánuðum er að ræða um hvað Evrópusambandið raunverulega snýst og ákveða síðan hvort við vilj- um ganga þar inn. Í kjölfar slíkrar umræðu verður skýrsla lögð fyrir þingið, vonandi í september eða október í haust, um viðræðurnar á milli Íslands og sambandsins til þessa og þróun mála innan þess.“ Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í ávarpi á fundi sameiginlegrar þing- mannanefndar Alþingis og Evrópu- þingsins vegna umsóknar Íslands um inngöngu í Evrópusambandið sem fram fór á Hotel Natura í Reykjavík í gær. Þar útskýrði hann stefnu ríkisstjórnar sinnar í Evrópu- málum fyrir þingmönnum Evrópu- þingsins sem staddir voru á fund- inum. Þótt numið yrði staðar í viðræðunum um inngöngu í Evrópu- sambandið legði Ísland eftir sem áð- ur áherslu á gott og náið samstarf við sambandið og ríki þess. Umræðan á villigötum Sigmundur sagði fyrri ríkisstjórn hafa sótt um inngöngu í Evrópusam- bandið með það að yfirlýstu mark- miði að kanna hvað sambandið hefði upp á að bjóða en ekki endilega að ganga í sambandið. Ástæðan hefði verið sú að ríkisstjórnin hafi verið klofin í afstöðu sinni til málsins. Um- ræðan hér á landi hefði fyrir vikið aðallega snúist um þetta og hvort innganga í Evrópusambandið væri lausn á þeirri stöðu sem væri fyrir hendi í efnahagsmálum Íslendinga í stað þess að snúast um hugsanlega kosti og galla sambandsins og hvort Íslendingar ættu þar heima eða ekki. Þá lagði hann áherslu á að ríki sem ætlaði að sækja um inngöngu í Evrópusambandið þyrfti að vera skuldbundið til þess að ganga þar inn og fylgja reglum þess og sátt- málum. Sama ætti við um ríkisstjórn slíks ríkis sem þyrfti ennfremur að hafa nauðsynlegan stuðning þjóð- arinnar á bak við sig. „Það sem við þurfum að gera á næstu mánuðum er að ræða um hvað Evrópusam- bandið raunverulega snýst og ákveða síðan hvort við viljum ganga þar inn. Í kjölfar slíkrar umræðu verður skýrsla lögð fyrir þingið, von- andi í september eða október í haust, um viðræðurnar á milli Ís- lands og sambandsins til þessa og þróun mála innan þess,“ sagði Sig- mundur. Pólitískur vilji fyrir inngöngu nauðsynlegur  Forsætisráðherra segir skýrslu um ESB-málin vonandi liggja fyrir í haust Morgunblaðið/Styrmir Kári Fundur Sigmundur Davíð Gunn- laugsson á þingmannafundinum. Evrópusambandið » Fundir sameiginlegrar þing- mannanefndar Alþingis og Evr- ópuþingsins hafa verið haldnir reglulega frá því að viðræður um inngöngu Íslands í ESB hófust. » Fundur nefndarinnar fór fram í gær í Reykjavík en það var fyrsti fundur hennar eftir að ný ríkisstjórn tók við völd- um hér á landi með breyttar áherslur. Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Dótturfélag Regins hf., Reginn A1 ehf., hefur undirritað samkomulag við óstofnað félag kröfuhafa þotabús Norðurturnsins ehf. um heildsölu- leigu á tveimur hæðum Norður- turnsins við verslunarmiðstöðina Smáralind. Aðilar að samkomulag- inu eru einnig Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. Hið óstofnaða félag verður eigandi turnsins, samkvæmt tilkynningu á vef OMX í gær. Þar kemur fram að um er að ræða leigu á 1. og 2. hæð Norðurturnsins sem tengist Smáralind á báðum hæðum, leigusvæðið getur orðið allt að 2.500 fermetrar. Samkomulag er háð fyrirvörum, þar á meðal um fjár- mögnun byggingar turnsins. Hálfbyggður Norðurturn hefur truflað starfsemi Smáralindar Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hinn hálfbyggði Norðurturn, sem var í eigu Norður- turns ehf., hefði í raun truflað starf- semina í Smáralind allt of lengi. Helstu kröfuhafar í þrotabú Norð- urturnsins ehf. eins og Íslandsbanki, þrotabú Glitnis, TM og Lífeyrissjóð- ur verkfræðinga ætluðu sér að stofna félag sem myndi leysa til sín bygginguna. „Við hjá Regin höfum gert heild- söluleigusamning við þetta óstofn- aða félag um tvær hæðir, þ.e. fyrstu og aðra hæð sem tengjast Smára- lind,“ sagði Helgi, „og samhliða er- um við búin að gera leigusamning við Baðhúsið, þannig að Baðhúsið fer inn á aðra hæðina í Norðurturninum og verður með rúmlega helming þeirrar hæðar undir starfsemi sína og við teygjum leigusvæðið inn í Smáralind, við hliðina á Útilífi og þeim verslunum sem þar eru, þannig að hluti af sameigninni okkar fer undir leigurými til Baðhússins.“ Helgi sagði að þannig yrði aðkom- an að Baðhúsinu bæði utanfrá, frá bílastæðunum við Norðurturninn, og innanfrá gegnum Smáralind. „Reginn A1 mun í framhaldi fram- leigja allt rýmið til þriðja aðila, nú þegar hefur verið undirritað sam- komulag við Baðhúsið ehf. um gerð leigusamnings á 2. hæð Norður- turnsins með tengingu og aðkomu inn í Smáralind á 2. hæð. Að mati Regins hefur ofangreint samkomulag og samningar ekki telj- andi bein áhrif á afkomu félagsins, sem og er fjárhagsleg áhætta Regins lítil. Það er hins vegar mat Regins að útleiga turnsins að hluta eða öllu leyti muni hafa mjög jákvæð áhrif á rekstur og starfsemi þeirra félaga sem starfandi eru í Smáralind,“ segir orðrétt í tilkynningunni. Morgunblaðið/Rósa Braga Truflað Helgi S. Gunnarsson segir að hálfbyggður turninn hafi truflað starfsemi Smáralindar. Ætla að klára Norð- urturn og leigja út  Kröfuhafar stofna félag og leysa bygginguna til sín Helgi S. Gunnarsson Linda Pétursdóttir Ef marka má fréttir um að helstu kröfuhafar í þrotabú Norður- turns ehf. ætli að stofna félag og leysa til sín hálfkaraðan Norð- urturn við Smáralind eru miklar líkur á að turninn verði brátt kominn í gagnið. Til marks um það er leigu- samningur sem Linda Péturs- dóttir, eigandi Baðhússins, og Reginn hafa gert með sér um að Baðhúsið leigi hálfa aðra hæð turnsins og hefji starfsemi þar hinn 1. desember nk. Reginn hf. hefur gert heild- söluleigusamning við hið óstofn- aða félag helstu kröfuhafa þrota- búsins og telur forstjóri Regins að það að ljúka framkvæmdum við turninn muni hafa jákvæð áhrif á starfsemi Smáralindar. Norðurturn brátt í gagnið BREYTT UMHVERFI SMÁRA- LINDAR Á NÆSTUNNI? Rafrænar ljósvakamælingar sem Capacent gerir mánaðarlega gefa nákvæmari og réttari mynd af þró- un áskriftar sjónvarpsstöðvanna en neyslu- og lífsstílskönnun fyrirtæk- isins sem gerð er einu sinni á ári, að sögn Einars Einarssonar, fram- kvæmdastjóra Capacent rann- sókna. Tölur sem Pipar Media birtinga- hús vann úr neyslu- og lífsstílskönn- un Capacent Gallup benda til að SkjárEinn hafi styrkt stöðu sína meðal heimila landsins frá því stöð- in varð áskriftarstöð árið 2010 en að áskrifendum Stöðvar 2 hafi fækkað á sama tíma. Capacent sendi í gær frá sér fréttatilkynningu þar sem tekið er fram að neyslu- og lífsstíls- könnun Capacent sé ekki ætlað að mæla áskrift sjónvarpsstöðvanna og að óheimilt sé að birta upplýsingar úr henni. Einar segir að heimilið sé ein- ingin í neyslu- og lífsstílskönnun- inni. Í fjölmiðla- mælingum fyrir- tækisins séu niðurstöður vigt- aðar upp eftir fjölskyldustærð. Það sé hinn rétti mælikvarði til að nota við skoðun á þróun í ljósvakafjölmiðlun. Þá segir hann að neyslukönnunin sé gerð á mismunandi tímum ársins og þekkt sé að árstíðasveiflur séu í áskrift að sjónvarpsstöðvum. Þar sem fjöl- miðlamælingin sé mánaðarleg sé hægt að meta árstíðabundnar sveifl- ur með henni. Segir ekkert um annað Spurður hvort aðrar upplýsingar í könnuninni séu ekki sama marki brenndar og niðurstöður svara við spurningunni um áskrift að sjón- varpsstöðvum segir Einar að neyslu- og lífsstílskönnunin mæli neyslu á ýmsum vörum, áhugamál- um og lífsstíl. Svör við spurningu um áskriftina séu fyrst og fremst notuð sem bakgrunnsbreyta við markhópagreiningar. Hún segi ekk- ert um aðra þætti könnunarinnar. Tilkynning Capacent kom í fram- haldi af viðtölum við Ara Edwald, forstjóra 365 miðla og eigendur Pip- ar auglýsingastofu þar sem fram koma skiptar skoðanir um gildi nið- urstaðna rannsóknar Pipar á þróun áskrifta hjá sjónvarpsstöðvunum. Einar Einarsson neitar því að Capa- cent hafi verið undir þrýstingi frá 365 miðlum. „Nei, við ákváðum sjálfir að leiðrétta þetta,“ segir hann. helgi@mbl.is Segir fjölmiðlakönnun gefa réttari mynd  Capacent segir neyslukönnun ekki ætlað að mæla áskrift Einar Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.