Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 ✝ Hjalti Sig-hvatsson fædd- ist á Tóftum í Stokkseyrarhreppi 1. desember 1932. Hann lést á gjör- gæsludeild Lands- spítalans í Fossvogi 12. júní 2013. Foreldrar hans voru Guðbjörg Hall- dóra Brynjólfs- dóttir, f. 17. október 1895, d. 19. apríl 1951 og Sig- hvatur Einarsson, f. 8. nóvember 1900, d. 7. febrúar 1991. Systkini Hjalta eru Ólöf Bryndís Sveins- dóttir, f. 13. desember 1921, d. 10. október 2011. Sigurður Sig- hvatsson, f. 13. júlí 1926, Ólafur Þórir Sighvatsson, f. 30. maí 1929, d. 26. ágúst 2008, Einar Sig- hvatsson, f. 7. maí 1931, d. 11. mars 2007, Ingunn Sighvatsdóttir, f. 7. maí 1931 og Sighvatur Einar Sighvatsson, f. 11. febrúar 1956. Hjalti kvæntist þann 7. maí 1955 Guðrúnu Frímannsdóttur, f. 31. mars 1932. Foreldrar hennar voru Marta Sigurðardóttir, f. 19. sonar er Berglind Óskarsdóttir, f. 1975, maki Guðmundur Már Hagalín. Langafa- og lang- ömmubörn Hjalta og Guðrúnar eru samtals fjórtán. Hjalti ólst upp á Tóftum en dvaldi um tíma hjá föðursystur sinni í Reykjavík. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skóla Austurbæjar árið 1951. Á námsárunum lærði hann að spila á orgel hjá Sigurði Ísólfssyni og stundaði einnig nám í gítarleik. Næstu árin vann hann við bústörf heima á Tóftum, en fór síðan sem vinnumaður að Oddhóli á Rang- árvöllum og bjó þar ásamt tengdaforeldum sínum til ársins 1963. Þá fluttu þau til Reykjavík- ur og fljótlega hóf Hjalti störf hjá O. Johnson og Kaaber. Þar vann hann um tíma við útkeyrslu, en síðar sem verkstjóri Kaffi- brennslunnar þar til hann lét af störfum árið 2000. Samhliða vinnu tók hann að sér ýmis trún- aðarstörf fyrir Verslunarmanna- félag Reykjavíkur og Verkstjóra- félag Reykjavíkur. Eftir starfslok fluttist Hjalti austur að Hellu, þar sem hann bjó til æviloka. Hjalti verður jarðsunginn frá Oddakirkju í dag, 28. júní 2013, og hefst athöfnin klukkan 14. júní 1908, d. 16. ágúst 2002 og Frí- mann Ísleifsson, f. 1. febrúar 1901, d. 18. september 1990. Börn Hjalta og Guð- rúnar eru: 1) Frí- mann Ottósson, f. 10. janúar 1953, maki Sigurlaug Guðmundsdóttir, f. 2. maí 1953. Börn þeirra eru: Magnea Frímannsdóttir, f. 1980, maki Jens Freymóðsson, og Arnar Már Frímannsson, f. 1981, maki Helga Steinunn Einvarðsdóttir. Dóttir Frímanns og Hildar Re- bekku Guðmundsdóttur er Guð- rún Anna Frímannsdóttir f. 1975. 2) Helga Hjaltadóttir, f. 9. sept- ember 1955, maki Karl Sigurðs- son, f. 17. ágúst 1954. Dætur þeirra eru: Hulda Karlsdóttir, f. 1976, maki Páll Melsted, og Edda Karlsdóttir, f. 1987. 3) Þórhildur Hjaltadóttir, f. 22. mars 1957, maki Hannes Elísson, f. 21. febr- úar 1951, d. 9. júní 2010. Dóttir Þórhildar og Óskars H. Valtýs- Elsku pabbi minn er dáinn. Hann veiktist skyndilega og háði stutta en harða baráttu við hættulegan sjúkdóm, sem lagði hann að velli. Ég vil nota tæki- færið og þakka öllu starfsfólki á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umönnun síð- ustu ævidaga hans. Við fjölskyld- an fylgdumst með því af aðdáun hvernig allt var gert þar sem hægt var og hlúð að honum af mikilli nærgætni. Hafið hjartans þökk fyrir. Pabbi var góður og vandaður maður. Hann vildi öllum vel, bæði mönnum og dýrum. Hann hugs- aði alltaf um það fyrst og fremst að standa við gefin loforð og að vanda til allra verka. Hans orðum var hægt að treysta. Pabbi gerði líka kröfur til annarra um það sama og líkaði illa hvers kyns óheiðarleg framkoma. Í hans augum voru allir menn jafnir og enginn hafði rétt umfram annan, hann hafði ákveðnar skoðanir og var oft fastur fyrir. Pabbi elskaði mömmu mjög mikið og bar hana á höndum sér alla tíð. Samband þeirra var alltaf mjög innilegt og fallegt. Ég veit að honum hefði ekki líkað þessi lofræða mín um hann, það var ekki hans stíll að hreykja sér af verkum sínum. En svona skal það vera og ef við trú- um því að við verðum metin af verkum okkar eftir þetta jarðlíf þá er hann pabbi minn nú kominn til æðstu metorða. Pabbi hafði gaman af tónlist, spilaði á gítar og orgel og hélt oft uppi fjöri með söng og spili. Mamma söng með honum og var oft gaman að hlusta á þau spila og syngja saman. Þau skelltu sér líka í dansskóla og dönsuðu svo saman þegar færi gafst. Pabbi hafði líka ákaflega gaman af að ferðast um landið. Meðan við krakkarnir vorum ung fórum við oft með í tjaldútilegu um helgar en seinna ferðuðust pabbi og mamma saman um landið, fyrst með hjólhýsi og síðan á húsbíl. Pabbi kvaddi á uppáhaldsár- stíma sínum, þegar allt var að grænka eftir veturinn og fuglarn- ir farnir að syngja. Hann hafði sérstaklega gaman af fuglunum og þekkti margan sönginn þeirra. Að leiðarlokum vil ég þakka pabba mínum fyrir samfylgdina, allt sem hann kenndi mér og fyrir óeigingjarna ást hans og um- hyggju til mín og fjölskyldu minnar. Blessuð sé minning hans. Helga Hjaltadóttir. Elsku pabbi, við fráfall þitt rifjast upp margar góðar minn- ingar. Ekki er mögulegt að rifja þær allar upp hér en þó eru nokkrar sem mig langar að tí- unda. Það mér ofarlega í huga þegar þú kenndir mér sveita- störfin á Oddhól í bernsku minni, þá áttum við margar góðar stundir saman, m.a. á dráttarvél- inni að bera á túnin og sinna öðr- um störfum. Svo fluttum við í höfuðborgina og ég hóf skólagöngu þar og oft var mikið á ykkur lagt enda var ég ákveðinn og uppátækjasamur. Gott dæmi um það er þegar mér þótti tímabært að hefja sjósókn 14 ára gamall, við heimkomu eftir þriggja vikna jómfrútúr fékk ég kaldar móttökur þar sem ég hafði farið á sjóinn í ykkar óþökk og án þess að láta ykkur vita. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu urðu samverustundirnar margar og góðar. Oft við snarkandi arin- eld og þú að syngja og spila, ým- ist á gítarinn eða skemmtarann. Einnig áttum við margar góðar stundir á ferðalögum víðsvegar um landið. Elsku pabbi, við þökkum þér samfylgdina í gegnum lífið, þú gerðir líf okkar allra sannarlega ríkara. Takk fyrir allt og allt. Frímann, Sigurlaug og börn. Ég kveð þig í dag, elsku afi Hjalti. Þú kvaddir þennan heim svo skjótt því þótt þú værir kom- inn á efri ár varstu hress og áttir góð ár framundan á fallega heimilinu ykkar ömmu á Hellu, heimili sem var umlukt hlýju og kærleik og yndislegt að koma á í amstri dagsins. Þú varst dugleg- ur að nýta þér tæknina, áttir nýj- ustu græjurnar og notaðir net- miðlana til að fylgjast með vinum og ættingjum og náttúr- lega þjóðmálunum, en á þeim hafðir þú ávallt miklar skoðanir og það var gaman að spjalla við þig um pólitík, ekki síst nú þegar okkar menn voru komnir við stjórnvölinn og áttum við nú heldur betur eftir að fylgjast með þeim að störfum næstu árin. Þið amma lituð öðru hvoru eftir yngri dóttur minni, Unni Eddu, og það kom mér ekki á óvart hversu stíft hún sótti í að koma á Fossölduna og vera hjá ykkur og vildi þá helst að við foreldrarnir færum bara, svo vel leið henni hjá ykkur, elsku afi minn, enda vafðir þú hana þeirri sömu um- hyggju og ástúð og allir þínir af- komendur hafa ávallt notið frá þér. Þegar litið er til baka er margs að minnast en fyrst í huga mér koma ferðirnar suður, en það var oft sem fjölskylda mín dvaldi á heimili ykkar ömmu á Borgarholtsbrautinni og síðar í Fjarðarselinu. Tilhlökkunin var alltaf mikil og magnaðist þegar við keyrðum fram hjá húsinu þínu, Kaffibrennslunni, og þegar á áfangastað var svo komið tók á móti okkur ást og umhyggja og yfir ljúfum tónum frá orgelinu við undirspil þitt síðla kvölds var heimsóknin svo fullkomnuð. Elsku afi, þú varst svo hjarta- hlýr og góður maður, vafðir mig ást og umhyggju, opnaðir heimili þitt fyrir mér, gafst þér ávallt tíma fyrir mig, þrammaðir t.d. með mig um alla Manhattan þeg- ar ég, unglingurinn, fékk að fara með ykkur ömmu í eina af mörg- um ferðum ykkar þangað. Ég mun sakna þín elsku afi minn en hlýju þína, kærleik og umhyggju ætla ég að hafa í veganesti fyrir framtíðina. Elsku amma, guð gefi þér styrk til að takast á við þenn- an mikla missi. Hulda Karlsdóttir. Hjalti Sighvatsson HINSTA KVEÐJA Ég minnist þín, um daga og dimmar nætur, mig dreymir þig, svo lengi hjart- að slær. Og þegar húmið hylur allt sem grætur, mín hugarrós á leiði þínu grær. Þín kærleiksbors mér aldrei, aldrei gleymast, þitt allt – þitt bænarmál og hvarms þíns tár. Hvert ráð, hvert orð, hvert and- artak þitt skal geymast. Þín ástarminning græðir lífs míns sár. (Ásmundur Jónsson) Frá elskandi eiginkonu. Guðrún Frímannsdóttir. þú sagðir við mig í síðustu heim- sókninni minni til þín, en þá sagð- ir þú að þú værir viss um að ég myndi verða eitthvað merkilegt í framtíðinni. Ég á eftir að sakna þín. Þín Gréta Dögg. Í dag kveðjum við okkar ást- kæru Ingibjörgu eða ömmu Ingu eins og hún var alltaf kölluð á okkar heimili. Amma Inga kom inn í líf okkar árið 2000 þegar hún og Ólafur Runólfsson kynntust. Það var yndislegt að sjá þau blómstra saman og þau umgengust hvort annað alla tíð af mikilli virðingu og hlýju. Við fjölskyldan vorum stödd á Spáni þegar kallið kom en þegar við kvöddumst mánudaginn 10. júní vissum við báðar að þetta var okkar síðasta kveðja. Þú varst svo tilbúin að fara og nú verðum við hin að vera tilbúin og sleppa. Þú lagðir ofuráherslu á að við ættum að njóta þess að vera í fríi og við gerðum það svo sannarlega þrátt fyrir tíðindin. Það verður tómlegt að hringja ekki í þig á hverjum degi, kanna hvernig þú hefur það, hvað þú hefur borðað, segja þér hvað strákarnir voru að gera í gær og bara spjalla um daginn og veginn. Þú hafðir að- eins búið að Dalbraut í eina viku og okkur leist svo vel á nýja heim- ilið eins og þér. Ekki skemmdi fyrir að nágranni þinn á Dalbraut var Ásgeir sem hefur reynst okk- ur svo vel síðustu árin og viljum við þakka honum fyrir hvað hann hefur hugsað vel um þig undan- farin ár. Það er með sorg í hjarta sem við kveðjum elsku ömmu Ingu sem er nú komin á betri stað og líður vel. Við reynum að vera ekki eigingjörn og minnumst hennar með gleði. Helga Jónsdóttir, Birgir Ólafsson og ömmustrák- arnir Jón Ágúst, Viktor Ingi og Andri Ísak. Fallin er frá ástkær stjúpa, tengdamóðir og amma Ingibjörg Magnúsdóttir. Amma Inga eins og börnin kölluðu hana kom fyrst inn í fjölskylduna okkar árið 1975. Við bjuggum þá í Auð- brekku 23 í Kópavogi. Pabbi var ekkill með tvö ung börn, þau Svövu 11 ára og Bjarna Þorgeir 8 ára. Þau Inga og pabbi byrjuðu sambúð sína í Auðbrekkunni en fluttu síðar í Vallhólma 18 í Kópa- vogi, þar sem þau bjuggu sér og sínum fallegt heimili. Inga var 42 ára gömul og glæsileg kona. Það er ekki einfalt hlutskipti að taka við og ganga inn í slíkar aðstæður sem fyrir hendi voru. Hún stóðst það próf með miklum ágætum enda góðum mannkostum gædd. Við áttum margar góðar stundir á þessum árum og er margs að minnast frá fyrstu árunum í Vall- hólmanum. Amma Inga ungaði þar út nokkrum barnabörnum því fyrst bjuggu Nonni og Beta í kjallaranum með strákana sína, þá við Habba með Svövu og loks Bjarni og Kristín með Bríeti Ingu. Þess utan voru stelpurnar þeirra Rönku og Bigga oft og tíð- um í heimsókn og sömuleiðis börnin þeirra Svövu og Svein- björns. Þá vitanlega barnabörn sem seinna komu og barnabarna- börn. Það var því oft glatt á hjalla í Vallhólmanum. Þar var líka mik- illi gestrisni fyrir að fara. Hjá þeim Ingu og pabba voru allir au- fúsugestir. Inga var ekki manneskja sem bar sorgir sínar á torg. Hún sagði oft: „Ekkert Lundarreykjadals- kjaftæði“ og vildi þá að ekki væri gert mikið úr málum. Þessi ein- kunnarorð tileinkaði hún sér í miklum mæli og oft kannski um of þannig að hún lokaði af ríkar og sterkar tilfinningar, sem oft er ekki gott að sitja einn uppi með. Þannig upplifði ég að minnsta kosti stöðuna þegar pabbi lést ár- ið 1995 eftir 20 ára sambúð þeirra Ingu. En Inga var sterkur per- sónuleiki og hún komst yfir það áfall eins og önnur sem hún mætti í lífinu með kjörorðinu sínu „ekk- ert Lundarreykjadalskjaftæði“. Þannig fann hún Óla sinn og byggði sér nýtt líf. Þó svo að sam- bandið hafi óneitanlega minnkað eftir að pabbi dó og Inga kynntist og giftist Óla sínum þá rofnaði aldrei sá strengur sem tengdi okkur saman. Að leiðarlokum kveðjum við, ég, Habba, Svava, Árni Geir og Ingibjörg með sorg í hjarta, en gleði yfir að hafa orðið þeirrar hamingju aðnjótandi að fá að kynnast henni. Lárus Bjarnason. mamma. Við fundum það oft hvað hún saknaði sárt litla stráksins síns sem var ekki með henni þar. Það má segja að Björk hafi starfað við umönnun alla sína starfsævi bæði við umönnun aldr- aðra og áratugum saman á FSA. Hún menntaði sig sem sjúkraliði til þeirra starfa. Árin liðu og ég hitti Björk endrum og sinnum á förnum vegi. Það var svo gott að hitta hana fyrir á FSA þegar mamma mín slasaðist. Hún og mamma höfðu unnið saman og þekktust svo vel. Líf Bjarkar hefur ekki verið átakalaust og það hefur tekið sinn toll. Á síðustu árum höfum við Björk stundum átt tal saman og einhvern veginn var það alltaf eins og við hefðum verið að tala saman í gær. Björk sagði mér m.a. að hún hefði verið valin til að fara á Þjóðfundinn 2009. Ég fann að hún var ánægð með að fá þetta boð og hvatti ég hana til að fara. Mér fannst hún virkilega eiga er- indi á þennan fund, svona skörp og mælsk, en Björk gaf þetta frá sér. Við Björk hittumst á FSA skömmu áður en hún lést. Þá átt- um við gott spjall saman. Hún var ennþá sama Björkin og kald- hæðinn húmorinn á sínum stað. Ég fann það líka vel hvað hún bar framtíð ungu strákanna sinna, sem nú eru að sigla inn í fullorð- insárin, fyrir brjósti. Nú er komið að kveðjustund, en minning um sterka og skemmtilega konu lifir með okkur. Börnum Bjarkar og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Hulda Steingrímsdóttir. ✝ Okkar kæri frændi, JÓN GESTUR SIGURÐSSON frá Tungu, verður kvaddur í Hvammstangakirkju laugardaginn 29. júní kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Hvammstanga. Systkinabörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ERLA LÍSA SIGURÐARDÓTTIR, Völvufelli 44, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ sunnudaginn 23. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kolbrún Pálína Hafþórsdóttir, Páll Heiðar Magnússon, Sigríður Einarsdóttir, Ragnar Þórarinn Bárðarson, Jónas Steindór Óskarsson, María Erla Hilmarsdóttir, Sigurður Óskar Óskarsson, Þórunn Edda Björgvinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar ástkæri sonur og bróðir, JÓN HILMAR HALLGRÍMSSON, lést þriðjudaginn 18. júní. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 3. júlí kl. 15.00. Hanna Þórunn Axelsdóttir, Hallgrímur Óli Björgvinsson, Guðrún Björk Geirsdóttir, Karl Reynir Geirsson, Andrea Geirsdóttir, Jóhanna Ýr Hallgrímsdóttir, Birta Lind Hallgrímsdóttir. Elsku Sigurberg, kveðjustund- in rann upp alltof fljótt og snöggt, þín er sárt saknað, þú gafst mér svo mikið af gæsku þinni og gleði. Þú stundaðir sjóinn mestallt líf- ið og kunnir því vel, en þú varst líka mikill hagleiksmaður, það lék allt í höndunum á þér, alveg sama hvort það var að gera við bílinn eða önnur verk innanhúss sem ut- an. Sonardóttir mín spurði mig eitt sinn: „Hvað gerir hann Sig- urberg?“ Ég svaraði: „Hann Sig- urberg er fjölhæfur maður og hefði getað orðið hvað sem er ef aðstæður hans í æsku hefðu verið aðrar.“ Þú varst fljótur að tileinka þér allar þær nýjungar sem tækn- in bauð upp á og hafðir gaman af öllu grúski. Börn hændust að góð- mennsku þinni og hlýju, þú gast sett þig í þeirra spor og spjallað og leikið við þau. Þú varst glettinn og skemmti- legur ferðafélagi, hafðir gaman af Sigurberg Þórarinsson ✝ Sigurberg Þór-arinsson fædd- ist á Reyðarfirði 26. júní 1948. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 8. júní 2013. Útför Sig- urbergs var frá Hafnarfjarð- arkirkju 18. júní 2013. því að fara út fyrir borgina og vera úti í náttúrunni, fara austur á firði eða upp í Hvalfjörð, allt- af var jafngaman. Kæri vinur, það var ótalmargt sem við ætluðum að gera saman í framtíðinni. Ég er þakklát þér, Sigurberg, fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman, ég er svo heppin að eiga margar góðar minningar að ylja mér við. Ég veit að þú ert kominn á góð- an stað þar sem vel er tekið á móti þér. Börnunum þínum, Birni Ævari, Jóhanni Snorra og Katrínu, tengdabörnum, barnabörnum og systkinum votta ég mína dýpstu samúð, Guð veri með ykkur. Ég kveð Sigurberg minn með tárum og þakka fyrir það fagra og góða sem hann var mér og mínu fólki. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Hvíl í friði elsku vinur, við hitt- umst þegar minn tími er kominn. Þín vinkona, Sigríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.