Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 ✝ Þorbjörn Jóns-son fæddist í Reykjavík 1. októ- ber 1923. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 22. júní 2013. Foreldrar hans voru Jón Eyjólfs- son, f. 18. nóvember 1889, d. 19. ágúst 1957 og Þórunn Pálsdóttir, f. 14. mars 1892, d. 18. september 1969. Þorbjörn ólst upp á Grímsstaðarholtinu ásamt bræðrum sínum. Elstur þeirra bræðra var Helgi Magnús Jónsson, f. 25. febrúar 1914, d. 7. mars 1975, Steinþór Svavar Jónsson, f. 22. maí 1920, lést í æsku sumarið 1922, Jón Eyjólf- ur Jónsson, f. 18. maí 1925, d. 29. nóvember 2007. Eftirlifandi uppeldisbróðir Þorbjörns er Steinþór Svavar Magnússon, bú- settur í Svíþjóð, f. 3. febrúar 1936. Hinn 22. febrúar 1952 giftist verandi eiginmaður hennar er Helgi Baldvinsson. Börn þeirra eru Elín Rós, hún á þrjú börn, sambýlismaður hennar er Frið- rik Egilsson, hann á þrjú börn. Jóhann Gunnar. Anna Fjóla, hún á þrjú börn. Helgi Þór, sambýlis- kona hans er Súsanna Halla Guðmundsdóttir, þau eiga þrjár dætur. Þórunn Lilja, eigin- maður hennar er Hilmir Agn- arsson, þau eiga tvö börn. c) Jóna Soffía, f. 30. janúar 1958, fyrrverandi eiginmaður hennar er Víglundur Þór Víglundsson, þau eiga tvö börn. Þau eru Þor- björn, f. 13. febrúar 1975, giftur Agnesi Guðlaugsdóttur, þau eiga tvö börn, auk þess á Þor- björn einn son. Hafdís, hún á einn son. d) Jóhanna Kolbrún, f. 12. júní 1961, gift Má Friðþjófs- syni. Börn þeirra eru Friðþjófur Sturla, giftur Ósk Auðbergs- dóttur, þau eiga eina dóttur, Ósk átti fyrir tvær dætur. Víkingur. Soffía Marý, hún á eina dóttur, sambýlismaður hennar er Emil Andersen, hann á þrjá syni. Þorbjörn verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju í dag, 28. júní 2013, og hefst athöfnin klukkan 15. Þorbjörn Önnu Fjólu Jónsdóttur, f. 23. desember 1923, d. 26. febrúar 2004. Foreldrar Önnu Fjólu voru þau Jón Jónsson, f. 24. júní 1872, d. 13. júlí 1957 og Lilja Sig- urjónsdóttir, f. 13. desember 1888, d. 23. mars 1976. Þor- björn og Anna eignuðust fjórar dætur, þær eru a) Þórunn Þorbjörnsdóttir, f. 16. júlí 1951, gift Kristófer Þ. Guð- laugssyni, þau eiga fjögur börn, Anna Kristín, gift Viktori Reyn- issyni, þau eiga þrjár dætur. Guðlaugur Kristinn, hann á fimm börn, sambýliskona hans er Elín Arinbjörnsdóttir, hún á þrjú börn. Lilja Rós, gift Miquel Thompson, þau eiga tvö börn, fyrir átti Lilja einn son. Hafþór Örn, eiginkona hans er Anna Karen K. Sigvaldadóttir, þau eiga tvö börn. b) Lilja Þor- björnsdóttir, f. 1. júlí 1954, fyrr- Nú er hann farinn hann elsku pabbi minn. Ég hélt hann myndi koma heim af spítalanum eins og svo oft áður. Við megum þakka fyrir að legan var ekki löng. Pabbi var mjög heilsuhraustur framan af, vann í byggingar- vinnu til áttræðs. Mínar minn- ingar um pabba eru útilega öll sumur. Það var hans líf og yndi. Stundum kom mamma með en ég held hún hafi notið þess að losna við okkur fjórar systurnar allar helgar. Ótrúlegt hvað hann var viljugur að fara með okkur. Mamma eldaði kótelettur í raspi og sauð hangikjöt og smurði fullt af samlokum til að hafa með okk- ur. Enda erum við systurnar með útilegublóðið í okkur. Við stórfjölskyldan fórum að hittast eina helgi á sumrin fyrir fimm árum, það eru ógleymanlegar stundir, pabbi náttúrlega aðal- maðurinn. Það var mikil gleði þegar pabbi flutti til Eyja og bjó hjá Tótu og Kidda, þar leið honum vel og eigum við þeim mikið að þakka. Nú er pabbi farinn leið- ina löngu. Við eigum eftir að sakna þess að heyra ekki allar sögurnar úr stríðinu, þegar hann fór til Bandaríkjanna aðeins sautján ára gamall. Þar vann hann fyrir herinn á skipum sem sigldu um öll heimsins höf í tíu ár. Hann var ótrúlegur ævin- týramaður, fróður og fallegur. Um daginn spurði ég hann hvar hann hefði fundið sól, þá orðinn kaffibrúnn, þá hló hann og sagð- ist hafa setið úti í hálftíma. Nú er pabbi kominn í faðminn henn- ar mömmu sem hann saknaði sárt. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Ég kveð þig að sinni, elsku pabbi minn. Elska þig. Litla stelpan þín, Hanna. Elsku hjartans pabbi minn. Mér tregt er um orð til að þakka þér hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð unz hittumst við aftur heima. Ó elsku pabbi, ég ennþá er aðeins barn, sem vildi fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund þú gleymdir ei skyldunum eina stund að annast ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Pabbi minn, þetta bara lýsir öllum þeim tilfinningum sem í mér bærast og erfitt er að koma í orð. En ég vildi bara þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum saman og segja þér hversu þakklát ég er að hafa fengið að njóta návista þinna í svo langan tíma. Þú varst ein- stakur og öllum þótti vænt um þig. Það eina sem komst að í huga þínum var stórfjölskyldan, en stór var hún orðin. Elsku Lilja, Jóna, Hanna og Már, barnabörn og barnabarnabörn, okkar missir er mikill, en saman við stöndum sem einn klettur eins og alltaf, bæði í gleði og sorg. Að lokum þökkum við starfsfólki Hsv bæði á sjúkra- deild og á heilsugæslunni fyrir yndislega og frábæra umönnun þegar hann þurfti á að halda. Guðdómlegur geisli blíður greiðir skuggamyrkan geim; á undra vængjum andinn líður inn í bjartan friðarheim. (Hugrún) Þín elskandi dóttir og tengda- sonur, Þórunn (Tóta) og Kristófer (Kiddi). Elsku besti pabbi minn, mikið er erfitt að kveðja þig, þú áttir alltaf að vera hjá okkur. Þegar ég flutti aftur til Eyja ætlaði ég að njóta þess að hitta þig eins oft og ég gat, en þú varst orðinn svo veikur og þreyttur af því að finna til, þig langaði að fara en samt vera. Síðustu veikindi þín voru of mikil, þú gast ekki meir, ég veit þig langaði að hitta mömmu, bróður þinn og alla hina sem voru farnir á undan þér. Þú lifðir líka langa og við- burðamikla ævi, áttir endalausar sögur af ævintýrum þínum. „Hvað er að deyja? Ég stend á bryggjunni. Skútan siglir út sundið. Það er fögur sjón. Ég stend og horfi á eftir henni uns hún hverfur sjónum mínum við sjóndeildarhring. Einhver nær- staddur segir með trega í rödd- inni: „Hún er farin.“ Farin, hvert? Farin mínum sjónum séð, það er allt og sumt, hún heldur samt áfram siglingu sinni, með seglin þanin í sunnanþeynum, og ber áhöfn sína til annarrar hafn- ar. Þótt skútan hafi fjarlægst mig, mynd hennar dofnað og loks horfið, þá er það aðeins fyr- ir mínum augum. Og á sömu stundu og einhver við hlið mér segir: „Hún er farin“ þá eru aðr- ir sem horfa með óþreyju á hana nálgast og hrópa: „Þarna kemur hún!“ – og svona er að deyja.“ (Charles Henry Brent) Vertu bless, elsku besti pabbi minn, við hittumst síðar þegar mín skúta siglir inn sundin. Þín dóttir, Jóna. Elsku pabbi minn. Nú er kveðjustundin runnin upp en alltaf skal hún koma jafnmikið á óvart, maður er því aldrei viðbú- inn og heldur að þið verðið alltaf hjá okkur. Margar minningar leita á hugann en mest er það þakklæti fyrir að hafa haft þig öll þessi ár og hafa notið góð- mennsku þinnar og hjálpsemi. Mikið er ég þakklát því að við bjuggum ávallt svona nálægt þér og mömmu og að börnin mín nutu þeirra forréttinda að vera í návist ykkar öll sín uppvaxtarár. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þegar einhver fellur frá fyllist hjartað tómi en margur síðan mikið á í minninganna hljómi. Á meðan hjörtun mild og góð minning örmum vefur þá fær að hljóma lífsins ljóð og lag sem tilgang hefur. Ef minning geymir ást og yl hún yfir sorgum gnæfir því alltaf verða tónar til sem tíminn ekki svæfir. (Kristján Hreinsson) Þín ástkæra dóttir, Lilja. Elsku afi og langafi. Það er eitthvað svo sárt að kveðja. Það er svo skrítið að fara heim til þín og sjá þig ekki sitjandi í stólnum þínum. Þú ljómaðir alltaf þegar maður stakk hausnum inn fyrir hurðina og kastaði til þín kveðju. Við getum þó yljað okkur við margar góðar minningar. Sög- urnar þínar frá ævintýrum um heiminn og öllum þínum uppá- tækjum verða ávallt geymdar í hjartastað. Það er svo margt sem okkur langar til þess að segja en erfitt er að koma orðum að. Við viljum þakka þér fyrir allar þær góðu minningar sem þú hefur gefið okkur. Við elskum þig alla leið til tunglsins og til baka! Anna Kristín, Viktor Þór, Auðbjörg Ósk, Þórunn Jó- hanna og Gabríela Dögg. Elsku afi minn. Mikið er sárt að missa þig, þú varst einstakur maður með einstaka sögu. Ég mun halda áfram að monta mig yfir því sem þú afrekaðir á þinni löngu ævi. Þú varst alltaf svo hraustur og vannst þangað til þú varst 80 ára þótt þú borðaðir matarkex í morgunmat og köku- sneið í kvöldmat og reyktir pípu. Ég er svo heppin að eiga ennþá bát sem þú bjóst til handa mér úr Prins Albert-pakkningum. Það var alltaf svo yndislegt að koma að heimsækja þig og ömmu á Írabakkann, þá sast þú yfirleitt fyrir framan sjónvarpið og stundum baðstu okkur krakk- ana að klóra þér undir ilinni og það upphófust miklar getgátur um hversu margar tær leyndust undir sokknum en sagan sagði að það vantaði allavega tvær. Svo þegar árin liðu og maður fékk að heyra allar sögurnar um það þegar þú varst í bandaríska hernum og ferðaðist út um allan heim á sjúkraflutningaskipi í seinni heimsstyrjöldinni, hver væri ekki montinn af að eiga svona flottan afa? Minning þín mun lifa í öllum ævintýralegu sögunum þínum sem ég mun aldrei gleyma og aldrei hætta að segja. Ég kveð þig elsku afi minn með sorg í hjarta en núna ertu hjá ömmu sem þú ert búinn að sakna svo mikið. Kveðja, Hafdís. Elsku afi. Það er svo margt sem mig langar að skrifa, sögur sem þú hefur sagt, hendingarnar sem þú gast látið frá þér. En eina sem kemur upp í hugann er söknuður. Því ætla ég að láta hér ljóð sem mér finnst lýsa því hvernig mér líður. Farðu í friði elsku Tobbi afi. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum saman. Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er svo sár. En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. (Katrín Ruth) Hafþór Örn Kristófersson. Elsku afi minn, mér þykir svo leitt að þú ert fallinn frá en ég hugga mig við það að þú ert kominn til elsku ömmu. Ég á svo margar góðar minningar um þig eins og þú veist. Ég man svo vel eftir því að þegar ég var krakki kom maður alltaf í heimsókn til þín og ömmu og horfði á Með afa á stöð 2, mér fannst það svo fyndið að afi var í sjónvarpinu og líka heima, það var svo gott að þið amma bjugguð svo nálægt mér í svo mörg yndisleg ár, þú hugsaðir svo vel um mig eins og þegar þú, amma, Soffa, ég og Víkingur vorum á Þingvöllum og við Víkingur vorum eitthvað að fíflast í bát og hann byrjaði að reka. Þá hugsaðir þú þig ekki tvisvar um og brettir upp skálm- arnar á buxunum þínum og óðst út í ískalda ána og hélst á mér og Víkingi á þurrt land. Þetta var einn af mörgum yndislegum dögum með þér. Mér fannst svo gaman þegar ég frétti að ég ætti að fara að vinna með þér og að við vorum vinnufélagar vinnandi saman hlið við hlið í mörg ynd- isleg ár og ég fékk að kynnast frábærri nýrri hlið á þér. Ég elska þig og sakna svo mikið minn afi, vinnufélagi og frábæri vinur. Helgi Þór Helgason. Það er líkt og fingur manns séu úr blýi nú þegar maður sest niður og skrifar minningargrein um Tobba afa. Elskulegri og um- hyggjusamari mann var erfitt að finna á þessari jörð. Tobbi afi lifði viðburðaríku og hamingjusömu lífi til dauðadags. Hann vann alla sína tíð erfiðis- vinnu sem reyndi bæði á líkama og sál. Síðustu áratugina vann hann við byggingarvinnu og þá helst sem múrari og hætti ekki að vinna fyrr en hann var kom- inn á níræðisaldur. Samband mitt við afa var ein- stakt og fannst mér tenging mín við hann vera mikil, enda skírður í höfuðið á honum. Hann heilsaði manni alltaf með þess- um orðum „Sæl, elskan mín“, og hætti hann því ekkert þrátt fyrir að maður væri sjóari og að nálg- ast fertugt. Maður var alltaf barnið hans. Ég leit alltaf upp til afa, hann var veraldarvanur enda sigldur um öll heimsins höf fyrir banda- ríska herinn, en þar var hann í stríðinu. Harðduglegur og vinnusamur. Sögurnar sem afi sagði manni af japönskum hermönnum og glæponum í Suður-Ameríku voru eins og að sjá stríðsbíó- mynd og afi var aðalhetjan. Afi talaði ensku eins og inn- fæddur Ameríkani eftir árin hjá hernum og þótti honum alltaf gaman þegar hann hitti ensku- mælandi ættingja eða vin. Hann gat þá æft sig í enskunni og var gaman að hlusta á gamla mann- inn tala eins og hann væri frekar ættaður frá Brooklyn en af Grímsstaðaholtinu. Afi varð aldrei ríkur af pen- ingum en hann varð moldríkur af fjölskyldu. Honum þótti ekk- ert eins skemmtilegt og að vera umvafinn börnunum sínum öll- um og síðustu árin hans naut hann sín ávallt best á árlegu ætt- armóti afkomenda sinna. Það verður því hálf tómlegt á næstu ættarmótum án Tobba afa. Minningarnar og hugsanirnar eru margar sem hrærast í huga manns á svona stundum. Eins og t.d.: nú á maður engan afa og enga ömmu. En það er einungis þannig í veraldlegu lífi en ekki í því andlega því afi lifir í minn- ingunni þar til maður sjálfur kveður þessa jörð. Nú kveður maður fallega afa sinn, sem óskaði þess að vinna í Lottó svo að hann gæti gefið öll- um börnunum sínum peninginn: sem skrifaði niður nöfn barna- barnabarna sinna (sem eru ansi mörg) til að muna hvað allir hétu; sem tók öllum nákvæm- lega eins og þeir voru; sem dæmdi aldrei fólk út frá útliti eða persónu; sem elskaði alla sem stóðu honum nærri og sýndi það í gjörðum; sem var að rifna úr stolti af mér þegar ég fékk verðlaun fyrir námsárangur; sem stakk pabba minn af í spretthlaupi sjötugur; sem öll dýr hændust að; sem allir menn- konur og börn hændust að og vildu kynnast; sem ég ætla að reyna að hafa mér sem fyrir- mynd. Bless, afi minn, ég sé þig nú fyrir mér í sófanum með Önnu ömmu og með Jóa frænda í stólnum við hliðina á ykkur. Nýbúinn að borða svið og róf- ustöppu. Sjónvarpið hátt stillt og fréttatíminn rétt að byrja. Búinn að teygja úr þér, setja fæturna á fótskemilinn og kveikja þér í uppáhalds pípunni með Prins Albert tóbakinu. Zippóinn á sínum stað og kaffi- bollinn. Þá veit ég að þér líður vel. Ég elska þig. Þorbjörn Víglundsson. Sæll elsku afi minn. Mig lang- ar að minnast þess þegar ég var ungur peyi er við fórum saman til Þingvallavatns. Ég og Helgi Þór gátum náttúrlega ekki látið það vera að gera eitthvað af okk- ur. Við stálum árabát með eng- um árum (mjög gáfulegt) og áð- ur en við vissum af rak okkur langt út á vatnið. Þú sérð okkur svo úr fjarlægð og þú, gamli kallinn, þurftir að hlaupa að ár- bakkanum, alveg að deyja úr áhyggjum, að bjarga okkur. Þú þurftir að vaða upp að mitti og draga okkur í land, það var örugglega í fyrsta skipti sem ég sá þig reiðan en fattaði svo seinna að þú varst bara svo áhyggjufullur (og örugglega líka í fyrsta skipti sem ég heyrði þig blóta). Ég á eftir að sakna þín mjög mikið afi minn. Ég á eftir að sakna þess að spyrja þig um stríðsárin þegar þú varst her- maður í seinni heimsstyrjöldinni og ég á eftir að sjá eftir öllum sögunum sem ég átti eftir að heyra. Mín uppáhaldssaga var um hann vin þinn Frankie sem þekkti Al Capone og kenndi þér í lestinni á leiðinni til herstöðvar- innar að svindla í Black Jack. Þú hefur átt ótrúlega við- burðaríka ævi og sögur þínar lifa áfram í okkur. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Ég bið að heilsa ömmu og við sjáumst síð- ar. Víkingur. Í dag kveð ég og mín fjöl- skylda hann Tobba afa eða eins og börnin mín kölluðu hann, afa long. Mikið er ég þakklát að hafa kynnst þér og þar að auki að börnin mín fengu að kynnast þér. Þú varst svo hörkuduglegur karl sem ég dáðist að. Ótrúlega sprækur miðað við aldur og fyrri störf. Sama hversu oft þú veikt- ist eða slasaðir þig, alltaf varstu svo fljótur að ná þér þannig að í þetta skiptið gerði maður bara ráð fyrir því að þú jafnaðir þig eftir þessi veikindi en svo varð ekki. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp mín fyrstu kynni af þér fer ég að hlæja. Ég var 16 ára og nýkomin með kærasta. Hann Þorbjörn Jónsson HINSTA KVEÐJA Nú er komið að kveðju- stund afi minn. Ég mun sakna þín svo mikið. Þú munt alltaf vera í hjarta mínu og bænum. Þú hefur gefið mér svo margt gegn- um árin. Þú hefur verið til staðar öll mín ár. Ég flutti til ykkar ömmu 12 ára og ég er svo þakklátur að hafa fengið að búa hjá ykkur. Mér er svo minnisstætt síð- asta samtal okkar. Það var þannig að þú varst að vísa mér rétta leið, eins og þú varst vanur að gera. Ég mun reyna eftir megni að fara eftir orðum þínum. Þú varst minn klettur, þú varst minn vinur. Þú varst minn afi. Ég elska þig afi minn. Jóhann Gunnar Helgason (Jói litli).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.