Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 HÆGINDASTÓLAR BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16 FREYJA Vel hannaðir og vandaðir hægindastólar með innbyggðum skemmli, stillanlegum hnakkapúða, 360° gráðu snúningi og stillanlegu ruggi. Stærð B:72 D:80 H:102 NÝTT - KYNNINGARVERÐ kr. 165.900 Kynningarverð KR. 149.300 kr. 133.700 Kynningarverð KR. 119.900 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú þarft að skapa þér betri yfirsýn yf- ir verkefni þitt. Stundum er ekki allt sem sýn- ist og því nauðsynlegt að gera sér grein fyrir eðli hlutanna. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú mátt aldrei missa sjónar á takmark- inu, jafnvel þótt einhver dagamunur sé á vel- gengni þinni. Notaðu meiri háttar látbragð til að lýsa gjafmildi vina þinna. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er svo djúpt á sumum persónu- göllum að það væri kraftaverki líkast að reyna að laga þá á stuttum tíma. Mundu að það má oft rekja vonbrigði til væntinga sem ekki hafa verið látnar í ljós. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu þér tíma til að íhuga hvað það er sem skiptir þig máli. Að skrifa gæti ekki bara hjálpað til við að vinna úr þessum til- finningum. Athugaðu vel þinn gang. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Dagurinn í dag er gæddur einhverjum töfraljóma. Hikaðu ekki við að kanna mögu- leikana sem þér bjóðast. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ekki draga fljótfærnislegar ályktanir eða dæma aðra á næstu vikum, ekki er víst að allar forsendur séu deginum ljósari. Sýndu dirfsku og mættu óundirbúinn og skildu helminginn eftir heima. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú kannt að kaupa eitthvað óvenjulegt en þægilegt í dag. Nú kemur sér vel að eiga gott samstarfsfólk. Sýndu ákveðni og gefðu eða hentu fimm hlutum í dag. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert tilbúinn til þess að takast á við sjálfan þig og gera þig að betri manni. Gönguferð úti í náttúrunni myndi hjálpa til. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Á meðan fólk í kringum þig á það til að vera leiðinlega ýkt og dramatískt, sýnir þú af þér einstaka fágun, mikla smekkvísi og heldur þig við efnið. Sýndu umburðarlyndi. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leitaðu upplýsinga hjá öðrum um þau mál, sem þú veist að þig vantar vitneskju um. Þú veist að það er rétt og líka gott. Fólkið í vinnunni er misjafnt. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ættir að þiggja hjálp sam- starfsmanna þinna. En öllu máli skiptir að þú sért sjálfum þér samkvæmur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú færð góðar hugmyndir um hvernig þú getur aflað meiri tekna en áður. Njóttu þeirra ávaxta erfiðis þíns öfundarlaust. Gerðu þetta „eitthvað“ að veruleika og dagurinn mun snúast um það. Sandá í Þistilfirði er skemmti-leg laxveiðiá og var það löngum svo, að sömu hóparnir skiptu með sér ánni ár eftir ár. Einhverju sinni voru þeir þar saman Arngrímur Jóhannsson flugstjóri og Ólafur G. Einarsson. Jóhannes Sigfússon á Gunn- arsstöðum heilsaði upp á þá og orti: Misjafnt hefur maður hvur af manndómsþreki vöndu. Alltaf fiskar Arngrímur en Ólafur fær ei bröndu. Öðru sinni hitti Jóhannes þá fé- laga við ána og kvað: Þetta er orðið eintómt baks, ellin þessu veldur: Arngrímur fékk engan lax og Ólafur ekki heldur. Enn var það, að þeir félagar voru þar saman við Sandá. Arn- grími skrikaði fótur og féll í ána. Ólafur stóð nokkru neðar og hló dátt að óförum hans. Þeir sögðu Jóhannesi frá atvikinu: Drjúga stund hans drukknun beið, dauðinn mátti vægja, er hann loksins upp úr skreið Ólafur hætti að hlæja. Ólafur segir svo frá, að þeir Lárus Jónsson hafi ásamt fleirum verið að veiðum í Sandá í lok ágúst árið 2006. Lárus hafði verið maðkadorgari, en nú mátti aðeins veiða á flugu og til þess ætlast að stærri löxum yrði sleppt. Ólafur sagði Lárusi, að þó mætti hann drepa laxinn, ef flugan væri kok- gleypt. En auðvitað var það ekki Lárus heldur Ólafur sem fékk einn slíkan. Lárus orti: Einhverjir á mig því lugu að ætti ég til þá smugu að slátra hrygnu úr Sandárlygnu ef hún kokgleypti Collie-Dog flugu. Það hafði verið afar gott veður, en nú voru veðrabrigði í vændum. Ólafur taldi það vita á góða veiði. Svo varð þó ekki, þar sem hann rauk upp með slagveðursrigningu. Áin óx og varð illviðráðanleg og veiðin eftir því. Lárus orti: Víst áttu formannsins veðrabrigði veiði að auka þótt ekki dygði, því engu líkt kom úrfelli slíkt að laxana stórlega styggði. Einhvern tíma heimsótti ég þá Ólaf og Lárus í Sandá: Þótt dauði í Sandánni sé ég segi ekki að vel mætti ske ef lax yrði að fá að fengist hann á flugu hjá Ólafi G. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af laxveiði Ólafs G. og félaga Í klípu „ÞÚ VERÐUR ÁNÆGÐUR AÐ SJÁ AÐ ÉG HEF LOKSINS NÁÐ AÐ SNÚA HLUTUNUM VIÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞVÍ MIÐUR, DR. RÚNAR GETUR AÐEINS HITT ÞIG LEITI HANN TIL ÞÍN“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að finna Valentín- usarkort frá honum í pósthólfinu þínu. HAGNAÐUR ÞÚ GETUR EKKI UNNIÐ! GEFSTU UPP Á KASTALANUM ÞÍNUM OG ÉG MUN TAKA YFIR SEM NÝR EIGANDI! ÓKEI, EN ÞÚ MUNT SJÁ EFTIR ÞVÍ! AF- HVERJU? VIÐ ERUM EKKI MEÐ TVÖFALT GLER Í GLUGGUNUM.. „EF GEIMVERUR MYNDU YF- IRTAKA JÖRÐINA GÆTU ÞÆR UMBREYTT SÉR Í DÝR.“ KEMUR ÞÚ Í FRIÐI? FARÐU MEÐ MIG AÐ ÍSSKÁPNUM ÞÍNUM. Víkverji var viðstaddur brautskrán-ingu kandídata sem luku fram- haldsnámi við Háskóla Íslands um nýliðna helgi. Skipulagið var sem smurð vél og gaman var að sjá ánægj- una sem skein úr hverju andliti. Sér- staka athygli Víkverja vakti glæsilegt Tímarit Háskóla Íslands, sem er 128 síður að þessu sinni og unnið að mestu af starfsfólki markaðs- og sam- skiptasviðs háskólans. x x x Hjátrúin í fótboltanum eykst meðhverri umferð. Vinnufélagi Vík- verja var í vinnunni þegar Fylkir sótti FH heim sl. mánudagskvöld. Honum leist ekki á blikuna þegar Fylkir skoraði snemma leiks og kvaddi Há- degismóana í hálfleik með þeim orð- um að þetta gengi ekki, hann yrði að fara í Krikann til að FH skoraði. Það var sem við manninn mælt, okkar maður var ekki fyrr mættur á svæðið en FH jafnaði og skömmu síðar gerðu heimamenn sigurmarkið. Hér eftir mætir viðkomandi ekki á völlinn til að sjá FH fyrr en í seinni hálfleik, ef að líkum lætur. x x x Einn stuðningsmaður KR missti affyrstu sigurleikjum KR í fyrra og það varð til þess að hann vildi ekki rugga bátnum það sem eftir var keppnistímabilsins. Sá ekki einn ein- asta leik fyrir vikið. Góð byrjun KR- inga í ár varð til þess að hann sat áfram heima með þeim orðum að hann vildi ekki verða sakaður um fyrsta tapið. Þegar KR tók á móti ÍA var hann búinn að sannfæra sjálfan sig um það að sennilega skipti ekki neinu máli hvort hann væri á vell- inum eða ekki og lét slag standa. Mætti á KR-völlinn með KR-trefil og KR-húfu. Þótt Skagamönnum hafi ekki gengið vel til þessa þekkja þeir ekki uppgjöf og þegar þeir skoruðu runnu tvær grímur á okkar mann. Hann færði sig um set í seinni hálf- leik, stóð á pöllunum við klukkuna hægra megin við ákveðinn KR-ing, sem var líka að mæta í fyrsta sinn, og fagnaði sigri. Þeir voru sannfærðir um að staðsetningin hefði gert gæfu- muninn, endurtóku leikinn á móti Víkingi frá Ólafsvík og verða í sömu sporum þar til eitthvað óvænt gerist á heimavelli. víkverji@mbl.is Víkverji Jesús segir við hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Jóhannesarguðspjall 14:6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.