Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 18
BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fyrstu mánuðina sem fjölskyldan bjó hér í dalnum fannst mér ég stundum eins og staddur í stríðs- hrjáðu landi, á vígvelli þar sem her- liðin voru þó hlaupin á brott. Sú lýs- ing er ekki fráleit, búslóðina bárum við inn þann 11. október 2008, í lok vikunnar sem Ísland féll,“ segir Kristinn Steinn Traustason, formað- ur Íbúasamtaka Úlfarsárdals í Reykjavík. „Eftir hrunið var næsta tómlegt hér næstu misserin eftir; húsin hálf- byggð, smiðirnir farnir og þegar kvölda tók sáust óvíða ljós. Nú er þetta hins vegar að komast af stað aftur. Hér er að myndast samfélag fólks sem kemur sitt úr hverri átt- inni en á þó margt sameiginlegt.“ Spegilmynd þjóðfélagsástands Byggðin í Úlfarsárdal er eins- konar spegilmynd af þjóðfélags- ástandi síðustu ára. Landnám þar hófst árið 2006, með útboði á 120 lóð- um fyrir 408 íbúðir í ein- og fjölbýli. Eftirspurnin var strax mikil; götur voru lagðar og farið í margvíslegar aðrar framkvæmdir. Allt var á fleygiferð og fyrstu Úlfdælingarnir voru fluttir inn þegar efnahagskerfið fór að hökta sumarið 2008, sem end- aði svo með hruni um haustið. En nú eru framkvæmdir að kom- ast af stað aftur, iðnaðarmenn eru víða að störfum, og Úlfarsárdalurinn og uppbygging aðstöðu þar er áherslumál hjá borgaryfirvöldum. Með öðrum orðum sagt: í þessu hverfi sjást þenslan, hrunið og end- urreisnin – í öllum sínum birting- armyndum – svart á hvítu. Borgin með fimm ára áætlun „Hverfi eins og Úlfarsárdalurinn verða alltaf vinsæl; enda snýr það beint mót suðri og í nágrenninu eru falleg útivistarsvæði. Fyrir borg- aryfirvöld er líka mjög áhugavert að geta mótað umgjörð hverfisins til að skapa gott og lifandi samfélag, til dæmis með samþættingu skóla-, íþrótta- og menningarstarfs,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs Reykjavíkur. Hönnunarsamkeppni um upp- byggingu þjónustumannvirkja fyrir Grafarholt og Úlfarsárdal var sam- þykkt í borgarráði Reykjavíkur. Stendur til að byggð verði sundlaug, skóli, íþróttahús til æfinga og keppni með áhorfendaaðstöðu, auk þess sem gert er ráð fyrir að aðstaða fyrir menningarstarfsemi og bókasafn verði samtengd. „Þetta eru áform sem komin eru inn í samþykktar áætlanir borg- arinnar,“ segir Dagur. Uppbygging fyrir milljarða Gerð hefur verið fimm ára áætlun um uppbyggingu hverfisins og henni eyrnamerktir 3,7 milljarðar kr. „Líklega setjum við eitthvað meiri fjármuni í þetta þegar allt er talið,“ segir Dagur. Hann vekur jafnframt athygli á víðtæku samstarfi borg- arinnar við þá sem tengjast málum í Úlfarsárdalnum. Hugmyndir eru uppi um að skólinn í dalnum og íþróttafélagið Fram samnýti aðstöðu og þannig náist samlegðaráhrif. Þá standi til að endurskoða deiliskipu- lags hverfisins. Áður hafi verið gert ráð fyrir 10.000 manna byggð, en nýjar áætlanir sem gilda fram til ársins 2030 segja til um 3.500 íbúa í 1.400 íbúðum. „Við hugsum reyndar Úlfarsárdal og Reynisvatnsás ásamt Grafarholt- inu sem heildstætt hverfi. Þar með erum við með einingu sem er svipuð Árbæjarhverfi að stærð, segir Dag- ur. „Eðlilega gera íbúar í nýjum hverfum kröfu um sterka innviði. Í Árbænum þurfti fólk að bíða í ára- raðir eftir íþróttaaðstöðu, sundlaug, bókasafni og verslunum. Í Úlfars- árdal og Grafarholti eru þessar grunnstofnanir ýmist komnar eða á teikniborðinu og farið verður í fram- kvæmdir á næstu árum. Aftur af stað Hlutverk Íbúasamtaka Úlfars- árdals er meðal annars að þrýsta á borgaryfirvöld um uppbyggingu og úrbætur í ýmsum málum. „Þetta er allt á góðri leið. Við höf- um sérstaklega óskað eftir því að hálfbyggðum húsum sé lokað og slysagildrum fækkað. Og það er allt á réttri leið, en mestu skiptir auðvit- að að byggingaframkvæmdir í daln- um eru aftur farnar af stað,“ segir Kristinn Steinn Traustason, formað- ur íbúasamtaka Úlfdælinga – sem stofnuð voru 2009 og eru félagsmenn nú um 200 talsins. Hér er að myndast samfélag Kristinn Steinn Traustason Dagur B. Eggertsson Úlfarsárdalur Fram svæði Loftmyndir ehf. Reykjavík  Uppbygging í Úlfarsárdal aftur af stað  Borgin ver 3,7 milljörðum kr. til framkvæmda á svæðinu á næstu árum  Samþætta skóla og íþróttastarf  Gert ráð fyrir 3.500 íbúum 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum. Er á Facebook Græðandi og slakandi Ég var með slæmt sár í fimm mánuði eftir skurðaðgerð og búin að reyna allskonar krem og smyrsl. Sárasmyrslið hennar Önnu Rósu gerði kraftaverk og sárið greri á einni viku. Svo er það líka gott á sprungur, útbrot og þurrkbletti. Slakandi olían er góð fyrir húðina og himnesk í baðið! – Lena Lenharðsdóttir www.annarosa.is Sáramyrslið græðir sár og sprungur og hefur líka gefist afar vel við kláða, frunsum, sveppasýkingum og bleiuútbrotum. Slakandi olían hefur róandi áhrif og er frábær nudd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.