Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 43
Óskar byrjaði að gera stuttmyndir 13 ára gamall, sú fyrsta hét Rán á Ránargötu, sama nafni og fyrirtækið hans heitir í dag, og gerði fjöldann allan af myndum á unglings- og menntaskólaárunum, líklega vel á annan tug. Í VÍ stofnaði Óskar stutt- myndahátíðina sem enn lifir góðu lífi sem einn helsti atburður í félags- lífinu. Á háskólaárunum hélt Óskar áfram að gera stuttmyndir og stóð m.a. fyrir stuttmyndakvöldum ásamt Ragnari Bragasyni o.fl. þar sem nokkrir ungir kvikmyndagerð- armenn sýndu stuttmyndir sínar. Árið 1997 stofnaði Óskar Þeir tveir kvikmyndagerð ásamt Gunnari B. Guðmundssyni í kringum gerð stuttmyndarinnar Á blindflugi sem var sýnd í bíóhúsum. Í kjölfarið gerðu þeir svo auglýsingar í nokkur ár, en einnig Karamellumyndina (sem Óskar framleiddi og var töku- maður á, en Gunnar leikstýrði) en hún var valin stuttmynd ársins á Edduverðlaununum 2003. Síðan þá hefur Óskar gert fjölda mynda ýmist sem leikstjóri eða kvikmyndatöku- stjóri og unnið til verðlauna. Má þar nefna Nylon (2004) og Misty Mount- ain (2007), sem Óskar leikstýrði, sem og Góðir gestir (2006) og Njálsgata (2009) sem Ísold Uggadóttir leik- stýrði og Óskar sá um kvikmynda- töku. Hann var einnig kvikmynda- tökustjóri í myndunum Dance Mania Fantastic og Elephant Garden sem Sasie Sealy leikstýrði. Þær urðu báð- ar sigurmyndir á Tribeca-kvikmyndahátíðinni. Allt eru þetta stuttmyndir. Svartur á leik Óskar sló rækilega í gegn með myndinni Svartur á leik frá 2012 sem var fyrsta myndin í fullri lengd sem hann leikstýrði. Hún var gerð eftir sögu Stefáns Mána og varð næst- vinsælasta mynd ársins í bíóhúsum. Tæplega 63.000 manns sáu hana. Svartur á leik er 6. tekjuhæsta mynd allra tíma hér á landi og sú næst- tekjuhæsta íslenska. Hún er enn fremur sú langtekjuhæsta sem hefur verið bönnuð innan 16 ára. Næsta mynd þar á eftir sem er bönnuð inn- an 16 ára er Karlar sem hata konur sem er í 33. sæti. Myndin hlaut 15 til- nefningar til Edduverðlauna og hlaut þrenn verðlaun: fyrir besta handritið og fyrir leikara og leikkonu í aukahlutverki. Óskar er nú um stundir að vinna að ýmsum myndum sem eru mis- langt á veg komnar, m.a. einni sem er byggð á skáldsögu Yrsu Sigurð- ardóttur, Ég man þig. Áhugamál Óskar hefur áhuga á öllu er snýr að kvikmyndum eins og t.d. kvik- myndasögu. Hann hefur gaman af því að fara á tónleika og horfa á Ars- enal í enska boltanum. Hann hefur einnig gaman af ferðalögum; að ferðast á nýjar slóðir og njóta íslenskrar náttúru. Fjölskylda Kona Óskars heitir Hulda Þór- isdóttir, f. 19.10. 1974, lektor í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Börn þeirra eru Valtýr H. Óskarsson, f. 3.5. 2010, og Unnur H. Óskarsdóttir, f. 21.4. 2012. Systkini Óskars Þórs eru Kristín Axelsdóttir, f.25.2. 1958, kerfisfræð- ingur í Reykjavík; Svanhvít Axels- dóttir, f. 8.2. 1960, héraðsdóms- lögmaður í Reykjavík; Einar Baldvin Axelsson, f. 16.10. 1965, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík og einn eigenda LOGOS. Foreldrar Óskars Þórs eru Axel Einarsson, f. 15.8. 1931, d. 19.12. 1986, hæstaréttarlögmaður í Reykjavík, og Unnur Óskarsdóttir, f. 17.11. 1932, fyrrverandi bóka- útgefandi í Reykjavík. Úr frændgarði Óskars Þórs Axelssonar Óskar Þór Axelsson Kristrún Einarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Hannes Ólafsson kaupmaður í Reykjavík Jóna S. Hannesdóttir bókaútgefandi í Rvík Óskar Gunnarsson verslunarmaður og bókaútgefandi í Rvík Unnur Óskarsdóttir bókaútgefandi í Rvík Þorbjörg Pétursdóttir húsfreyja í Reykjavík Gunnar Björnsson skósmiður í Reykjavík Jóhanna Jósafatsdóttir húsfreyja í Reykjavík Ingvar Pálsson verslunareigandi í Rvík Kristín Ingvarsdóttir húsfreyja í Reykjavík Einar Baldvin Guðmundsson hæstaréttarlögmaður í Rvík Axel Einarsson hæstaréttarlögmaður í Rvík Jóhanna Stefánsdóttir húsfreyja, síðar símadama í Hfj. Gerður G. Óskarsdóttir fyrrv. skólastj., háskólakennari og fræðslustj. Reykjavíkur Pétur Þ.J. Gunnarsson framkv.stj. í Rvík, einn stofnenda og eigandi Nýja bíós Sigríður Blöndal skrifstofum. í Kóp. og Rvík Pétur Blöndal alþingism. Guðmundur Einarsson verslunarm. og bóndi á Hraunum í Fljótum, faðir hans var Einar Baldvin Guðmundss. stórb., útgerðarm., alþm. og brúarsmiður á Hraunum Páll Einarsson hæstaréttard. og fyrsti borgarstjórinn í Rvík. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 Sveinbjörn tónskáld fæddist áNesi við Seltjörn 28.6. 1847 enólst upp í Reykjavík frá fjög- urra ára aldri. Hann var sonur Þórð- ar Sveinbjörnssonar, háyfirdómara við Landsyfirréttinn, og s.k.h., Kir- stínar Katrínar Knudsen. Systir Kirstínar var Guðrún, kona Péturs Guðjohnsen, dómorganista og kór- stjóra, en meðal afkomenda þeirra eru tónskáldin Jórunn Viðar og Emil Thoroddsen. Sveinbjörn lauk stúdensprófi frá Latínuskólanum og útskrifaðist úr Prestaskólanum 21 árs. Hann hafði lært á píanó hjá frú Ástríði Melsted, og lært söngfræði hjá Pétri Guð- johnsen, og var staðráðinn í að ryðja sér braut erlendis sem píanóleikari og tónskáld. Hann var því í tónlist- arnámi í Kaupmannahöfn í tvö ár, og síðan hjá Reinecke, yfirkennara Tónlistarskólans í Leipzig, frægum hljómsveitarstjóra. Sveinbjörn var lengst af hátt laun- aður píanókennari og virt tónskáld í Edinborg. Hann kom tvisvar í heim- sókn til Íslands, 1907 og 1914, flutti svo loks heim 1922, er Alþingi hafði veitt honum heiðurslaun og hugðist alkominn, en flutti fljótlega til Kaup- mannahafnar og bjó þar til æviloka. Eiginkona Sveinbjörns var skozk, Elenor Christie, vel menntuð, glæsi- leg og mun yngri en hann og eign- uðust þau tvö börn, Þórð lækni í Kanada, og Helen kennara. Sveinbjörn var ljóðrænt tónskáld rómantísku stefnunnar undir áhrif- um frá Mendelssohn og Gade. Bestu sönglög hans eru almennt talin með því fremsta í safni íslenskra söng- laga, en meginhluti tónverka hans hefur verið Íslendingum framandi. Af stærri verkum hans er Konungs- kantatan þekktust, samin í tilefni af komu Friðriks VIII til Íslands 1907. Matthías Jochumsson hafði sjálf- ur beðið Sveinbjörn að semja lag við hátíðarljóðið „Ó, guð vors lands“ og það var lengi eina lagið sem hann samdi við íslenskt ljóð. Á því varð þó breyting og hann átti eftir að semja fjölda sönglaga við íslensk ljóð. Sveinbjörn lést í Kaupmannahöfn 23.2. 1927 og hvílir í Hólavallagarði, örfáa metra frá Jóni forseta. kjartangunnar@mbl.is Merkir Íslendingar Sveinbjörn Sveinbjörnsson 95 ára Anna Guðmundsdóttir Ragna Gamalíelsdóttir 90 ára Jytte Karen Michelsen Sigurður Stefánsson 85 ára Bára J. Olsen Halldór Júlíusson Magðalena S. Hallsdóttir Þorgerður Þorleifsdóttir 80 ára Anna S. Steingrímsdóttir Friðrika Karlsdóttir Gísli Bjarnason María Víglundsdóttir Sólrún Helgadóttir Trausti Runólfsson 75 ára Auður Ófeigsdóttir Björg Björnsdóttir Erna Tryggvadóttir Kjartan Reynir Ólafsson Sverrir Marinósson 70 ára Anna Einarsdóttir Baldur Bjartmarsson Elín Magnúsdóttir Eyjólfur B. Karlsson Gréta Björnsdóttir Guðmunda L. Hauksdóttir Héðinn Ólafsson Sigríður Árnadóttir Sigríður Guðmundsdóttir 60 ára Anna Keneva Kunz Birgir Sigurjónsson Freyja B. Benediktsdóttir Halla Kristín Sverrisdóttir Halldóra K. Ólafsdóttir Ólafur Pálsson Rannveig Sigurðardóttir Stefanía Erlingsdóttir 50 ára Bóas Jónsson Bylgja Kristín Héðinsdóttir Fanney Kristjánsdóttir Guðný Lilja Björnsdóttir Halla Benediktsdóttir Halldóra Jóhannsdóttir Haraldur Ingólfsson Heiða H. Theódórsdóttir Iðunn Lára Ólafsdóttir Inga Lára Pétursdóttir Ingrida Kareiviené Katrín Stefánsdóttir Rósa Guðmundsdóttir Sigurður Óli Hilmarsson Sólrún Guðmundsdóttir Unnur Guðrún Óskarsdóttir Þórður Daníelsson 40 ára Böðvar Þór Kárason Fríða Breiðfjörð Arnardóttir Guðmundur Jóhannesson Jón Karl Arnarsson Karl Björgvin Marteinsson Magnús F. Guðmundsson Óskar Þór Axelsson Sverrir Halldórsson Valur Norðri Gunnlaugsson Wirot Khiansanthia 30 ára Árni Már Markússon Daníel G. Guðmundsson Elísabet Ásta Eyþórsdóttir Elva Guðrún Ólafsdóttir Guðný Ósk Unnarsdóttir Hulda Guðrún Jónasdóttir Kristín Hjartardóttir Leópold Kristjánsson Sylvía Hlynsdóttir Víðir Örn Ómarsson Þórdís Erla Gunnarsdóttir Til hamingju með daginn 60 ára Ólafur er bóndi í Saurbæ í Holtum í Rang- árvallasýslu og hefur bú- ið í Saurbæ alla tíð. Maki: Guðrún Hálfdánar- dóttir, f. 1959, bóndi. Börn: Lára, f. 1986, Margrét, f. 1989, Ingi- björg, f. 1992, og Hjör- dís, f. 1994. Foreldrar: Páll Elíasson, f. 1918, d. 1984, og Margrét Svanhvít Erlendsdóttir, f. 1912, d. 2001, bændur í Saurbæ. Ólafur Pálsson 40 ára Valur er Reykvík- ingur og verkefnastjóri hjá Matís ohf. Maki: Laufey Kristjáns- dóttir, f. 1975, gæðastjóri hjá Mannviti. Börn: Þórunn, f. 2008, og Hanna Kristín, f. 2010. Foreldrar: Gunnlaugur Sigurðsson, f. 1932, fyrr- verandi rannsóknar- lögreglumaður, og Jóhanna Guðrún Steins- dóttir, f. 1934, fyrrverandi iðnverkakona. Valur Norðri Gunnlaugsson 30 ára Kristín er grunn- skólakennari og býr í Reykjanesbæ. Maki: Gustav Helgi Har- aldsson, f. 1981, netsér- fræðingur. Börn: Esther Júlía, f. 2005, Þóra Vigdís, f. 2009, og Freyja Kristín, f. 2012. Foreldrar: Hjörtur Zak- aríassson, f. 1949, bæjar- ritari í Reykjanesbæ, og Hjördís Hafnfjörð, f. 1950, listamaður. Kristín Hjartardóttir Frískandi húðvörur úr suðrænum sítrusávöxtum Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaíslandÚtsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir Hin dásamlega sítruslína frá Weleda inniheldur afurðir úr lífrænt ræktuðum sítrónum frá Salamita Cooperative á Sikiley. Hún dekrar við og frískar húðina - í samhljómi við mann og náttúru. www.weleda.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.