Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 ✝ Elísabet JónaBenedikts- dóttir fæddist í Stóra-Rimakoti, Ásahreppi (Þykkvabæ) 21. desember 1940. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Sel- fossi 19. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru Benedikt Jóhann Pétursson, f. 18.3. 1900, d. 10.9. 1971 og Jónína Þorgerður Jónsdóttir, f. 22.8. 1908, d. 24.7. 1971. Systkini hennar eru Pálína Magn- úsdóttir, f. 27.5. 1929, d. 18.6. 1981. Petrína Hólm Benedikts- dóttir, f. 20.7. 1932. Anna Jór- unn Benediktsdóttir, f. 19.5. 1939. Elísabet giftist Guðlaugi Kon- ráð Jónssyni frá Reykjavík, f. Börn Róbert Daði, f. 1992, Ómar Guðlaugur, f. 1995, Fanný El- ísabet, f. 1997 og Björgvin Bjarki, f. 1999. 6) Róbert, f. 1976, maki Jóhanna Vigfús- dóttir, f. 1980, áður giftur Sig- rúnu Jónu Eydal, f. 1977. Börn Elfar Logi, f. 1998 og Arnór Páll, f. 2000. Börn Jóhönnu Vig- fús Alexander, f. 2007 og Eyþór Rafn, f. 2008. Elísabet ólst upp í Stóra Rimakoti í Þykkvabæ, fór til Reykjavíkur á unga aldri að vinna á Sólvangi og kynntist manni sínum Guðlaugi. Þau byrjuðu sinn búskap í Reykjavík. Giftu sig fljótlega og eignast fjögur elstu börnin þar. Flytja síðan í Þykkvabæ 1967 og taka við búi foreldra Elísabetar. Eignast þar næst yngsta barn sitt og flytja síðan til Reykjavík- ur 1974. Þar fæðist yngsti sonur þeirra. Elísabet starfaði lengst af sem verslunarkona. Og síð- ustu ár hafa Elísabet og Guð- laugur búið á Hellu. Útför Elísabetar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 28. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 13. 22.3. 1940. Elísabet og Guðlaugur eign- uðust sex börn. Þau eru 1) Benedikt Jón, f. 1961, maki Agnes Karen Sig, f. 1964. Börn þeirra eru Atli Þór, f. 1983, Tinna Dögg, f. 1988 og Andrea Lind, f. 1996. 2) Ey- þór, f. 1962, fyrrum sambýliskona El- ísabet Sigurðardóttir, f. 1964. Börn Sigurður, f. 1984, Telma Guðbjörg, f. 1992, og Guðlaugur Andri, f. 1997. 3) Þórey, f. 1964, maki Friðrik Friðriksson, f. 1961. Börn Elísabet Jóna, f. 1986, Guðrún Ósk, f. 1994 og Rakel Rós, f. 1996. 4) Jón Einar, f. 1966. Dóttir Aníta Ylfa, f. 1996. 5) Arnar, f. 1968, maki Aþena Ómarsdóttir, f. 1973. Mig langar að minnast í nokkrum orðum hennar tengda- móður minnar, hennar Betu. Ég kynntist henni fyrir 29 árum þeg- ar ég fór að vera með elsta syni hennar, honum Benna. Fljótlega eftir að við fórum að rugla saman reytum flutti ég inn til hennar og tengdapabba og tóku þau mér mjög vel. Ég var nýbúin að missa ömmu mína á þessum tíma og á vissan hátt kom hún og fyllti upp í það tómarúm sem þá hafði myndast. Ég kom ekki ein inn á heimili þeirra hjóna því með í för var 1 ½ árs sonur minn sem þau tóku eins og sínu barnabarni og buðu velkominn inn á heimilið. Beta var alls staðar vel liðin hvar sem hún starfaði en hún vann mikið við verslunarstörf, bæði hér í Reykjavík og eins er þau hjónin bjuggu í Hveragerði. Eftir að þau fluttu austur í Hveragerði þá höfðum við þá reglu að fara alltaf aðra hvora helgi til að kíkja á ömmu og afa en þegar þau fluttu enn austar eða á Hellu þá fækkaði heim- sóknunum því miður. Þegar þau keyptu sér hús á Hofsósi fyrir nokkrum árum þá skynjaði ég það að þarna leið henni vel, hún blómstraði í því sem hún var að gera og hendur hennar unnu mörg falleg handverk, mörg þeirra hafa börnin mín fengið að njóta í afmælis- og jólagjöfum. Ég tel mig mjög heppna með að hafa fengið að kynnast henni Betu, hún var einstaklega ljúf í alla staði, hafði þægilega nær- veru og vildi ekkert nema rétt- læti fyrir alla. Takk fyrir samfylgdina þessi 29 ár og ég veit að nú ertu á góð- um stað. Agnes Karen. Það er margs að minnast og margt að þakka við fráfall tengdamóður minnar, Elísabetar Benediktsdóttur eða Betu eins og hún var jafnan kölluð. Beta ólst upp í Þykkvabænum, yngst fjögurra systra. Það var mikið áfall þegar móðir þeirra veiktist ung að árum og hafði það án vafa mikil áhrif á dótturina ungu sem þurfti í kjölfarið að bera mikla ábyrgð. Snemma fór hún að taka til hendinni í sveitinni. Kom þá fljótt í ljós hvað hún var mikil hand- verkskona, allt lék í höndum hennar. Hún var nýtin og nægju- söm, vildi frekar gefa en þiggja, góð við alla, bæði menn og mál- leysingja. Ung kynntist hún lífsförunaut sínum, Guðlaugi Jónssyni, Gulla. Barnalánið var mikið en börnin urðu alls sex talsins, fimm dreng- ir og ein stúlka, sem öll eru mikið prýðisfólk. Fjölskyldan var henni allt og var hún afar stolt af mynd- arlegum hópi afkomenda sinna. Flest okkar ef ekki öll eigum við eitthvað fallegt sem hún Beta mín bjó til af sinni alkunnu smekkvísi og eru þeir munir gulls ígildi. Kímnigáfu hafði hún góða, bæði fyrir sjálfri sér og öðrum, kallaði hún mig t.d. ávallt besta tengdasoninn þótt hún ætti bara einn slíkan. Betu og Gulla kynntist ég fyrst 1984 þegar ég fór að vera með Þóreyju dóttur þeirra. Var mér strax vel tekið á heimili þeirra í Grafarvogi. Síðar áttum við því láni að fagna að Beta og Gulli ákváðu að setjast að hér í Hveragerði og varð það eðlilega til þess að samskipti okkar urðu meira en ella. Dætur okkar áttu ávallt vísar góðar móttökur hjá ömmu og fyrir það verður seint fullþakkað. Einnig vil ég þakka allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman á liðnum árum en með þeim Gulla höfum við fjöl- skyldan átt fjölmargar ógleym- anlegar ánægjustundir. Sérstak- lega vil ég minnast sumarsins á Hofsósi þegar við dvöldum þar þrjú, Beta málaði og föndraði og við Gulli rerum á strandveiðum, ríkulega útbúnir gómsætu nesti frá Betu. Það sumar er mér dýr- mætt í minningunni og gleymist aldrei. Að leiðarlokum vil ég þakka tengdamóður minni ástúð hennar og elsku í garð afkomenda sinna um leið og ég bið algóðan Guð að styrkja tengdaföður minn og fjöl- skylduna alla. Minningin lifir um ástkæra eiginkonu, móður, ömmu og tengdamóður. Friðrik Friðriksson. Elsku Beta amma, það verður skrýtið að koma á Hellu til ykkar afa og þú verður ekki þar. Við kveðjum þig með ljóðinu hennar Andreu Lindar, Konan, sem hún samdi og ætlar að fara með í dag þegar við kveðjum þig. Hún er konan hans. Hún er móðir barnanna. Hún er amma okkar. Hún er systir þín. Hún er dóttir þeirra. Hún er frænka mín og þín. Og hún er vinur okkar allra. Hún verður okkur allt og verður það alltaf. (Andrea Lind) Kveðja Tinna Dögg Kristberg og Andrea Lind Kristberg, Bennadætur. Þann 19. júní um miðjan morg- un kom ég upp á sjúkrahús og tók við af afa svo hann gæti farið heim að hvíla sig. Ég settist hjá þér og beið þess að þú vaknaðir, á meðan ég strauk yfir heita hönd- ina þína. Hjúkkan bað um að fá að tala við mig og sagði að þú myndir líklegast ekki vakna aft- ur. Ég var svosem búin að búa mig undir næstu daga og vissi að það væri ekki svo langt eftir en það hvarflaði ekki að mér að það yrði á næsta hálftíma sem þú myndir kveðja þennan heim. Ég sat hjá þér og hélt í höndina á þér á meðan þú kvaddir. Ég sá það á þér að þarna varstu tilbúin til að fara kvalarlaus og friðsæl. Ég get ekki þakkað þér nóg fyrir þennan tíma sem ég fékk að eyða með þér á þessum seinustu dögum og voru það algjör forréttindi að eiga þig að. Ég er bæði sáttari og glaðari með það að hafa fengið að halda í höndina á þér á meðan þessu lauk. Fyrir 19 árum síðan, þann 30. janúar, komst þú upp á sjúkra- hús til mömmu og nánast tókst á móti mér nýfæddri, og núna 19 árum seinna var ég hjá þér uppi á sama sjúkrahúsi þegar þú kvadd- ir þennan heim. Ég vil meina að þetta hafi ekki verið tilviljun heldur hafir þú sleppt takinu hjá mér. Ég fékk mjög mikið út úr því að hafa verið þarna og náði því að kveðja þig seinustu mín- úturnar. Með tár í augum og sorg í hjarta, kveð ég þig, elsku amma. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið og gert fyrir okkur. Þú settir allt- af alla í fyrsta sæti og áttir það til að gleyma sjálfri þér. Það færir mér gleði í hjarta að hugsa um þann góða tíma sem ég fékk að njóta með þér og þínum. Þú ert sterk og falleg kona, dugleg og hjartahlý. Ég hugga mig við til- hugsunina um alla ástvini þína og vini sem taka við þér með hlýjum örmum á þessum nýja stað, sem ég mun fylgja síðar. Auðvitað hefði ég viljað eyða meiri tíma með þér en „Eitt sinn verða allir menn að deyja‘‘ eins og hann Vil- hjálmur Vilhjálmsson vinur okk- ar segir í texta sínum og er ég þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með þér. Þín ömmustelpa, Guðrún Ósk. Elsku Beta frænka, besta frænka í heimi, mig langar svo til að kveðja þig með nokkrum orð- um. Við systurnar komum til ykkar í sveitina þegar við vorum pínulitlar og þú og Anna systir þín voruð unglingar, alltaf að tjútta á stéttinni í flórnum og ég man alltaf hvað þú varst flink, hélst í halabandið og tjúttaðir. Við komum til ykkar þegar for- eldrar okkar skildu og við áttum að vera í skamman tíma en það urðu nú samt 10 ár. Elísabet Jóna Benediktsdóttir ✝ Sigurður Sig-urbergsson fæddist á Stapa í Hornafirði 6. apríl 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Höfn, 17. júní 2013. Foreldrar hans voru hjónin Björg Einarsdóttir hús- freyja á Stapa, f. 26. ágúst 1900, d. 11. desember 1977 og Sigurbergur Sigurðsson bóndi, f. 4. apríl 1896, d. 29. desember 1985. Sigurður var elstur þriggja systkina, en þau eru: 1) Rannveig húsfreyja á Dynjanda í Nesjum, f. 20. októ- ber 1929, búsett á Höfn, gift Jens Olsen frá Reyðarfirði og 2) Einar bóndi í Þinganesi, f. 28. júlí 1935, kvæntur Hönnu Jónsdóttur frá Akurnesi, búsett á Höfn. Sig- urður kvæntist 24. nóvember 1957 Guðnýju Valgerði Gunn- arsdóttur húsfreyju, f. 24. októ- ber 1935, frá Vagnsstöðum í Suð- ursveit. Foreldrar hennar eru Sigríður Þórarinsdóttir, f. 28. febrúar 1893, d. 16. júlí 1969 frá Borgarhöfn og Gunnar Jens Gíslason, f. 28. nóvember 1904, d. Kristín, f. 28. febrúar 1992, sam- býlismaður Olgeir Halldórsson. 2) Hallmar, f. 17. nóvember 1993. 3) Gísli Þórarinn, f. 15. ágúst 1999. 4) Sigurður Guðni, f. 14. desember 2000. 4. Sigurlaug Jóna, f. 6. maí 1962, læknaritari, Garðabæ, maki Guðni Olgeirs- son. Börn þeirra: 1) Finnur Kári, f. 16. maí 1982, maki Guðný Halla Hauksdóttir. Barn: Mar- grét Hekla, f. 21. sept. 2008. 2) Signý Heiða, f. 29. apríl 1986, sambýlismaður Friðrik Guð- jónsson. 3) Gerður, f. 13. júní 1993, unnusti Snæþór Guð- jónsson. 5. Hulda Steinunn, f. 19. nóvember 1967, bóndi á Stapa, maki Jón Ágúst Sigurjónsson. 1) Sigurður Óskar, f. 31. júlí 1987. 2) Björn Ármann, f. 31. mars 1992. 3) Gísli Skarphéðinn, f. 24. maí 1999. 6. Gísli Skarphéðinn, f. 10. febrúar 1970, d. 27. maí 1998, bifreiðarstjóri, maki Sædís Guðný Hilmarsdóttir. 1) Haukur Smári, f. 26. júní 1996. Sigurður starfaði á yngri ár- um við vegagerð í Austur- Skaftafellssýslu og tók síðar við búi foreldra sinna á Stapa. Þá starfaði hann um tíma í mötu- neyti varnarliðsins á Stokksnesi. Söngur og tónlist átti hug hans allan og var hann virkur í kirkju- kórum og einn af stofnendum Karlakórsins Jökuls. Útför Sigurðar fer fram frá Hafnarkirkju í dag, 28. júní 2013, kl. 14. 12. september 1992 frá Vagnsstöðum. Systkini Valgerðar eru Halldóra, f. 1930, búsett á Höfn og Þórarinn Guð- jón, f. 1932, búsett- ur á Höfn. Börn Sig- urðar og Valgerðar eru: 1. Sigurbjörg, f. 9. janúar 1956, líf- eindafræðingur á Akureyri, maki Hjörleifur Einarsson. Börn þeirra: 1) Vala, f. 6. maí 1977, maki Angel Ruiz-Angulo. Börn: Fríða, f. 12. ágúst 2008 og Alf- onso, f. 2. des. 2010. 2) Anna, f. 21. september 1986, sambýlis- maður Arnar Marteinsson. 3) Einar, f. 28. ágúst 1988. 2. Sigríð- ur Gunnþóra, f. 12. mars 1957, skrifstofumaður á Sauðárkróki, maki Ingimar Birgir Björnsson. Börn þeirra: 1) Ása Björg, f. 2. febrúar 1984, maki Grétar Þór Þorsteinsson. Barn: Árelía Mar- grét, f. 4. ágúst 2011. 2) Katrín Eir, f. 9. júní 1988. 3) Gunnar Tjörvi, f. 3. nóvember 1992. 3. Hallur, f. 20. apríl 1958, sjómað- ur á Höfn, maki Elínborg Hall- björnsdóttir. Börn þeirra: 1) Siggi, tengdafaðir minn, er fallinn frá 85 ára að aldri eftir erfiða baráttu undir lokin. Ég kom fyrst að Stapa fyrir rúmlega 30 árum og var strax afskaplega vel tekið og gestisni Völu og hans hefur alla tíð verið mikil þar sem þau höfðu ávallt að leiðarljósi að sælla væri að gefa en þiggja. Allt- af gaf Siggi sér tíma til að spjalla við gesti, en oft var afar gest- kvæmt þar á sumrin, sagðar voru sögur, farið með gamanmál og vísur og í seinni tíð lék Siggi oft á harmonikkuna svo unun var að. Hann var líka óþreytandi að benda á örnefni í nágrenninu enda þekkti hann vel hverja þúfu og það var greinilegt að honum þótti afar vænt um sveitina sína og Hornafjörð. Sérstaklega eru minnisstæðar Veiðivatnaferðir fjölskyldu minn- ar á haustin, en í bráðum þrjá áratugi hefur verið haldin nokk- urs konar fjölskyldu- og vinahá- tíð í Veiðivötnum eina helgi að hausti á netaveiðitímanum. Siggi og Jens Olsen mágur hans komu alloft í þessar árlegu Veiðivatna- ferðir á meðan Siggi hafði heilsu til. Eftirminnilegastar eru kvöld- vökurnar frá þessum árum í Veiðivötnum en oft var sungið kröftuglega, aðallega ættjarðar- lög. Þar var ekki komið að tóm- um kofunum hjá Sigga, hann þurfti aldrei að líta í söngbók, kunni alla texta og var þar að auki afar lagviss og kunni oftar en ekki fleiri vísur en eru í söng- bókunum. Þarna náðu Siggi og móðir mín, Guðný Finna, afar vel saman og stundirnar þegar þau sungu alls konar lög sem enginn annar kunni eru ógleymanlegar. Þegar Siggi treysti sér ekki leng- ur í Veiðivatnaferðir fyrir nokkr- um árum þá áttuðum við okkur fyrst á því hversu nærvera hans, gamanmál og söngur og stundum harmonikkuleikur hafði vakið mikla athygli þegar krakkarnir sem eru gjarnan með í Veiði- vatnaferðunum spurðu: „Hvar eru karlarnir?“ Þeim fannst eitt- hvað vanta. Ég vil að lokum senda Völu og allri fjölskyldunni samúðarkveðj- ur og megi minningin um Sigga á Stapa lifa áfram í hjörtum okkar. Guðni Olgeirsson. Það er hverju barni hollt að eiga í góðum samskiptum við afa sinn og ömmu, en það eru for- réttindi að vera alinn upp á heim- ili þar sem afinn og amman búa líka. Þannig var það öll uppvaxt- arár okkar bræðranna og við munum búa að því alla tíð. Ég leit alltaf upp til Sigga afa, þó ég hafi reyndar snemma orðið hátt í höfðinu hærri. Það breytti þó engu um það að ég var oftar en ekki kallaður Siggi litli heima við og verð sjálfsagt áfram. Afi kall- aði mig samt oftast „nafna“ og sagði líka oft: „Hvað segir þú, gamli skarfur?“ Það var alltaf stutt í grínið hjá afa og orðaleikir voru í sérstöku uppáhaldi. Það er í sjálfu sér ekki skrýtið, því duglegri mann við að leysa krossgátur var erfitt að finna. Afi var líka ágætt skúffu- skáld og samdi stundum vísur um okkur bræðurna. Afi var mjög vandvirkur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Áður minntist ég á krossgáturn- ar, sem alltaf voru réttar upp á staf. Það er þó ekki hægt að minnast Sigga afa án þess að nefna öll púslin. Heima á Stapa er til sérstakur púslskápur, fullur af púslum sem afi tók stundum fram og raðaði af mikilli snilld. Það varð samt alltaf auðveldara að setja þau saman eftir fyrstu tilraun því afi var alltaf búinn að setja kubbana í röð og reglu í poka og jafnvel búinn að númera pokana eftir því hvar ætti að byrja. Ég get líka sagt með nær fullri vissu að ekki vantar einn einasta kubb í skápinn. Foreldrar okkar bræðranna voru að miklu leyti teknir við bú- skapnum þegar ég komst til vits og ára, en það voru alltaf vissir hlutir sem afi gerði. Hann mark- aði lömbin af mikilli nákvæmni og ég er viss um að á engum bæ eru til vandaðri lambamerki en þau sem afi bjó til og voru notuð alveg þangað til skylda varð að nota plastmerki samkvæmt Evr- ópustaðli. Afi var líka algjör sér- fræðingur í girðingavinnu og ég vona að þær girðingar sem ég kann að þurfa að setja upp kom- ist í hálfkvisti við þær sem afi kom á laggirnar. Þar skipti ná- kvæmni höfuðmáli en hraðinn var aukaatriði. Oft var ég með afa í girðingavinnu og lærði reyndar ýmislegt, þó manni hafi stundum þótt tíminn líða óþarf- lega hægt. Það var þó alltaf hægt að horfa á girðinguna á eftir, þráðbeina og fína, og vera ánægður með gott dagsverk. Mig langar að lokum að þakka fyrir allar góðu stundirnar, sam- veruna á þessum næstum 26 ár- um, allan lesturinn og að sjálf- sögðu allan aksturinn. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Sigurður Óskar Jónsson. Flestar af mínum minningum eru tengdar afa mínum á Stapa sem ætíð hefur stutt mig og hjálpað mér í gegnum árin. Á Stapa átti ég mínar mestu gæða- stundir með ömmu og afa. Á Stapa gisti ég oftar en ekki í her- berginu sem lá við herbergið hjá afa og ömmu. Um leið og ég heyrði þrusk í herberginu hjá þeim um morguninn laumaðist ég yfir í herbergið og lagðist á milli þeirra. Ég hef notið góðs af afa mínum í gegnum árin og oftar en ekki hefur hann setið undir stýri að skutla mér heim á Höfn eftir góða dvöl á Stapa. Hann spurði mig þá hvort við ættum að fara Hvammana eða keyra framhjá Hestakömbunum. Ég valdi yfirleitt Hvammana því það var miklu meira spennandi að fá að fara þá þar sem þeir voru erf- iðari yfirferðar en miklu meira útsýni. Ég naut þess að afi næði í mig og Bjössa inn í Nesjahverfi af leikskólanum Óla Prik og fékk ég að fylgja þeim inn á Stapa þar sem mamma vann inni í Nesja- sjoppu og pabbi var úti á sjó. Afi var mjög tónelskur og fékk ég að heyra bæði söng og harm- onikkuleik frá honum. Hann spil- aði oft Rósina fyrir mig og ég var varla komin inn um dyrnar þegar afi byrjaði að þenja harmonikk- una og spila Rósina. Afi var mjög hæfileikaríkur að spila eftir eyr- anu og notaðist ekki við nótur. Honum þótti afskaplega vænt um harmonikkuna sína og notaði hverja lausa stund til þess að spila. Fyrir nokkrum árum sát- um við afi saman uppi í herbergi og sýndi afi mér texta af lagi sem hann hafði sungið þegar hann var ungur og útskýrði hann og raul- aði lagið fyrir mig og áttum við dýrmæta stund saman. Afi var mjög duglegur og markaði hann lömbin í áhugabú- skap foreldra minna þangað til heilsunni fór að hraka. Hann leysti krossgátur með glæsibrag, fannst gaman að púsla og var mjög vandvirkur. Afi var ljúfur og fyndinn og hlógum við að vitleysunni hvort í öðru. Við afi vorum ávallt góðir vinir og fylgdi ég fast á hæla hans um leið og ég byrjaði að skríða og hann var alltaf stór hluti af mér og því verður erfitt að fylla hans skarð. Þegar ég fór að heim- sækja hann upp á Dvalarheimilið fyrir skömmu kvaddi hann mig með orðunum „gangi þér allt í haginn“ og finnst mér setningin lýsa honum vel. Minningin um afa minn á Stapa er ljúf og mun ég geyma hana í hjarta mér um Sigurður Sigurbergsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.