Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. J Ú N Í 2 0 1 3
Stofnað 1913 149. tölublað 101. árgangur
DRAUMURINN
AÐ KEPPA FYRIR
ÍSLAND Í RÍÓ
SPILA, SYNGJA, DANSA
OG KVEÐA RÍMUR
BITIST UM
EVEREST Í
HOLLYWOOD
GLJÚFRABÚI 10 BALTASAR KORMÁKUR 46MARK JOHNSON ÍÞRÓTTIR
Morgunblaðið/Rósa Braga
Norðurturn Væntanlega hefjast fram-
kvæmdir við turninn fljótlega á ný.
Stærstu kröfuhafar í þrotabú
Norðurturns ehf. ætla að stofna
með sér félag og leysa til sín bygg-
inguna Norðurturn við vesturhlið
Smáralindar og hefja framkvæmdir
á nýjan leik, en byggingin hefur
lengi staðið hálfkláruð.
Stærstu kröfuhafarnir eru Ís-
landsbanki, þrotabú Glitnis, TM og
Lífeyrissjóður verkfræðinga.
Norðurturn verður beintengdur
Smáralind á fyrstu og annarri hæð.
Baðhúsið mun flytja starfsemi
sína á aðra hæð Norðurturns og
verður opnað þar 1. desember nk.,
samkvæmt upplýsingum frá Lindu
Pétursdóttur, eiganda Baðhússins.
»14
Ætla að hefja fram-
kvæmdir við Norð-
urturn á nýjan leik
Kennaranám
» Árið 2010 hófu 189 nem-
endur nám við kennaradeild HÍ.
» Úr þessum árgangi útskrif-
uðust 80 nemendur í vor.
» Sama ár hófu 45 nemendur
nám í leikskólakennarafræð-
um, en 20 útskrifuðust í vor.
Árni Grétar Finnsson
agf@mbl.is
Aðsókn í kennaranám í Háskóla Ís-
lands hefur dregist mikið saman á
undanförnum árum, en árið 2008
voru sett lög sem lengdu skyldunám
til kennarastarfa úr þremur árum í
fimm ár. Í ár hafa 160 nemendur sótt
um nám í grunnskólakennarafræð-
um í deildinni en það er 31,6% fækk-
un frá árinu 2010 þegar 234 nem-
endur sóttu um.
Mikið brottfall er einnig í náminu.
Sem dæmi má nefna að í leikskóla-
kennarafræðum hófu 45 nemendur
nám árið 2010, en í vor útskrifuðust
20 nemendur, eða 44%.
Anna Kristín Sigurðardóttir, for-
seti kennaradeildar, segir að fækkun
nemenda og brottfall eigi sér marg-
þættar skýringar, en laun, lengd
námsins og starfsaðstæður skipti
miklu máli. Hún telur þó að um tíma-
bundið ástand sé að ræða og nefnir
því til stuðnings að í nágrannalönd-
unum sé kennaranám jafnlangt eða
lengra en hér á Íslandi, án teljandi
áhrifa á aðsókn til námsins.
Anna Kristín segir að styðja verði
vel við nemendur deildarinnar og
tengja þá betur við starfið, en um
50% kennara hætta kennslu eftir
fyrsta ár í starfi. „Við viljum skila
áhugasömum og kraftmiklum kenn-
urum út á vinnumarkaðinn,“ bætir
Anna Kristín við.
MBrottfall úr kennaranámi »4
Laun og lengd náms letja
Mikið brottfall í kennaradeild Háskóla Íslands Forseti deildarinnar segir að
um tímabundið ástand sé að ræða Nemendur upplifa óvissu í náminu
„Úlfarsárdalurinn mun verða eft-
irsótt hverfi og þess sér strax stað í
fasteignaverði þar,“ segir Sveinn Ey-
land löggiltur fasteignasali hjá Land-
marki. Hann hefur að undanförnu
selt nokkrar eignir í þessu nýjasta
hverfi borgarinnar, en mál þar kom-
ust aftur á hreyfingu fyrir um hálfu
ári þegar bankar fóru að losa um
eignir sínar þar.
Fermetraverð í fasteignum í Úlf-
arsárdalnum er í dag í kringum 240
til 260 þúsund kr. sem er sambæri-
legt því sem gerist í nýjustu hverf-
unum í Kópavogi. „Þegar hverfið er
fullbyggt og öll þjónusta til staðar
gæti eignaverð hækkað meira,“ segir
Sveinn.
Á næstu árum áformar Reykjavík-
urborg að verja um fjórum millj-
örðum króna til uppbyggingar í Úlf-
arsárdal, þar sem áformað er að skóli,
íþróttastarf og menning verði í sömu
byggingu. Upphaflegar áætlanir um
dalinn gerðu ráð fyrir 10 þúsund
manna byggð, en hafa nú verið færð-
ar niður í 3.500 íbúa. Íbúar í dalnum
eru nú um 450 dagsins. »18-19
Verður eftirsótt hverfi
Um 450 manns búa nú í Úlfarsárdal
Listamenn úr fjölleikahópunum Cirkus Xanti og
Sirkus Aikimoinen léku listir sínar á leikstofu
Barnaspítala Hringsins í gær við mikla hrifningu
barna á sjúkrahúsinu. Sirkusmennirnir notuðu
meðal annars þennan hring sem eitt barnanna,
Egill Björgvinsson (til hægri), sýndi mikinn
áhuga. Fjölleikafólkið ætlar að taka þátt í
sirkushátíðinni Volcano sem hefst við Norræna
húsið á fimmtudaginn kemur. »49
Börnin glödd með fjölleikasýningu
Morgunblaðið/Eggert
Gleðin tók völdin þegar sirkushópar léku listir sínar á Barnaspítala Hringsins
Kosning til stjórnar Skipta fer
fram á hluthafafundi næsta þriðju-
dag. Sjö eru í framboði en aðeins
fimm stjórnarsæti eru í boði. Sig-
ríður Hrólfsdóttir verður kjörin
stjórnarformaður Skipta, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
en hún nýtur stuðnings Arion-
banka, stærsta hluthafa Skipta.
Heimildir blaðsins herma einnig að
Heiðrún Jónsdóttir, varaformaður
stjórnar Skipta og stjórnarformað-
ur Gildis lífeyrissjóðs, hafi sóst eftir
endurkjöri. Skipti, sem hafa þurft
að glíma við miklar skuldir, luku
fjárhagslegri endurskipulagningu í
mánuðinum. »22
Sjö sækjast eftir
sæti í stjórn Skipta
Þórsnes II náðist af strandstað við
Skoreyjar á Breiðafirði á flóðinu í
gærkvöldi. Skipið virtist óskemmt
og sigldi fyrir eigin vélarafli til
Stykkishólms. Ekki hefur orðið vart
við olíumengun frá skipinu og þurfti
því ekki að nota bráðamengunar-
varnarbúnað sem sendur var á stað-
inn.
Togarinn Helgi frá Grundarfirði
kippti í Þórsnesið þegar það flaut
upp. Það var komið af strandstað um
klukkan 21.20, 50 mínútum fyrir há-
flóð. Björgunaraðgerðir gengu eins
vel og hugsast gat, samkvæmt upp-
lýsingum stjórnstöðvar Landhelgis-
gæslunnar. »2
Fyrir eigin vélarafli til hafnar
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Laust Þórsnesið laust af strandstað. Togarinn Helgi aðstoðaði.