Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 39
nafna þinn langaði til að ég
kæmi og hitti fjölskylduna hans
á þrettándanum heima hjá
Hönnu frænku sinni. Þú, kona
þín og fjölskylda öll gripuð mig
og það varð ekki aftur snúið úr
þinni ætt. Ég settist í kaffiboðið
ekki vitandi hverju ég átti von á
en var svo heppin að fá að hlusta
á þig rifja upp yngri ár þín, þeg-
ar þú fórst í herinn og ferðaðist
heimshorna á milli. Þessum degi
mun ég seint gleyma. Hvernig
þú sagðir frá og það sem þú
mundir eftir var alveg ótrúlegt.
Næstu ár heyrði maður ótal
margar sögur sem skemmtilegt
var að hlusta á. Ég gleymi held-
ur seint 21. ágúst 2009 þegar þú
varst mjög veikur og öll fjöl-
skyldan kom til Eyja til að heim-
sækja þig á spítalann. Ég var
byrjuð með hríðar og áttum við
von á barni þennan dag. Ég og
Þorbjörn fórum upp á fæðing-
argang, hugsandi það að jafnvel
færi afi hans á þessum sama
degi. Þegar ég var búin að eiga
og komin niður á sængurkon-
ustofuna á Heilbrigðisstofnun
Vestmannaeyja með litla stúlku í
fanginu komst þú hlaupandi með
stafinn þinn, hávær og glaður.
Búinn að jafna þig og ánægður
að allir væru mættir á staðinn.
Nú eru Jenný Svava og Jökull
kannski of lítil til að muna eftir
þér í framtíðinni en við verðum
dugleg að halda minningunni
þinni á lofti, með myndum og
vídeóum sem við eigum af þér.
Hvíl í friði, elskulegi afi long.
Agnes Guðlaugsdóttir.
Elskulegur tengdaafi.
Með dýpstu hrifningu
ég upp til þín leit.
Með grásprengt svart hárið
og augun grá og heit.
Með virðingu að vopni
þú tókst á við hvern dag.
Sagðir sögur, þuldir rímur,
því það var þitt fag.
Kryddblandaður reykurinn
upp af pípunni leið.
Með sæta snúða og te í könnu
ég tekst á við það,
er fyrir ég kveið
og kveð þig með orðum þínum
„Velkominn á þennan bæ, do you
know why?
Neither do I.“
Anna Karen.
Jæja Tobbi minn, þá hefurðu
kvatt okkur og tekur mig það
mjög sárt því þú varst mér svo
afskaplega kær. Þú varst alltaf
svo almennilegur og góður við
mig, þú varst hreint og beint
yndisleg manneskja og á ég eftir
að sakna þín og góða skapsins
mikið. Það var alltaf brosað og
hlegið þegar maður kom til þín,
alltaf svo hlýlegt og góður andi á
heimilinu.
Ég verð þér ætíð þakklát fyrir
að þegar við Helgi vorum að bíða
eftir íbúð þá leyfðirðu okkur
Helga þínum ásamt litlunni okk-
ar, henni Kristínu Lilju, að
dvelja í íbúðinni þinni á meðan
þú varst í Svíþjóð, kærar þakkir
elsku Tobbi minn.
Ég er svo þakklát fyrir að
hafa fengið að kynnast þér, það
var svo gaman að hlusta á sög-
urnar þínar og hvað þú gerðir
margt og fórst á þínum yngri ár-
um. Því miður náði ég ekki að
hitta og kynnast eiginkonu
þinni, henni Önnu Fjólu, en ég
veit að þú skilar góðri kveðju frá
okkur Helga og dætrum okkar
og skellir kannski kveðju á afa
minn og ömmu sem einnig hafa
kvatt þennan heim.
Það kemur bros og hlátur upp
í hugann þegar ég hugsa til þess
þegar við Helgi sátum heima hjá
þér og þú varst alltaf að segja
mér eitthvað á öllum þessum
tungumálum sem þú kunnir,
Jesús minn hvað þú kunnir þau
mörg.
Ég kveð þig í þetta sinn en
veit að við munum öll hittast aft-
ur einn daginn.
Elsku Tobbi minn, hvíldu í
friði og þakka þér fyrir allt sam-
an, þín verður svo sannarlega
sárt saknað.
Guð geymi þig elsku Tobbi
minn.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Súsanna Halla
Guðmundsdóttir.
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013
✝ Róbert HarryJónsson sím-
virki fæddist 5.
febrúar 1949.
Hann lést 10. júní
2013.
Móðir hans var
Erna Ólsen, f.
1926, d. 2011, og
faðir Gerald Bill-
ington, bandarísk-
ur, f. 1911, d. 1986.
Uppeldisfaðir Ró-
berts er Jón Ágúst Ólafsson, f.
1925. Róbert átti þrjú systkini,
Guðmund Geir, d. 1983, og tví-
burana Ellen Ragnheiði og Arn-
ar, f. 1962.
unni Ósk Steinarsdóttur. Börn
þeirra eru Emilía Ósk, f. 2002,
og Embla Nótt, f. 2005. Matt-
hildur býr nú í Ástralíu, gift
Malcolm J. Sheard. Róbert
kvæntist Sonju Ósk Jónsdóttur.
Börn þeirra eru: 1) Róbert Már,
f. 1980, og Eydís Ósk, f. 1983.
Róbert kvæntist Snæfríði Telmu
Cabaluna frá Filippseyjum.
Barn þeirra er: Karítas, f. 1988.
Róbert kvæntist Jessicu Joy
Owie, f. 1976, þau skildu 2009.
Róbert Már á eina stúlku.
Róbert lærði hjá Pósti og
síma en starfaði hjá Radíóþjón-
ustu Bjarna, Álverinu í Straums-
vík, BM Vallá, Pólar rafgeyma-
þjónustu, ÁTVR og síðast hjá
Loftorku.
Útför Róberts fór fram frá
Fossvogskapellu 19. júní 2013.
Róbert giftist
Matthildi Björns-
dóttur, f. 1947, dótt-
ur Björns Guð-
brandssonar
barnalæknis og Sig-
ríðar Guðbrands-
dóttur ritara. Börn
þeirra eru: 1) Snæ-
dís, f. 1971, dagmóð-
ir. Börn Snædísar
eru: Alexander, f.
1994, Aþena Sól, f.
2002, og Matthildur Marín, f.
2007. Snædís er í sambúð með
Gunnlaugi Egilssyni. 2) Björn, f.
1973, kerfisstjóri hjá ISNIC.
Björn er í sambúð með Stein-
Elsku pabbi, nú hefur þú yf-
irgefið þennan heim okkar og
svífur í skýjunum þar sem
uppáhaldsáhugamálin hafa allt-
af verið, flugvélar, talstöðvar
og veðrið. Við minnumst þeirra
stunda sem við höfum átt sam-
an jafnt með fögnuði og trega –
þær voru margar ánægjulegar
og hefðu þær mátt vera fleiri.
Í gegnum uppvaxtarárin
höfðum við ömmur og afa til að
veita okkur dygga aðstoð við
skólann, en til þín mátti helst
leita ef það vantaði afþreyingu
eða viðgerðir (og eitt og annað
tæki sem losnaði af því þú hafð-
ir keypt nýtt).
Flestar samverustundir okk-
ar áttum við í byrjun unglings-
áranna og fór mestur tíminn í
tölvuna og myndbönd og leiddi
það mig á endanum í starfs-
grein mína og ennþá ríkjandi
áhugamál. Aldrei festist þó
áhuginn á talstöðvum og fjar-
stýrðum tækjum eða flugvélum.
Þegar kom að áhugamálun-
um varst þú ástríðufullur og
áhugasamur, en þegar kom að
fjölskyldumálum hefði áhuginn
mátt vera meiri, það mátti eyða
endalausum tíma í viðgerðir,
tónlist, flugvélasmíði, talstöðv-
ar og tölvur, og oftast til mik-
illar ánægju, enda eru áhuga-
mál eitthvað sem lyftir okkur
upp á annað plan, ofar þessari
veraldlegu tilveru. Núna er það
ástand varanlegt hjá þér, kæri
pabbi, og ég kveð þig með mikl-
um söknuði og trega. Ég þakka
fyrir þessa síðustu daga sem ég
gat eytt hjá þér og vil jafn-
framt þakka starfsfólki Heilsu-
gæslu Suðurnesja, D-deildar,
sem kynntist þér vel og hugsaði
enn betur um þig í gegnum
baráttu þína síðastliðin ár. Ég
vona að minn tími með þér hafi
veitt þér stuðning þessa síðustu
daga þína.
Björn Róbertsson.
Ég og Róbert hittumst í
Glaumbæ á miklum tímamót-
um, bæði í heimsmálum og lífi
einstaklinga. Á þessum tíma
héldu margir ættingjar dauða-
haldi í forn viðhorf um hjóna-
bandið og einstæðar mæður
voru litnar hornauga, að vera á
sveitinni þótti afar neikvætt og
einnig var barnlaus kona neðar
í metorðastiganum heldur en sú
sem átti barnaláni að fagna.
Búist var við að hver kona gæti
haldið heimili sem væri bónda
sínum til fyrirmyndar. Álagið
var slíkt og tækifæri til að
komast að því hver við vorum í
raun og veru, og ákvörðunar-
vald um hvernig við vildum lifa
lífinu, var ekki í hugsunarhætti
eða orðaforða þjóðarinnar.
Börnin urðu til út frá þrýstingi
úr einni átt og tómleika okkar
hið innra á hinn veginn. Samt
hefur ræst úr börnunum þrátt
fyrir takmörk okkar foreldr-
anna. Engin kennsla var í þess-
um málum, en ætlast var til að
viðkomandi gæti rekið heimili,
með mikilli sæmd, búið að góðu
sambandi, og verið fullkominn
uppalandi. Tíminn hefur sýnt
að svo var ekki. Þessi hópur
stóð uppi í hárinu á gamla
hugsunarhættinum og afneitaði
gömlu formúlunum. Ég og Ró-
bert gengum ekki saman þá
braut og stefna mín var ekki að
leika einleik heima og fagna
peningaöflun makans. Hjóna-
bandi okkar Róberts lauk eftir
sjö ár. Viðhorfi kirkjunnar og
samfélagsins um smánina að
slíta hjónabandi var hafnað fyr-
ir ákvörðun um að vilja vera
ánægður með líf sitt og hlut-
verk. Ekki að beygja sig undir
kerfi sem var skapað án innsæ-
is og skilnings, kerfi sem
byggðist meira á búskap en
samfélagslegum gildum, vægi
einstaklings, frelsi og ham-
ingju. Skammsýnin virkaði ekki
þá og virkar ekki neitt frekar í
dag. Róbert var meinlætismað-
ur, kaus að vera mikið einn í
sínum eigin heimi, frekar en að
taka þátt í uppeldi barna, eða
aðkomu að uppeldi barnabarna.
Nú þegar hann kveður þetta
jarðlíf, sé ég að við áttum mikið
sameiginlegt sem ungmenni,
við vorum bæði týnd og án
þeirrar leiðsagnar sem við
þurftum. Upphaf lífs okkar var
mjög svipað og það hefur átt
sinn þátt í að leiða okkur sam-
an, skapaði visst öryggi og
kunnugleika. Orkan okkar hef-
ur verið svipuð og val okkar
verið að miklu leyti ómeðvitað.
Ég hef lært að við veljum oft
fyrsta maka út frá þeirri upp-
lifun, frekar en eftir því sem er
í heilabúi okkar. Ég kveð hann,
með von um að hann nýti sér
veruna hinum megin til að
læra. Ég vaknaði sjálf, á minn
hátt, og kannski hefur hann
vaknað á sinn hátt frá þessu
öllu? Ég votta börnum hans,
með mér og öðrum konum
hans, alla mína samúð sem og
systkinum hans og föður.
Matthildur Björnsdóttir,
Ástralíu.
Róbert Jónsson
✝ Rólant DalChristiansen
fæddist í Þórshöfn
í Færeyjum 1. des-
ember 1928. Hann
lést á Landspít-
alanum 12. júní
2013.
Foreldrar hans
voru Johan Sophus
Dal Christiansen, f.
31.8. 1888, d. 4.12.
1969 og Rosa Dal
Christiansen, f. 13.5. 1890, d.
17.6. 1986. Systkini Rólants:
Jona, f. 6.12. 1916, d. 24.2. 1997,
Gunnvør, f. 16.2. 1919, Christi-
an, f. 23.10. 1923, d. 6.7. 1990,
Helena, f. 2.10. 1922, Hjørdis, f.
12.12. 1924, Terje, f. 8.12. 1926,
d. 8.11. 2000, Sonja, f. 16.6. 1931
og Guðrun, f. 13.6. 1935. Fyrri
kona Rólants var Björg Árna-
dóttir, f. 21.6. 1930, þau skildu.
Börn þeirra: 1) Margrét Rosa
Dahl-Christiansen, f. 8.9. 1952,
maki Pétur Hlöðversson, f. 4.7.
1959. Börn Margrétar og Auð-
uns Kjartanssonar, 1a) Steinunn
Arndís, f. 20.1. 1971, maki Jó-
hann Midjord Jóhannsson, f.
8.5. 1968, synir þeirra, Gabríel
Ernir, f. 2.5. 1998 og Auðunn
Elí, f. 27.11. 2001. 1b) Sigurlaug
Rósa, f. 30.11. 1975, maki Loft-
Rólants er Finnbjörg Gríms-
dóttir, f. 20.4. 1934, börn henn-
ar og Antons Björnssonar 1)
Anna María, f. 13.12. 1956, maki
Valgarður Unnar Arnarson og
eiga þau 3 börn og 4 barnabörn.
2) Linda Petterson Sanda, f.
27.7. 1960, maki Björn Sanda, á
hún 3 börn og 1 barnabarn. 3)
Ragnar, f. 5.5. 1963, maki Guð-
björg Jensdóttir og eiga þau 4
börn. 4) Björn, f. 3.9. 1966, maki
Cecilie Antonsson og eiga þau 2
dætur.
Rólant stundaði sjómennsku
frá unga aldri, fyrst með föður
sínum á opnum báti og síðar á
fiskiskipum þar til hann fluttist
til Íslands um miðbik síðustu
aldar. Rólant nam vélvirkjun í
Iðnskóla Reykjavíkur og starf-
aði fyrst hjá Járnsmiðju Árna
Gunnlaugssonar, síðan hjá
Plastiðjunni Eyrarbakka í
Reykjavík og síðustu starfsárin
hjá Húsasmiðjunni. Rólant var
mikill útivistarmaður og ferð-
uðust þau hjón mjög víða, höfðu
þau líka mjög gaman af að fara
saman á fugla- og hrein-
dýraveiðar í góðra vina hópi.
Rólant var hornsteinn stórfjöl-
skyldunnar og unni henni mjög,
hann lagði ríka áherslu á að
tengslin rofnuðu ekki við hans
föðurland Færeyjar, og hafa
börn hans og barnabörn við-
haldið því. Rólant starfaði með
Oddfellowreglunni á Íslandi.
Útför Rólants fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 28. júní
2013, og hefst athöfnin kl. 13.
ur Jens Magnússon,
f. 15.8. 1979, sonur
Sigurlaugar er Ról-
ant Bjarni, f. 30.4.
1997. 1c) Auðunn
Þór, f. 19.10. 1980,
maki Erla Margrét
Leifsdóttir, f. 10.2.
1983, dætur þeirra,
Amanda Sól, f.
26.3. 2005 og Em-
ilía Heiða, f. 23.12.
2012. 2) Johan
Sophus Dahl-Christiansen, f.
6.3. 1955, maki Lilja Eiríks-
dóttir, f. 31.8. 1956, börn þeirra
2a) Rólant Dahl Christiansen, f.
26.11. 1979, börn hans Jóhannes
Viðar, f. 24.1. 2006 og Steinunn
Lilja, f. 7.9. 2007. 2b) Tinna
Dahl Christiansen, f. 7.8. 1981,
maki Björn Már Sveinbjörnsson,
f. 6.11. 1979, sonur þeirra
Sveinbjörn Sophus, f. 24.6.
2010. 3) Arna Soffía Dahl-
Christiansen, f. 10.5. 1957, maki
Jón Ingi Arngrímsson, f. 8.3.
1955, dóttir Örnu og Óskars
Gunnlaugssonar, 3a) Guðrún
Björg Óskarsdóttir, f. 4.9. 1972,
maki Hilmar Jónasson, f. 21.5.
1973, þeirra börn, Arnór, f.
3.11. 1993, Andri Marís, f. 3.10.
1998 og Eva Guðrún, f. 9.12.
2004. Eftirlifandi eiginkona
Elsku pabbi, nú sest ég niður
og skrifa nokkur orð til þín.
Fyrst og fremst kemur upp í
huga mér þakklæti, þú varst
alltaf kletturinn hjá okkur öll-
um í stórfjölskyldunni. Kenndir
okkur svo vel að bera virðingu
fyrir landi okkar og þjóð og þá
á ég við bæði Ísland og Fær-
eyjar, þar sem við eigum stóran
ættlegg sem stendur þétt sam-
an. Þú varst mikill útivistar-
maður, hafðir gaman af göngu-
ferðum um landið vítt og breitt.
Einnig voru veiðiferðir mjög of-
arlega hjá þér. Við fórum oft
saman til Færeyja og Dan-
merkur, ýmist fljúgandi eða
siglandi, allur hópurinn, og þá
oftar en ekki á ættarmót. Einn-
ig komu okkar ættingjar hingað
og þá keyrðum við stolt með
allan hópinn hringinn í kringum
landið. Þú varst mjög stoltur af
því hvað þinn leggur sem er
hér á landi var duglegur að
mæta á þessi ættarmót og oft
höfðum við vinninginn í mæt-
ingu, því bæði var mjög gaman
að ferðast saman og enn
skemmtilegra var eftir því sem
við vorum fleiri.
Ég vil þakka þér samfylgd-
ina og einnig hvað þú hefur
stutt mig í gegnum mitt líf, við
vorum kannski ekki endilega
alltaf sammála en það gerði
ekkert til, við máttum alveg
hafa hvort sína skoðunina og
skildum alltaf sátt og fyrir það
er ég afskaplega þakklát. Elsku
pabbi minn, nú er komið að
leiðarlokum og það verður erf-
itt að fylla skarð þitt þegar við
stórfjölskyldan komum saman –
en minningin lifir og ég mun
gera mitt til þess að bera hana
hátt. Ég sendi þér ljóð með um
Sumarlandið og ég bið að heilsa
þangað, þar þekki ég nokkra.
Langur dagur að kvöldi kominn er
kærar minningar ylja okkur hér.
Okkur kenndir það lífsins
leyndarmál
að lífsgleðin er sótt í eigin sál.
Þá stóru brimskafla og boðaföll
sem buldu á, þú tókst á við þau
öll.
Á æviskeiðinu lagðir mörgum lið
nú loks þú hvílist, öðlast ró og
frið.
Þitt sólarlag, svo er komin nótt
þitt sólarlag, þú hvílir vært og
rótt.
Þitt Sumarland, bjart nú bíður þín,
þitt Sumarland, bæna þinna sýn.
Senn vaknar þú á björtum betri
stað
sem bíður þín, þú sagðir okkur
það.
Þar læknast allt sem áður þjáði
þig
þú ert komin á nýtt tilverustig.
Við söknum þín en vitum það víst
öll
að vegurinn í þína draumahöll
liggur beinn, þar brosir allt þér við
brátt þar finnur vini þér við hlið.
Þitt sólarlag, svo rís sólin hlý
Þitt sólarlag, við tekur veröld ný
Þitt Sumarland, sem að þráðir þú
Þitt Sumarland, sem þig faðmar
nú.
(Jón Ingi Arngrímsson)
Arna Soffía.
Í dag kveðjum við kæran vin
og Oddfellowbróður. Kynni og
vinátta okkar Rólants hófust
fyrir alvöru er við bræður í st.
nr. 3 Hallveigu ásamt eiginkon-
um okkar fórum árið 1983 í
ferðalag um sjö lönd Evrópu.
Upp frá þeirri ferð vorum við
hjónin í miklu og góðu vina-
sambandi við þau Boggu og
Rólant. M.a. vorum við ásamt
góðum vinum úr stúkustarfinu
með svokallaðan Lundaklúbb
en eina takmark hans var að
snæða saman lunda og hafa
gaman hvert af öðru. Sameig-
inlegt með þessum ágæta hópi
var að allir áttu á einhvern hátt
tengingu við annað tveggja,
Vestmannaeyjar eða Færeyjar.
Snemma var ákveðið að fara
á æskuslóðir Rólants í Þórs-
höfn í Færeyjum og af ferðinni
varð árið 2000 og verður þeim
sem í ferðina fóru með öllu
ógleymanlegt. Gist var við
bestu aðstæður hjá ættmenn-
um Rólants og fjölskyldan og
vinir hans tóku þannig á móti
okkur að seint mun gleymast.
Rólant var búinn að búa á Ís-
landi í um eða yfir 50 ár. Hann
var það sem kalla má „orginal“
Færeyingur, fastur fyrir, jafn-
vel dálítið þrjóskur en umfram
allt frábær félagi og vinur. Að-
eins mátti heyra á mæli hans
hvaðan hann var ættaður, en
fáa menn umgengst ég sem
hafa betri kunnáttu um ís-
lenskt mál og málfar en hann
hafði. Enda feikivel lesinn jafnt
á íslenskar sem færeyskar bók-
menntir. Bókasafn hans bar
þar um en hann átti gott safn
bóka.
Þau hjónin ferðuðust mikið
um landið og þekkti hann Ís-
land og hálendið mjög vel eftir
fjölmargar jeppaferðir og veiði-
ferðir. Þau hjónin voru afar
góð heim að sækja og gestrisn-
in upp á allt það besta, enda
frúin með betri og hagsýnni
húsmæðrum.
Rólant var afar vel á sig
kominn líkamlega, en fyrir um
það bil tíu árum greindist hann
fyrst með alvarlegan sjúkdóm
en baráttuþrek hans og líkam-
legt sem andlegt atgervi gerði
honum kleift að margsigra
þennan bölvald sem þó að lok-
um hafði betur.
Að leiðarlokum vil ég færa
vini mínum bestu þakkir fyrir
allt spjallið og allan fróðleikinn
sem ég naut í spjalli við hann,
og þá sérstaklega fyrir fróð-
lega upprifjun á skútuárum
hans hér við Íslandsstrendur
sem ungur maður. Fjölskyldu
hans allri vottum við Ágústa
samúð yfir fráfalli góðs drengs
og frábærs félaga.
Anton Örn Kærnested.
Rólant Dal
Christiansen