Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 ✝ IngibjörgMagnúsdóttir fæddist á Lauga- landi í Stafholts- tungum 12. desem- ber 1933. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. júní 2013. Foreldrar henn- ar voru Sigríður Guðmundsdóttir húsfeyja, f. 15. nóv. 1891, d. 29. apríl 1982 og Magnús Finnsson bóndi, f. 12. maí 1884, d. 4. sept. 1946. Systkini Ingibjargar eru Berg- þór, f. 1. feb. 1920, d. 29. júní 2004, Halldóra Helga, f. 17. júní 1921, d. 11. ágúst 2011, Björgu Kristinsdóttur, þau eiga þrjá syni og þrjú barna- börn. Maki 1. júlí 1958 Ásgeir Nikulásson, f. 18. júlí 1933, þau skildu. Maki 1974 Bjarni Þorgeir Bjarnason gull- smíðameistari, f. 15. nóv 1924, d. 11. apríl 1995. Börn hans eru Jón Halldór, Ragnhildur, Lárus, Svava og Bjarni Þor- geir, barnabörnin eru 15 og barnabarnabörnin 15. Maki 12. desember 2001 Ólafur Runólfs- son, f. 2. jan. 1932, d. 7. des 2009 . Börn hans eru Petra, Ester og Birgir, barnabörnin eru 13 og barnabarnabörnin 8. Ingibjörg ólst upp í Stapa- seli í Stafholtstungum. Hún stundaði hin ýmsu störf ásamt því að vera húsmóðir, lengst vann hún í versluninni Z- brautum og gluggatjöld við af- greiðslu og saumaskap. Útför Ingibjargar fer fram frá Áskirkju í dag, 28. júní 2013, kl. 13. Ásta Sigríður, f. 26. júní 1922, d. 16. nóv. 2001, Guð- mundur, f. 27. júlí 1923, d. 13. júní 2007, Guðrún, f. 8. júlí 1924, Stein- unn, f. 8. sept. 1925, d. 22. feb. 2006, Áslaug, f. 11. janúar 1930, Ragn- heiður, f. 22. des. 1930, d. 4. sept. 1993, Anna Erla, f. 24. apríl 1932. Bróðir samfeðra Jón Ingvar, f. 1. des. 1905, d. 13. maí 1986. Barnsfaðir Lúkas Kárason, sonur þeirra er Erling Þór, f. 5. nóv. 1953, kvæntur Jónu Inga mín kvaddi þessa jarðvist á hjartadeild Landspítalans þann 15. júní síðastliðinn. Lífsganga hennar var ekki dans á rósum en inn á milli átti hún góð ár sem hún naut til hins ýtrasta. Hún kom inn í líf mitt sem fósturmóðir mín þó svo hún hafi alls ekki lagt upp með það í byrjun. Hún hugsaði vel um okkur Bjarna bróður minn sem þá var 7 ára. Það var nú ekki auðvelt fyrir hana að þurfa að elt- ast við okkur fjörkálfana út um allar trissur og allt í einu að halda heimili fyrir stóra fjölskyldu þar sem hún hafði búið ein útaf fyrir sig í nokkur ár. Hún átti líka hana Siggu ömmu sem reyndist mér svo góð amma. Ég man hvað mér fannst hún fal- leg kona. Hún var ljóshærð og með sítt hár og hún átti svo mikið af fallegum fötum. Pabbi og Inga ferðuðust innanlands og nutu þess að vera í félagsskap hvort annars, þau voru líka dugleg að koma austur á Höfn til okkar og Jóns og Betu og á Seyðisfjörð til Lárusar og Hrafnhildar. Þau höfðu gaman af barna- börnunum sínum og nutu sam- verunnar með þeim. Það sést best á öllum vídeómyndunum sem til eru og sérstaklega þar sem farið var í lautarferð með nammi og appelsín og skálað var fyrir Sig- urbjörgu þó svo enginn vissi hver hún var. Inga var amman sem nennti að passa og hún var natin við barnabörnin sín. Eftir að faðir minn lést árið 1995 vorum það við systkinin sem reyndum að passa upp á það að Ingu liði vel, það var reyndar stundum svolítið erfitt þar sem Inga átti við veikindi að stríða og vildi litla aðstoð þiggja í þeim efnum. Hún var svo lánsöm að hitta Óla Run nokkrum árum eftir að hún missti föður minn og vil ég segja að Óli hafi verið hennar gleðigjafi í þau ár sem þau áttu saman. Hann var henni mjög góð- ur og hún missti mikið þegar hann síðan lést í desember 2009. Við systkinin vorum líka svo heppin að Óli tók okkur opnum örmum og vorum við ávallt vel- komin á heimili þeirra enda Inga fóstra okkar og amma barnanna okkar. Þau fylgdust vel með og Óli ekki síður. Hann var alltaf kátur þegar ég hringdi og vildi heyra af okkur öllum. Síðustu árin bjó ég í Dan- mörku og hún var loksins búin að plana það með mér að koma til okkar og vera í sólinni og hvíla sig í nokkrar vikur en það varð aldrei úr því, heilsan gaf sig og hún treysti sér ekki til að koma. Það átti að gera svo margt og líka eft- ir að við fluttum heim til Íslands en örlögin gripu inn í og nú er hún blessunin farin yfir til allra þeirra sem hún hefur misst og ég veit að það var vel tekið á móti henni, það sá ég þegar hún sofnaði í síðasta sinn. Ég var svo lánsöm að fá að vera hjá henni alveg fram á síð- ustu stund og það verður ein af dýrmætu minningarperlunum mínum. Ég segi bara eins og hún sagði alltaf við mig: „Elsku stelp- an mín,“ takk fyrir allt og góða ferð í draumalandið þar sem allir eru glaðir og enginn veikur. Svava Bjarnadóttir. Nú hefur hún yndislega amma Inga kvatt þennan heim, en hún var sannarlega tilbúin til þess og vissi að það yrði vel tekið á móti henni hinum megin! Afi Run og Inga voru svo góð saman, alltaf gaman að þeim og hvað við gátum hlegið, stundum vissi maður ekki hver var elstur í „partíinu“ því þau létu stundum eins og ung- lingar. Þegar ég hitti Ingu fyrst fannst mér ég strax þekkja hana, enda varð hún fljótlega amma okkar allra og við urðum góðar vinkonur. Við gátum spjallað endalaust í símann og hún gat gefið góð ráð því hún hafði lifað tímana tvenna og upplifað margt, bæði súrt og sætt. Hún peppaði mig upp og hrósaði þegar ég gekk í gegnum erfiða tíma og sam- gladdist þegar það var yfirstaðið og allt fór að ganga vel sinn vana- gang. Alltaf var hún dugleg að fylgjast með barnabörnunum enda fannst þeim gaman að fara í Austurbrúnina, alltaf þegar farið var í borgina var komið við þar. Ekki má gleyma jólunum sem þau voru hér hjá okkur í Eyjum. Þá var sko kátt í koti og allir „bakaðir“, það gerði amma Inga best því hún var með svo langar neglur og mikla þolinmæði og afi Run gerði grjónagrautinn góða og nuddaði allar lappir, þvílíkt dekur. Elsku amma Inga, ég kveð þig með þökk fyrir að hafa verið svona góð við okkur alltaf; fyrir að hafa hugsað vel um afa Run og sýnt honum þolinmæði og ást og fyrir að hafa fengið að kynnast þér og hafa þig í lífi okkar. Sofðu rótt. Þín Elva Björk. Elsku amma Inga, við söknum þín, það var alltaf svo gaman að koma að tala við þig og spila við þig, þú varst svo þolinmóð og það var svo notalegt hjá þér. Þú varst alltaf svo jákvæð þegar eitthvað leiðinlegt gerðist, þú gerðir alltaf gott úr því. Dótakassinn á svöl- unum var alltaf tekinn fram og þú settist á gólfið með okkur og lékst við okkur. Hafðu það gott í himnaríki. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Kær kveðja, Birta Líf, Hekla Sól og Gabríel Þór. Í dag kveðjum við ömmu okk- ar, Ingibjörgu Magnúsdóttur. Við eldri systkinin erum svo heppin að eiga ljúfar minningar um ömmu Ingu og afa Bjarna í Vallhólmanum. Þangað var alltaf svo gaman að koma og var tekið á móti manni opnum örmum. Minn- isstæðar eru stundir þar sem dekrað var við okkur barnabörn- in með umhyggju og ástríki og ávallt var glatt á hjalla. Seinna kynntist amma honum Óla sínum og var alltaf notalegt að heimsækja þau hjónin, þar var hægt að spjalla um allt milli him- ins og jarðar. Það var gott að vita til þess að amma væri ekki ein. Söknuðurinn er sár en við vit- um að tekið er vel á móti ömmu af þeim sem á undan eru farnir. Nú þegar amma okkar kveður viljum við þakka henni yndislegar sam- verustundir sem við munum búa að í gegnum lífið. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning ömmu Ingu. Svava, Árni Geir og Ingibjörg. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Hún Inga hans pabba er farin. Farin að vitja ættingja og vina. Við kynntumst Ingu 1999 þegar pabbi kynnti hana fyrir okkur. Þeim leið svo vel saman, ekkjunni og ekklinum, og giftu sig 12.12. ’01, á afmælisdegi Ingu. Þau fóru út um allt; Seyðisfjörð, Horna- fjörð, Vestmannaeyjar og Kan- arí, meðan heilsan leyfði. Svo veiktist pabbi og þvílík þolinmæði og umhyggja. Dekrað við karlinn: „Óli minn, viltu þetta, viltu hitt?“ Það gekk allt út á hvað væri í matinn. Smurbrauð og kakó á kvöldin. Inga hafði unnið í Zetu-brautum svo maður kom ekki að tómum kofunum, enda viskubrunnur um saumaskap. Börnum okkar og barnabörn- um var hún mjög góð. Fylgdist vel með þeim öllum enda varð hún mjög fljótt „amma“ Inga. Töluðum við oft og mikið saman í síma. Eftir að pabbi dó hafa Birg- ir og Helga passað upp á hana fyrir hann og eiga heiður skilið fyrir. Elsku Inga, takk fyrir góða og ljúfa samfylgd. Góða ferð. Ester og Einar. Elsku Inga mín. Það birti heldur betur til í lífi afa míns þegar hann kynntist þér. Þið höfðuð bæði misst maka og ég var svo glöð að þið skylduð hittast og rugla saman reytum ykkar og þú varst afa mínum svo sannar- lega ljúfur og góður félagsskap- ur. Við tókum þér opnum örmum og þú okkur. Mér fannst svolítið spaugilegt í byrjun ykkar sam- bands að tala um Ingu, kær- ustuna hans afa, en svo giftuð þið ykkur og eftir það varstu og verð- ur alltaf Inga hans afa. Missir þinn var mikill þegar afi var snögglega tekinn frá okkur. Það breytti lífi þínu og þú varst aldrei söm, enda voruð þið svo miklir fé- lagar og eydduð meðal annars löngum stundum í að horfa á bolt- ann, leysa krossgátur, hlusta á fréttirnar, fylgjast með gestum og gangandi í Austurbrúninni og taka á móti vinum og vandamönn- um. Þú reyndist afa mínum svo vel í veikindum hans og því var það ljúfsárt fyrir mig að fylgja þér þín hinstu andartök. Ég trúi því að nú sértu komin í Sumar- landið og þar hafi verið tekið fagnandi á móti þér. Það er nú töluvert síðan þú óskaðir þér að komast þangað og því er gott að vita að þú varst tilbúin til brott- farar þegar kallið kom. Elsku Inga mín, takk fyrir góðar stundir, vináttu, tryggð og trú á liðnum árum. Þín Íris Dögg. Elsku Inga amma. Nú ertu farin upp til hans afa. Ég held að það hafi bara verið gott fyrir þig að fá að fara þangað og hitta afa Run aftur. Alltaf þegar maður kom í Aust- urbrúnina í heimsókn tókstu svo vel á móti mér, stóðst upp og faðmaðir mig. Ég kom oft til ykk- ar með afa og ömmu og við mamma kíktum líka stundum. Það beið alltaf eitthvað gott á borðinu og mjólkurglas, uppá- haldið mitt var lagterta sem þið áttuð oftast til. Þegar ég var yngri náði ég alltaf í símaskrána og fór að skoða fánana. Þér fannst það svo skondið því þú vissir ekki fyrr en þá að aftast í símaskránni væru allir fánarnir. Þú hafðir svo mikla trú á mér og ég mun aldrei gleyma því sem Ingibjörg Magnúsdóttir ✝ Björk Þor-grímsdóttir fæddist á sjúkra- húsinu á Húsavík 29. maí 1953. Hún lést á gjörgæslu- deild fjórðungs- sjúkrahúsins á Ak- ureyri 19. júní 2013. Björk var dóttir Ninnu Kristbjargar Gestsdóttur, f. 19. október 1932, d. 1. janúar 2008, og Þorgríms Jónssonar, f. 20. desember 1931. Björk ólst upp hjá móður sinni og eiginmanni hennar, Helga Hallgrímssyni, f. 11. júní 1935, sem reyndist henni sem faðir. Einnig dvaldi hún mikið hjá móðurfjölskyldu sinni í Múla í Aðaldal. Systkini Bjarkar í móðurætt eru Hall- grímur, f. 1958, Gestur, f. 1960, og Heiðveig Agnes, f. 1970. Systkini Bjarkar í föðurætt eru Ósk, f. 1956, Drífa, f. 1960, Elfa, f. 1960, Kristín, f. 1961, Jón Jarl, f. 1962, og Eggert, f. 1964. Börn Bjarkar eru Árni Krist- jánsson, f. 1969, faðir Kristján Her- mannsson. Krist- jana Ditta Sigurð- ardóttir, f. 1974, faðir Sigurður Ólafsson. Dóttir Kristjönu er Signý Eir, f. 2001. Helgi Rúnar Sveinsson, f. 1990, og Jón Heið- ar Sveinsson, f. 1993, faðir þeirra og sambýlismaður Bjark- ar Sveinn Friðriksson, f. 25. júní 1952, d. 1. nóv. 2005. Björk lærði til sjúkraliða og megnið af sinni starfsævi starf- aði hún á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri. Nutu margar deildir innan sjúkrahússins starfskrafta hennar. Björk starfaði á Kristnesi þar til hún veiktist haustið 2011. Útför Bjarkar fer fram í Akureyrarkirkju í dag, 28. júní 2013, og hefst athöfnin kl. 13.30. Á fögrum vordegi eftir langan og strangan vetur náði hjartkær systurdóttir mín lokatakmarkinu sem hún hafði sett sér, hún varð sextug. Það eitt var í raun stór- sigur. Rúmum mánuði áður lá hún fársjúk á gjörgæslu og við biðum endalokanna. En þessi kjarnakona reif sig upp, enda bú- in að segjast ætla að verða sex- tug. Það var mikill gleðidagur þegar við fögnuðum afmælinu með henni á lyflækningadeild F.S.A. og hún sagðist ekki hefði getað átt betri stund. Síðan hall- aði hratt undan og þrem vikum síðar var baráttuþrekið búið, og hún kvaddi okkur. Björk var mér meiri systir en frænka. Þegar hún fæddist var mamma hennar lengi veik á sjúkrahúsi, og foreldrar mínir tóku hana að sér þriggja vikna gamla. Þá var ég rétt ársgömul, og hún var hér í Múla mikið til að skólaskyldualdri. Þá fór hún til mömmu sinnar og stjúpa á vetr- um, en kom í sveitina til sumar- dvalar. Hún var svo lánsöm að eignast einstakan stjúpföður sem studdi hana alla tíð fram á síðasta dag, og gerði aldrei mun á henni og sínum börnum. Ekki ætla ég að rekja æviferil Bjarkar hér, við áttum saman góðan uppvöxt og unglingsár. Þá var blómaskeið sveitaballanna og við vorum dug- legar að sækja þau. Eins höfðum við góða hesta, oft að loknum vinnudegi var riðið út með vinum okkar. Þá var ekki sjónvarp, tölva né gemsar til að tefja okkur, en margan Maríasinn spiluðum við og kunnum fjölda kapla. Þeg- ar við vorum aðskildar voru bréfaskrifin tíð, alltaf urðum við að vita hvor af annarri. Á síðari árum var síminn óspart notaður, og eftir að hún veiktist leið varla sá dagur að við töluðum ekki saman. Björk var mjög barngóð og fósturbörn okkar Alla fóru ekki varhluta af því, enda var hún í miklu uppáhaldi hjá þeim. Lest- ur, útsaumur, krossgátur, kaplar og ruv. voru helstu áhugamál hennar fyrir utan fjölskylduna. Nú er tómarúmið stórt og sökn- uðurinn sár. Aldrei oftar les hún inn á símsvarann minn „Jæja vertu þá bara hvurgi“. Að lokum vil ég þakka henni árin okkar sextíu sem við áttum samleið. Ég trúi því að við eigum eftir að spila Marías í Sumarlandinu. Við ætl- um að kveðja hana, með hluta af kveðju okkar Alla til mömmu hennar þegar hún lést. Við gengum saman góða stund í heimi og glöddumst yfir vináttu og trú. Um þig margar minningar ég geymi, í Múla áttum heima ég og þú. Þínu breiða baki seint ég gleymi er bauðstu öllum. Hver mun hugga nú? Hjartans þökk, nú vegur þinn er valinn, vinir skiljast að um nokkra stund. Lækurinn sem liðast niður dalinn ljúfa kveðju sendir á þinn fund. Í dalnum okkar fegurðin er falin, nú faðmar móðursystir þína grund. (Ósk Þorkelsdóttir) Elsku Árni, Ditta, Helgi Rún- ar, Jón Heiðar, Signý, Salvar og Helgi mágsi, systkini og aðrir ástvinir. Við fjölskyldan í Múla sendum ykkur innilegar samúð- arkveðjur, og biðjum algóðan Guð að leggja ykkur líkn með þraut. Guðný og Aðalgeir. Nú þegar dagarnir eru sem bjartastir og sumarið skartar sínu fegursta dregur snögglega ský fyrir sólu. Í dag kveðjum við frænku mína Björk Þorgríms- dóttur sem lést eftir stutta en erfiða baráttu við krabbamein. Björk ólst upp fyrstu árin sín hjá afa okkar og ömmu í sveitinni, en síðar hjá móður sinni og stjúpa, sem ætíð reyndust henni mjög vel. Björk umgekkst ég mest þegar ég var lítill heimalningur í Múla í Aðaldal, í sveitinni hjá ömmu og afa. Þá var oft mikið spjallað, spilað, lesið og hlegið. Í minningunni sé ég Björk fyrir mér með bók í hendi, hekla eða leysa krossgátur – já og með kaffibolla. Björk hafði mikla kímnigáfu og hafði oft spaugilega sýn á menn og málefni, og þá ekki síst á sjálfa sig. Hún var þó um margt dul og bar ekki sorgir sín- ar eða áhyggjur á torg. Hún valdi ekki ætíð einföldustu leiðirnar í lífinu og mikið vildi ég gefa fyrir að hún sjálf og lífið hefði farið um hana mýkri höndum. Hún átti ekki jafn farsælt og áhyggjulaust líf og mörg okkar hinna. Hún læt- ur eftir sig fjögur uppkomin börn og eitt barnabarn, sem öll skip- uðu stóran sess í lífi hennar. Þegar hún greindist með krabbamein síðastliðinn vetur leitaði hún til mín til stuðnings, og sá stuðningur var fúslega veittur. Þar kynntist ég nýrri hlið á frænku minni, en við höfðum verið í litlum samskiptum undan- farin ár. Þrátt fyrir áhyggjur og kvíða tók hún veikindum sínum af æðruleysi og hafði meiri áhyggjur af börnum sínum og barnabarni en sínum örlögum. Alltof oft birtist dauðinn okkur óvænt og miskunnarlaus og skil- ur eftir sig djúp og ólæknandi sár. En dauðinn á sér aðra hlið, bjarta og líknandi, og þannig vil ég trúa því að hann hafi birst kærri frænku. Elsku Árni, Ditta, Signý, Helgi Rúnar og Jón Heiðar. Veg- ur sorgarinnar er vissulega lang- ur og strangur en hvorki ófær né endalaus. Megi góður guð styrkja ykkur á þeirri göngu sem framundan er. Stjúpföður, systk- inum, föður og stjúpmóður send- um við fjölskyldan okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Við kveðjum frænku með söknuði en þó fyrst og fremst virðingu og minningum góðum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér (Vatnsenda-Rósa) Heiðrún Jónsdóttir og fjölskylda. Tíminn flýgur. Þegar litið er til baka virðist ekki svo ýkjalangt síðan Björk birtist í Húsabakka- skóla með Dóru frænku sinni á Hofsá. Björk fylgdi ferskur and- blær og ávann hún sér fljótt virð- ingu annarra. Hún var skörp og góð að koma fyrir sig orði. Björk hafði líka sterka réttlætiskennd og verndaði okkur yngri stelp- urnar fyrir stríðni strákanna. Nokkrum árum seinna lá leið okkar Bjarkar aftur saman á Elliheimilinu í Skjaldarvík. Þá var gott fyrir mig nýliðann að geta leitað til Bjarkar. Hún var góður samstarfsfélagi, alltaf svo örugg, fljót að átta sig á hlutun- um og bregðast við. Björk hafði kaldhæðinn húmor og var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum í Skjaldarvíkinni. Á þessum tíma var Björk orðin lífsreynd Björk Þorgrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.