Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 10
Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is „Mig langaði að draga fram þá staði sem skipta mig máli og heiðra minn- ingarnar,“ segir Björg Magnúsdóttir rithöfundur sem setti nýlega upp sýningu í opnu rými í Hafnarfirði. Sýningin samanstendur af 9 örsög- um sem hefur verið komið fyrir á jafnmörgum stöðum. Sögurnar eru byggðar á æskuminningum Bjargar en hún sleit barnsskónum í Hafn- arfirði. „Þetta eru allt staðir sem mér þykir mjög vænt um. Það er svolítið fyndið að þegar maður verð- ur eldri þá áttar maður sig á öllum góðum minningum fortíðar án þess að hafa gert sér grein fyrir þeim endilega á sínum tíma.“ Sálmur Valdimars Briem innblástur Hugmyndin kviknaði hjá Björgu síðastliðin áramót en þá sem oftar þegar tvö ár renna saman var lagið Nú árið er liðið sungið. „Ein- hvers staðar í textanum kemur fram: En hvers er að minnast og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma? Ég fór þá að velta fyrir mér hvað það hefði margt gerst hjá mér þó að ég sé nú ekki gömul mann- eskja í árum og fór að hugsa um hvað mig langaði að geyma í minn- inu, muna og varðveita.“ Upplifun í göngutúr Sögurnar eru prentaðar á ál- þynnur og var þeim komið fyrir í samstafi við Hafnarfjarðarbæ en Björg hlaut styrk frá Menningar- og ferðamálaráði til verkefnisins. Sög- Æskuminningar rata í örsögur í Hafnarfirði Göngutúr um bæinn með innsýn í líf Hafnfirðings Morgunblaðið/Kristinn Höfundurinn Björg Magnúsdóttir 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 • Gler og umgjörð frá 16.900 kr. plast með glampavörn • Margskipt gleraugu frá 39.900 kr. umgjörð og gler. • Verðlaunaglampavörn frá NEVA MAX, 150% harðari, sleipari og þægilegri í þrifum 8.000 kr. Öll verð miðast við plast-gler SJÓNARHÓLL Frumkvöðull að lækkun gleraugnaverðs á Íslandi Við höfum lækkað gleraugnaverðið Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu Reykjavíkurvegur 22, Hafnarfirði | S. 565 5970 | sjonarholl.is Margverðlaunuð frönsk gæðagler Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta var afar vel lukkuð ferðog við komum víða fram,“segir Eydís Franzdóttir,stjórnandi unga þjóðlaga- hópsins Gljúfrabúa, sem er nýkomin heim frá Tékklandi. „Gljúfrabúi er sjö manna hópur nemenda á aldr- inum fimmtán til tuttugu ára úr Tón- listarskóla Kópavogs sem spilar þjóðlagatónlist. Í fyrrasumar feng- um við í heimsókn þjóðlagahóp nem- enda frá tónlistarskóla í Prag sem smitaði okkur algerlega af þessum þjóðlagaáhuga. Við unnum með þeim hér heima og upp úr því varð Gljúfrabúi til,“ segir Eydís og bætir við að þau hafi farið að leita eftir ís- lenskum þjóðlögum sem gætu verið skemmtileg í flutningi. „Við fundum fullt af hressum og skemmtilegum lögum og við höfum því verið að æfa íslensk þjóðlög allan síðasta vetur, eða frá því við fengum þessa frá- bæru krakka frá Tékklandi til okk- ar. Þannig varð þessi flotti hópur Gljúfrabúi til.“ Þau leita fyrir sér sjálf Eydís segir að krakkarnir í Gljúfrabúa leiki öll á hljóðfæri, enda séu þau fyrst og fremst tónlist- arnemar, en ein í hópnum er þó að læra söng sem aðalfag. „Hópurinn syngur samt allur. Þetta eru mjög fjölhæfir krakkar, þau leika sum á fleira en eitt hljóðfæri, dansa þjóð- dansa og kveða líka rímur. Þau hafa verið að hlusta á gömlu Silfurplöt- urnar og fletta upp í Bjarna Þor- steinssyni. Þau leita fyrir sér sjálf.“ Eydís segir að þau hafi lært mikið af tékknesku krökkunum gestum sín- Spila, syngja, dansa og kveða rímur Þau eru fjölhæf krakkarnir í þjóðlagasveitinni Gljúfrabúa, spila sum hver á fleiri en eitt hljóðfæri og fara létt með að dansa líka þjóðdansa þegar þau koma fram. Auk þess kveða þau rímur. Þau hafa uppgötvað hversu íslensk þjóðlög eru skemmtileg og þau eru nýkomin heim frá Prag, þar sem þau slógu í gegn. Söngur Bryndís er að læra söng og sér hér um einsönginn í hópnum. Dansinn dunar Stúlkurnar stíga hér dans en piltarnir spila undir. Mikið verður um dýrðir í Borgarnesi um helgina, en þá verður hin árlega Brákarhátíð. Dagskráin er fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Götugrillið verður í kvöld en þá draga Borgnesingar fram grillin sín og bjóða nágrönnum, gestum og gangandi að skella sínum mat á heit grillin hjá þeim. Hægt er að prenta út sönghefti á vefsíðunni brakarhatid.is og taka lagið. Á morgun laugardag verður nóg að gera allan daginn, má þar nefna víkinga- og skartgripagerð fyrir börnin, skrúðgöngu, Brákar- hlaupið, bátasiglingu á Brákarsundi, fjölskylduskemmtun og vík- ingamarkað í Skallagrímsgarði, leðju- bolta í Englendingavík, leikritið Ást- arsaga úr fjöllunum að ógleymdri þéttri kvöldvöku með hljómsveitinni Festival. Fyrir þá allra fjörugustu er svo alvöru sveitaball á laugardags- kvöldið með Sálinni í Hjálmakletti. Vefsíðan www.brakarhatid.is Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sálin hans Jóns míns Leikur fyrir dansi annað kvöld á Brákarhátíðinni. Brjálað fjör á Brákarhátíð Á morgun laugardag ætlar Stefanía Svavars að halda blústónleika á Kex Hosteli við Skúlagötu. Hún ætlar að flytja tónlist eftir uppáhaldslistamenn sína sem hafa haft áhrif á hana sem söngkonu, t.d. Janis Joplin, Ettu James, Ellu Fitzgerald, Arethu Franklin o.fl. Um undirleik sjá Þórir Úlfarsson, hljómborð, Jón Kjartan Ingólfsson, bassi, Þröstur Þorbjörnsson, gítar, Rubin Pollock, gítar og Jón Borgar Loftsson, trommur. Stefanía hefur sungið undanfarin ár á skemmtunum, böllum, tónleikum, keppnum, hátíðum og með ýmsum listamönnum og hljómsveitum. Endilega… …kíkið á tón- leika á KEXinu Morgunblaðið/Eggert Stefanía Blússöngkonan góða. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.