Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 28.06.2013, Blaðsíða 31
Þarna kynntust félagar mínir í Nirði þeim feimna og allt að því óframfærna Hemma sem vildi öllum vel, tók nærri sér illt umtal og óréttlátar athugasemdir líkt og hendir þá sem verða frægir og standa í kastljósinu. Þetta var sá Hemmi sem ég þekkti í Versló; hlýr, alvörugefinn og einlægur vinur þeirra sem minna máttu sín en þó alltaf stutt í grínið. Ég kveð í dag Hermann Gunnarsson með þakklæti fyrir góð kynni, bið börnum hans og ættingjum blessunar og almætt- ið að veita honum móttöku sem sæmir slíkum sómadreng og gleðipinna. Far í friði. Arnar Hauksson. Viðbrögð okkar Rúnu, þegar við heyrðum af andláti þínu kæri vinur, voru á sama veginn; trúð- um því ekki. Ég hóf að hringja eftir staðfestingu í nokkra sam- eiginlega vini okkar. Í huganum beið ég eftir því að einhver segði mér að um misskilning væri að ræða. Því miður reyndist það ekki svo. Ég finn engin orð í íslenskri tungu, sem geta lýst nægilega vel því sem mig langar að segja við þig, Hemmi minn. Þú getur ekki ímyndað þér hversu mikið þú hefur gefið mér og Rúnu í gegnum tíðina. Það er ómetan- legt að hafa fengið að kynnast þér og vera vinur þinn í mörg ár. Íslenska þjóðin elskar þig og dáir. Þú átt vini um allt land á öllum aldri og langt út fyrir land- steinana. Það er enginn Íslend- ingur sem finnur ekki til við frá- fall þitt. Og engan skyldi undra. Viðmót þitt var einstakt, gleði þín smitandi, talaðir við alla á jafnréttisgrundvelli, sýndir aldr- ei yfirlæti. Eftir að ég flutti heim til Ís- lands fyrir bráðum tíu árum og hóf störf á ný í sjónvarpi kom ekki annað til greina en að fá þig með í slaginn á einn eða annan hátt, en þá hafðir þú verið sjálfur í fríi frá fjölmiðlunum. Það var gaman hjá okkur vinunum þrem- ur, þér, Guðna Bergs og mér, í fótboltaþáttunum á Stöð 2 sport. Og mikið er ég ánægður með að hafa fengið þig í morgunsjón- varpið á Stöð 2 á sínum tíma, þar sem þú kíktir til okkar á föstu- dögum undir lok þáttar og sprell- aðir með okkur, sem þú gerðir svo síðar með okkur í Bítinu á Bylgjunni. Þar skutum við gjarn- an hvor á annan, gerðum grín hvor að öðrum og mikið hlógum við, bæði í beinni og eftir þátt. Ég á erfitt með að trúa því að við fáum aldrei aftur að sjá þig, heyra hlátur þinn og glensið. Aldrei á ég eftir að fá að stríða þér og þú mér – mikið höfðum við gaman af því. Sorgleg til- hugsun. En í senn er ég svo ánægður með að hafa fengið að eiga þig sem vin og get aldrei þakkað nægilega fyrir það. Hemmi minn, þú varst ein- stakur persónuleiki. Þótt þú ætt- ir við þína erfiðleika að etja, þá hættir þú aldrei að gefa af þér og gleðja aðra. Íslenska þjóðin hef- ur misst þig, Hemma Gunn, ein- stakan mann. Skarð þitt verður ekki fyllt. Maður kemur ekki í manns stað í þínu tilfelli Her- mann Gunnarsson. Blessuð sé minning þín. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til fjölskyldu og vina. Heimir Karlsson, Rúna Hjaltested Guðmundsdóttir. Ó, hve gott á lítil lind, leika frjáls um hlíð og dal. Líða áfram létt sem hind, líta alltaf nýja mynd. Hvísla ljóði’ að grænni grein, glettast ögn við lítil blóm. Lauma kossi’ á kaldan stein, kastast áfram tær og hrein. Ég vildi að ég væri eins og þú og vakað gæti bæði dag og nætur. Þá öllu skyldi kveða óð um unað, ást og trú sem aldrei bregst en hugga lætur. Já, ef ég mætti lifa eins og lindin silfurtær sem lög á sína undrastrengi slær. (Bjarki Árnason) Ég vil þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig minn kæri vin- ur. Þín vinkona, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir (Svansí). Kveðja frá Grindavík Þú hefur oft, það segi ég satt, sungið ljóð í haga og margan dapran getað glatt gleðisnauða daga. Minningin um góðan félaga lif- ir. Vottum fjölskyldu Hermanns okkar dýpstu samúð. Fyrir hönd Knattspyrnudeild- ar UMFG, Jónas Karl Þórhallsson, formaður. Að haustnóttum sá ég þig sigla burtu, og svo kom hinn langi vetur. Þótt vald hans sé mikið, veit ég þó, að vorið, það má sín betur. Þú hlýtur að vera á heimleið og koma með heita og rjóða vanga, því sólin guðar á gluggann minn, og grasið er farið að anga. (Davíð Stefánsson) Takk fyrir vináttuna, en ekki síður fyrir alla vitleysuna, dreng- urinn minn. Egill Eðvarðsson. Íslensku þjóðinni var brugðið er tíðindin bárust. Fjölmiðlamað- urinn og hinn dáði íþróttamaður, Hemmi Gunn, var ekki lengur mitt á meðal okkar. Hann var að leggja af stað heim frá Taílandi er kallið kom. Í trúnni, sem Hemma var kær, er það oft nefnt að við séum „að fara heim er kallið kemur“. Hann var kallaður heim – alltof fljótt. En hann Hemmi var ekki hræddur við hið ókomna. Hann vissi að eitthvað stórkostlegt tæki við er lífi lýkur hér á jörðu. Ef Hemmi mætti mæla hér og nú myndi hann án efa segja: „Njótið dagsins. Njótið þess að vera til. Lífið er yndislegt.“ Sjálf- ur var hann mikill gleðigjafi. Færði gleði inn á heimili okkar Íslendinga um áratugaskeið. Óneitanlega kemur upp í hugann vinsælasti sjónvarpsþáttur sem hefur verið framleiddur á Ís- landi, „Á tali hjá Hemma Gunn“. Hann gladdi nánast alla Íslend- inga um langan tíma. Fékk mesta áhorf sem mælst hefur hér á landi. Ekki man ég hvernig hann fékk bæði mig og son minn til að dansa í beinni útsendingu við atvinnufólk í dansíþróttinni, eftir að hafa átt við okkur samtal um lífið og tilveruna í þessum þætti. Þá voru samtöl hans við börnin einstök. Líklega tókst honum svo vel upp þar vegna þess hve einlægur og ljúfur hann var sjálfur. Hann náði ávallt til áheyrandans. Hugur okkar beinist einnig að honum sem íþróttamanni. Ég tók strax efir honum þegar hann var að keppa fyrir Verzló, hvort sem var í handbolta eða knattspyrnu, en konan mín og hann voru í sama árgangi í Verzló. Þar, eins og síðar með Val, bar hann af, hann var ávallt fremstur á meðal jafningja. Afi Hermanns, Her- mann G. Hermannsson, var einn þeirra sem stofnuðu Knatt- spyrnufélagið Val ásamt æsku- lýðsleiðtoganum séra Friðriki Friðrikssyni fyrir rúmri öld. Vinur hans, Hörður Hilmars- son, sagði um Hemma: „Her- mann var einn besti leikmaður íslenskrar knattspyrnusögu – einn af tíu bestu. Og snjall var hann í handboltanum.“ Undir þetta tók hinn trausti vinur hans og Valsari, hann Henson. Hemmi var „náttúrutalent“, hafði alla sína hæfileika í blóðinu. Þurfti aldrei að hafa fyrir hlut- unum, en í knattspyrnunni var hann ávallt á réttum stað til að skora. Hann eyddi ekkert mikl- um tíma í að hita upp – sem í dag er talið svo mikilvægt. Hann fór bara beint inn á og skoraði. Já, hann Hemmi var svo sann- arlega „góður drengur“ og traustur vinur. Vil ég gera þekkt orð hans að lokaorðum mínum: „Verið hress, ekkert stress og bless, bless.“ Vigfús Þór Árnason. Fjölmargir fara í gegnum ævi- skeiðið á harðaspani, lifa lífinu nánast með lokuð augun en vakna hugsanlega til einhverrar vitundar á síðustu metrunum, fullir eftirsjár. Sumir hafa æðri tilgang, án þess að gera sér grein fyrir því, og snerta hverja ein- ustu sál sem verður á vegi þeirra, eingöngu með því að vera þeir sjálfir. Það hlýtur að vera æðsta takmark lífsins að hreyfa við fólki, gera góðverk, varpa sól- argeislum yfir aðra, bæði með- vitað og ómeðvitað. Hermann Gunnarsson var svo stór og litríkur persónuleiki, svo mikilvægur geisli í þjóðarsálinni, að flestir reiknuðu eflaust með því að hann myndi lifa að eilífu – sem hann vissulega gerir. Þegar fallegar sálir, eins og Hemmi Gunn, falla frá, drúpa flestir höfði og tómarúm myndast í til- verunni. Fótatak okkar verður mýkra, röddin þýðari og tillits- semi fær meira rými. Eflaust vegna þess að sálin hans Hemma var hluti af okkar eigin sál, allt- umlykjandi, ævinlega. Þrátt fyrir allt var Hemmi Gunn líkast til einmana sál í ið- andi mannhafinu þar sem flestir vildu eiga hlutdeild í honum. Hann lifði á því að gefa og gaf með því að lifa lífinu í sínu eigin ljósi sem lýsti okkur öll upp. Það er með trega sem ég kveð „fósturföður minn“ eins og hann taldi sig vera eftir að ég kom blautur á bak við eyrun til Vals árið 1979. Snagar okkar voru nánast hlið við hlið og glettni og grín Hemma Gunn í búningsklef- anum mun óma að Hlíðarenda á meðan við, sem nutum þeirra forréttinda að sparka í bolta með honum, trítlum um tilveruna. Farðu í friði, vinur sæll, þú frábæri sonur þjóðar. Þorgrímur Þráinsson. Í gegnum lífshlaupið kynnist maður fjölda fólks sem skilur mismikið eftir sig. Þeir sem kynntust Hemma geta sennilega verið sammála um að hann skildi eftir sig djúp spor, var sennilega orðheppnasti maður landsins og hrókur alls fagnaðar eins og allir vita. Hláturinn einn og sér dugði til, svo smitandi var hann. Mér er það sérstaklega minn- isstætt þegar undirritaður átti afleitan landsleik í sínum fyrsta leik og var ekki hátt risið á unga manninum. Í sömu viku var við- tal við Hermann í tímariti þar sem hann var ósáttur við hvernig „pressan“ tæklaði ungan og óreyndan leikmanninn og tók upp hanskann fyrir mig. Þessu gleymi ég aldrei og þetta varð til þess að ég leit aldrei til baka eft- ir fyrstu landsliðsreynsluna. Þetta ár, 1980, kom Hermann inn í Valsliðið á nýjan leik og við stóðum uppi sem Íslandsmeist- arar. Það var aldrei lognmolla í klefanum eftir æfingar. Hemmi sat með krosslagðar lappir og sagði brandara í klukkutíma, lét gamminn geisa. Hæfileikar Hemma nutu sín innan sem utan vallar og það er ekki hægt að segja annað en að hann hafi tekið hlutina með trompi. Blessuð sé minning hans. Hvíl þú í friði, elsku vinur. Sævar Jónsson. Þegar ungt fólk, hvort heldur í námi, hljóðfæraleik, söng, íþrótt- um eða á öðrum sviðum, spring- ur út og sýnir framúrskarandi hæfileika tölum við stundum um undrabörn. Hermann Gunnars- son var náttúrutalent, hvort heldur í knattspyrnu, handbolta eða öðrum íþróttum. Hann var nokkrum árum yngri en ég og þannig hafði ég frá fyrstu tíð tækifæri til að fylgjast með ferli hans, leika stundum við hlið hans í úrvalsliðum og hrífast af þess- um fallega og geðþekka unga manni frá unga aldri. Í stað þess að etja kappi við Hemma stóð ég sjálfan mig að því að vera aðdá- andi hans en ekki andstæðingur. Lipurð, knattleikni, markheppni og leikskilningur voru töfra- brögðin hans. Og svo hreif hann okkur hina með gamansemi og glaðværð. Valsmenn léttir í lund, það var hans ær og kýr. Hrókur alls fagnaðar. Hemmi var aldrei að þykjast. Hann elskaði lífið. Fótboltamað- urinn, skemmtikrafturinn, vinur- inn, bróðirinn í leiknum. Hlátur Hemma Gunn, einlægni hans og vinskapur í hvívetna, var engin uppgerð. Hann var opinn og ein- lægur karakter, sjarmatröll, sem öllum þótti vænt um. Stundum fór Hemmi út af sporinu, eins og gengur, ekki vegna þess að neitt illt væri í fari hans, heldur vegna þess að hann elskaði lífið, elskaði samferðamenn sína og þyrsti í félagsskap og gleðistundir. Skemmtunin fór stundum úr böndum. En þetta var Hemmi, þessi ljúfi, geðþekki gleðipinni. Þetta var Hemmi sem elskaði lífið. Hann var í aðalhlutverki, innan sem utan vallar. Ég man eftir rútuferðalögum milli kappleikja erlendis, þar sem Hermann sett- ist fremst í rútuna, greip hátal- arann og hermdi síðan eftir Sigga Sig. og öðrum þekktum út- varpsröddum á gömlu gufunni og hélt okkur hinum í hlátursköst- um í marga klukkutíma og ég man eftir Hemma þegar hann tók sjálfur hlátursköstin frammi fyrir okkur félögunum og þjóð- inni allri og hann var óborgan- legur skemmtikraftur. Og ekki bara skemmtikraftur. Hermann var drengur góður, einlægur vin- ur og hvers manns hugljúfi. Blessuð sé minning hans, með þökk fyrir margar, margar ynd- islegar samverustundir og ómet- anlega vináttu. Ellert B. Schram. Boðberar kærleikans eru jarðneskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að veita umhyggju, miðla ást, fylla nútíðina innihaldi og tilgangi, veita framtíðarsýn vegna tilveru sinnar og kærleiksríkrar nærveru. Þeir eru jákvæðir, styðja, uppörva og hvetja. Þeir sýna hluttekningu, umvefja og faðma, sýna nærgætni og raunverulega umhyggju, í hvaða kringumstæðum sem er án þess að spyrja um endurgjald. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þetta ljóð mitt kom í huga mér þegar ég frétti af andláti Hemma. Vinar sem gaf mér mik- ið með umhyggju sinni, uppörv- andi orðum og kærleiksríkri veru allri. Hemmi sagði mér oftar en einu sinni að hann hefði verið svo lánsamur að hafa fengið að fara í Vatnaskóg sem drengur og hafa notið þeirrar gæfu að sitja til borðs með æskulýðsleiðtoganum mikla sr. Friðriki Friðrikssyni. Hann sagði að sú minning sæti í huga sér og eftir að hafa kynnst sr. Friðriki og starfinu í Vatna- skógi hafi hann aldrei orðið sam- ur. Slík voru áhrifin sem sr. Frið- rik hefði haft á sig og væru nú æ betur að koma í ljós hin síðari ár. Ég gleymi aldrei þegar Hemmi setti sig í samband við mig og tilkynnti mér að hann myndi þiggja að fá að vera vinur minn. Ég vissi varla hvaðan á mig stóð veðrið. Að þessi líka goðsögn sem ég hafði dáðst að frá bernskuárum skyldi leita eft- ir vináttu minni. Sú vinátta átti síðan eftir að reynast mér mjög dýrmæt. Jafnvel þótt fundir okk- ar hafi alls ekki verið tíðir. Fyrir tveimur árum fékk ég Hemma til að vera gestur á fundi aðaldeildar KFUM og segja frá lífshlaupi sínu, áhrifavöldum og hugsjónum, gleði og sorgum. Það var vægast sagt eftirminnilegur fundur. Ég hafði gefið honum tuttugu mínútur en hann talaði í heilan klukkutíma á nótum sem fæstir hafa líklega heyrt, þar sem einlægnin og þakklætið var í fyrirrúmi. Ég var gestur Hemma í jóla- þætti hans á Bylgjunni á annan í jólum 2011. Hann bað mig meðal annars að ræða gildi jólanna fyr- ir okkur í nútímanum og þá í ljósi páskanna. Ég gleymi ekki að þegar ég fór yfir þá dýrmætu ástarsögu fékk hann tár í augun sem síðan láku niður kinnar hans, um leið og hann sagði, þetta er fallegt, alveg ómetan- legt. Hann var snortinn af kær- leika Guðs sem lífið gefur og einn megnar að viðhalda að eilífu. Hemmi komst að því ég ætti að flytja erindi um dauðann á vegum Borgarskjalasafns í febr- úar sl. Setti hann sig þá í sam- band við mig og bauðst til að gefa mér tips þar sem hann hefði jú upplifað snert af dauðanum um tíu árum áður. Þarna kom umhyggja hans og velvild svo berlega í ljós. Á hverjum morgni hin síðari ár átti hann sína kyrrðar- og bænastund. Hann ásetti sér að halda út í daginn með kærleik- ann að leiðarljósi, vera einlægur og þakklátur, glaður, jákvæður og uppörvandi. Hann ræktaði með sér þá gefandi list að hlusta og sjá með hjartanu. Hemma verður sárt saknað og lengi minnst. Hann gaf mikið af sér og erum við ríkari að hafa fengið að vera honum samferða. Mætti hugarfar hans og næma kærleiksþel vera okkur til fyr- irmyndar og eftirbreytni. Sigurbjörn Þorkelsson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 2013 251658240           9. útdráttur 27. júní 2013          Kr. 3.000.000 Kr. 6.000.000 (tvöfaldur) 1 3 0 3 2         Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 1 7 8 6 0 2 9 5 7 0 3 8 7 6 6 4 8 1 8 7         Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2219 20209 34531 46535 58670 68291 4588 22157 36226 51549 63862 71816 9972 24615 38504 52381 65167 74131 12287 27728 40521 55154 67031 75567         Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) 6 2 7 1 2 3 7 7 2 2 2 8 3 3 1 9 4 8 4 1 0 4 8 4 9 6 8 6 5 7 7 5 9 6 6 4 5 6 3 1 4 8 1 2 3 8 0 2 4 0 4 1 3 2 5 0 9 4 1 9 9 8 5 0 2 7 2 5 8 2 6 0 6 8 7 5 5 3 8 8 0 1 3 5 1 7 2 4 8 8 0 3 3 0 3 8 4 3 4 9 0 5 0 3 8 2 5 8 3 7 6 7 0 6 0 4 5 4 3 1 1 5 5 6 1 2 5 5 6 3 3 5 3 9 6 4 4 0 1 8 5 0 4 3 4 5 8 6 9 6 7 2 3 9 4 6 5 6 4 1 5 6 4 1 2 6 8 7 8 3 5 6 1 1 4 4 9 7 0 5 0 7 2 9 6 0 9 7 6 7 2 7 1 9 6 8 3 8 1 5 9 2 3 2 8 4 8 8 3 5 8 7 7 4 5 5 6 5 5 1 6 1 3 6 1 1 1 8 7 5 5 7 3 7 1 9 0 1 6 3 4 2 2 8 5 2 1 3 7 4 0 6 4 5 9 4 3 5 2 5 6 2 6 2 1 5 3 7 5 9 9 9 7 4 6 4 1 6 9 6 9 2 8 8 0 1 3 8 7 2 2 4 6 6 7 8 5 3 2 7 1 6 2 5 7 8 7 7 0 5 0 7 8 8 2 1 7 1 8 9 2 9 6 3 1 3 8 7 8 3 4 6 8 0 8 5 4 0 9 0 6 2 6 5 9 7 9 4 3 2 8 4 4 9 1 8 0 6 6 2 9 7 8 9 3 9 0 2 0 4 7 2 2 0 5 5 5 0 2 6 2 7 4 5 9 3 1 2 1 9 1 2 5 3 0 0 9 2 3 9 4 6 1 4 7 3 4 5 5 6 0 9 4 6 3 0 6 1 1 0 6 5 9 1 9 3 1 0 3 0 1 3 0 3 9 7 0 0 4 8 9 8 1 5 6 2 0 7 6 4 4 6 3 1 1 8 0 1 2 2 0 5 1 3 1 1 3 6 4 0 2 1 9 4 9 6 7 0 5 6 6 3 9 6 5 6 1 7         Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) 7 4 2 7 2 6 9 2 0 5 3 9 2 9 0 2 9 4 0 2 3 6 5 1 0 8 5 6 3 4 4 3 7 3 1 5 7 8 8 5 7 2 9 7 2 0 7 8 9 2 9 1 4 0 4 0 3 4 5 5 1 2 0 7 6 3 7 1 3 7 3 7 8 7 1 0 8 8 7 5 6 5 2 1 0 0 3 2 9 6 7 5 4 0 6 7 4 5 1 4 1 1 6 3 7 8 4 7 3 8 2 4 1 1 2 3 8 5 7 2 2 1 0 4 6 3 0 0 3 0 4 0 9 9 5 5 1 6 1 6 6 4 3 0 3 7 3 8 4 8 1 2 2 6 9 1 7 3 2 1 0 8 8 3 0 1 0 1 4 1 4 3 8 5 1 6 2 7 6 4 4 2 2 7 4 1 2 5 1 3 5 3 9 9 6 1 2 1 7 8 6 3 0 2 0 1 4 1 9 7 4 5 2 2 0 5 6 4 4 6 9 7 4 4 7 5 1 5 0 1 1 0 0 0 0 2 2 0 2 4 3 0 8 4 5 4 2 3 7 1 5 2 3 6 9 6 4 5 5 6 7 4 4 7 6 1 5 1 5 1 1 1 4 2 2 2 5 9 3 3 0 8 8 5 4 2 7 3 1 5 2 3 8 9 6 6 7 8 8 7 4 7 4 1 1 6 8 6 1 1 4 2 9 2 2 6 5 8 3 1 5 6 1 4 2 9 4 1 5 3 0 0 9 6 6 8 3 8 7 4 8 0 8 2 1 8 5 1 2 2 7 9 2 2 8 7 0 3 1 5 6 2 4 3 2 6 4 5 3 5 8 8 6 7 3 2 1 7 4 8 5 3 2 3 6 3 1 2 3 6 5 2 2 9 1 1 3 2 0 3 9 4 3 2 6 7 5 3 6 2 4 6 7 6 7 3 7 5 2 4 6 2 8 6 1 1 2 3 7 6 2 3 2 8 0 3 2 3 9 5 4 3 4 7 1 5 3 8 5 1 6 8 3 6 2 7 5 3 0 7 2 9 1 0 1 3 1 8 8 2 3 4 9 9 3 2 5 6 9 4 3 7 3 1 5 4 1 5 0 6 8 6 0 5 7 5 9 6 0 2 9 9 7 1 3 7 6 9 2 4 2 8 2 3 2 7 8 2 4 3 9 2 2 5 4 3 7 7 6 8 6 5 9 7 6 4 7 0 3 2 0 1 1 4 4 7 7 2 4 4 7 0 3 2 8 3 7 4 4 3 9 5 5 4 4 2 1 6 8 7 6 1 7 6 5 6 0 3 8 4 2 1 4 7 6 0 2 4 6 2 4 3 2 8 5 2 4 5 3 1 5 5 4 8 5 3 6 8 9 4 4 7 6 6 0 5 4 0 1 9 1 5 1 0 7 2 5 1 5 1 3 3 8 3 2 4 5 7 8 5 5 4 9 4 1 6 9 0 5 5 7 6 7 6 9 4 1 6 1 1 5 5 3 8 2 5 1 8 2 3 3 9 5 8 4 5 9 7 4 5 5 0 9 9 6 9 0 7 1 7 6 9 8 8 4 1 7 6 1 5 9 1 2 2 5 3 2 9 3 4 1 7 8 4 6 1 2 0 5 5 2 8 8 6 9 1 7 7 7 7 6 4 0 4 2 2 4 1 5 9 6 2 2 6 2 1 6 3 5 6 4 1 4 6 8 8 8 5 6 1 1 5 6 9 2 3 8 7 7 9 5 7 4 4 7 6 1 5 9 7 6 2 6 5 4 1 3 6 0 4 1 4 7 3 2 7 5 6 2 6 7 6 9 4 1 1 7 7 9 7 8 5 0 0 8 1 6 1 2 8 2 6 8 7 9 3 6 2 8 0 4 7 3 5 2 5 7 4 7 3 6 9 8 1 9 7 8 0 6 4 5 0 1 5 1 7 1 5 5 2 6 9 1 1 3 6 3 6 8 4 7 7 5 3 5 7 6 8 1 7 0 2 9 1 7 8 4 5 5 5 2 5 2 1 7 5 0 4 2 7 1 8 6 3 6 8 9 3 4 8 1 3 0 5 8 4 0 8 7 1 6 4 7 7 8 6 9 6 5 8 0 3 1 8 2 8 1 2 7 3 9 7 3 7 1 5 7 4 8 2 8 9 5 8 6 0 6 7 1 8 8 4 7 8 7 1 6 6 1 2 4 1 8 3 2 1 2 7 5 6 7 3 7 5 4 6 4 8 2 9 4 6 0 7 3 2 7 1 9 1 5 7 9 0 0 6 6 1 2 8 1 9 0 3 5 2 7 6 3 7 3 8 5 6 6 4 8 6 0 6 6 1 1 6 7 7 2 3 2 1 6 4 4 5 1 9 1 4 5 2 7 7 6 6 3 8 8 1 0 4 8 7 7 7 6 1 2 3 6 7 2 3 4 6 6 6 5 1 1 9 2 3 5 2 7 9 6 2 3 8 8 3 8 4 9 4 5 7 6 1 3 8 9 7 2 4 1 7 6 8 1 3 1 9 6 3 1 2 8 2 0 9 3 9 3 0 8 4 9 5 5 3 6 2 7 4 6 7 2 8 6 5 6 8 2 2 1 9 7 5 0 2 8 3 0 5 3 9 3 4 8 4 9 5 8 9 6 3 0 3 5 7 2 9 9 3 7 0 5 3 2 0 2 8 5 2 8 4 3 4 3 9 7 8 6 5 0 7 1 3 6 3 2 3 8 7 3 1 3 1 Næstu útdrættir fara fram 4. júlí, 11. júlí, 18. júlí, 25. júlí & 1. ág 2013 Heimasíða á Interneti: www.das.is  Fleiri minningargreinar um Hermann Gunn- arsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.