Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Qupperneq 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013 Barnsins sem Vilhjálmur prins og eiginkona hans Katrín eiga von á er beðið með mikilli eftirvæntingu um allan heim. Breska þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir nýjasta erf- ingja krúnunnar og veðbankar bjóða almenningi að leggja undir og veðja um hvað erfinginn muni heita. Er vinsælt að veðja á nöfnin Elizabeth eða John. Rannsóknir bresku blað- anna hafa sýnt að nafnið William er vinsælt bæði í konungsfjölskyldunni og hjá Katrínu. Beinar útsendingar eru á helstu sjónvarpsstöðvunum þar sem yfir- leitt kemur hið sama í ljós. Katrín er ekki farin af stað. Enn ekkert barn. Blöðin í Bretlandi eru einnig öll yfirfull af fréttum um hvað sé að gerast. Yfirleitt er það sama þar að frétta. Enn er Katrín ekki farin af stað og enn ekkert barn. Íslenska hljómsveitin Of Monst- ers and Men hefur þvælst inn í at- burðarásina en Katrín ku hlusta á bandið á meðan hún bíður eftir barninu. Meðganga Katrínar hefur fengið gríðarlegt pláss í blöðum og sjónvarpi alveg frá því það fréttist að hún þjáðist af alvarlegri morg- unógleði. Bretar á barnavakt Hægt er að veðja um hvað erfinginn komi til með að heita. AFP Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2 setti á sig spámanns- sokkana á Twitt- er í vikunni. „Spái því að makríllinn, sem er flökkutegund, verði horfinn úr 200 mílna lögsögunni þegar deilan leysist. Fullkomið status quo á 36 mán.“ Þungarokk- arinn Baldur Ragnarsson í Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og leikari í Leik- hópnum Lottu kættist lítið yfir saxófónleikara sem hélt sig fyrir utan gluggann hans en Baldur býr á Laugaveg- inum. „Nei nei, þú ert bara fínn, kæri saxófónsgötulistamaður, fyrir utan gluggann minn sem spilar bara tvær nótur. Annað, ég finn ekki snæperinn minn, getur verið að eitthvert ykkar hafi fengið hann lánaðan?“ Íslenska kvennalandsliðið var eðlilega svolítið fyrirferðarmikið á samskiptamiðlum þessa vikuna. Víðir Sigurðs- son skrifar fyrir Morgunblaðið úti í Svíþjóð og þarf að vera lengur vegna góðs árangurs liðsins sem komið er í 8 liða úr- slit. „Jæja. Ég neyðist víst til að vera lengur í sólinni hérna í Svíþjóð! Stúlkurnar okkar í landsliðinu sáu til þess í gær með frækinni frammistöðu gegn Hollendingum. Verst að þetta þýðir að ég missi af 2ja ára afmælisveislunni hjá Andra Heiðari afastrák á sunnu- daginn.“ Nile Rod- gers hélt tón- leika hér á landi í vikunni og var orðlaus eins og svo margir út- lendingar á birt- unni sem er hér á landi yfir sum- armánuðina. Birti mynd á Twitter og sagði: „Iceland in July is awe- some. I took this photo at 10.15 PM and it looks like late afterno- on.“ Rodgers er með rúmlega 80 þúsund fylgjendur á Twitter og myndin vakti mikla athygli. AF NETINU Í þessum Stiklum verða fáir skrýtnirkarlar nema ef vera skyldi pabbi,“segir Lára Ómarsdóttir fréttamaður. Hún hefur að undanförnu ferðast um landið með starfsmönnum kvikmynda- félagsins Stórveldisins vegna efnisöflunar fyrir sjónvarpsþættina Ferðastiklur. Einn- ig er Ómar Ragnarsson, faðir Láru, með í för, en af mörgu eftirtektarverðu sjón- varpsefni hans ber Stikluþættina líklega hæst. Þeir voru sýndir fyrir um þrjátíu árum og sagði þar af landi og líflegum karakterum. Í þáttunum sem verða alls átta og sendir á RÚV næsta vor verður staldrað við á ýmsum áhugaverðum stöðum út um land og sagt frá náttúru, sögu, menningu og áhugaverðu fólki. „Ferðalög með pabba í gegnum árin vöktu fljótt áhuga minn á landinu. Í seinni tíð hef ég stundum farið með krökkunum mínum í ferðalög og sagt þeim frá áhugaverðum stöðum, sögum og fleiru. Þetta höfum við kallað mömmuferðir og þær eru vinsælar. Krakkar eru forvitnir um allt svona og þannig kviknaði hugmyndin að Ferðastikl- um,“ segir Lára. Ómar í öllum þáttum Ómar Ragnarsson kemur við sögu í öllum Ferðastikluþáttunum, þó mismikið, en þeir er að vissu leyti endurómur af Stikl- unum sem voru sýndir fyrir um þrjátíu árum og vöktu mikla athygli. „Um dag- inn fórum við um sunnanverða Vestfirði og öfluðum efnis, Strandasýsluna tókum við endilaga, vorum við Kirkjubæj- arklaustur um daginn og nú stendur til að fara norður í land. Mér sýnist sem áhugavert sjónvarpsefni sé að fæðast,“ segir Lára að síðustu. sbs@mbl.is Þór Freysson framleiðandi og fréttamennirnir og feðginin Ómar Ragnarsson og Lára Ómarsdóttir. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Lára stiklar landið LÁRA ÓMARSDÓTTIR FRAMLEIÐIR FERÐASTIKLUR OG FETAR SLÓÐIR FÖÐUR SÍNS. VINSÆLAR MÖMMUFERÐIR KVEIKTU HUGMYNDINA Vettvangur Hin kínverska Fu Suqing fagnaði 116 ára afmæli sínu í vikunni. Fékk hún viðurkenningarskjal af því til- efni því hún er elsta manneskja í heimi. Hún er fædd 19. júlí 1897. Japaninn Jiro Kimura Koemon lést í júní en hann var þá elsti karlmaður heims, fæddur sama ár og Fu. Fu giftist 1902 og átti sex börn en aðeins tvö komust til fullorðinsára. Hún á 48 barna-, barnabarna- og barnabarnabarnabörn. Dóttir henn- ar, Xu Suhua, segir móður sína við góða heilsu þrátt fyrir dapra heyrn og sjón. Í tilefni afmælisins fékk Fu sér súpuskál og íbúar í þorpinu hennar í Sichuan-héraði sungu af- mælissönginn. AFP Fu Suqing elst í heimi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.