Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 9
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar Aðeins 2.150 kr. á mann Næg bílastæði ERFIDRYKKJUR Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is Pantanir í síma 562 0200 Þ egar Hjördís var lítil stúlka dreymdi hana um að hjálpa litlum börnum í Afríku. Hún gekk menntaveginn og lærði hjúkrunarfræði og vann við það hér á landi í 25 ár. Þegar hún skildi árið 1994 og bæði börnin hennar voru komin til manns, ákvað hún að láta slag standa og fór á undirbúningsnámskeið fyrir Rauða kross starfsmenn. „Ég var um það bil að guggna þegar ég sá allt það unga fólk sem var að sækja um, mér fannst ég hundgömul miðað við þau. Sonur minn hvatti mig til dáða og lét mig ekki komast upp með að hætta við,“ segir Hjördís. Henni var í kjölfarið boðið starf í Aserbaídsjan. „Ég sagði já, og spurði svo hvar það væri!“ segir hún, en í upphafi ætlaði hún að starfa fyrir Rauða krossinn í sex mánuði. „Ég ætlaði bara að prófa, en einhvern veginn varð ekki aftur snúið.“ Glöð og þakklát Leiðin lá fyrst til Baku í Aserbaídsjan þar sem hún vann í fangabúðum fyrir berkla- veika fanga en Hjördís segir það hafa verið ótrúlega upplifun. Þaðan fór hún til Mósam- bík þar sem Rauði krossinn og Þróunarsam- vinnustofnun Íslands byggðu upp heilsu- gæslu. „Þetta varð lengri útivera en í upphafi var ætlað, en þróunarvinna er lang- tímaverkefni og krefst mikillar þolinmæði,“ segir Hjördís, en þarna dvaldi hún í fjögur ár. Eftir það lá leiðin til Darfur í Súdan árið 2004, þegar mestu átökin og erfiðleikar dundu á þar, en hún var þar aðeins í skamman tíma. Indónesía var næsta stopp hjá henni en þar reið yfir mikil flóðbylgja í desember 2004. „Fyrst var um neyðaraðstoð að ræða og síðan uppbyggingu á heilsu- gæslu, en í 30 ár ríkti borgarstyrjöld í Aceh svo allt var í niðurníðslu í sveitunum og fólk hafði nánast ekki neitt til neins. Þá var ég búin að fá nóg, endalaus vinna og oft erfiðar aðstæður og kominn tími til að breyta til,“ segir Hjördís. Keyptu hús óséð í Portúgal Hjördís segist vera afar þakklát fyrir það tækifæri að fá að vinna fyrir Rauða krossinn en hún segir hjúkrun vera mjög gefandi starf en um leið krefjandi. „Ég lagði sann- arlega allt sem ég átti í þessa vinnu, bæði andlega og líkamlega og kom oft úrvinda heim. En þegar ég lít til baka er ég glöð og þakklát fyrir þessa reynslu,“ segir hún. Manni sínum, Robin Bovey, sem er bresk- ur líffræðingur, kynntist hún í Mósambík þar sem þau voru vinnufélagar. Þau unnu einnig saman í Indónesíu en þar ákváðu þau að venda kvæði sínu í kross, og flytja til Portúgals en þar hafa þau nú búið í sjö ár. „Við komum hingað beint frá Indónesíu, án þess að hafa komið hér fyrr, né séð húsið sem við höfðum keypt!“ segir Hjördís. „Við vorum að reyna að finna „hlutlaust svæði“, ekki landið mitt eða landið hans. Við vildum vera í suðurhluta Evrópu og Robin hélt að Norður-Portúgal væri best, svo við bara skelltum okkur á það,“ segir Hjördís, en sex ár fóru í að gera húsið upp. Að hlúa að gestum er nokkurs konar hjúkrun Nú reka þau þar bændagistingu og hlúir Hjördís nú að gestunum sem þar koma. „Núna er vinnan fólgin í að taka á móti gest- um og láta þeim líða vel, það er líka hjúkrun í sjálfu sér. Það er líka góður andi í þessu gamla húsi og við reynum að sinna fólki án þess að troða því um tær og mér sýnist gestir fara héðan glaðir og vel hvíldir,“ segir hún. Þeim hjónum líður vel í Portúgal en húsið, sem er 300 ára gamalt graníthús, stendur í litlu þorpi úti í sveit. „Hér er frið- ur og ró og kemur á óvart hversu notalegt það er. Stundum finnst manni eins og tím- inn hafa staðið í stað hér, í um fimmtíu ár,“ segir Hjördís. Þau eru stutt frá Spáni og sækja svolítið þangað og Santiago de Comp- ostela er 145 kílómetra í burtu. „Þangað vilja flestir pílagrímar sem ganga Jak- obsveginn komast. Við höfum fengið til okk- ar pílagríma sem eru að hvíla sig eftir göng- una sem hefur verið mjög skemmtilegt,“ segir hún. Allt í kring eru smáir og stórir bæir sem hafa ýmislegt upp á að bjóða, sögu, vín og mat frá Minho-héraðinu, þar sem þau búa. Einnig er stutt til stranda af ýmsum gerðum. Hjördís segist tala þokkalega portúgölsku en segir það hafi verið erfitt til að byrja með. „Ég hef bara látið vaða með hvaða tungumál sem er, lært eitthvert hrafl og komist upp með það. Ég er með svo ansi góðan portúgalskan hreim og ég held að það blekki fólk og það heldur að ég tali meira en ég geri í raun og veru,“ segir hún. Hjördís segir Portúgala vera frábært fólk og einstaklega vinnusama. „Þeir tala rosa mikið og hátt hér og manni finnst alltaf að þeir séu að rífast, en svo fellur bara allt í ljúfa löð,“ segir hún. Flestir í þorpinu hennar eru sjálfsþurftarbændur sem rækta sitt eigið kál, kartöflur og búa til vín og ólífuolíu. Sum- ir eru með svín og hænur og aðrir með rollur og geitur. „Næstu nágrannar okkar eru göm- ul hjón, hann gerir nú mest lítið en hún strit- ar allan daginn að hirða töðu fyrir kindurnar. Hún ýtir á undan sér þungri kerru, yfirfullri, og kallinn lallar við hliðina á og dettur ekki í huga að hjálpa til, alveg hreint makalaust,“ segir hún, en bætir við, „en ég hef nú eig- inlega ekki hitt neitt nema gott fólk hér“. Umhverfismál og skartgripagerð Garðrækt var ekki eitthvað sem Hjördís hafði hugsað sér að stunda, en finnst nú afar gefandi. Hún ræktar matjurtir en þau end- urvinna allan lífrænan úrgang. Þau framleiða sjálf rafmagn með sólarorku, sem hitar einn- ig vatnið. „Ég er orðin svo mikil umhverf- isverndarmanneskja, eitthvað sem ég hafði kannski ekki hugsað mikið um áður, en Rob- in hefur lifað fyrir allt sitt líf,“ segir hún. Hjördís segir að hún eigi sér svo mörg áhugamál að það sé erfitt að velja og hafna og hún sé alltaf að fást við eitthvað nýtt. „Nú er ég að reyna mig við silfursmíði og hef ver- ið að gera armbönd úr endurunnu gleri, sem ég kaupi í Afríku. Ég er mjög glysgjörn og hef sankað að mér skarti í gegnum tíðina og nú bý ég til mitt eigið og nýt þess,“ segir Hjördís. Reynslan gefandi Hjördís tekur einn dag fyrir í einu og veit ekki hvort hún muni búa í Portúgal til fram- tíðar. „Ég veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér, en við eigum okkur draum að búa nálægt hafi einhvern tímann. Eyjabú- inn ég sakna hafsins,“ segir hún. „Það er gott og notalegt að vera hér þegar Robin er heima, en ég var mikið ein þegar mestu framkvæmdirnar stóðu yfir og það var oft erfitt, en nú er þeim tíma lokið og hann meira heima,“ segir Hjördís, en Robin sinnti enn hjálparstörfum í Afríku eftir að þau fluttu til Portúgals á meðan Hjördís sá um að verkstýra framkvæmdum við húsið. Börnin eru tvö og barnabörnin orðin sjö en Robin á einnig fjögur börn og þrjú barna- börn. Einnig eiga þau hund og kött, sem hún segir lifa í miklu eftirlæti. Hún segir að reynslan frá Rauða kross árunum hafi gefið henni margt. „Eiginlega stendur það upp úr hve mikils virði það er mér ef barnabörn mín skilja og meta hve lánsöm þau eru að hafa fæðst á Íslandi,“ segir Hjördís. FELLUR EKKI VERK ÚR HENDI Hjúkraði berklaveikum föngum HJÖRDÍS GUÐBJÖRNSDÓTTIR HEFUR STARFAÐ VÍÐA UM HEIM VIÐ HJÚKRUN. NÚ REKUR HÚN GISTIHEIMILI Í FALLEGRI SVEIT Í PORTÚGAL. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Hjördís hefur starfað víða um heim fyrir Rauða Krossinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.