Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Side 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Side 19
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Ef ég ætti að gefa einhverjum ráð fyrir svona ferðalag, þá væri það að vanda valið á staðsetningu á Santorini. Ef mað- ur er aðeins fyrir utan höfuðborgina, þá er maður í góðum málum,“ segir hún. Ása hlær hálfpartinn þegar blaðamaður innir hana eftir því hvort forngrískar söguslóðir hafi verið kannaðar í ferðinni, ekki sökum spurningarinnar heldur vegna þess að munaður og afslöppun voru tekin fram yfir menninguna. „Eigum við ekki bara að segja að við höfum ekki þurft að fara í neinar skoðanaferðir af því að út- sýnið frá hótelunum var svo fallegt og því dásamlegt að njóta þess bara? Að öllu gamni slepptu þá langaði okkur bara að slappa af í þetta skiptið og njóta þess að vera á góðu hóteli í fallegu umhverfi. Næst þegar við förum til Grikklands verðum við örlítið menningarlegri.“ Grikkir toppa Ítali í matargerð Að sögn Ásu heillaði samspil náttúrufeg- urðarinnar og fallegs arkitektúrs hjóna- kornin sérstaklega, en það var þó mat- argerðin sem kolfelldi þau. „Matargerðin þarna kom mér satt best að segja á óvart. Hún einkennist af bragðmiklum og ferskum mat og svo komu myntusósur Grikkja sér vel fyrir sósuglaðan Íslend- ing. Það var sérstaklega æðislegt að liggja í sólbaði síðla dags og finna allt í einu grilllykt úti um allt, en Grikkirnir eru frægir fyrir ljúffengt grillað lamba- kjöt. Það stóð upp úr, ásamt auðvitað grísku ostunum,“ segir Ása og bætir við að gríski maturinn slái þeim ítalska við, en hjónin búa í Verona þar sem Emil leikur knattspyrnu. „Ég hélt að Ítalirnir væru á toppnum, allavega svona í Evr- ópu, en mér fannst gríski maturinn eig- inlega betri.“ Þá segir Ása hennar kynni af Grikkjum almennt minna sig á Ítali, sem sé jákvætt í hennar huga. „Ítölsk þjóðarsál er mér sérstaklega að skapi, þeir stressa sig aldrei neitt á hlutunum. Það kom mér því svo skemmtilega á óvart að Grikkirnir eru ennþá rólegri, að minnsta kosti eins og við kynntumst þeim. Svo var viðmót þeirra gagnvart okkur alltaf frábært, þeir eru með skemmtilegan húmor og okkur leið eins og við værum mjög velkomin. Ég hyggst reyna að taka mér þá til fyrirmyndar í framtíðinni þegar kemur að gestrisni gagnvart ferðamönnum hér á landi.“ * Það var sérstaklega æðislegt aðliggja í sólbaði síðla dags og finnaallt í einu grilllykt úti um allt … Orðið útilega í álíka fallegu sólskinsveðri hefur ögn aðra merkingu en hérlendis. Útsýnið af svölum hótelherbergisins minnti á sögusvið kvikmyndarinnar Mamma Mia. Ása og Emil giftu sig í fyrrasumar.Knattspyrnukappinn sólar sig. Ljósmyndir/Ása Reginsdóttir Á grísku eynni Mykonos búa um 10 þúsund manns. Á meðal þekktra kennileita þar eru gamlar og heillandi vindmyllur, hin töfrandi Panormos-strönd auk hinna svo- kölluðu „Litlu Feneyja“, hluta bæj- arstæðisins þar sem húsin liggja al- veg við sjó í anda Feneyja á Ítalíu. Mykonos Gríski eyjaklasinn Santorini er í Suður- Eyjahafi. Þar búa tæp 16 þúsund manns og er hann sögufrægur fyrir ýmsar sakir. Til dæmis átti eitt stærsta eldgos mann- kynssögunnar, sem vitað er af, sér stað á eynni um 1470 f.Kr. sem sumir telja að hafi valdið hnignun mínóskrar menning- ar á Krít. Á meðal þess sem vinsælt er að gera á Santorini er að kanna hellenískar, róm- verskar og býsantískar fornminjar sem og að skoða öskjuna sem myndaðist við fyrrnefnt eldgos. Santorini

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.