Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Qupperneq 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013 Heilsa og hreyfing ÍGarðabænum búa tvíburarnir Máni Austmann og Dagur Austmann Hilmarssynir. Þeir hafa verið með boltann á lofti frá fimm ára aldri, bæðihand- og fótbolta. Nýlega ákváðu þeir að leggja handboltaskóna á hilluna og snúa sér alfarið að fótboltanum. Líkt og hjá tvíburunum úr Hafn-arfirði, snýst lífið um bolta. Þeir spila nú í efstu deild hjá Stjörnunni og eru í unglingalandsliði U 16. Máni er sóknarmaður en Dagur varn- arsinnaður miðjumaður. Í sumar flytja þeir með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar þar sem þeir munu spila með FCK, einu besta fótboltafélagi Danmerkur. Þeir fóru í prufu um daginn og flugu báðir strax inn í liðið. Seinna meir stefna þeir báðir í atvinnumennsku. Af hverju tókuð þið fótbolta fram yfir handbolta? Dagur: Við misstum bara áhugann á handbolta. Það er samt erfitt að segja í hvoru við erum betri. Máni: Við viljum einbeita okkur að fótboltanum. Það eru meiri mögu- leikar í fótboltanum. Dagur: Já, það er bara miklu skemmtilegra, meira að gerast. Í hand- bolta er bara verið að berja hver annan! Máni: Í fótboltanum lesum við alltaf hver annan. Dagur: Já, og lesum leikinn. Manni dettur oft í hug hvað hinn er að fara að gera. Hvað ætliði að gera í Danmörku? Dagur: Mamma okkar fékk fína vinnu þar hjá Marel. Máni: Fótboltalega séð líst okkur mjög vel á það. Dagur: Við fórum á þrjár æfingar hjá FCK. Þeim leist mjög vel á okkur og þeir vildu fá okkur strax. Við þurftum ekki að koma á aðra æfingu. Máni: Við megum bara koma um leið og við flytjum þangað. Dagur: Þetta er stærsta liðið. Máni: Við verðum alla vega þrjú ár í Danmörku. Sjáum til með framtíð- ina. Dagur: Ef okkur gengur vel verðum við kannski lengur. Eða förum eitt- hvað annað kannski. Máni og Dagur: England, Spánn, Holland, Frakkland, Danmörk, eru allt draumalönd til að spila fótbolta í. Hvað hefur staðið upp úr? Dagur: Stærsta stundin hingað til var þegar við vorum bikarmeistarar í fyrra. Máni: Já og þegar við urðum Íslandsmeistarar í 4. flokki. Og komumst svo í úrslit með 3. flokki, en töpuðum reyndar. Dagur: Svo voru æfingarnar í Danmörku frábæar. Máni: Markmiðið er líka að komast í íslenska landsliðið, að komast í 97 árganginn. Hvernig kemur ykkur saman, nú eruð þið eineggja tvíburar? Dagur: Mamma segir að við séum eineggja, ég segi að við séum tvíeggja! Máni: Við keppum um allt. Dagur: Þetta er svona upp og niður, stundum erum við vinir, og stund- um ekki vinir. Máni: Við rífumst alveg stundum. Við slógumst þegar við vorum yngri, en ekki lengur. Dagur: Nei, nú er það bara stórhættulegt! Hvernig sjáið þið fyrir ykkur framtíðina? Dagur og Máni: Stefnum bara á atvinnumennskuna! Máni: Ef það klikkar, fer ég kannski að þjálfa. Hver veit. Máni Austmann og Dagur Austmann Hilmarssynir ætla sér alla leið í fótboltanum. Morgunblaðið/Eggert Keppa um allt Gaman verður að fylgjast með þeim bræðrum á næstu árum, en þjálfari þeirra, Björn Más- son, hefur mikla trú á Mána og Degi. „Þetta eru tveir frá- bærir leikmenn, stórir og sterkir og miklir íþóttamenn. Líka mjög miklir karakterar og leiðtogar,“ segir hann. Björn telur að það sé sterkt fyrir þá að fá að spila með FCK. „Það er gott fyrir þá, flott áframhald á þeirra ferli. Ef þeir leggja sig fram eins og þeir eru vanir, ná þeir langt,“ segir Björn og bætir við, „þeir eru alveg með þeim bestu í sínum árgangi, alveg náttúrlega frábærir íþróttamenn, þeir geta verið góðir í hvaða íþrótt sem er, en völdu fótbolt- ann.“ Björn telur þá hafa alla burði til að komast langt í fótboltanum og telur að á næstu árum verði tekið eftir þeim. „Þeir hafa klárlega hæfileikana til að komast í atvinnumennskuna seinna meir, það er undir þeim komið, hvort hausinn er á réttum stað og þeir leggja sig fram,“ segir hann. Björn Másson HAFA KLÁRLEGA HÆFILEIKANA Efnilegir í öðru veldi TVENNIR TVÍBURAR Í BOLTAÍÞRÓTTUM ÞYKJA SKARA FRAM ÚR, ANNARS VEGAR 17 ÁRA HANDBOLTASTRÁKAR OG HINS VEGAR 15 ÁRA FÓTBOLTADRENGIR. ALLIR FJÓRIR HAFA MIKINN METNAÐ Í SINNI ÍÞRÓTT OG ÆFA STÍFT. STEFNAN ER TEKIN Á ATVINNUMENNSKUNA Í FRAMTÍÐINNI. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is FÓTBOLTATVÍBURAR Í GARÐABÆ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.