Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Síða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Síða 23
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Tvíburabræðurnir Henrik og Hlynur Bjarnasynir hafa spil-að handbolta frá fimm ára aldri. Þeir hafa fylgst að síð-an í móðurkviði og eru samstiga í lífinu og handbolt- anum. Í dag eru þeir 17 ára, spila með FH í efstu deild, en spila jafnframt með Unglingalandsliðinu. Þeir stunda nám í Flensborg og hyggjast klára stúdentsprófið áður en þeir halda út í heim í atvinnumennskuna. Henrik er vinstri hornamaður, en Hlynur er miðjumaður. Lífið snýst um handbolta og FH, en í sumar vinna þeir báðir við viðhald á vellinum í Kaplakrika. Lítið er annað rætt á heimilinu en handbolti og þegar stórleikir eru í sjónvarpi er húsið skreytt. Foreldrarnir mæta á alla leiki og sparar pabbinn ekki ráðin, enda gamall handboltaþjálfari. Um hvað snýst lífið hjá ykkur? Henrik: Handboltinn hefur alltaf verið núm- er eitt, tvö og þrjú, alveg síðan pabbi fór með okkur á fyrstu æfinguna. Hlynur: Pabbi (Hörður Bjarnason) var að þjálfa í FH, og líka smá að þjálfa Stjörnuna. Henrik: Við höfum alltaf spilað með FH, er- um bara með svarthvítt hjarta. Hlynur: Við æfum daglega, lágmark fimm æfingar á viku. Henrik: Já, mestur tíminn fer í handboltann. Hvert stefnið þið? Hlynur: Við stefnum bara alla leið, í atvinnu- mennskuna. Helst til Þýskalands, mekka handboltans. Henrik: Það er draumurinn! Klárlega. Ekk- ert betra en að fá borgað fyrir að skemmta sér! Hlynur: Það er draumurinn að spila fyrir landsliðið á stórmóti. Henrik: Þetta gengur bara vel hjá okkur, erum báðir í unglingalandsliðinu, 15-17 ára. Hlynur: Ég er fyrirliðinn þar. Hvernig kemur ykkur saman? Henrik: Við höfum alltaf verið bestu vinir. Hlynur: Aldrei slegist eða neitt. Fólk hefur alveg verið hissa á því að við höfum ekki lamið hvor annan. Henrik: Það hefur alltaf verið mjög jákvætt á milli okkar. Hlynur: Það auðvitað fylgir því að vera tví- buri að keppa við hvor annan. Henrik: En það er gott að fá samkeppni, það skilar af sér meiri getu hjá okkur. Henrik: Ég er eldri, ellefu mínútum, það nýtist oft vel í meistaraflokknum, því sá yngsti þarf oft að gera allt, fara í markið í fótboltanum og svona. Það skilar sér að vera sá eldri. Hafið þið aldrei fengið leið á handbolta? Hlynur: Nei, ekki eina mínútu. Henrik: Handboltinn verður bara skemmti- legri og skemmtilegri, því meira sem um er að vera. Hlynur: Það eru margir góðir í okkar ár- gangi. Það er björt framtíð í handboltanum þegar við stígum upp. Þið stefnið á atvinnumennsku í handbolta. Eru einhver önnur markmið í lífinu? Hlynur: Já, með atvinnumennskunni ætla ég í tölvunarfræði. Henrik: Ég ætla bara að braska með pen- ingana sem ég fæ úr atvinnumennskunni! Finna góðan business, fara í fiskinn kannski. Það er samt aðallega sportið sem heillar. En ekkert leiðinlegt að fá borgað fyrir að leika sér. Morgunblaðið/Eggert Með svarthvítt hjarta Hlynur og Henrik Bjarnasynir áttu engan handbolta heima þegar ljós- myndara bar að garði en náðu í stað- inn í ruðningsbolta. Sigursteinn Arndal, kallaður Steini, þjálfari hjá FH, hefur margt gott um strák- ana að segja. „Þetta eru flottir drengir, vel upp aldir og bjóða af sér góðan þokka,“ segir hann, en Steini hefur þjálfað þá um árabil. „Þeir hafa verið far- sælir í gegnum árin, í gegnum alla yngri flokkana, en nú hefst nýr kafli hjá þeim með meist- araflokki,“ segir hann. Steini segir að þeir séu mjög efnilegir en að framtíðin leiði í ljós hvernig gangi. „Það eru svo margir faktorar og næstu þrjú, fjögur árin eru mjög mikilvæg, nú reynir á þolinmæðina, en ef þeir halda áfram á sömu braut getur allt gerst, þeir eru með fín spil á hendi,“ segir hann. Steini segir að hann þekki þá oft ekki í sundur, en að þeir séu gjörólíkir í fasi. „Ég bið þá stundum um að vera í mismun- andi skóm, svo ég geti þekkt þá í sundur. Annars er annar pollrólegur og hinn algjör gaur, en eðaldrengir báðir tveir.“ MEÐ FÍN SPIL Á HENDI Sigursteinn Arndal HANDABOLTATVÍBURAR Í HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.