Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Qupperneq 24
*Heimili og hönnunKringum snoturt bárujárnshús í Hafnarfirði hefur ævintýragarði verið komið upp síðustu ár »26 Í litlu rými í Álfheimum hafa hjónin Tobba og Sæþór opnað litla verslun sem heitir Vinnustofan, og ber nafn með rentu, því þar vinna þau bæði. Þar má kaupa afrakstur vinnu þeirra, en Sæþór, sem hefur málað olíumálverk frá unglingsárum, er að silkiprenta á boli, efni og pappír. „Þetta verður svolítið eins og pitsustaður, þú kemur inn og sérð hvernig varan verður til,“ segir Sæþór, en einnig verður hægt að kaupa vörurnar á netinu og fá þær sendar heim. Tobba vinnur hin ýmsu verkefni í grafískri hönnun í tölvunni og Sæþór sér um silkiprentarann, en hvert verk er handgert. Þau hanna mynstur á boli, tækifæriskort, jólapappír, gesta- bækur og viskustykki, svo eitthvað sé nefnt. Þau segjast leggja áherslu á gæði, en ekki magn og leitast við að nota endurunnin eða lífræn efni og vilja með því sýna umhverfinu virðingu. Kaffivélin frá Neskaupstað Í vinnustofunni er notalegt andrúmsloft, en þau hafa inn- réttað Vinnustofuna með gömlum munum sem þau hafa keypt. Forláta búðarborð fengu þau á bland.is, lamparnir á veggjum eru úr Stálsmiðjunni, og átti að farga þeim, og tveir gamlir stólar eru úr Þjóðleikhúsinu. Búðarkassann átti afi hennar Tobbu. „Við vildum hafa hluti með sál,“ segir hún. Kaffivélin, sem kemur alla leið frá Neskaupstað, malar í horninu og bakkelsi er á boðstólum úr bakaríinu við hliðina á. Hjónin segja bæði það ekki vera erfitt að vinna saman all- an daginn. Þau stunduðu nám í Mílanó og eiga í dag þrjú börn. „Við erum búin að vera saman í sextán ár, kynntumst í Kvennó, erum „high school sweethearts,““ segir Tobba og Sæþór tekur undir að samstarfið gangi vel. SAMRÝMD HJÓN Í ÁLFHEIMUM Vinnustofan Bolir sem þau hanna eru til sölu í Vinnustofunni. Sæþór og Tobba ásamt börnum sínum, Baldri Páli, Sölku Elínu og Sögu Maríu. Hjónin Tobba og Sæþór hafa safnað mörgum skemmtilegum hlutum í Vinnustofuna, sem staðsett er í Álfheimum. Þessir stólar komu upp- runalega frá Þjóðleikhúsinu. Plötuspilarinn og búðarkassinn eru hlutir með sál. Þessi fallegi búðarkassi til- heyrði áður afa Tobbu. TOBBA ÓLAFSDÓTTIR GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR OG MAÐUR HENNAR SÆÞÓR ÖRN ÁSMUNDSSON HREYFIGRAFÍKER HAFA OPNAÐ NÝSTÁRLEGA BÚÐ SEM JAFNFRAMT ER VERKSTÆÐIÐ ÞEIRRA. Texti: Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Ljósmyndir: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Lamparnir góðu úr Stálsmiðjunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.