Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 28
*Matur og drykkir Áhöfnin á Húna þarf að nærast í hverri höfn og þá er ljúft að renna niður heitri súpu »32
Á
hugi Ögmundar Guðjóns Albertssonar á mat-
reiðslu kviknaði fyrst þegar hann vann sem
uppvaskari á veitingastaðnum Horninu, en
það var fyrir hreina tilviljun að vinnuveit-
endur hans hleyptu honum að í eldhús Hornsins á sín-
um tíma. „Það var nú bara vegna forfalla matreiðslu-
manna í eldhúsinu að ég var fenginn til að elda. Það
stóð aldrei til hjá mér að starfa við þetta í framtíðinni.
Ég ætlaði að læra bifvélvirkjun en svo datt ég inn á
þetta og fann mig mjög vel í þessu starfi,“ segir Ög-
mundur, en hann útskrifaðist sem matreiðslusveinn fyrir
20 árum.
Ítölsk matargerð hefur alltaf heillað
Ögmundur hefur alla sína tíð í matreiðslu haft mikinn
áhuga á ítalskri matargerð. Uppáhalds matur hans er þó
íslenskur lambahryggur, en hann segist ófeiminn við að
gera tilraunir í eldhúsinu og prófar reglulega nýjar upp-
skriftir. „Ég á gott safn af matreiðslubókum og svo er
náttúrlega gott aðgengi að uppskriftum á netinu. Ég
kynntist á sínum tíma ítalskri matargerð í starfi mínu á
Horninu og því hefur hún ávallt heillað mig. Mér finnst
gott að fá mér hrygg með fjölskyldunni en ætli ég sé
ekki mest duglegur við að prófa nýjar uppskriftir þegar
kemur að því að elda fisk. Fólk er oftast mjög opið fyrir
því og því reynir maður helst að þróa eitthvað nýtt þeg-
ar kemur að þeirri matargerð,“ segir Ögmundur og bæt-
ir við að ekki sé mjög algengt að matreiðslumenn fari
algjörlega eftir upprunalegum uppskriftum. „Ég tek oft-
ast uppskriftir upp úr bókum og uppfæri þær svo sjálf-
ur. Ég held að ég hafi aldrei hitt matreiðslumann sem
breytir ekki uppskrift þegar hann eldar,“ segir hann.
Leitast eftir að nota gott hráefni
Ögmundur leggur mikið upp úr góðu hráefni og reynir
eftir fremsta megni að fylgjast með nýjungum í mat-
argerð. Á seinasta ári gaf hann út matreiðslubókina
„Matur og meiri matur,“ en bókin hefur að geyma
hundrað uppskriftir af fjölbreyttum mat eins og kafla-
heitin bera með sér. Aðspurður hvernig það kom til að
hann ákvað að skrifa bók segir Ögmundur: „Maður
frænku konu minnar er með lítið forlag sem heitir
Steinegg og hann bauð mér að taka þetta verkefni að
sér. Ég ákvað að slá til en ég skrifaði bókina seinasta
sumar. Þetta er bók sem gefin er út í litlu formi og ég
hafði mjög gaman af því að fylgja þessu verkefni eftir,“
segir Ögmundur, en hann gæti vel hugsað sér að skrifa
aðra matreiðslubók í framtíðinni.
Ögmundur hóf feril sinn í eldamennsku fyrir
tilviljun á sínum tíma en hann útskrifaðist sem
matreiðslusveinn fyrir tuttugu árum síðan.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
ÖGMUNDUR VARÐ KOKKUR VEGNA FORFALLA
Ætlaði að
verða bifvélavirki
ÖGMUNDUR GUÐJÓN ALBERTSSON VARÐ MATREIÐSLUMAÐUR AF TILVILJUN OG
HEFUR ÁVALLT HEILLAST AF ÍTALSKRI MATARGERÐ. HANN GAF ÚT MATREIÐSLUBÓK
Á SÍÐASTA ÁRI OG GETUR VEL HUGSAÐ SÉR AÐ SKRIFA AÐRA BÓK.
Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is
UPPSKRIFT MIÐAST VIÐ FJÓRA
800 g kjúklingabringur (snyrtar)
4 msk. ólífuolía
½ dl sweet chillisósa
½ dl dijon-sinnep
2 tsk. basil
mulinn pipar (eftir smekk)
1 tsk. agavesíróp
herbamare salt (eftir smekk)
1 tsk. cajun krydd
4 stk. maukaðir hvítlauksgeirar
Aðferð: Setjið olíu í skál og blandið sinnepi, sweet chilli, hvít-
lauk, basil, pipar, sírópi, cajun-kryddi og salti saman við og hrær-
ið saman. Takið bringur og veltið upp úr leginum og látið standa
í 2 klst. í kæli. Grillið á miðlungshita í 7-9 mín. á hvorri hlið (fer
eftir stærð). Passið að lögurinn brenni ekki utan á kjúklingnum.
SÓSA
200 g grísk jógúrt
¼ stk. rauð paprika (skorin í fína teninga)
5-6 sneiðar agúrka (skorin fínt í strimla)
½ tsk. sítrónusafi
1 stk. maukaður hvítlauksgeiri
½ tsk. agavesíróp
1 tsk. herbamare salt
¼ dl vatn
½ tsk. basil
Aðferð: Blandið jógúrt og vatni saman og bætið við því sem
kemur fram í upptalningunni.
MEÐLÆTI
Ferskt salat með avókadó, kirsuberjatómötum,
ristuðum möndlum og fetaosti.
OFNBAKAÐAR KARTÖFLUR
6 stk. meðalstórar kartöflur
1 stk. sæt kartafla (meðalstór)
maldon salt (eftir smekk)
3 msk. ólífuolía
mulinn pipar (eftir smekk)
Aðferð: Skerið kartöflur niður í báta. Blandið öllu saman og
setjið á eldfast mót og bakið í ofni á 180° í um 40-50 mín.
Grillaðar kjúklingabringur
með sinnepi og sætu chilli