Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Side 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013 F iskisúpa og skagfirskt lamb var borið á borð fyrir áhafnarmeðlimi Húna II þar sem þeir áðu á Sauðárkróki á fimmtudag. Sveitarfélagið Skaga- fjörður bauð þar upp á dýrindis fiskisúpu í hádeginu og Slysavarnadeildin Skagfirð- ingasveit upp á skagfirska lambakjötsveislu um kvöldið. Hafragrautur og hræringur um borð „Þetta er búið að vera hálfólýsanlegt – við erum búin að hitta svo margt kraftmikið fólk, í rauninni hetjur, á hverjum stað – fólk sem er tilbúið að hlaupa til og aðstoða ef eitthvað er eða vantar“, sagði Jón Þór Þor- leifsson, leiðangurs- og rokkstjóri, um túr- inn þegar Morgunblaðið náði af honum tali. „Það var kærkomið að borða með björg- unarsveitunum í höfn á hverjum stað fyrir sig. Það gekk ágætlega að borða um borð í bátnum, þ.e.a.s. þegar menn höfðu mat- arlyst,“ bætir hann við, en áhöfnin var held- ur óheppin með veður megnið af hringferð- inni. Jón segir áhöfnina þó hafa haft fyrir reglu að borða hafragraut að hætti Inga Pé., eins af föstum áhafnarmeðlimum Húna, á morgnana. Auk þess kom Víðir skipstjóri nokkrum tónlistarmannanna á bragðið með svokölluðum hræringi, þ.e. blöndu skyrs og hafragrautar. Lét Jónas Sigurðsson meðal annars vel af henni. Vert er að minnast sérstaklega á ljúf- fenga köku í formi Húna II, sem Björg- unarsveitin Blakkur á Patreksfirði bauð áhöfninni upp á. Það var Anna Björnsdóttir konditor sem átti heiðurinn af bakkelsinu og lét sig ekki muna um að gera eft- irmyndir af öllu tónlistarfólkinu úr marsip- ani. Jón Þór mælir með að allir prófi að sigla svona hringinn í kringum landið enda lífs- reynslan merkileg. Hann óskar þó fólki betra veðurs. Fiskisúpa sveitarstjórans og villikryddað skagfirskt lamb Um matseldina fyrir áhöfnina í landi á Sauðárkróki sá kokkurinn Ólafur Jónsson hjá veisluþjónustunni Gott í gogginn. „Við buðum upp á þessa súpu niðri á höfn á síðasta sjómannadag, en 300 manns fengu sér, segir Ólafur, léttur í bragði, um fiskisúpuna sem fram var reidd. Bætir hann við að sveitarstjórinn, Ásta Björg Pálma- dóttir, hafi sérstaklega óskað eftir súpunni. Varðandi aðalréttinn var hefðbundið, skag- firskt lambalæri á boðstólum, Það var þó kryddað eftir kúnstarinnar reglum. „Ég krydda það með villijurtakryddi sem ég hef svona dundað mér við að búa til í gegnum tíðina, segir Ólafur. Í kryddinu er að finna hvönn, skógarkerfil, haustber af reynitrjám, gras af gulrótum, hundasúrur og fíflablöð, sem hann tínir, þurrkar og blandar. Ólafur beitir heldur óhefðbundinni aðferð við þurrkunina en hann þurrkar jurt- irnar í þurrkara, í taupokum sem algengara er að notaðir séu undir nærföt. „Ég þurrka þetta í 1,5-2 klukkustundir á 40-50 gráðum, nokkrar tegundir í senn, sína í hverjum pokanum, segir hann. Eftir að jurtirnar eru orðnar þurrar mylur hann þær niður og blandar í ákveðnum hlutföllum, ásamt grunni úr salti, pipar og hvítlauksdufti. „Það tók smá tíma að ná blöndunni réttri – birkið er til dæmis mjög rammt og þarf lítið af því,“ bætir kokkurinn kankvís við. Þess má geta að Ólafur er lærður bifvéla- virki en leiddist út í eldamennsku árið 1986. „Ég hef alltaf verið mikið fyrir að nota um- hverfið svolítið mikið í matargerðinni,“ segir hann og bætir við að hann sé einnig mikill unnandi hráefnis úr héraði, eins og með- fylgjandi uppskriftir bera með sér. ÁHÖFNIN Á HÚNA II Í MAT HJÁ BJÖRGUNARSVEITUNUM Matarveisla í hverri höfn Anna Björnsdóttir á Patreksfirði á heiðurinn af bæði köku- Húna og skreytingum. Áhöfnin var þar öll. * „Þetta er búiðað vera hálf-ólýsanlegt – við er- um búin að hitta svo margt kraftmikið fólk, í rauninni hetjur, á hverjum stað – fólk sem er tilbúið að hlaupa til og aðstoða ef eitt- hvað er eða vantar.“ ÁHÖFNIN Á HÚNA II LÝKUR HRINGFERÐ SINNI UM HELGINA. Á ÖLLUM ÁNINGARSTÖÐUNUM 16 VAR HENNI BOÐIÐ Í MAT AF BJÖRGUNARSVEITUNUM Á STAÐNUM. SUNNUDAGSBLAÐIÐ FÉKK UPPSKRIFTIR AF ÞVÍ SEM BORIÐ VAR Á BORÐ Í SKAGAFIRÐI. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Jón Þór Þorleifsson rokkstjóri. Á Patreksfirði fékk áhöfnin köku í líki Húna II í eftirrétt, við mikla kátínu manna eins og sjá má. Ljósmynd/Bríet Arnardóttir Ferðalag áhafnarinnar á Húna II hófst 3. júlí og voru 16 tónleikar á dagskrá um allt land. Ljósmynd/Vefur RÚV Matur og drykkir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.