Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Side 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.7. 2013 Eftir erfitt sumar í fyrra gleðjast laxveiðimennhér á landi þessa vikuna, íslenskir sem er-lendir. Sérstaklega hefur veiðin verið frábær í ánum í Borgarfirði undanfarnar vikur; mjög gott vatn er í ánum og þegar laxagöngurnar eru jafn góðar og veiðimenn eru að upplifa, þá má lenda í veislu. Þannig hafa þriggja daga holl í Norðurá verið að fá vel á þriðja hundrað laxa og sama má segja um samanlagða veiði hollanna í Þverá og Kjarrá; holl sem lauk veiðum í Kjarrá í vikunni fékk til að mynda 184 laxa á sjö stangir. Ljósmyndari Morgunblaðsins fylgdist með íslensk- um og erlendum veiðimönnum á bökkum þessara fögru veiðiáa í vikunni og upplifði fagmannleg tilþrif og hverja tökuna og löndunina á fætur annarri. „Veiðin hér á Íslandi er einhver sú áhugaverðasta og skemmtilegasta sem stangveiðimaður getur lent í,“ sagði einn erlendu veiðimannanna en sá hefur veitt hér á landi árlega í 22 ár. „Hér er maður ná- lægt fiskinum, vatnið er svo tært, umhverfið glæsi- legt og laxinn tekur vel í yfirborðinu. Þá er þetta býsna „tæknileg“ veiði, sem mér finnst áhugaverð; laxveiðin hér byggist á því að lesa vatnið og allar aðstæðurnar rétt.“ Laxveiðiævintýri í Borgarfirði „VEIÐIN HÉR Á ÍSLANDI ER EINHVER SÚ ÁHUGAVERÐASTA OG SKEMMTILEGASTA SEM STANGVEIÐIMAÐUR GETUR LENT Í,“ SAGÐI ERLENDUR STANGVEIÐIMAÐUR SEM ÞEKKIR VEL TIL HÉR Á LANDI. HANN ER EINN ÞEIRRA SEM UPPLIFA ÆVINTÝRIN ÞESSA DAGANA. Ljósmyndir og texti: Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Tarquin Millington-Drake landar nýgengnum og sprækum smá- laxi á eyri við Ármótakvörn í Þverá eftir snarpa viðureign. Breskur veiðimaður býr sig undir að landa laxi við lúpínuþakinn bakka Kálfhagabrots í Norðurá. Þar hafa veiðimenn sett í fjölda laxa síðustu daga. Veiði

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.