Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Blaðsíða 53
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Inga Lára Baldvinsdóttir, fagstjóri Ljósmyndasafns Ís- lands, veitir leiðsögn um yf- irlitssýningu á ljósmyndum Sigfúsar Eymundssonar, sem nú stendur yfir í Þjóðminjasafninu, á sunnudaginn, 21. júlí, kl. 14. 2 Lokatónleikar listahátíðar unga fólksins, LungA, fara fram utandyra við Norður- síld á Seyðisfirði á laugar- daginn. Gleðin hefst kl. 21 og boðið upp á ungar hljómsveitir í bland við eldri og reyndari. Meðal þeirra sem skemmta gestum eru Grísalappalísa og hin danska Rangleklods. 4 Skrímslaháskólinn nefnist ný teiknimynd sem nýbyrjað er að sýna í bíó, framhald hinnar stórskemmtilegu Skrímsli hf. Skrímslafélagarnir Maggi og Sölli lenda í nýjum ævintýrum, börnum og foreldrum til skemmtunar. 5 Hin sígilda söngvamynd The Rocky Horror Picture Show verður sýnd á laugardags- kvöldið kl. 22 í Bíó Paradís. Í henni segir af hinum nýgiftu Brad og Janet sem leita skjóls í dularfullum kastala þar sem kynóði klæðskipting- urinn Frank-N-Furter ræður ríkjum. Um að gera að skella sér í lífstykki, hælaháa skó og syngja hástöfum með. 3 12 hljómsveitir koma fram á útitónleikunum KEXPort sem haldnir verða í portinu við KEX Hostel, Skúlagötu 28, á laugardaginn frá kl. 12 til miðnættis. Meðal þeirra sem leika eru Hjaltalín, Moses Hightower og Sykur. MÆLT MEÐ 1 Sýning á verkum myndlistarmannannaÁrna Páls Jóhannssonar og KristjánsGuðmundssonar verður opnuð nú um helgina, laugardaginn 20. júlí, kl. 16, í Da- hlshúsi á Eskifirði. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu sem byggt var árið 1880 og er fyrirhugað að halda í því sýn- ingar á samtímalist næstu fimm sumur, að þessu meðtöldu. Árni segir þá Kristján oft hafa sýnt sam- an, enda séu þeir gamlir félagar. Í byrjun júní var opnuð sýning á verkum þeirra í Galleríi Klúku á Hótel Laugarhóli í Bjarn- arfirði og til standi að opna aðra sýningu með verkum þeirra á sama stað. „Þetta er ein af fyrstu sýningunum á Eskifirði, ég held að Georg Guðni hafi sýnt þarna áður en þetta er fyrsta sýningin í Dahlshúsi eft- ir að það var gert upp,“ segir Árni. „Við vorum beðnir um að sýna saman þarna og við veljum verkin okkar sjálfir. Við höfum nú ekki séð húsið fullfrágengið, það er nýlega komið í lag og tókum því bara slatta af verkum með til að setja upp og velja á sýningu. Þetta er dálítið keimlíkt allt sem við erum að gera, sitt í hvoru lagi, en þetta passar vel saman þarna,“ segir Árni. „Ég veit ekki hvað Kristján er með nema þá að hann er með punkta úr skáld- verkum Halldórs Kiljans, nokkra punkta og svo var spurning hvort það yrði eitthvað annað með hjá honum. Svo verður hann með bækur til sýnis, gamlar bækur sem hann hefur gert. Ég verð með nokkur af ríkjum Bandaríkjanna sem ég tek út úr korti og set lit í og set svo nafn, eins og Colorado t.d. og þá liggur það eins og lín- urnar á landakortinu. Þannig að þetta er skakkt á veggnum, útskorið út úr Banda- ríkjunum. Það eru nokkur ferköntuð ríki sem ég tek þarna út,“ segir Árni en verkin vinnur hann á álplötur. Auk þess að sinna myndlist hefur Árni starfað við leikmyndahönnun, kennslu og kvikmyndagerð en hann hóf feril sinn í kvikmyndum sem annar tökumaður heimildarmyndar Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Rokk í Reykjavík. „Ég hef alltaf unnið í myndlist, alveg frá upphafi og svo plataði Frikki Þór mig í eina mynd og ég fékk smá pening og varð „hooked“,“ segir Árni og hlær. „Þessar bíómyndir hafa að- allega verið til þess að fá einhvern pening. Það eru allir myndlistarmenn, eins og þú veist, í vinnu einhvers staðar. Ég hef kennt mikið, bæði hér heima og erlendis,“ bætir Árni við. VERK EFTIR ÁRNA PÁL JÓHANNSSON OG KRISTJÁN GUÐMUNDSSON SÝND Á ESKIFIRÐI Punktar, bækur og ríki FYRSTA SUMARSÝNINGIN Á SAM- TÍMALIST AF FIMM FYRIRHUGUÐUM OPNUÐ Í DAHLSHÚSI. Árni Páll Jóhannsson og Kristján Guðmunds- son eru gamlir félagar og hafa oft sýnt saman. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson þátt í uppsetningum á vegum óperuhópsins Novoflot. „Þar hef ég sungið í óperum eftir ung og spennandi tónskáld, þeirra á meðal eru Moritz Eggert, Miroslav Srnka og Helm- ut Oering. Mér finnst alltaf gaman að fá nýtt verk í hendurnar og getað rætt beint við tón- skáldið ef spurningar koma upp. Það fylgir því óneitanlega meira frelsi að fá að frum- flytja nýja óperutónlist, heldur en ef maður er að syngja hlutverk sem allir þekkja,“ segir Hanna Dóra og nefnir sem dæmi að síðasta sumar hafi hún tekið þátt í uppfærslu með Novoflot í Ríkisóperunni í München, þar sem viðfangsefnið var konurnar í lífi Richards Wagner. Af öðrum verkefnum sem hún hefur sungið síðustu ár má nefna hlutverk Önnu í Die sieb- en Todsünden eða Dauðasyndirnar sjö eftir Kurt Weil og hlutverk Metellu í La vie Par- isienne eftir Jacques Offenbach. Spurð hvort hún eigi sér einhver draumaóperuhlutverk tekur Hanna Dóra strax fram að hún sé mjög hamingjusöm að fá að takast á við Carmen. „Því hún er heillandi karakter og ég veit fátt skemmtilegra en að standa á sviði og fá að leika og syngja. En fyrst þú spyrð þá verður að viðurkennast að ég er hrifin af tónlist Richards Strauss og myndi heldur ekki slá hendinni á móti því að syngja í óperum Rich- ards Wagner ef tækifæri gefst.“ „Raunar leiðast mér þessar formlegu skilgreiningar í annaðhvort sópran eða mezzósópran, enda syng ég hvoru tveggja jöfnum höndum. Ég hef alltaf verið staðsett raddlega mitt á milli þessara tveggja radda og vil því helst bara skilgreina mig sem söngkonu,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir. Ljósmynd/Rut Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.