Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Síða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Síða 57
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Í bókinni 102 sögur úr sögunni segir Jón R. Hjálmarsson á stuttan og aðgengilegan hátt frá atburðum, fyrirbærum, uppfinningum og einstaklingum sem hafa markað spor í þróun- inni allt frá því að maðurinn lærði að nota eldinn og þar til hann komst til tunglsins. Hér er á ferð sögulegur fróðleikur á vel rituðu máli fyrir fólk á öll- um aldri. Það er gaman að gleyma sér í vel sagðri sagn- fræði eins og er hér á ferð. Höfundurinn er sagnfræð- ingur að mennt og starfaði lengi sem skólamaður. Hann er kunnur dagskrárgerðarmaður og hefur skrifað fjölmargar bækur. Forvitnilegar sögur Hin ótrúlega pílagrímsganga Harolds Fry eftir Rachel Joyce var verðskuldaður sum- arsmellur hér á landi í fyrra. Bókin, sem var fyrsta skáldsaga höfundar, fékk frábærar viðtökur við út- komu í Bretlandi og var til- nefnd til Man Booker- verðlaunanna og Rachel Joyce fékk National Book-verðlaun- in sem besti nýi höfundur árs- ins. Joyce hefur nú sent frá sér aðra skáldsögu: Perfect sem fékk glimrandi dóma í Sunday Times sem og í stórblaðinu Guardian. Í Sunday Times sagði að þeir sem hefðu lesið Harold Fry sér til ánægju myndu ekki verða fyrir vonbrigðum með þessa nýju bók. Þannig að það er ástæða til að hlakka til. Ingunn Snædal ljóðskáld, sem fékk mikið hrós fyrir þýðingu sína á Harold Fry, situr nú við vest- ur á fjörðum og þýðir nýju bókina sem kemur út í kilju í september hjá Bjarti. Um svipað leyti verður Rachel Joyce einmitt gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík. Sú hátíð hefst 11. september og stend- ur til 15. september. Ingunn Snædal situr við og þýðir nýja bók eftir Rachel Joyce, höfund metsölubókarinnar um Harold Fry. Morgunblaðið/Kristinn INGUNN SNÆDAL ÞÝÐIR PERFECT Skáldsagan And the Mountains Echoed eftir Khaled Housseini kemur út í íslenskri þýðingu Ísaks Harðarsonar í haust. Flestir þekkja Flugdrekahlauparann eftir sama höf- und en hún varð metsölubók víða um heim og kom út í íslenskri þýðingu. Bók- in varð að kvikmynd árið 2007. Næsta bók Housseini, Þúsund bjartar sól- ir, kom einnig út í íslenskri þýðingu en hún gerist í Afganistan eins og Flug- drekahlauparinn, en er ólík henni að því leyti að aðalpersónurnar eru þar konur en ekki karlmenn eins og í fyrstu bókinni. Bækurnar tvær hafa samtals selst í 38 milljónum eintaka. Nýja bókin, sem er þriðja skáldsaga höfundar, er átakasaga um fjöl- skyldubönd, heiður og fórnir. Systkini koma þar mjög við sögu og segir frá sambandi þeirra, svikum og fórnum. Bók- in hefur fengið mikið lof og situr nú í fjórða sæti á metsölulista New York Times. Ekkert bendir því til annars en að þriðja bókin muni verða met- sölubók eins og fyrri bækurnar tvær. NÝ BÓK EFTIR HOUSSEINI KEMUR ÚT Í HAUST Anna frá Stóruborg eftir Jón Trausta hefur verið endur- útgefin í kilju. Þessi dramatíska ástarsaga stendur enn fyrir sínu og er góð lesning fyrir ung- menni jafnt sem þá eldri. Saga um ástir í meinum, samfélags- fjötra og hræsni. Bókin státar af einkar sterkri og minnis- stæðri kvenpersónu, Önnu, sem ákveður að berjast fyrir sjálfa sig og manninn sem hún elskar. Sú barátta kostar ára- löng átök. Klassísk ástarsaga endurútgefin Landshluta- kort, sagnfræði og sterk kona NÝJAR BÆKUR ÞAÐ SKIPTIR EKKI MÁLI HVORT ÞAÐ RIGNIR EÐUR EI, LANDIÐ ER SVO FAGURT AÐ ÞAÐ ER ALLTAF ÁSTÆÐA TIL AÐ SKOÐA ÞAÐ. OG ÞÁ ER GOTT AÐ HAFA MEÐ SÉR LANDSHLUTAKORT. ÞEIR SEM VILJA LÆSILEGA SAGNFRÆÐI FÁ SVO BÓK VIÐ SITT HÆFI. ANNA FRÁ STÓRUBORG GLEÐUR SÍÐAN ALLTAF. Í Flekkuð eftir Ceciliu Samartin er aðalpersónan Jamilet sem fædd er með blóðrauða valbrá á líkamanum. Í fæðingarþorpi hennar telja menn að valbráin sé merki frá djöflinum. Jamilet flýr frá Mexíkó til Bandaríkj- anna og fær vinnu á geðveikrahæli þar sem hún annast aldraðan sér- vitring. Hann á að baki ótrúlega sögu. Þetta er fyrsta bók höfundar sem kemur út á íslensku. Jamilet og gamli maðurinn Mál og menning hefur gefið út nýjan kortaflokk af Íslandi í mælikvarða 1:200 000 sem skiptir landinu upp í átta jafna hluta. Á kortunum eru nýjustu upplýsingar um vega- kerfi landsins, tjaldsvæði, sundlaugar og golf- velli, auk rúmlega 26.000 örnefna. Á bakhlið kortanna eru lýsingar og litmyndir af helstu nátt- úruperlum hvers landshluta og er allur texti á fjór- um tungumálum. Þar eru einnig teikningar af helstu fuglum og plöntum. Nýr kortaflokkur af Íslandi * „Hann var eins og haninn sem heldur aðsólin sé risin til þess að heyra hann gala.“George Eliot BÓKSALA 30. JÚNÍ - 13. JÚLÍ Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Maður sem heitir OveFredrik Backman 2 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 3 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 4 Áður en ég sofnaS.J.Watson 5 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir 6 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran 7 Rósablaðaströndin - kiljaDorothy Koomson 8 Hún er horfinGillian Flynn 9 DauðaengillinnSara Blædel 10 Ærlegi lærlingurinnVikas Swarup Kiljur 1 Maður sem heitir OveFredrik Backman 2 Áður en ég sofnaS.J.Watson 3 Ekki þessi týpaBjörg Magnúsdóttir 4 Hún er horfinGillian Flynn 5 RósablaðaströndinDorothy Koomson 6 DauðaengillinnSara Blædel 7 Ærlegi lærlingurinnVikas Swarup 8 Heimsins besti bærArto Paasilinna 9 SnjókarlinnJo Nesbø 10 Skýrsla 64Jussi Alder-Olsson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Það þarf sterk bein til að þola góða daga.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.