Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Síða 59
21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Skriki fótur við lærdóm að hluta í raftæki. (11)
8. Gerum loforð vitlaust með því að móðga. (8)
9. Bilað rör af mistökum. (8)
10. Sjónlaus gerir grín að hólum. (10)
11. Heitasta lín getur orðið það algildasta. (11)
13. Það að næla detti út veldur því að álag minnkar. (10)
15. Högni flækist um land með hökin. (9)
16. Á stöðum gubbar út af gjaldskyldutæki. (10)
18. Kem best út án lélegra einkunnar. Það hefur greiðst. (6)
20. Óþekktur stefni hratt á söng á tímabilinu. (11)
22. Stór skar í hálft áður en fékk ráðleggingu. (8)
24. Stór er brothætt í íþrótt. (7)
26. Sú bitrasta er sönn í því að skapa feitan mann í tötrum. (12)
28. Vörusending með heimabruggi í hörku teiti. (11)
30. P.S. Rugl ekkils endar í vandræðum. (8)
32. Órökréttir hjá Ide eru einnig hugmyndafræðilegir. (12)
33. Gera hæfnina betri með söngnum. (9)
34. Ættingi sem er læknir fær óskýrt talið að endingu. (6)
35. Útvegar skaflarandirnar. (5)
36. Planta á interneti stórborgar. (5)
LÓÐRÉTT
1. Efsti hluti nótu nægir klárum. (13)
2. Fæ panel einhvern veginn frá fjarlægu landi. (5)
3. Verður ritari við að ruglast reyndari? (7)
4. Meti og næ ekki á fjall. (8)
5. Lítið þing með sársauka í rullu. (11)
6. Meðlimur hefur náttúru. (4)
7. Refskák Ara getur endað á lista. (10)
10. Tsarinn með háskólamenntun missir sig í upphafi við að fara
á markaðinn. (8)
12. Slík hefur læðst og farið í. (7)
14. Rigningin sem er sögð ekki vera þung veldur kæruleysinu. (8)
17. Vinnuna geymir alltaf fyrir hreyfingu. (10)
19. Verkaðir breyti 2 x 1 krónu. (12)
21. Fiskur sem er fisksali? (10)
22. Sjá tölu, og elda hana að sögn í hjónabandinu. (10)
23. Skjögraði með 50 til að fá skreytinguna. (10)
25. Kóngur kalli: „Ennþá gin?“ í fæðingunni. (8)
27. Kasta aftur stöng. (8)
28. Fellur fimm hundruð á eins sem róma. (6)
29. Fæði einhvern á netinu með málmi. (6)
31. Æpa: „Samfylkingin“ og skrapa. (5)
Létt var yfir mönnum við opnunFischer-seturs á Selfossiþann 11. júlí sl. Sameinað
átak Gunnars Finnlaugssonar,
Aldísar Sigfúsdóttur, Magnúsar
Matthíassonar og Sigfúsar Krist-
inssonar gerði þessa framkvæmd
mögulega. Fischer-setrið er staðsett
á annarri hæð gamla Landsbanka-
hússins. Safnið á eftir að vaxa og
dafna og þarna verður jafnframt að-
staða fyrir skákfélagið á Selfossi.
Meðal gesta við opnunina voru ráð-
herrarnir Illugi Gunnarsson og Sig-
urður Ingi Jóhannsson. Sá síð-
arnefndi fann sterka samsvörun
milli útlaganna Bobby Fischers og
Grettis sterka Ásmundarsonar:
„Báðir áttu sína Gláma að glíma við
– og báðir áttu trausta vini,“ sagði
hann meðal annars.
Guðni Ágústsson, sem vart lýkur
upp munni án þess að nefna Gunnar
á Hlíðarenda, talaði síðastur og
tókst auðvitað að spyrða kappana
saman. Guðni glettist góðlátlega við
vini sína úr kjördæminu, taldi aug-
ljóst að draugur nokkur, sem lengi
hefði leikið lausum hala í Flóanum,
myndi hafa ýtt á „send-takkann“
þegar tölvupósturinn frægi fór af
stað úr tölvu Bjarna bóksala; Ólafur
Helgi sýslumaður væri landskunnur
fyrir dálæti sitt á hljómsveit sem
hann mundi að vísu ekki hver var en
kom ekki að sök þar sem öðrum var
ljóst að hér var átt við The Rolling
Stones. Friðrik Ólafsson talaði um
kynni sín af Fischer og færði setr-
inu að gjöf skorblöð af nokkrum
skákum þeirra. Þeir tefldu samtals
12 skákir, þar af ellefu á tímabilinu
1958-’62. Friðrik vann þá fyrstu
með glæsibrag en eftir það hallaði
undir fæti og heildarniðurstaðan
var 9:3, Fischer í vil. Fischer var af-
ar beittur kóngspeðsmaður og
Friðrik var með svart í sjö síðustu
skákum þeirra. Hann ræddi síð-
ustu viðureignina sem fram fór á
Ólympíumótinu í Havana árið
1966, við rannsóknir eftirá taldi
Fischer peðsfórn Friðriks í byrjun
tafls ekki mikils virði, hann sá við
brellum Friðriks undir lokin, vann
sannfærandi sigur og hlaut 15
vinninga af 17 mögulegum á 1.
borði fyrir Bandaríkin. En Friðrik
átti sín tækifæri í þessari skák og
kannski fyrr en keppendur hugðu:
Bobby Fischer – Friðrik Ólafs-
son
Spænski leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4.
Ba4 Rf6 5. O-O Rxe4
Á Piatigorsky-mótinu fyrr um
árið hafði Fischer átt í basli gegn
opna afbrigði spænska leiksins í
skákum við Bent Larsen og Wolf-
gang Unzicker.
6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. c3
Be7 10. Bc2 Bg4
Upphafið að athyglisverðri peðs-
fórn. Seinni tíma þróun byggð á
skákum Kortsnojs gerði ráð fyrir
leikjum á borð við 10. … Dd7 og –
Hd8.
11. h3 Bh5 12. g4 Bg6 13. Bb3
Ra5?!
Best var 13. … Rc5! – „Houdini“.
Eftir 14. Bxd5 kemur 14. … Dd7!
með góðum færum og 14. Dxd5 er
svarað með 14. …Ra5.
14. Bxd5 c6 15. Bxe4 Bxe4 16.
Dxd8+ Hxd8 17. Rbd2 Bd5 18. He1
h5 19. Re4 hxg4 20. hxg4 Rc4?!
Betri reitur fyrir riddarann var á
b7 og 20. … b4 kom einnig til greina.
21. Kg2! Be6 22. b3 Rb6 23. Be3
Rd5 24. Kg3 f6
Friðrik hafði litlar bætur fyrir peð-
ið og þessi leikur bætir ekki úr skák.
25. Bc5! f5 26. Rd6+ Bxd6
Skárra var 26. … Kd7.
27. exd6 Kd7 28. Re5 Kc8 29.
Rxc6 f4 30. Kg2 Re3+!
Byggir á hugmyndinni 31. fxe3
Bd5+ o.s. frv. En Fischer hafði séð
þetta fyrir.
31. Kg1! Bd5 32. Re7+ Kd7 33.
fxe3 Hh1+ 34. Kf2 Hh2+ 35. Kf1
Bf3 36. Rg6 Be4 37. Re5+
- og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Síðasta skák Friðriks við Bobby Fischer
Verðlaun eru veitt fyrir
rétta lausn krossgátunnar.
Senda skal þátttökuseð-
ilinn með nafni og heim-
ilisfangi ásamt úrlausninni í
umslagi merktu: Krossgáta
Morgunblaðsins, Hádeg-
ismóum 2, 110 Reykjavík.
Frestur til að skila úrlausn
krossgátu 20. júlí rennur
út föstudaginn 26. júlí.
Vinningshafi krossgát-
unnar 14. júlí sl. er Pálmi
Kristinsson, Sólheimum
14, 104 Reykjavík. Hlýtur
hann að launum bókina Ekki þessi týpa eftir Björgu
Magnúsdóttir. JPV gefur út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang