Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Síða 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.07.2013, Síða 61
kemur nýtt starfsfólk. Meðal annars nýir unglingaþjálfarar. Manchester United, Liverpool og Arsenal reyna alltaf að koma upp með sína stráka. Man City, Chelsea og Tottenham eru minna í því að framleiða leikmenn. Kaupa þá frek- ar. En núna hafa þessi lið eytt gríð- arlegum fjárhæðum í akademíurnar sínar og vonandi sjáum við stráka koma frá þessum liðum sem hafa al- ist upp við það að spila fyrir sín lið.“ Neville bendir einnig á að bestu liðin í gegnum tíðina hafi haft stráka sem hafa komið í gegnum unglingastarfið. „Öll bestu liðin hafa haft kjarna af leikmönnum sem hafa komið í gegnum unglingastarfið. AC Milan, Barcelona, Ajax og Bayern voru með þrjá eða fjóra leikmenn. Manchester United hefur verið yf- irburðalið á enskri grundu og þar má alltaf finna heimalninga. Þar ertu með kjarna af leik- mönnum sem skilja hvað það þýðir fyrir félagið að vinna titil. Auðvitað er ekki hægt að kenna bara eigendunum um. Þeir hafa eytt fjármunum í félagið og vilja auðvit- að ná árangri og ávaxta sitt pund. En af 92 liðum hafa 63 af þeim hafa skipt um stjóra síðan tímabilið klár- aðist í Englandi. Börsungar hafa hvað, sjö og stundum 11 leikmenn sem hafa komið upp í gegnum La Masia aka- demíuna sína. Hvað kostar hún? Fimm milljónir punda á ári. Er það ekki góður bisness?“ spyr Neville. Eins og áður sagði er enska fót- boltaþjóðin í sárum eftir sumar af úrslitum sem olli vonbrigðum. Breska blaðið The Guardian birti í vikunni sláandi niðurstöður úr viða- mikilli rannsókn sem blaðið tók saman. Þar kom ýmislegt for- vitnilegt í ljós. 189 enskir leikmenn spiluðu í ensku deildinni á síðasta tímabili. 88 spiluðu meira en helm- ing leikja en 40 spiluðu minna en 5 leiki. Fjögur efstu liðin í ensku deildinni notuðu aðeins 29 enska leikmenn. Wigan notaði fæsta Eng- lendinga en Liverpool og Norwich flesta. En hvort sem enska deildin er full af útlendingum eða ekki þá er hún skemmtilegasta deild til að horfa á. Það er vitað mál. Fjöldi innlendra leikmanna og fjöldi leikja í efstu deild Man. Utd Barcelona Juventus PSG FC Bayern Man. City Real Madrid Napoli Marseille Dortmund Chelsea A Madrid AC Milan Lyon B. Leverkusen Arsenal R. Sociedad Fiorentina Nice Schalke Fjögur efstu lið í hverju landi 224 4.035 320 6.274 269 5.070 189 3.411 332 6.391 5270 1.215 52 979 60 1.131 29 611 1.062 England Spánn Ítalía Frakkland Þýskaland England Spánn Ítalía Frakkland Þýskaland Innlendir leikmenn Leikir þeirra U-21 árs landslið Englands í fótbolta fyrir leik gegn Ítalíu í sumar. Þar var fátt um fína drætti – mjög fátt. Of margir spila í neðri deildum að mati Neville. AFP * „Öll bestu liðin hafa haft kjarna afleikmönnum sem hafa komið í gegnum unglingastarfið. AC Milan, Barcelona, Ajax og Bayern voru með þrjá eða fjóra leikmenn. Manchester United hefur verið yfirburðalið á enskri grundu og þar má alltaf finna heimalninga.“ 21.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61 Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is * „Það eru margir breskir leikmennsem hafa varla gert neitt – samtkosta þeir milljónir.“ Gus Poyet

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.