Morgunblaðið - 17.10.2013, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 2013
Fyrstu minningarnar sem
koma upp í hugann um hana
ömmu eru frá Brúarholti. Þegar
við vorum krakkar eyddum við
mörgum stundum hjá ömmu og
Jóhanna Dagmar
Pálsdóttir
✝ Jóhanna Dag-mar Pálsdóttir
fæddist á Sveðju-
stöðum í Miðfirði í
V-Húnavatnssýslu
27. apríl 1930. Hún
lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Garðvangi 4. októ-
ber 2013.
Útför Jóhönnu
fór fram frá Kefla-
víkurkirkju 11.
október 2013.
afa og ýmislegt var
brallað. Amma hafði
mikla þolinmæði fyr-
ir því að við værum
að leika okkur með
slæðurnar hennar og
hringana. Heilu leik-
ritin voru sett upp
þar sem allir voru
klæddir upp í slæður
og stundum fengum
við meira að segja að
nota varalit. Þegar
það voru réttir voru haldin rétt-
arböll hjá ömmu og afa þar sem
við krakkarnir sýndum leikrit og
dans ásamt því að fá dýrindis
kræsingar. Ferðir í berjamó, tína
blóðberg og búa til te, kenna okk-
ur að prjóna og sauma í, allt eru
þetta hlutir sem amma var dugleg
að gera með okkur. Við munum
ávallt varðveita stundirnar sem
við áttum saman í Brúarholti þeg-
ar dagurinn byrjaði á að hlusta á
morgunleikfimi á Rás 1 og við
tóku hin ýmsu verkefni dagsins og
þó svo að það hafi stundum verið
erfitt að finna sér eitthvað til að
hafa fyrir stafni var hún amma
alltaf með góða hugmynd að leik
til þess að láta tímann líða. Eftir
að amma og afi fluttu til Keflavík-
ur var enn styttra að fara til þeirra
og það var alltaf gott að koma
þangað enda tekið á móti manni
með kossi og faðmlagi og séð til
þess að enginn færi svangur heim.
Eftir því sem árin liðu fækkaði þó
ferðunum til ömmu og afa því
verkefnin í lífinu urðu fleiri en
hver heimsókn var kærkomin og
alltaf notalegt að eiga góða stund
með ömmu og ræða við hana um
gamla tíma.
Einstaklega þakklát erum við
ömmu okkar fyrir að hafa kennt
okkur að fara með bænir og signa
okkur því það hefur veitt okkur
mikið í gegnum tíðina, ekki síst á
stundu sem þessari.
Undanfarna mánuði höfðu
veikindin tekið mikið á ömmu, hún
var ekki lengur hún sjálf en við
vitum að amma okkar er núna
komin á góðan stað eflaust með
prjóna í hönd, nýbúin að baka
kleinur og tilbúin að takast á við
næsta verkefni sem bíður hennar.
Takk fyrir allt, elsku amma, þín
verður sárt saknað.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín barnabörn,
Eygló og Stefán Þór.
Í dag 17. október
hefði okkar elskulegi Hjölli orðið
50 ára gamall, en örlögin höguðu
því þannig að hann kvaddi þenn-
an heim eftir erfið veikindi þann
6. nóvember 2009 aðeins 46 ára
að aldri. Missir okkar fjölskyld-
unnar er meiri en orð fá lýst og
við söknum hans óendanlega.
Þótt hann sé farinn verður hann
og er alltaf stór hluti af lífi okkar
og mikið hefðum við viljað geta
haldið þennan gleðidag hátíðleg-
an með hann okkur við hlið.
Minningin um þig lifir áfram í
hinum yndislega syni þínum
Hjörleifur
Gunnarsson
✝ HjörleifurGunnarsson
fæddist 17. október
1963. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópa-
vogi 6. nóvember
2009.
Hjörleifur var
jarðsunginn 12.
nóvember 2009.
Viktori Frey sem á
svo margan hátt
minnir okkur á þig.
Þú hefðir verið
stoltur af þessum
flotta strák, eins og
þú ávallt varst með-
an þú lifðir. Við vit-
um að þú vakir yfir
okkur og verður
með okkur í anda í
dag þegar við höld-
um þennan stóra
dag hátíðlegan. Við minnumst
þín fyrst og fremst sem elsku-
legrar manneskju sem hafði svo
margt til brunns að bera og þú
gafst svo mikið af þér. Við minn-
umst þín líka sem yndislegs föð-
ur, sonar, bróður og frænda.
Kærleikurinn breiðir yfir allt, trúir öllu,
vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fell-
ur aldrei úr gildi.
(úr 1. Kórintubréfi)
Til hamingju með daginn,
elsku Hjölli.
Mamma, pabbi og systkini.
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Bílar
MMC Pajero did. Árgerð 2003,
ekinn 155 þús. km, dísel, sjálfskiptur.
Verð 2.250.000. Rnr. 131646.
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is - Hlíðasmára 2.
VW Golf variant comfortline 8v.
Árgerð 2003, ekinn 189 þús. km,
bensín, 5 gírar. Verð 550.000.
Rnr. 106104.
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is - Hlíðasmára 2.
Toyota Yaris t-sport. Árgerð 2007,
ekinn 79 þús. km, 5 gírar. Verð
1.690.000. Rnr. 108226.
Bíllinn er á staðnum!!!
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is - Hlíðasmára 2.
Suzuki Sx4 glx. Árgerð 2007, ekinn
96 þús. km, bensín, 5 gírar. Verð
1.690.000. Rnr. 108227.
Bíllinn er á staðnum!!!
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is - Hlíðasmára 2.
Hyundai Santa fe 4x4. Árgerð
2005, ekinn 163 þús. km, dísel,
sjálfskiptur. Verð 1.450.000.
Rnr. 107983.
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is - Hlíðasmára 2.
Ford Explorer xlt 4x4. Árgerð 2007,
ekinn 127 þús. km, bensín, sjálfskipt-
ur. Verð 1.990.000. Rnr.106599.
Bíllinn er á staðnum!!!
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is - Hlíðasmára 2.
AudiI A4 sedan. Árgerð 2005, ekinn
69 þús. km, sjálfskiptur. Verð
2.190.000. Rnr. 108371.
Bíllinn er á staðnum!!!
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is - Hlíðasmára 2.
Aðeins 250 þús. útborgun.
VW Golf variant comfortline 8v.
Árgerð 2006, ekinn 89 þús. km,
bensín, 5 gírar. Verð 990.000.
Rnr. 105383.
Bíllinn er á staðnum!!!
Nánari uppl. í síma 588 5300 eða
www.netbilar.is - Hlíðasmára 2.
SKRÁÐU BÍLINN FRÍTT
OG FÁÐU FRÍA AUGLÝSINGU!
Söluhæsta netbílasala landsins.
25% afsláttur af sölugjöldum.
Frí auglýsing í Morgunblaðið.
www.netbilar.is,
Hlíðasmára 2, sími 588 5300.
Nýr Jeep Grand Cherokee Over-
land CRD Diesel
Með öllu sem hugsast getur og
nokkrum hlutum sem þú hefur ekki
ímyndunarafl í. Sambærilegir jeppar
kosta 16 til 17 milljónir. Þessi kostar
12.900 þús.
Einn bíll eftir, næstu bílar kosta
um 2 milljónir í viðbót.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið kl. 12-18 virka daga.
Hjólbarðar
Matador vörubíladekk - Tilboð
385/65 R 22.5 kr. 78.088 + vsk.
295/80 R 22.5 kr. 76.016 + vsk.
275/70 R 22.5 kr. 66.215 + vsk.
11 R 22.5 kr. 36.900 + vsk.
12 R 22.5 kr. 39.500 + vsk.
265/70 R 19.5 kr. 44.500 + vsk.
285/70 R 19.5 kr. 49.800 + vsk.
40 feta notaðir gámar til sölu.
Kaldasel ehf. dekkjaverkstæði
Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 544 4333.
Kebek neglanleg vetrardekk
185/55 R 15 15.900 kr.
195/65 R 15 15.900 kr.
205/55 R 16 17.900 kr.
205/60 R 16 21.500 kr.
215/65 R 16 20.900 kr.
225/65 R 17 28.900 kr.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 544 4333.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Smáauglýsingar
Það er erfiðara en
orð fá lýst að átta sig
á því að okkar yndislegi frændi,
Róbert Magnús Fjeldsted, hafi
kvatt þetta líf tæplega 17 ára gam-
all. Við brosum þó í gegnum tárin
að þeim fjölmörgu dýrmætu
minningum sem við eigum um
hann. Minningum um ljúfan, sí-
brosandi dreng sem horfði á mann
með bláu augunum sínum fullum
af trúnaðartrausti.
Við frænkurnar vorum að sjálf-
sögðu nýttar til barnfóstrustarfa á
þeim tíma sem allar voru barn-
lausar og gekk á ýmsu. Í eitt skipt-
ið passaði Badda systkinin fjögur
þegar Róbert var 3 mánaða og var
að skipta um bleyju. Hún skildi
Róbert Magnús
Fjeldsted
✝ Róbert MagnúsFjeldsted
fæddist 27. nóv-
ember 1996. Hann
lést 27. september
2013.
Útför Róberts
fór fram frá Grund-
arfjarðarkirkju 12.
október 2013.
pilt eftir einan í
augnablik á rúminu
á meðan hinum
systkinunum var
sinnt og hann rúllaði
fram úr með háum
dynk. Skelfingu lost-
in barnapían hringdi
í foreldrana sem
voru reynsluboltar
og sögðu henni að
anda rólega. Í annað
skipti passaði Jór-
unn þegar hann var 4 ára og þá
hljóp hann á vegg og fékk gat á
hausinn. Frænkan hentist skelf-
ingu lostin á slysó með barnið sem
var hið rólegasta, horfði bara í
augun á frænku á meðan hann var
saumaður. Pabbinn var alveg jafn
rólegur og Róbert. Lilja var bíó-
frænkan og fór oft í bíó með syst-
kinunum og voru áhöld um hvort
hún eða börnin skemmtu sér bet-
ur.
Róbert var yfirleitt á ferð og
flugi út um allt, enda oft kallaður
Gormur. Á 4 ára afmælinu hans
var hann t.d. í svo góðum gír að
hann var kominn upp á eldhús-
borð þegar blásið var á kertin. Um
tíma var mikill boxáhugi hjá Lalla
pabba hans og var ósjaldan safn-
ast saman hjá þeim Grétu til að
horfa á box. Mesta gamanið var að
fá Róbert, 3 ára, til að sýna hvern-
ig boxarar gerðu en hann kýldi út í
loftið af mikilli innlifun. Einu sinni
kom Róbert í heimsókn til Jór-
unnar frænku sinnar þegar hann
var 8 ára. Hann fékk Batman-bún-
ing lánaðan og ofurkraftarnir létu
ekki standa á sér en kappinn fór í
ótrúlegustu stökk á gólfinu. Á
þessum tíma var Róbert með sítt
hár og 4 ára frændi hans var því
sannfærður um að hann væri
stelpa. Einnig er minnisstæð
heimsókn til Böddu þar sem öll
systkinin voru í Súpermanbúning-
um hönnuðum af Grétu.
Róbert var mjög umhyggju-
samur, ekki síst gagnvart frænd-
systkinum sínum. Hann velti því
fyrir sér hvort þau væru of mikið í
tölvu, hvort þau ættu heppilega
vini á Facebook, spjallaði við þau
og spilaði tölvuleiki. Hann ræddi
svo skemmtilega við þau um að
vera alltaf kurteis við foreldra sína
og sagði svo skemmtilega „af því
að þau eru awesome“. Einnig eru
Böddu ómetanlegar „it’s a men’s
world“-stundirnar þegar bræð-
urnir Hjörtur Steinn, Hafsteinn
og Róbert voru saman heima hjá
henni ásamt sonunum að spila
tölvuleiki. Róbert vann í Krónunni
í Árbæ í sumar og þar hitti Lilja
hann oft. Hann átti alltaf knús
handa henni og börnunum. Jór-
unn og hennar börn heimsóttu
Grundfirðingana í sumar og er
ferð á skotæfingasvæði, þar sem
Róbert sýndi listir sínar með
byssur og skaut meðal annars
stígvél sem kastað var á loft, sér-
lega minnisstæð.
Við systurnar og fjölskyldur
okkar vottum Lárusi, Grétu,
Hirti, Hafsteini, Kristbjörgu, öf-
um, ömmum og öðrum aðstand-
endum samúð okkar í þessari
miklu sorg.
Jórunn K. Fjeldsted.
Það er erfitt að missa einhvern
náinn, en það er einmitt það sem
gerðist 27. september sl. þegar
Róbert frændi minn dó. Mig lang-
ar að minnast hans. Róbert var
góður við mig og mér þótti vænt
um hann. Við fórum á skotsvæði í
sumar og ég fékk að skjóta úr
byssu og bróðir minn líka. Róbert
skaut stígvél og dósir. Það verður
erfitt að lifa án hans og ég mun
sakna hans.
Ég votta Lalla, Grétu, Hirti,
Hafsteini, Kristbjörgu og öllum
öðrum sem elskuðu hann samúð
mína.
Soffía Ósk.
Við kynntumst árið 1996 þar
sem þú vægðarlaust steigst fram
og studdir okkur Dagbjörtu í
vonlausri baráttu við valdið og
mannfjöldann. Þú horfðir ákveðið
fram og lést engan bilbug á þér
finna. Ég gat alltaf treyst þér og
þú vékst aldrei undan, hvorki fyr-
ir hótunum né öðru valdi. Þú
varst vægðarlaus í þínum skoð-
unum og komst mér oft niður á
jörðina og í raunveruleika lífsins.
Nálægð þín var djúp og kærleiks-
rík og með óendanlegum baráttu-
vilja stóðst þú keik með sannleik-
anum. Án þín hefði það verið
erfitt að ná fram réttlætinu og
þeirri uppreisn æru sem við feng-
um 2010. Við höfum reynslu sem
gerði okkur að „systrum“ eins og
við kölluðum hvor aðra. Mikil er
virðing mín fyrir þér og ég get
aldrei endurgoldið þér þann
stuðning sem þú hefur sýnt mér í
Stefanía
Þorgrímsdóttir
✝ Stefanía Þor-grímsdóttir
fæddist á Húsavík
11. apríl 1950. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi
30. september
2013.
Útför Stefaníu
fór fram frá Foss-
vogskirkju 10.
október 2013.
gegnum árin.
Kjarkur þinn var
ómetanlegur og um-
hyggjan þín dýr-
mæt. Með þér
hverfur hluti af
minni sögu sem var
líka þín saga. Ég
verð þér ævinlega
þakklát og það er öll
mín fjölskylda líka.
Fórn þín fyrir sann-
leikann var mikil en
þú kvartaðir aldrei né sást eftir
að hafa staðið við hlið mína hvort
sem það var frammi fyrir heilli
prestastétt og/eða á opinberum
vettvangi. Minningarnar hrann-
ast upp og ég leita eftir myndum
og þannig að finna nálægð þína.
Myndir frá kvennadeginum þar
sem við stöndum saman að mót-
mæla kynferðislegri áreitni og
annarri valdbeitingu. Þar sem við
tökum á móti viðurkenningu frá
femínistum og ekki síst þar sem
við fengum uppreisn æru og af-
sökunarbeiðni frá þjóðkirkjunni,
ásamt miskabótum. Þetta eru
myndir af stoltri konu sem vissi,
skildi og þagði aldrei.
Ég kveð þig með virðingu og
kærleika með sorg og tómleika.
Guð geymi þig og takk fyrir allt,
elsku Stefanía mín.
Kveðja,
Sigrún Pálína Ingvarsdóttir.
Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með
minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal
senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið
sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón-
arfólki minningargreina viðvart.
Minningargreinar