Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 17.10.2013, Blaðsíða 48
FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 290. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Játaði á sig morð við aftökuna 2. Ein flottasta verönd í Fossvogi 3. Fá augnablikið aldrei aftur 4. Ófeimnir afbrotamenn »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Gradualekór Langholtskirkju hefur komið víða við á undanförnum miss- erum í Biophiliu-tónleikaferð Bjarkar Guðmundsdóttur. Kórinn er kominn heim og heldur tónleika í kvöld kl. 20 í Langholtskirkju með dönskum kór, Viborg Domkirkes Ungdomskor. Jette Haslund Birch stýrir danska kórnum og Jón Stefánsson Gradualekórnum. Kórarnir syngja hvor í sínu lagi en einnig saman í lögunum „Sofðu unga ástin mín“ og „Sensommervise“. Meginverk tónleikanna er „A Little Jazz Mass“, eða Litla djassmessan, eftir John Rutter frá árinu 2004 sem var frumflutt í New Orleans það ár. Litla djassmessan er samin við hinn sígilda latneska messutexta Kyrie, Gloria, Sanctus, Benedictus og Agn- us Dei og sýnir hver kafli mismunandi stíltegundir djassins svo sem „groove funk“, rokk, ballöðu og blús. Í danska kórnum eru ungmenni á svipuðum aldri og þau sem eru í Gra- dualekórnum. Tómas Guðni Eggerts- son píanóleikari og Gunnar Hrafns- son bassaleikari leika með kórunum á tónleikunum í kvöld. Tveir ungmennakór- ar í Langholtskirkju  Tónleikaröðin Sérfræðingar að sunnan! hófst í Hofi á Akureyri í sept- ember með tónleikum kimono og Buxnaskjóna. Aðrir tón- leikar raðarinnar verða haldnir í kvöld kl. 20.30 og að þessu sinni troða upp sérfræðingarnir í hljómsveitinni Leg- end. Hljómsveitin Mafama hitar upp. Legend á Sérfræð- ingum að sunnan! Á föstudag, laugardag og sunnudag Fremur hæg austlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og yfirleitt þurrt, en skýjað að mestu eystra. Hiti kringum frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðaustlæg átt, skýjað að mestu og yfirleitt þurrt, en smá væta um landið vestanvert. Hiti 2 til 8 stig, mildast við suðurströndina. VEÐUR Fyrri umspilsleikur Íslands um sæti í lokakeppni heimsmeist- aramóts karla í fótbolta fer fram á Laugardalsvellinum föstudaginn 15. nóvember. Svo seint hefur aldrei verið spilað á vellinum og vall- arstjórinn segir að nú fari í hönd mikil vinna þar sem koma þurfi í veg fyrir jarð- vegsfrost í vellinum á þess- um tíma. Ef ekki verður hægt að spila á vellinum þarf að flytja leikinn úr landi. »1 Þurfa að hindra frost í vellinum Þór/KA er úr leik í Meistaradeild kvenna í fótbolta eftir 4:1-ósigur gegn Zorkij í Rússlandi í gær. Jó- hann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Akureyrarliðsins, segir lið sitt geta sjálfu sér um kennt að hafa ekki fengið hagstæð- ari úrslit úr leiknum. Arna Sif Ásgríms- dóttir skoraði og hefur gert mörk í báðum útileikjum Þórs/KA í keppn- inni. »4 Við getum sjálfum okkur um kennt „Ég greip bara boltann undir körfunni og þá þýddi ekkert annað en að skora,“ sagði Bryndís Guðmunds- dóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Kefla- víkur, eftir að hún tryggði liði sínu eins stigs sigur á Val, 86:85, í Dom- inosdeild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Íslandsmeistarar Keflavík- ur hafa farið vel af stað, eru einir á toppnum eftir þrjár umferðir. »2 Keflavíkurliðið eitt í efsta sæti í körfunni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Við erum að semja ljóð,“ segir Þórð- ur Helgason, dósent við Háskóla Ís- lands og leiðbeinandi ljóðahóps eldri borgara, sem hefur komið saman vikulega á veturna í Gjábakka í Kópa- vogi síðan haustið 1999. Átta konur stofnuðu hópinn og hef- ur Þórður verið leiðbeinandi hans frá upphafi. Hann rifjar upp að þegar hann kenndi í Verzlunarskóla Íslands hafi hann stofnað ljóðahópa til þess að semja ljóð. Hann hafi haldið upp- teknum hætti þegar hann byrjaði að kenna við Kennaraháskóla Íslands og þetta hafi spurst út. Sigurbjörg Björgvinsdóttir, sem hafi veitt Gjá- bakka forstöðu, hafi verið með hóp kvenna sem hafi viljað spreyta sig á ljóðagerð og hann hafi slegið til. Auk útgáfu ljóðabóka hefur hóp- urinn flutt ljóðadagskrá um allt land og auk þess í Færeyjum í sumar sem leið. „Það eru sex upplestrar núna á dagskrá og svo bætast örugglega fleiri við,“ segir Þórður. „Þetta er mjög lifandi hópur og það eru ekki aðrir hópar meira lifandi.“ Þórður segir að einstaklingarnir hafi verið mjög áhugasamir. End- urnýjun hafi verið regluleg og um 12 til 15 manns hafi verið virkir á hverj- um tíma. „Þetta hafa mest verið eft- irlaunaþegar en við höfum líka fengið yngra fólk, sem hefur einnig haft mikla ánægju af þessu.“ Oftast klapp Konur hafa alla tíð verið í meiri- hluta í ljóðahópnum. Þórður segir að þær virðist vera tilbúnari en karlar til þess að taka þátt í svona verkefni og hugsanlega hafi vinnusamfélagið skemmt fyrir körlunum hvað þetta varðar. Þær séu mjög opnar og það að yrkja nútímaljóð vefjist ekki fyrir þeim og reyndar ekki fyrir körlunum heldur. „Ég hef haft gríðarlega mikla ánægju af þessu starfi og þetta hefur gengið alveg einstaklega vel, rétt eins og þegar maður hefur góða nem- endur í skóla.“ Þórður segir að uppbygging tím- anna sé í föstum skorðum. Hann komi með ljóð sem hann fari yfir, gjarnan úr mjög nýjum ljóðabókum. „Við höf- um reynt að fylgja alveg eftir nýrri ljóðagerð,“ segir hann og bendir á að í tímanum í vikunni hafi hann verið með ljóðabókina Árleysi alda, nýjustu bók Bjarka Karlssonar, sem fékk Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar í liðinni viku. Þátttak- endur lesi síðan upp eigin ljóð og hóp- urinn taki afstöðu til þeirra. „Þeir fá oft leiðbeiningar en oftast klapp,“ áréttar Þórður og bendir á að ljóð- unum sé safnað saman í bækur. „Þeir sem yrkja þarna kunna allar reglur og eiga ekki í vandræðum, þetta fólk er orðið bókmenntafræðingar eftir að hafa verið í tímum öll þessi ár.“ Lifandi hópur ljóðskálda  Hafa komið saman vikulega og farið með ljóð saman síðan haustið 1999 Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljóðahópurinn í tíma Konur hafa alla tíð verið í meirihluta í hópnum. Aftari röð frá vinstri: Hafsteinn Reykjalín Jóhannesson, Kjartan Trausti Sigurðsson, Þórður Helgason, Heiður Gestsdóttir, Unnur Guttormsdóttir, Sigurlín Hermannsdóttir, Hulda Jóhannesdóttir, Sigurbjörg Björgvinsdóttir og Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Guðrún G. Jónsdóttir, Edda Ragna Guðvarðardóttir, Inga Guðmundsdóttir og Oddný Björgvinsdóttir. „Við höfum gefið út alls 12 bæk- ur saman, oft það sem fólk hef- ur verið að yrkja almennt eða við höfum tekið fyrir eitthvert þema og gert það að yrkisefni,“ segir Þórður. Í því sambandi nefnir hann bók sem gefin var út þegar 200 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgríms- sonar 2007. Auk þess áréttar hann að einstaklingar í hópnum hafi gefið út fjölda bóka. Bækur hópsins eru Gjábakka- þulur I-IV, Ljóð og litir, Ljóð og myndir, Í sumardal, Sam- hljómur, Heimaslóðaljóð, Ljóð við lækinn, Vor í Gjábakka og Ýtt úr vör. Hefur gefið út 12 bækur GJÁBAKKAHÓPURINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.