Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 02.11.2013, Qupperneq 24
S offía Haraldsdóttir, fram- kvæmdastjóri mbl.is, hefur verið hjá fyrirtækinu með hléum í nærri því fimmtán ár. „Ég datt óvart inn í sumarstarf á Viðskiptablaði Morg- unblaðsins árið 1999 og ílentist þar sem við- skiptablaðamaður af og til í um 7 ár,“ segir Soffía sem hafði áður starfað í tæknigeiranum í fjöldamörg ár. Soffía segir að það hafi verið mikil viðbrigði fyrir sig að skipta yfir á Morgunblaðið. „Fyrstu vikur og mánuði í starfi fannst mér ég vera komin aftur í fornöld hvað tæknimál varðaði. Ritstjórnarkerfinu svipaði til fyrstu útgáfna rit- vinnsluforrita og starfsfólk skrifaði á miða hjá sér skipanir til að nota í kerfinu.“ Hún bætir við að síður í blaðinu hafi þá enn verið handteikn- aðar og að símanúmer og aðrar upplýsingar um tengiliði hafi einkum verið að finna í dagbókum blaðamanna. Fékk aldrei bakteríuna Þá var netið heldur ekki fyrirferðarmikið. „Ein tölva var nettengd á þeim helmingi hæðarinnar sem ég starfaði og þjónaði tugum manna. Það var þó jafnan lítil bið í að komast í hana því prentarar og faxtæki gegndu aðalhlutverki. Þetta var nú samt árið 1999,“ segir Soffía. Soffía segir að hún hafi einfaldlega fengið nóg af því að vera blaðamaður. „Hann Árni Jörgensen sem vann hér lengi sagði við mig, „Annað hvort færðu blaðamannabakteríuna strax eða aldrei,“ og ég fékk hana aldrei, því miður,“ segir Soffía. Síðar kom hins vegar til- boð um að taka við rekstri mbl.is. „Þá var for- veri minn í starfi, Ingvar Hjálmarson, að láta af störfum, en hann hafði sinnt mbl.is af alúð frá upphafi ásamt mörgum öðrum,“ segir Soffía. Fréttavefurinn mbl.is stendur í dag styrkum fótum og mælist mest lesni fréttavefur lands- ins. Soffía segir að sú staða hafi ekki verið sjálf- gefin. „Á fyrstu árunum var nokkur slagur um það hvaða vefur yrði sá vinsælasti. Okkur hefur tekist að halda ákveðnu forskoti, en það munaði ekki miklu að mbl.is yrði undir í þeirri sam- keppni.“ Soffía segir að árangur mbl.is hafi ekki síst verið því að þakka að frá upphafi var lagt upp með að vefurinn væri sérstakur miðill með sérstaka blaðamenn sem skrifuðu fyrir vefinn. „Hann varð því ekki einhver afgangsstærð sem tók fréttir beint úr Morgunblaðinu, heldur sér- stakur miðill sem segir fréttir allan sólarhring- inn alla daga vikunnar. Þetta var bylting.“ Ekki lengur fyrirsjáanleg Soffía segir að þegar hugsað sé til framtíðar vilji aðstandendur mbl.is fyrst og fremst vinna að því að hann verði áfram leiðandi fréttamiðill á íslenskum markaði. Þar skipti máli efnistök vefsins. „Við höfum lagt áherslu á traust og trú- verðugleika í fréttaflutningi en jafnframt hæfi- lega afþreyingu og þjónustu við notendur mbl.is.“ Soffía segir í þessu samhengi að áður fyrr hafi Árvakur búið við mikinn stöðugleika í rekstrarumhverfi sínu. „Framtíðin var fyr- irsjáanleg, rík hefð var fyrir blaðaútgáfu og breytingar tóku langan tíma. Áskriftargrunnur Morgunblaðsins, sem fyrirtækið byggðist á, var gríðarsterkur og mikil eftirspurn eftir auglýs- ingaplássi í blaðinu auk þess sem erfitt var fyrir keppinauta að ná fótfestu á markaðnum.“ Soffía segir að þessi styrka staða hafi verið byrjuð að breytast rétt fyrir aldamótin, og nú sé rekstrarumhverfið gjörólíkt. Fjölmiðlar um allan heim glími nú við mikinn óstöðugleika. Neysluvenjur fólks hafi breyst með aðgangi að ókeypis fréttaefni á hvaða tíma sólarhrings sem er. „Það er óvíst hvernig fjölmiðlafyrirtæki munu frá greitt fyrir fréttaefni í framtíðinni. Hörð samkeppni er um auglýsingafé auk þess sem óvissa ríkir á heimsvísu um hver verði ör- lög dagblaðaútgáfu og hvert tækniþróunin leið- ir okkur. Keppinautum fjölgar líka stöðugt enda orðið tiltölulega auðvelt að setja fjölmiðil á laggirnar. En þetta skapar okkar líka tæki- færi,“ segir Soffía. Hún tekur þó fram að myndin sé alls ekki dökk fyrir Morgunblaðið og Árvakur á afmæl- isárinu. Fyrirtækið hafi sjálft átt stóran þátt í að breyta fjölmiðlamarkaðnum á Íslandi í takt við það sem gerðist annars staðar í heiminum og lagt í kostnaðarsamar tilraunir. „Þær til- raunir hafa meðal annars orðið til þess að fyr- irtækið hefur verið í fararbroddi á vef- miðlamarkaði í 15 ár með mbl.is. Núna þegar 100 ár eru að baki í útgáfu Morgunblaðsins er blaðið enn vinsælasta áskriftarblað landsins og með mikla útbreiðslu. Auk þess hefur það fóstr- að aðra miðla Árvakurs inn á sömu braut. Fyr- irtækið rekur einnig vinsælasta fréttavef lands- ins sem jafnframt er vinsælasti frímiðill landsins, vinsælasta bloggsvæði landsins, vin- sælasta ungmennablað landsins og vinsælasta lífsstílsvef landsins. Við getum ekki annað en glaðst yfir þessu,“ segir Soffía. Það felast tæki- færi í óvissunni Soffía Haraldsdóttir byrjaði í viðskiptafréttum á Morgunblaðinu en varð svo framkvæmdastjóri mbl.is Morgunblaðið/Golli Soffía Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri mbl.is, segir að rekstrarumhverfið hafi breyst gríð- arlega á síðustu árum. Árvakur hafi staðið sig vel í að aðlagast breyttum tímum. P rentarar skipta lykilmáli í fram- leiðslu dagblaðs. Prentsmiðja Morgunblaðsins hefur jafnan verið í fremstu röð hérlendis þegar kem- ur að prentun dagblaða. Framþró- un í prenttækni hefur jafnframt komið fram í þróun Morgunblaðsins, bæði í framsetningu efnis og útliti. Guðbrandur Magnússon, framkvæmdastjóri Landsprents, hefur starfað hjá Árvakri síðan árið 1985, þegar Morgunblaðið var enn með skrifstofur í Aðalstræti. Hann hefur því lifað tímana tvenna í sögu blaðsins og prentsmiðju þess. Guðbrandur segir stærstu byltinguna á þeim tíma hafa verið þegar núverandi prentvél var sett upp árið 2004. „Þá var stigið skrefið til þess að litprenta allt blaðið, en áður höfðu það bara verið valdar síður,“ segir Guðbrandur. Prenttæknin á mikið eftir En eru prentuð dagblöð deyjandi risaeðlur? „Ég held að prenttæknin eigi ótrúlega mikið eftir. Þessu er oft stillt upp sem andstæðum: prent gegn digital og fullyrt að prentið sé að deyja, stafræna útgáfan að taka við. Að ein- hverju leyti er það rétt, en að öðru ekki,“ segir Guðbrandur og bendir á að gríðarmikill vöxtur sé í sumum greinum prentunar eins og til dæmis auglýsingaprenti. „Á tímabili héldu menn að þetta yrði einfalt, prentið myndi víkja fyrir stafrænni tækni og þetta myndi gerast innan tíu ára. Þau tíu ár liðu og síðan næstu tíu ár líka.“ Guðbrandur segir myndina flóknari en svo að ein tækni ýti annarri bara til hliðar. „Prentið er víkjandi á meðan stafræna útgáfan vex en við erum ekki búnir að sjá í hvaða formi stafræna tæknin verður endanlega, hvort það verða spjaldtölv- ur, netið, farsímarnir. Prentverkið getur lifað með þessu öllu saman,“ segir Guðbrandur og bætir við að tæknin sé enn á fleygiferð, hvoru tveggja í stafrænni útgáfu og í prentun. Á sama tíma sé ljóst að gullaldartíminn í prentaðri blaðaútgáfu sé að baki. Guðbrandur sér þó enga ástæðu til að örvænta. „Sjónvarpið eyddi ekki útvarpinu og netið hefur ekki eytt sjónvarpinu. Í fæstum tilfellum deyja miðlar, þeir breyta um vægi og eðli og finna sína hillu í flórunni.“ Lykillinn að vera með alvöruefni Guðbrandur telur að Morgunblaðið muni lifa af þessar hræringar. „Ég held það. Í fyrsta lagi erum við með langöflugasta fréttavef landsins, mbl.is, og þar gefst okkur fínt tæki- færi til að láta Morgunblaðið lifa áfram með nýrri tækni og í öðru lagi erum við mjög vel í stakk búin til að láta prentað blað koma áfram út,“ segir Guðbrandur og bætir við að enn sé verið að fjárfesta í nýjum prentvélum til blaða- útgáfu. „Ending þessara véla er að minnsta kosti þrjátíu ár og þær verða nýttar á þeim tíma, þannig að dagblöð verða prentuð áfram í langan tíma enn.“ Guðbrandur segir líklegt að framsetning og efnistök prentaðra dagblaða muni þróast áfram í nýju umhverfi, þau verði öðruvísi en áður. „Það skiptir öllu máli hvað stendur í blöðunum. Þetta snýst minna um tæknina, heldur meira um að það sé boðið efni sem fólk vill kaupa og blað sem selur auglýsingar, þann- ig að það skapi nægar tekjur til að halda úti öflugri ritstjórn sem er fær um að búa til verð- mætt og vandað efni. Ef þetta er gert er mikill og góður grundvöllur til þess að halda áfram þessari öflugu starfsemi sem hér er. Lykillinn er að vera með alvöru efni.“ Morgunblaðið eigi því heilmikla möguleika til framtíðar. Landsprent öflugt fyrirtæki Landsprent var stofnað utan um prentsmiðj- una árið 2007. Guðbrandur segir að fyrirtækið sé í mikilli sókn. Starfsemin er enda ekki ein- skorðuð við Morgunblaðið. „Við prentum Fréttatímann, DV, Viðskiptablaðið og Bænda- blaðið, auk alls kyns héraðsblaða og fréttarita, Skessuhorn á Akranesi, Víkurfréttir í Reykja- nesbæ og Sunnlenska á Selfossi. Þá prentum við einnig fjölmörg auglýsingablöð, svo sem fyrir Krónuna, Elkó og Bykó. Þannig að það er gríðarlega mikil starfsemi hérna önnur en prentun Morgunblaðsins.“ Þessi gróska þýðir að tími prentsmiðjunnar er vel skipulagður. Þar hefur ný tækni hjálpað mikið til. „Prentvélin hefur gert tuttugu manns kleift að framleiða efni sem fjörutíu manns þurfti til áður,“ segir Guðbrandur. En velgengni Landsprents er ekki bara prentvél- inni að þakka. „Hér er mjög fært starfsfólk, sem veit að þjónusta og lipurð er lykillinn að þeirri velgengni sem við höfum átt að fagna í Landsprenti,“ segir Guðbrandur að lokum. Erum vel í stakk búin fyrir framtíðina Guðbrandur Magnússon er framkvæmdastjóri Lands- prents og hefur starfað hjá Árvakri síðan árið 1985. Morgunblaðið/Golli Guðbrandur Magnússon segir þjónustu og lipurð lykilinn að velgengni Landsprents. 24 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.