Morgunblaðið - 31.12.2013, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Starfsmenn borgarinnar voru í óðaönn að hlaða
upp efniviði í áramótabrennu á Ægisíðunni þeg-
ar ljósmyndari átti leið þar hjá í gær. Alls verða
fjórtán viðurkenndar brennur í borginni í kvöld
og má búast við mikilli gleði og glaumi þar. Þær
hefjast allar klukkan 20.30 fyrir utan aðra
brennuna í Garðabæ sem kveikt verður í klukk-
an 21.00. Auk þess hefst brenna í landi Úlfars-
fells klukkan 14.30 í dag.
Brennurnar bíða þess að loga glatt
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirbúningur fyrir hefðbundnar áramótabrennur kvöldsins
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Skilgreint hlutverk Dróma var að
halda utan um eignir SPRON og
tryggja greiðslu á innlánsskuld við
Arion banka. Upphaflega var horft til
fimm ára tímaramma með það að
markmiði að gera málin upp í júlí
2014. Drómi hefur nú lokið þessu skil-
greinda hlutverki,“ sagði Hlynur
Jónsson, formaður slitastjórnar
SPRON, í tilefni af uppgjöri.
Héraðsdómur Reykjavíkur skipaði
slitastjórnir fyrir SPRON og Frjálsa
fjárfestingarbankann (nú Frjálsa hf.)
23. júní 2009. Við það voru innlán ein-
staklinga hjá SPRON færð yfir í Ar-
ion banka en útlán einstaklinga hjá
SPRON yfir til Dróma. Innlánin sem
fóru til Arion banka voru veðsett með
öllum eignum, útlánum, fasteignum
og hlutabréfum SPRON sem fóru til
Dróma og skyldi ríkið greiða Arion
banka mismun ef eignir útlána dygðu
ekki fyrir kröfum innlána. Nú er upp-
gjöri lokið, ekki reynir á ríkisábyrgð.
Nauðasamningar á aðfangadag
Endanleg staðfesting nauðasamn-
inga Frjálsa hf. við kröfuhafa lá fyrir
á aðfangadag og segir Hlynur að það
hafi greitt fyrir samningnum.
Skuld Dróma við Arion banka var
upphaflega tæpir 100 milljarðar.
„Næsti áfangi í ferlinu er að klára slit-
in á SPRON,“ segir Hlynur og svarar
því aðspurður til að það sé trúnaðar-
mál hvaða eignir standi eftir í
SPRON. Ætlunin sé að selja þær
eignir upp í kröfur og munu markaðs-
aðstæður ráða hraða þess ferlis. Fyr-
irtækjalán og fullnustueignir Dróma
að upphæð 35-45 milljarðar færast
hins vegar yfir til Hildu, dótturfélags
Eignasafns Seðlabanka Íslands. SÍ
átti upphaflega kröfu á SPRON og
færast útlán einstaklinga í vörslu
Hildu nú yfir til Arion
banka. Er það liður í upp-
gjöri kröfu Arion banka á
hendur Dróma. Fellur þar
með niður ríkisábyrgð á
henni. Skv. heimildum blaðs-
ins er útlit fyrir að SÍ end-
urheimti stærstan hluta
krafna ESÍ á SPRON.
Drómi hefur lokið sínu
skilgreinda hlutverki
Útlán einstaklinga í vörslu Dróma renna í Arion banka
Um áramót tekur Orka náttúrunnar
(ON ) við rekstri virkjana Orkuveitu
Reykjavíkur og allri raforkusölu.
Að sögn Bjarna Bjarnasonar, for-
stjóra OR, hefur stofnun ON verið
frestað fjórum sinnum. Hún var fyrst
ráðgerð 1. júlí 2009, svo 1. janúar
2010, þá 1. janúar 2011 og svo 1. jan-
úar 2012. Gaf Alþingi síðast OR
tveggja ára frest til 1. janúar 2014.
Er ON sett á fót til að uppfylla
ákvæði raforkulaga um aðskilnað sér-
leyfis- og samkeppnistarfsemi.
Bjarni segir aðspurður að slæm
skuldastaða OR hafi frestað stofnun
ON. Árið 2011 hafi OR nánast verið
ógjaldfær. Þetta ár hafi OR greitt 20
milljarða í afborg-
anir af erlendum
lánum, auk 5-6
milljarða í vexti. Á
næstu fjórum ár-
um muni afborg-
anir nema 15-16
milljörðum, auk
vaxta, og mun OR
eiga erlendan
gjaldeyri fyrir
greiðslunni á næsta ári.
Við þessa breytingu eru stofnuð
þrjú dótturfélög undir móðurfélagi
sem skuldar lánardrottnum rúmlega
200 milljarða króna. Verður staða
móðurfélagsins gagnvart lánar-
drottnum óbreytt. Undir móðurfélag-
ið heyra OR eignir, ON og OR veitur
sem verður með veituþjónustu –
vatnsveitu, hitaveitu, fráveitu og
dreifing rafmagns.
Með stofnun ON verður til annar
stærsti raforkuframleiðandi landsins
og það sölufyrirtæki rafmagns sem
hefur flesta viðskiptavini. Virkjanir
sem Orka náttúrunnar á nú og rekur
eru jarðvarmavirkjanir á Hellisheiði
og á Nesjavöllum og tvær vatnsafls-
virkjanir. Viðskiptavinir ON eru um
75.000, allt frá heimilum til álvers.
Framkvæmdastjóri ON er Páll Er-
land en hann hefur starfað hjá OR
síðan 2001. baldura@mbl.is
Orka náttúrunnar tekur
við rekstri virkjana OR
Er með 75.000 viðskiptavini OR á gjaldeyri út næsta ár
Bjarni Bjarnason
Nú í árslok 2013 eru 38 Íslendingar á
lífi, sem eru hundrað ára eða eldri, 31
kona og 7 karlar, samkvæmt upplýs-
ingum af Facebook-síðu Jónasar
Ragnarssonar um langlífi.
Í ársbyrjun voru 42 einstaklingar,
100 ára eða eldri á lífi. Þá hafa 22
orðið hundrað ára á árinu sem nú er
að líða, en 26 hafa látist úr hópnum í
heild. Guðríður Guðbrandsdóttir í
Reykjavík er elsti núlifandi Íslend-
ingurinn, 107 ára gömul síðan í maí.
Næstelst er Guðrún Jónsdóttir í
Hafnarfirði, einnig 107 ára, og þar á
eftir er Guðný Ásbjörnsdóttir í
Reykjavík, 106 ára gömul. Georg
Ólafsson í Stykkishólmi er elstur
karla, 104 ára síðan í mars.
Ellefu konur og fjórir karlar eru
nú 99 ára og gætu því haldið upp á
aldrafmæli árið 2014. Af þeim sem
fæddust árið 1915 eru 34 á lífi, þá eru
næstu árgangar þar á eftir stórir og
því mun einstaklingum hundrað ára
og eldri að líkindum fjölga nokkuð.
38 Íslendingar eru
100 ára eða eldri
Árið sem nú er að líða var það kald-
asta á þessari öld á Suðvesturlandi
en annars staðar á landinu var lít-
illega kaldara eða svipaður hiti og
var 2005 til 2011. Þetta kemur fram í
yfirliti yfir tíðarfar ársins 2013 á vef
Veðurstofunnar.
Þrátt fyrir þetta var hitastigið á
landinu 0,4 til 1,0 stigum yfir með-
allagi áranna 1961 til 1990 og var
óvenjulega hlýtt fyrstu tvo mánuði
ársins. Í Reykjavík var árið það átj-
ánda í óslitinni röð þar sem árshitinn
er yfir meðallagi og það fimmtánda á
Akureyri.
Margir voru óánægðir með sum-
arveðrið á suðvesturhorninu en úr-
koma var langt yfir meðallagi í öllum
mánuðum frá júní til og með sept-
ember. Engu að
síður var úrkom-
an í rétt rúmu
meðallagi þegar
litið er til ársins í
heild. Á Akureyri
var úrkoman hins
vegar fimmtungi
yfir meðallagi og
er það tólfta árið í
röð sem úrkoman
fer yfir meðallag
áranna 1961 til 1990. Sérstaklega úr-
komusamt var á Akureyri í maí,
október og desember.
Sólskinsstundir í höfuðborginni
voru 82 fleiri en í meðalári á áð-
urnefndu tímabili en þær voru 32
færri á Akureyri.
Kaldasta ár aldarinn-
ar á Suðvesturlandi
Úrkomusamt á Akureyri árið 2013
Veðurguðir sættu
harðri gagnrýni.
Undir lok árs 2008 gaf ríkissjóður
út skuldabréf til að styrkja eigið fé
Seðlabanka Íslands í kjölfar efna-
hagshrunsins.
Skuldabréfið er á gjalddaga á
morgun, 1. janúar, og hafa Seðla-
bankinn og fjármála- og efnahags-
ráðuneytið samið um framleng-
ingu á gjalddaga bréfsins en
skilmálar eru ófrágengnir. Á að
ljúka samningum fyrir lok febrúar
nk. Með skuldabréfinu varð til
krafa Seðlabanka Íslands á hendur
ríkissjóði sem aftur styrkti
efnahagsreikning SÍ.
Um þessi viðskipti
segir í ársreikningi
SÍ 2009: „Sam-
kvæmt sam-
komulaginu keypti
ríkissjóður, eigandi bankans, verð-
bréf á bókfærðu verði 345 millj-
arðar kr. og greiddi fyrir með verð-
tryggðu bréfi til fimm ára að
fjárhæð 270 milljarðar kr. Af
heildarfjárhæðinni voru trygg veð
metin 51 milljarður króna en af-
gangurinn ekki eins traustur og
með hliðsjón af því var mismun-
urinn, 75 milljarðar kr., afskrifaður
í ársreikningi Seðlabanka Íslands
árið 2008“.
Í ársreikningi SÍ árið 2010 kem-
ur fram að SÍ hafi í árslok 2009
keypt til baka kröfur með ótrygg-
um veðum af ríkinu og lækkuðu
eftirstöðvar kröfunnar á ríkið sem
því nam. SÍ framseldi þessar kröf-
ur til ESÍ. Eftirstöðvar skuldabréfs-
ins eru rúmlega 171 milljarður.
Samið um framlengingu á
171 milljarðs skuld ríkissjóðs
SKULDABRÉF SEM STYRKTI EIGIÐ FÉ SEÐLABANKA ÍSLANDS
Kona sem flutt var alvarlega slösuð á
sjúkrahús í Reykjavík eftir umferð-
arslys á Hellisheiði á sunnudag er
látin. Hún hét Dagný Ösp Runólfs-
dóttir, fædd 20. janúar 1992 og bú-
sett í Hveragerði. Hún var ógift og
barnlaus. Slysið er í rannsókn hjá
lögreglunni á Selfossi sem óskar eft-
ir vitnum að aðdraganda þess.
Lést eftir
umferðarslys