Morgunblaðið - 31.12.2013, Side 36

Morgunblaðið - 31.12.2013, Side 36
36 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Á rið 2013 var kosningaár. Þegar talið var upp úr kjörkössunum sást að þjóðin hafði kosið breyt- ingar. Fyrri stjórnarstefnu var hafnað og ann- arra aðferða, nýrra lausna var krafist. Við því kalli brugðust núverandi stjórnarflokkar í stjórnarsáttmála sínum. Leitast skyldi við að dreifa ekki kröftunum um of. Þess yrði gætt að heimilin, atvinnulífið og ríkisfjármálin yrðu í öndvegi.  Lögð var áhersla á að snúa af braut skattahækkana, að vinna gegn skuldavandanum og auka ráðstöfunartekjur heimilanna. Þegar hafa verið stigin mikilvæg skref í þessa átt. Eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar var að draga úr tekjutengingum hjá lífeyrisþegum og afnema skerðingu grunnlífeyris vegna lífeyrissjóðsgreiðslna. Á árinu 2014 verð- ur tekjuskattur einstaklinga lækkaður, sem og trygginga- gjald á fyrirtæki. Stimpilgjöld á lánsskjöl verða afnumin og hafin verður endurskoðun á tollum, vörugjöldum og virð- isaukaskattskerfinu til lækkunar og einföldunar. Vinna við losun fjármagnshaftanna er komin á skrið og stilli aðilar væntingum sínum í hóf ætti að vera hægt að aflétta þeim til- tölulega hratt. Það er eitt stærsta hagsmunamál atvinnulífs og almennings á Íslandi. Lausir endar frá síðasta kjörtímabili hafa verið hnýttir, veiðigjöld stillt af, hlé gert á viðræðum við ESB og stjórnarskrármálinu komið í farveg hjá Alþingi.  Í lok nóvember skilaði nefnd um niðurfærslu verðtryggðra íbúðalána af sér skýrslu sem felur í sér tillögur um lækkun húsnæðisskulda almennings um 80 milljarða á næstu árum með sérstakri niðurfærslu og möguleika á enn frekari lækkun með inngreiðslu séreignarsparnaðar á höfuðstól lána. Alls gætu aðgerðir þessar, ef svigrúm þeirra er fullnýtt, skilað um 150 milljarða lækkun húsnæðisskulda. Þrátt fyrir þessar umfangsmiklu aðgerðir, sem ríkissjóður tekur þátt í að hrinda í framkvæmd, er jafnvægi ríkisfjármál- anna ekki ógnað. Tvö erlend matsfyrirtæki hafa þegar birt umsögn um aðgerðina. Í báðum tilfellum stenst hún prófið en mikil áhersla er lögð á jafnvægi í ríkisfjármálum og það mót- vægi sem séreignarleiðin veitir við sérstaka niðurfærslu með leiðréttingarleiðinni. Ýmsir hafa viðrað áhyggjur sínar af því að í kjölfar lægri skuldastöðu heimilanna myndi íslenska eyðsluklóin vakna úr dvala og fara lóðbeint í óþarfa lántöku og almenna óráðsíu með fyrirséðum afleiðingum. Hér er til þess að líta að hvort tveggja í sögulegu samhengi og í alþjóðlegum samanburði er skuldastaða íslenskra heimila afar há. Það eitt og sér er efna- hagslegt vandamál sem bregðast verður við með markvissum aðgerðum. Með sérstökum hvötum til sparnaðar og því að að- gerðin dreifist á 3-4 ár er jafnframt dregið úr þessari hættu á sama tíma og aðhaldsemi er beitt í ríkisfjármálum. Að auki er rétt að leyfa fólki að njóta vafans og treysta því að það láti skynsemina ráða, í stað þess að halda því undir okinu á for- sendum vantrausts og forsjárhyggju.  Merkilegum áfanga var náð nú skömmu fyrir jól, þegar fjárlög fyrir árið 2014 voru samþykkt með tæplega milljarðs afgangi eftir samfelldan hallarekstur í sex ár. Miklu máli skiptir hækkun bankaskatts sem var lagður á til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á ríkissjóð vegna hruns íslenska fjármálakerfisins. Fyrirtæki í slitameðferð hafa fram til þess verið undanþegin skattinum með sérstöku ákvæði í lögum, en frá áramótum verður sú undanþága af- numin. Samþykkt hallalausra fjárlaga er jafnvel enn athyglisverð- ari í ljósi þess að framlög til heilbrigðismála eru aukin um fjóra milljarða, framlög til almannatrygginga um fimm millj- arða og skattalækkanir til almennings og atvinnulífsins nema um sjö milljörðum árið 2014, að ógleymdum aðgerðum til lækkunar húsnæðisskulda og öðru sem miðar að því að auka ráðstöfunartekjur heimilanna og verja stöðu tekjulágra gagnvart bótakerfum.  Nýr kjarasamningur sem undirritaður var á vetr- arsólstöðum er meiri tímamótasamningur en almennt er við- urkennt. Það á bæði við um aðdraganda samningsins og efni. Aðilar vinnumarkaðarins tóku höndum saman við að meta efnahagslegar forsendur nýrra samninga og leituðu fyrir- mynda á erlendum vettvangi að árangursríkri aðferðarfræði. Víðast hvar annars staðar þættu launahækkanir þær sem samningurinn felur í sér vera umtalsverðar en hér er almennt rætt um að þær séu hóflegar. Munurinn liggur í væntingum um þróun verðbólgu. Það er einmitt fyrir þá ábyrgu og lofs- verðu afstöðu að ráðast gegn vítahring hækkunar launa og verðlags sem samningarnir eru tímanna tákn og mögulega má helst jafna þeim saman við þjóðarsáttarsamningana. Ár- angursríkasta leiðin til að takast á við verðbólguna og nei- kvæðar afleiðingar hennar er að styðja aðgerðir sem stuðla að lægri verðbólgu. Að mörgu leyti hefði verið auðveldara fyrir leiðtoga verka- lýðshreyfingarinnar að láta undan þrýstingi og gera stífari launakröfur, en þess í stað er tekin ábyrg afstaða til að brjót- ast út úr þeirri slæmu hefð að spenna bogann um of í samn- ingum og sitja eftir með verðbrunnar kjarabætur. Helstu gagnrýnendur samninganna hefðu viljað fá enn frekari hækkun lægstu launa eða frekara framlag ríkisins með skattabreytingum. Hér er rétt að benda á að þar sem ríkið ábyrgist greiðslu útsvarsins til sveitarfélaga eru skatt- leysismörkin gagnvart tekjuskattinum nú komin í 235 þúsund krónur á mánuði. Þeir sem hafa lægri laun en það greiða með öðrum orðum engan skatt til ríkisins, einungis útsvar til sveitarfélags síns. Ný ríkisstjórn hefur frá fyrsta degi unnið að því að koma til móts við væntingar á vinnumarkaði með margvíslegum að- gerðum. Við þinglok var, eftir samráð við aðila vinnumark- aðarins, launaþak í neðsta þrepi tekjuskattskerfisins hækkað sérstaklega í 290 þúsund. Jafnframt er skattprósentan í mið- þrepinu lækkuð um hálft prósent. Ennfremur voru af hálfu stjórnvalda gefin fyrirheit um að þegar samningarnir yrðu staðfestir yrði dregið úr verðlagsuppfærslum gjalda sem samþykktar voru í fjárlögum og spornað við gjaldskrárhækk- unum hjá ríkisfyrirtækjum og -stofnunum. Óhætt er að fullyrða að lengi hefur ekki sést annað eins samstillt átak gegn verðbólgunni og nú. Það er sérstakt fagn- aðarefni. Það er merki um að traust milli aðila fari vaxandi í samfélaginu og trú á framtíðina sömuleiðis.  Á nýju ári verða skattar lægri á langflest heimili og fyr- irtæki. Nýir kjarasamningar og fjárlög án halla gefa fyrirheit um aukinn stöðugleika og lægri verðbólgu. Dregið er úr skerðingum bóta og sótt fram til bættrar stöðu heimilanna með markvissum aðgerðum. Miðin hafa verið gjöful og margt bendir til að styrkur færist að nýju í efnahag helstu við- skiptalanda okkar. Það getur skipt sköpum bæði fyrir við- skiptakjör okkar erlendis og fjárfestingu erlendra aðila hér a landi. Við eigum nýleg dæmi um fjölda íslenskra fyrirtækja sem vinna markaði erlendis. Mörgum þeirra er stjórnað af nýrri kynslóð Íslendinga sem skynjar ekki landamæri með sama hætti og þær sem eldri eru. Í þeirra huga er heimurinn allur markaðssvæði okkar. Tækniframfarir hafa gjörbreytt mögu- leikum Íslendinga til að láta að sér kveða á mörkuðum utan landsteinanna. Þar eru svo sannarlega enn tækifæri til að grípa. Á sama tíma eru möguleikar okkar í ferðaþjónustu að vaxa ár frá ári og eftirspurn eftir helstu gæðum landsins er í vexti. Það er því tilefni til bjartsýni og sköpunargleði. Nýtt ár felur alltaf í sér fyrirheit. Fyrirheit um ný tæki- færi, um að læra af reynslu áranna sem liðin eru og nýta hana til góðra verka. Megi árið 2014 verða Íslendingum öllum gjöfult og heilla- ríkt. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið/Ómar Við áramót Þrátt fyrir þessar umfangsmiklu aðgerðir, sem ríkissjóður tekur þátt í að hrinda í framkvæmd, er jafnvægi ríkisfjármálanna ekki ógnað. Tvö erlend matsfyrirtæki hafa þegar birt umsögn um að- gerðina. Í báðum tilfellum stenst hún prófið en mikil áhersla er lögð á jafnvægi í ríkisfjármálum og það mótvægi sem séreignarleiðin veitir við sérstaka niðurfærslu með leiðréttingarleiðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.