Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 Útsalan hefst fimmtudaginn 2. janúar v/Laugalæk • sími 553 3755 Listamaðurinn Simon Beck fer ótroðnar slóðir, í orðsins fyllstu merkingu, í listsköpun sinni. Hann fer út í nýfallinn snjó og treður hann nið- ur eftir ákveðnum leiðum og myndar þannig stórkostleg mynstur sem eru á töluvert stærri skala en gengur og gerist. Beck gengur fleiri kílómetra til að búa til listaverkin og eflaust hafa margir rekið upp stór augu þegar þeir sjá hann að störfum. Það lítur nefnilega út eins og hann hafi tapað glórunni þar sem hann trampar í snjónum á ákveðinn hátt í marga klukkutíma og lætur fátt trufla sig. Beck hefur um áraraðir unnið að gerð ýmiss konar korta af borgum og bæjum en í dag ver hann mestum tíma í fjallgöngur og ljósmyndun. Þegar hann býr til snjólistaverkin sín byrjar hann á því að mæla svæðið ná- kvæmlega út. Því næst treður hann snjóinn vandlega og svo vel sé gerir hann það þrisvar sinnum til að af- raksturinn sé vel sýnilegur. Flestir kunna vel að meta listaverk- in þó svo að einstaka skíðakappi vilji renna sér yfir þau. Vefsíðan www.facebook.com/snowart8848 Einstakt Listaverk Simons Beck’s vekja athygli enda ekki annað hægt. Undurfögur listaverk í snjónum Yoko Ono hefur sagt að draumur sem mann dreymir sé aðeins draumur. Það sé ekki fyrr en marga dreymir hann saman sem hann geti ræst. Í dag ætlar fjöldi fólks að leggja sitt af mörkum til að einn tiltekinn draumur verði að veru- leika. Það er gert með því að spila, syngja eða hlusta á lag Johns Lennons, Imagine, allir sem einn á gamlárskvöld. Viðburðurinn er á Facebook undir Universal dream – dream for everyone. John Lennon var friðarsinni og kristallast ósk hans um frið í fjöl- mörgum laga hans. Óskin um að mannkynið geti sameinast og lagt frá sér vopnin og fundið frið. Yoko Ono, eftirlifandi eiginkona hans, hefur ótrauð minnt fólk á þennan friðarboðskap og mun eflaust taka lagið í kvöld, ásamt þús- undum, ef ekki milljónum annarra. Endilega … … láttu draum- inn rætast Morgunblaðið/RAX Ósk Marga dreymir um frið. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Malín Brand malin@mbl.is Séra Guðmundur KarlBrynjarsson er prestur íLindakirkju. Í kirkjunnier unnið öflugt barna- og unglingastarf sem Guðmundur kemur að en hann er líka einn höf- unda barnaefnisins um vinina Haf- dísi og Klemma sem iðulega rata í ótrúlegustu ævintýri áður en sunnudagaskólinn hefst. Að efninu koma, ásamt Guð- mundi, þau Guðni Már Harðarson, Þorleifur Einarsson, Hafdís Maria Matsdóttir, Jóel Ingi Sæmundsson, Ingunn Huld Sævarsdóttir og Lár- us Páll Birgisson. Jákvætt efni fyrir breiðan aldurshóp Barnaefnið heitir Daginn í dag og nýtur það vaxandi vinsælda. „Ýmsir hafa verið að hugsa þetta í gegnum tíðina, að gefa út einhvers konar sunnudaga- skólaefni. Það fyrsta sem maður sá fyrir sér var bara að segja ein- hverjar sögur og fá börn til að syngja en svo varð þetta miklu stærra í höndunum á okkur,“ segir Guðmundur Karl um tilurð barna- efnisins. Þó svo að efnið sé byggt á dæmisögum Krists er barnaefnið ekki sett upp með biblíuútskýr- ingum heldur heimfært upp á nú- tímann, á þann hátt sem birting- armyndir dæmisagnanna væru í dag. Efnið höfðar til breiðs aldurs- hóps barna og segist Guðmundur þekkja dæmi um að tveggja og tíu ára börn sitji saman og horfi áhugasöm á efnið. Rauði þráðurinn Diskarnir eru sem fyrr segir þrír talsins og nokkrir þættir á hverjum þeirra. „Þetta eru sjálf- stæðir þættir, hver fyrir sig, en ef maður horfir á þá alla þá er þráð- ur í gegnum þá alla. Það er fram- vinda í þeim,“ segir Guðmundur Karl. Í hverjum þætti er ein dæmi- saga tekin fyrir og tengja krakk- arnir í þáttunum þær við daglegt líf. „Þau lenda í einhverju sem minnir þau á dæmisögurnar,“ segir hann. Fyrri diskarnir tveir seldust vel og er eftir að koma í ljós hvernig salan á þeim þriðja verður. Þó vita höfundarnir að eftirspurn er eftir barnaefni sem þessu. „Það sem hefur sýnt okkur mjög vel hvað þetta fellur í góðan jarðveg er að báðar fyrri seríurnar hafa farið á VOD-leigurnar og þær hafa verið leigðar mjög mikið,“ segir Guðmundur Karl. Má ekki gleyma þeim sem ekki heyra Höfundar barnaefnisins hafa hug á að búa til meira efni með það í huga að þeir sem ekki heyra geti líka notið. Það er raunar hugs- að fyrir því á þeim diskum sem út eru komnir en Guðmundur Karl segist hafa hug á að gera meira. „Í söngvunum sem börnin syngja er notast við tákn um leið og þau syngja og það er mörgum talhjálpartæki. Síðan syngur Tinna táknmálsálfur, sem leikin er af Kolbrúnu Völkudóttur, alltaf síð- asta sálminn á táknmáli með börn- unum. Í síðustu seríu leikur Hulda M. Halldórsdóttir stelpu í þátt- unum sem er heyrnarlaus. Við vilj- um aðeins opna gátt heyrandi barna inn í heim heyrnarlausra,“ segir Guðmundur Karl sem hlakk- ar til að takast á við fleiri verkefni í svipuðum dúr þegar fram líða stundir. Gátt heyrandi barna opnuð inn í heim heyrnarlausra Höfundurinn Séra Guðmundur Karl í jólamessunni í Lindakirkju. Fyrir rúmlega þremur árum kviknaði hugmynd að gerð barnaefnis með sunnudagaskólaefni. Hugmyndin vatt upp á sig og nú hafa komið út þrír mynddiskar hjá Skálholtsútgáfu með barnaefni sem notið hef- ur mikilla vinsælda. Ævintýri Þau Hafdís, Klemmi og Haffi rata í ýmiss konar ævintýri í þátt- unum Daginn í dag og höfðar barnaefnið til breiðs aldurshóps. Tinna Táknmálsálfurinn syngur alltaf síðasta lagið með börnunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.