Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 31.12.2013, Blaðsíða 48
48 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. DESEMBER 2013 TEHERAN| Í kosninga- baráttu minni til að verða forseti Írans lof- aði ég því að ná jafn- vægi á milli raunsæis og þeirra hugsjóna sem íslamska lýðveldið stendur fyrir – og hlaut ég stuðning mikils meirihluta íranskra kjósenda fyrir. Í ljósi þess almenna umboðs sem ég fékk, var ég staðráðinn í að láta meðalhóf og almenna skynsemi í forgang, og er það nú leiðarljós allrar stefnumörkunar ríkisstjórnar minn- ar. Sú skuldbinding leiddi beint til bráðabirgðasamkomulagsins í nóv- ember, sem samþykkt var í Genf um kjarnorkuáætlun Írans. Sú skuld- binding mun halda áfram að leið- beina okkur á árinu 2014. Vissulega er það svo, að þegar kemur að utanríkismálum er rík- isstjórn mín að losa sig við öfga- kenndar nálganir. Við sækjumst eft- ir skilvirkum og uppbyggilegum samskiptum og leggjum áherslu á að byggja gagnkvæmt traust við ná- granna okkar og aðrar þjóðir sem skipta máli í Mið-Austurlöndum og á alþjóðasviðinu, sem leyfir okkur að beina utanríkisstefnu okkar að þróun hagvaxtar heima fyrir. Til að ná því markmiði munum við vinna að því að eyða spennu í utanríkismálum okkar og styrkja tengsl okkar við hefðbundna sam- starfsaðila, sem og nýja. Þetta krefst þess augljóslega að mynda almenna sátt heima fyrir og þess að sett séu gagnsæ markmið – en þau ferli eru þegar haf- in. Þó að við munum forðast ágreining og fjandskap, munum við einnig leitast við að verja stærri hagsmuni okkar. En, í ljósi þess hversu mjög heimurinn er að verða samtengdur og háður innbyrðis, krefjast allar áskoranir þess að ríki vinni saman á virkan hátt. Engin ríki – og stór- veldin þar með talin – geta mætt á skilvirkan hátt þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir ein síns liðs. Og í raun bendir hinn mikli hraði í hagvexti í þróunarríkjunum til þess að vægi þeirra sé að verða meira en þeirra í þróaða heiminum. Í dag eru þau ríki líkleg til þess að nálgast 60% af þjóðarframleiðslu heimsins, miðað við 40% árið 2000, sem gefur þeim vald til þess að takast á hendur stærra hlutverk á alþjóðasviðinu. Á slíkum breytingatímum getur Íran aukið hlutverk sitt á alþjóða- sviðinu. Í kosningunum í ár, þar sem nærri því 75% af þeim sem höfðu kosningarétt mættu á kjörstað, sást hvernig trúarlega lýðræðisríkið okk- ar er að vaxa úr grasi. Hin forna menning Írans, löng samfelld þjóð- skipan, staða á alþjóðasviðinu, fé- lagslegur stöðugleiki í heimshluta í uppnámi og velmenntuð æska gefa okkur tækifæri til þess að horfa til framtíðar með tiltrú og sækjast eftir því forystuhlutverki á alþjóðasviðinu sem fólk okkar á skilið – hlutverk sem enginn á alþjóðasviðinu getur litið framhjá. Við erum einnig að íhuga hvernig hægt sé að byggja aftur og bæta tví- og marghliða samskipti okkar við ríki Evrópu og Norður-Ameríku á grundvelli sameiginlegrar virðingar. Þetta krefst þess að lægja öldur og koma á fót alhliða samskiptum sem innihalda einnig efnahagstengsl. Við getum byrjað á því að forðast ný deilumál á milli Írans og Banda- ríkjanna, og á sama tíma reynt að eyða þeim fortíðardraugum sem enn setja blett sinn á samskipti þessara ríkja. Þó að við getum kannski ekki gleymt því vantrausti og grunsemd- um sem hafa ásótt hugarheim Írana um ríkisstjórnir Bandaríkjanna síð- ustu 60 árin, getum við í dag lagt áhersluna á núið og horft til fram- tíðar. Það þýðir að taka skrefið yfir klækjastjórnmál og leiða þrýstihópa í báðum löndum okkar í stað þess að fylgja þeim. Að okkar mati myndi samvinna um sameiginlega hagsmuni hjálpa til þess að lægja öldurnar í okkar heimshluta. Það þýðir að það þarf að færa röksemdir gegn þeim í Banda- ríkjunum og Mið-Austurlöndum sem sækjast eftir því að draga athygli heimsbyggðarinnar frá þeim málum sem þeir bera beina ábyrgð á, og koma í veg fyrir að Íran nái að bæta stöðu sína. Með því að draga úr lík- unum á varanlegri sátt um kjarn- orkuáætlun okkar eykur slík hegðun líkurnar á því að pattstaðan á milli Írans og Bandaríkjanna haldi áfram. Mið-Austurlönd glíma nú meir en nokkru sinni fyrr við kreddutrú, fjandskap milli hópa og mögulegra nýrra uppeldisstöðva fyrir öfgastefn- ur og hryðjuverk. Á sama tíma gætu eftirköstin af efnavopnaárásinni í Sýrlandi dregið langan dilk á eftir sér fyrir íbúa heimshlutans. Við trú- um því, að við slíkar aðstæður geti rödd skynseminnar í heimshlutanum haft áhrif á gang mála á uppbyggi- legan og jákvæðan hátt. Það er enginn vafi að umrótið í ná- lægum löndum hefur áhrif á hags- muni margra aðila, í heimshlutanum og utan hans, sem þurfa að vinna saman til að tryggja stöðugleika til lengri tíma. Íran, sem stórt ríki í heimshlutanum, er fullkomlega tilbúið til þess og mun ekki draga af sér við að greiða fyrir lausnum. Þannig að þeir sem vilja lýsa Íran sem ógnun og draga þannig úr trú- verðugleika landsins á heimsvísu ættu að hætta því – í nafni friðar og rósemdar í heimshlutanum og víðar. Ég ber mikinn kvíðboga fyrir þeim mannlega harmleik sem nú á sér stað í Sýrlandi og þeim miklu þjáningum sem sýrlenska þjóðin hefur þurft að þola í nærri þrjú ár. Sem fulltrúi þjóðar sem hefur þolað þann hrylling sem fylgir beitingu efnavopna, for- dæmdi ríkisstjórn mín harðlega notkun þeirra í sýrlenska stríðinu. Ég hef einnig þungar áhyggjur af því að hlutar af Sýrlandi séu nú orðnir að uppeldisstöðvum fyrir öfgakenndar hugmyndir og að safnstöð fyrir hryðjuverkamenn, sem minnir mjög á ástandið á austurlandamærum okkar á tíunda áratugnum. Þetta er áhyggjuefni fyrir margar aðrar þjóð- ir, og það að finna varanlega lausn á ástandinu í Sýrlandi krefst samvinnu og samstillts átaks. Við erum ánægðir með að á árinu 2013 hafði háttvísin betur gegn hót- unum um hernaðaríhlutun í Sýr- landi. Við verðum að byggja á þeim árangri og skilja að Sýrland þarfnast sárlega samstilltra viðbragða heims- hlutans og heimsbyggðarinnar. Við erum tilbúnir til að leggja okkar af mörkum til friðar og stöðugleika í Sýrlandi í gegnum alvarlegar samn- ingaviðræður á milli þeirra aðila sem skipta máli. Hérna munum við einnig þurfa að koma í veg fyrir að viðræð- urnar breytist í leik þar sem einn getur aðeins unnið ef annar tapar. Það er jafnsatt um hina frið- samlegu kjarnorkuáætlun Írans, sem hefur mátt þola alls kyns skrum á síðustu áratugum. Síðan í upphafi tíunda áratugarins hefur hver spáin á fætur annarri um það hversu ná- lægt Íran væri því að verða sér úti um kjarnorkusprengju reynst vera ástæðulaus. Allan þennan tíma hafa hrakspármenn reynt að útmála Íran sem ógn við Mið-Austurlönd og heiminn allan. Við vitum öll hver er aðalæsinga- maðurinn og hvaða tilgangi það þjón- ar að vekja ofurathygli á þessu máli. Við vitum það líka að þessi staðhæf- ing heyrist mishátt eftir því hversu mikla áherslu alþjóðasamfélagið leggur á að stöðva landnemabyggðir og binda enda á hernám palestínskra landa. Þessar fölsku ásakanir halda áfram þrátt fyrir að öryggisstofnanir Bandaríkjanna hafi lagt fram áætl- anir þar sem kemur fram að Íran hafi ákveðið að búa ekki til kjarn- orkuvopn. Við erum í raun skuldbundin til þess að vinna ekki að því að þróa og framleiða kjarnorkusprengju. Eins og sagði í trúarskipuninni sem æðsti leiðtoginn Ayatollah Ali Khamenei setti fram, trúum við því heitt að þró- un, framleiðsla, geymsla og notkun kjarnorkuvopna sé á móti siðvenjum íslams. Við höfum aldrei íhugað möguleikann á því að verða okkur úti um slík vopn, því að við trúum því að þau gætu dregið úr þjóðaröryggi okkar; og þess vegna eiga þau engan stað í varnarmálum Írans. Meira að segja sú tilhugsun ein að Íran gæti þróað kjarnorkuvopn er hættuleg ör- yggi okkar og þjóðarhagsmunum. Í kosningabaráttu minni skuldbatt ég mig til þess að gera allt sem í valdi mínu stæði til þess að flýta fyrir lausnum á pattstöðunni sem komin var upp vegna kjarnorkuáætlunar okkar. Til þess að uppfylla það lof- orð, og til þess að nýta það tækifæri sem kosningarnar opnuðu á, er rík- isstjórn mín tilbúin til þess að velta við öllum steinum til að ná fram var- anlegri lausn sem báðir aðilar geta sætt sig við. Við erum tilbúnir til þess í kjölfar nóvember-samkomu- lagsins að halda áfram að vinna með P5+1 hópnum (sem skipaður er fimm fastafulltrúum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna auk Þýska- lands) og öðrum til þess að tryggja fullt gagnsæi í kjarnorkuáætlun okk- ar. Sú friðsamlega kjarnorkutækni sem við höfum orðið okkur úti um verður notuð innan ramma örygg- isventla sem alþjóðasamfélagið hefur samþykkt, og verður aðgengileg fyr- ir fjölhliða skoðun frá Alþjóðakjarn- orkumálastofnuninni, líkt og verið hefur undanfarin ár. Á þann hátt getur alþjóðasamfélagið gengið úr skugga um þann friðsamlega tilgang sem kjarnorkuáætlun okkar hefur. Við munum aldrei afsala rétti okkar til þess að hagnýta kjarnorkuna, en við erum tilbúnir til þess að eyða öll- um vafa og svara öllum réttmætum spurningum um áætlun okkar. Áframhald þrýstings, hótana og ráðstafana sem skera á aðgang Írana að fjölmörgum nauðsynjum – frá tækni til lyfja og matvæla – getur að- eins eitrað andrúmsloftið og dregið úr þeim aðstæðum sem nauðsyn- legar eru til þess að ná árangri. Eins og við sýndum á árinu 2013, eru Íranir tilbúnir til þess að tala á alvarlegan hátt við alþjóða- samfélagið og semja við viðmæl- endur sína í góðri trú. Við vonumst til þess að viðmælendur okkar séu líka tilbúnir til þess að nýta þetta tækifæri. Hvað vill Íran á nýju ári? Eftir Hassan Rohani » Íranir eru tilbúnir til þess að tala á alvarlegan hátt við alþjóðasamfélagið og semja við viðmælendur sína í góðri trú. Hassan Rohani Hassan Rohani er forseti Írans. ©Project Syndicate/Asia Society, 2013 www.project-syndicate.org F ÍT O N / S ÍA Fífa salernispappírinn er einstaklega mjúkur þriggja laga pappír, náttúrulega hvíttur, án klórbleikiefna og viðbættra ilmefna. Þú færð Fífa í næstu verslun. WWW.PAPCO.IS FIÐURMJÚK FÍFA Ellert 661 1121 Löggiltur fasteignasali Árni 570 4800 Viðskiptafræðingur Aðalsteinn 690 2323 Katrín 570 4800Sveinbjörn 892 2916 Löggiltur fasteignasali Halldór 693 2916 Hafrún 570 4800 Starfsfólk fasteignasölunnar Gimli þakkar viðskiptin á liðnum árum og óskar landsmönnum öllum farsældar á komandi ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.